Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍVAR Örn Guðmundsson
arkitekt og Bolli Kristinsson
kaupmaður, sem situr í mið-
borgarstjórn borgarinnar,
hafa sett fram hugmynd um
að byggður verði hljómsveit-
arpallur og veitingahús í
Hljómskálagarðinum.
Bolli Kristinsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að
hugmyndin hefði kviknað hjá
honum fyrir um einu og hálfu
ári og hann hefði fengið Ívar
Örn til að útfæra hana. Bolli
sagði brýnt að finna leiðir til
að gera garðinn þannig að
fólk leggi leið sína í hann í
meira mæli en nú er.
Ívar Örn segir að hug-
myndinni sé ætlað að benda á
leiðir til að draga fólk að
Hljómskálagarðinum og lífga
upp á garðinn þannig að hann
geti gegnt svipuðu hlutverki í
borgarlífinu og t.d. Central
Park gerir í New York og
Hyde Park í London.
Stærri skrokkur þarf
sterkara hjarta
Ívar Örn vísar þar til þess
að hann telji borgina standa á
tímamótum og ákveða þurfi
hvort skilgreina eigi borgina
sem eitt stórt samansafn út-
hverfa eða þá hvort styrkja
eigi hið ótvíræða hjarta höf-
uðborgarsvæðisins alls. „Því
stærri sem skrokkurinn er,
því sterkara þarf hjartað að
vera,“ segir hann.
Ívar Örn leggur áherslu á
að í myndunum sem birtar
eru hér til hliðar og unnar eru
í samstarfi Arkitektastofunn-
ar Nexus og margmiðlunar-
fyrirtækisins Verði ljós, sé á
þessu stigi fyrst og fremst um
að ræða myndræna útfærslu
á hugmynd, sem upphaflega
kviknaði hjá Bolla Kristins-
syni. Útfærslunni sé ætlað að
ýta undir kynningu og um-
ræðu um hugmyndina fremur
en að um sé að ræða eiginlega
hönnun á húsunum, sem sýnd
eru. Með arkitektúr megi
bæta þar ýmsu við. Hann
leggur hins vegar áherslu á
að hlutverk þeirra bygginga,
sem lagt er til að reistar verði
í garðinum, sé fyrst og fremst
ætlað að vera vettvangur
þjónustu, sem hafi það að
markmiði að sinna þörfum
þess fólk sem safnast saman í
garðinum, oftar en á hátíða-
og tyllidögum; það sé þjón-
ustan við fólkið en ekki bygg-
ingarnar sem skipti mestu
máli.
Átthyrndur eins og
Hljómskálinn
Eins og sést á myndunum
eru reistar tvær nýjar bygg-
ingar í Hljómskálagarðinum,
ein til útitónleikahalds, hin til
veitingaþjónustu.
Tónlistaskálinn er 8 metrar
í þvermál, átthyrndur og
dregur mjög dám af Hljóm-
skálanum. „Skálinn er eins og
hann hafi alltaf verið þarna,“
segir Ívar. Allar hliðar skál-
ans eru opnanlegar til að tón-
leikar geti sést frá sem flest-
um hliðum og áhorfendur
notið þeirra sitjandi á flötinni
í fögru umhverfi. Ívar segir
að hugsa megi sér að þegar
skálinn er ekki nýttur til tón-
leikahalds megi koma þar
fyrir bekkjum eða aðstöðu til
að sitja og njóta náttúru, út-
sýnis og borða nesti hvað sem
veðri líður.
Ívar hefur fundið skálanum
stað á stétt, skammt sunnan
Hljómskálans, á blettinum
þar sem styttan af Bertel
Thorvaldsen stendur.
Hressingarskálinn?
Veitingaskálinn er teiknað-
ur í framhaldi af hæð, sem
gerð verður við tjarnarbakk-
ann og stendur skálinn á súl-
um út í Tjörnina. Hann er 13
fermetrar í þvermál og 106
fermetrar og ætlað að hýsa
um 33 viðskiptavini. Á skál-
anum er stór útipallur, 115
fermetrar, sem nýst gæti alla
daga í stilltu veðri og tekið
allt að 42 viðskiptavini. Þegar
verr viðrar er hins vegar
hægt að draga tjöld yfir pall-
inn og hita upp það svæði
með gashiturum en það segir
Ívar tíðkað í veitingastöðum
af þessu tagi alls staðar í
heiminum.
Hægt er að reisa upp út-
veggi skálans, sem eru úr
gleri, og þannig verða veit-
ingasalurinn og veröndin að
einu rými.
Náttúra, tónlist, útivist
og nærvera
Frá veitingaskálanum, sem
Ívar Örn hefur gefið vinnu-
heitið Hressingarskálann, er
útsýni til Hljómskálanna
beggja annars vegar og mið-
borgarinnar hins vegar.
Ívar sagði að til að styrkja
Hljómskálagarðinn þannig að
hann fái svipað hlutverk og
fyrrgreindir garðar í New
York og London sé brýnt að
tengja Háskólasvæðið betur
miðborginni en nú er gert.
Það megi t.d. gera með und-
irgöngum eða brú sem auð-
veldi stúdentum og starfs-
fólki Háskólans að eyða
hvíldarstundum í garðinum.
Fram hafa komið hug-
myndir um að flytja ÍR-húsið
í Hljómskálagarðinn og eins
setti Hrafn Gunnlaugsson
fram í þekktri mynd sinni
hugmynd um flutning húsa af
Árbæjarsafni í garðinn. Um
þá hugmynd segir Ívar Örn
að hann telji geta komið til
greina að flytja fáein hús í
garðinn en aðalatriðið í sínum
huga sé þó að huga að mögu-
leikum á því að garðurinn geti
sinnt þörfum fólks fyrir að
koma saman, njóta náttúru,
tónlistar, útivistar og nær-
veru hvert við annað.
Hugmynd Bolla Kristinssonar kaupmanns og Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts
Vilja tónleika- og
veitingaaðstöðu í
Hljómskálagarðinn
Mynd/Nexus, Verði ljós
Hljómskálinn fjær og nýi skálinn nær.
Horft úr veitingaskálanum yfir miðborgina.
Miðborg
LISTASAFN Reykjavíkur
hefur fest kaup á útilistaverk-
um eftir fimm íslenska lista-
menn. Verkin sem um ræðir
eru Geirfugl eftir Ölöfu Nor-
dal; Á frívaktinni eftir Finnu
Birnu Steinsson; Flæðisker
eftir Borghildi Óskarsdóttur;
Sólstólar eftir Helgu Guðrúnu
Helgadóttur og Sleðinn eftir
Örn Þorsteinsson.
Þau stóðu öll á útisýning-
unni „Strandlengjan“ sem
Myndhöggvarafélag Reykja-
víkur stóð fyrir og hófst með-
fram suðurströnd Reykjavík-
ur í júní 1998 og stóð fram á
haust ársins 2000, þegar
Reykjavík var ein af menn-
ingarborgum Evrópu.
„Verkin hafa verið keypt
smám saman, frá árinu 1998
þangað til núna seint á síðasta
ári, og þetta var gert með
þeim hætti einfaldlega vegna
þess að þá gafst betri tími til
að skoða þau og meta og
njóta, þar sem sýningin átti að
fá að standa þetta lengi hvort
sem var,“ sagði Eiríkur Þor-
láksson forstöðumaður Lista-
safns Reykjavíkur í samtali
við Morgunblaðið í gær, að-
spurður um málið. „En síðan
þarf það að fara í gegnum op-
inberar nefndir, þ.e.a.s.
Menningarmánefnd og Skipu-
lags- og bygginganefnd og
loks í endanlega staðfestingu
hjá borgarráði, að það sé
leyfilegt að láta viðkomandi
verk standa á þessum stöð-
um.“
Í byrjun febrúar óskaði
Listasafn Reykjavíkur svo
eftir því við Skipulags- og
byggingarnefnd borgarinnar,
að umrædd verk fengju að
standa til frambúðar á þeim
stöðum sem þau voru sett upp
en menningarmálanefnd
Reykjavíkurborgar var þá
fyrir sitt leyti búin að sam-
þykkja tillögu þessa efnis. Á
fundi Skipulags- og bygging-
arnefndar nýlega var um-
rædd tillaga svo einnig sam-
þykkt.
Borgin kaupir útilist
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Geirfugl Ólafar Nordal.
Skerjafjörður
'3
6 @
AA
#
3
3
3 72 3
@3 35B @
BÖRN, sem nú eru í fimmta
bekk Varmárskóla í Mos-
fellsbæ, en búa á svonefndu
vestursvæði í bænum, flytj-
ast í nýjan grunnskóla sem
stofnaður verður fyrir vest-
ursvæðið næsta haust. Eftir
sameiningu við Grunnskóla
Mosfellsbæjar er Varmár-
skóli orðinn stærsti grunn-
skóli landsins með um 1100
nemendur. Við stofnun nýja
skólans á vestursvæðinu
fækkar í 850–900 nemendur
en Varmárskóli verður eftir
sem áður stærsti grunnskóli
landsins, að sögn Viktors
Guðlaugssonar, skólastjóra.
Varmárskóli hefur frá ára-
mótum verið eini skólinn í
Mosfellsbæ. Í húsnæði
Gagnfræðaskólans er
kennsla á unglingastigi en í
Varmárskóla kennsla yngstu
barna og miðstig.
Nýr skóli á vestur-
svæði í haust
Þau börn, sem búsett eru
vestast í bænum og eru í
1.–5. bekk hafa gengið í sér-
stakt útibú frá Varmárskóla.
Á þeim grunni verður
stofnaður nýr grunnskóli á
vestursvæðinu í haust og
jafnframt flytjast þau börn
sem búsett eru á vestur-
svæðinu en eru í Varmár-
skóla yfir í nýja skólann.
Að sögn Viktors er gert
ráð fyrir að nýi skólinn vaxi
svo smám saman upp og
verði heildstæður grunnskóli
fyrir 1.–10. bekk. Þau eldri
börn, sem búsett eru á vest-
ursvæðinu og ganga í Varm-
árskóla, munu hins vegar
ljúka grunnskólagöngu sinni
þar.
Eins og fyrr sagði er
Varmárskóli nú stærsti
grunnskóli landsins og eftir
sameininguna stunda þar
alls um 1.100 börn og ung-
lingar nám. Fyrst um sinn
verða 250–300 nemendur í
nýja skólanum en gera má
ráð fyrir að þeir verði 400–
450 þegar allir árgangar
verða skipaðir, þ.e. þegar
börnin sem fara í 6. bekk í
haust, hefja nám í 10. bekk.
Áætlanir gera ráð fyrir að
nýi skólinn verði svokallaður
tveggja hliðstæðu skóla, sem
þýðir að tvær bekkjardeildir
eru í hverjum árgangi.
Með sameiningunni milli
Varmárskóla og Gagnfræða-
skólans voru skólarnir settir
undir eina stjórn og teknir
upp nýir stjórnunarhættir,
að sögn Viktors skólastjóra,
sem jafnframt tók við skóla-
stjórastarfinu.
Tveir aðstoðarskólastjórar
starfa við skólann og að auki
þrír sviðsstjórar, einn fyrir
yngsta stig, einn fyrir mið-
stig og einn fyrir unglinga-
stig. Viktor segist ekki vita
til þess að við annan grunn-
skóla séu starfandi sviðs-
stjórar sem eru í raun
stjórnendur með óverulega
kennsluskyldu. Hins vegar
þekkist það í fleiri skólum
að sérstakir sviðsstjórar séu
skipaðir en þeir eru þá
kennarar með stjórnunar-
skyldu fremur en stjórnend-
ur með óverulega kennslu-
skyldu eins og við á í
Mosfellsbænum. Að auki er
sérstakur skrifstofustjóri
meðal stjórnenda við skól-
ann.
Einn árgangur flyst í
nýjan skóla í haust
Mosfellsbær
Varmárskóli stærsti grunnskóli landsins með
1.100 nemendur í ár en 850–900 næsta vetur