Morgunblaðið - 21.03.2001, Page 24

Morgunblaðið - 21.03.2001, Page 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRANZ Fischler, sem fer með sjáv- arútvegs- og landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), kynnti á blaðamannafundi í Brussel í gær svokallaða grænbók um sjávarútvegsmál. Henni er ætlað að vera grundvöllur almennrar umræðu í aðildarríkjum ESB um framtíð sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnunnar og er liður í lögboðinni endurskoðun hennar, en stefnt er að því að ný sjáv- arútvegsstefna ESB taki gildi í árs- byrjun 2003. Að sögn Fischlers á hin endurskoð- aða sjávarútvegsstefna að hafa meiri skilvirkni, sveigjanleika og bætt fisk- veiðieftirlit að leiðarljósi. Sagði hann þörf á því að minnka veiðigetu fisk- veiðiflota ESB um 40% frá því sem nú er, þrátt fyrir þá minnkun flotans sem þó hefur verið hrint í framkvæmd á síðustu árum. Um 97.000 fiskiskip eru nú gerð út frá ESB-löndunum. Atvinnugrein í kreppu Í desember sl. samþykktu sjávar- útvegsráðherrar ESB-landanna fimmtán róttækan niðurskurð fisk- veiðikvóta í því skyni að vernda of- veidda fiskistofna sem annars er hætta á að nái sér aldrei á ný. Í ár verða útvegsmenn í ESB að draga úr veiðum á sumum fiskteg- undum um allt að 40%, þar á meðal þorski. Óttast menn að þetta muni hafa mjög alvarleg áhrif á atvinnu- ástand í sjávarbyggðum ESB, svo sem í Skotlandi. Um 260.000 manns vinna á fiski- skipaflota ESB, og enn fleiri vinna við landvinnslu aflans. Greinin skilar þó ekki nema um 1% af vergri þjóðar- framleiðslu ESB-landanna. Störfum hefur á síðustu árum farið hraðfækk- andi í greininni. Sagði Fischler í gær að störfum í greininni mundi halda áfram að fækka og eina leiðin til að bæta ástandið væri að gera róttækar breytingar á skipulagi útvegsins. Grænbókin er fyrsta slíka stefnu- markandi skýrslan sem samin hefur verið um sjávarútvegsmál í ESB. „Endurskoðun sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnunnar er brýn; margir mikilvæg- ustu fiskistofnarnir eru á barmi hruns. Við er- um að veiða of marga fiska of unga, sem haml- ar alvarlega gegn end- urnýjun fiskistofn- anna,“ lýsti Fischler yfir í gær. „Róttækra aðgerða er þörf til að tryggja sjálfbærni sjáv- arútvegsins. Í græn- bókinni eru sett fram ný markmið og tillögur að því hvernig þeim megi ná fram. Ég hvet fiski- menn sem og alla þá sem telja sér málið skylt til að taka virkan þátt í um- ræðunni um framtíð sjávarútvegs í Evrópu,“ sagði Fischler. Samkvæmt því sem fullyrt er í grænbókinni er helztu vandamál sjáv- arútvegs í ESB að rekja til þess að markmið hafa stangast á og of mikið hafi verið um skammtímalausnir. Nú sé nauðsynlegt að skilgreina skýr markmið og forgangsröðun, svo að takast megi að byggja upp auðlindina í hafinu og taka betra tillit til stefnu- miða ESB varðandi umhverfisvernd, matvælaöryggi og þróunarhjálp. Framkvæmdastjórnin lýsir í græn- bókinni fjórum atriðum sem ættu að hennar mati að vera meginmarkmið endur- skoðaðrar sjávarút- vegsstefnu ESB. Þessi atriði eru: Að bæta vernd fiskistofna; að auka þátttöku hags- munaaðila í ákvarðana- töku; að tryggja efna- hagslega sjálfbærni atvinnugreinarinnar og loks að stuðla að sjálf- bærum sjávarútvegi út yfir lögsögu ESB. Vakið máls á fram- seljanlegum kvóta Í grænbókinni er í allítarlegu máli gerð grein fyrir helztu vandamálunum sem við er að etja við framkvæmd sameig- inlegu sjávarútvegsstefnunnar. Þar á meðal er sagt frá því hvernig sá hluti styrkjakerfisins sem ýtir undir end- urnýjun á skipakosti og tækjabúnaði í útvegi hefur beinlínis aukið á vand- ann. Kerfið hafi ýtt undir offjárfest- ingu og stuðlað að því að viðhalda of mikilli veiðigetu flotans. Farið er yfir vandamál sem varða fiskveiðieftirlit, umhverfismál og fleira. Ennfremur er greint frá helztu hugmyndum framkvæmdastjórnar- innar um úrbætur. Þar sem fjallað er um hugsanlegar nýjar leiðir í efnahagslegri stjórnun á sviði sjávarútvegs segir m.a.: „Sam- bandið ætti líka að hefja skipulega könnun á mismunandi leiðum við fisk- veiðistjórnun, sem ekki eru mikið not- aðar í Evrópu, svo sem: – úthlutun veiðiheimilda á grund- velli markaðskerfis, svo sem framselj- anlegs kvóta og uppboða, sem skapa markað fyrir veiðiheimildir og er til þess fallið að auka áhuga þeirra sem eiga heimildirnar til að viðhalda lang- tíma sjálfbærni í fiskveiðum; – blandað stjórnunarkerfi („co- management systems“); – aðgangsgjald fyrir réttinn til fisk- veiða, að minnsta kosti fyrir vissa hluta fiskveiðiflota ESB.“ Ekki hvikað frá reglunni um hlutfallslegan stöðugleika Þá er í grænbókinni tekin skýr af- staða til reglunnar um „hlutfallslegan stöðugleika“, sem verið hefur grund- vallarregla við útlutun fiskveiðiheim- ilda í ESB og gengur út á að veiði- reynsla sé að mestu látin ráða því hvernig veiðiheimildum hvers árs er úthlutað. Um hlutfallslegan stöðug- leika segir: „Framkvæmdastjórnin sér eins og er engan valkost við regluna um hlut- fallslegan stöðugleika, sem gæti skil- að niðurstöðu sem jafn mikil sátt er um. Samráðsferlið leiddi í ljós að þetta viðhorf er ríkjandi úti um allt sambandið. Það er því engin knýjandi ástæða fyrir róttækri endurskoðun núverandi kvótaúthlutunarkerfis. Þegar skipulagsvandi sjávarút- vegsins hefur verið leystur og betri félagslegur og efnahagslegur stöðug- leiki hefur náðst í greininni kann að koma sá tími að ástæða þyki til að endurskoða þörfina á að viðhalda reglunni um hlutfallslegan stöðug- leika og á því að leyfa markaðsöflun- um að verka með sama hætti í sjávar- útveginum eins og í öðrum greinum efnahags ESB.“ Nálgast má grænbókina undir vef- slóðinni http://europa.eu.int/comm/ fisheries/policy_en.htm. Framkvæmdastjórn ESB gefur út grænbók um sjávarútvegsmál Uppstokkun fyrir 2003 Franz Fischler Ný stefnumarkandi skýrsla, svokölluð grænbók, um sjávarútvegsmál í ESB var kynnt í Brussel í gær. Auðunn Arnórsson gluggaði í hana. RÚSSAR búa sig nú undir að stýra rússnesku geimstöðinni Mír til jarðar á föstudaginn kemur en ótt- ast er að hún steypist stjórnlaust niður verði ekki hægt að láta hana hrapa í Kyrrahafið innan viku. Fari eitthvað úrskeiðis og lendi brot úr geimstöðinni á byggð gæti það eyðilagt tugi húsa. Gryfjan sem myndaðist yrði allt að 10 metra djúp og 100 metra löng. Gert er ráð fyrir því að Mír falli í Kyrrahafið klukkan 6.30 fyrir há- degi á föstudaginn kemur, um sól- arhring síðar en áætlað var í vik- unni sem leið. Ástæða tafarinnar er að geimstöðinni miðaði hægar nið- ur en sérfræðingar höfðu áætlað. Upphaflega átti að láta geimstöðina hrapa 27.-28. febrúar en stjórnstöð hennar varð að fresta því vegna ýmissa tæknilegra vandamála. Takist ekki að stýra Mír til jarð- ar fyrir þriðjudaginn kemur er hætta á að geimstöðin hrapi stjórn- laust í gufuhvolf jarðar með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum, að sögn Viktors Blagovs, starfsmanns rúss- nesku stjórnstöðvarinnar (TsUP). „Hefjist aðgerðin ekki fyrir þennan tíma hrapar geimstöðin sjálf,“ sagði hann. 3% líkur á að Mír lendi á landi Yfirmenn stjórnstöðvarinnar segja að um 3% líkur séu á því að geimstöðin fari af réttri braut og lendi á landi. Þeir hafa því tryggt hana fyrir andvirði 34 milljarða króna. Geimstöðin verður látin steypast niður þegar hún verður í 220 km hæð yfir jörðu, en hún var í 230 km hæð á sunnudag. Eldflaugar flutn- ingaflaugarinnar Progress, sem er tengd við Mír, verða notaðar til að beina geimstöðinni til jarðar. Er þetta mikið nákvæmnisverk, meðal annars vegna þess að geimstöðin þarf að vera yfir Japan þegar hún fer niður í gufuhvolfið. 1.500 brot falla til jarðar Gert er ráð fyrir því að Mír fljúgi yfir Japan og Ástralíu áður en geimstöðin verður látin hrapa í Kyrrahafið milli Nýja-Sjálands og Chile, fjarri helstu siglinga- og flugleiðum. Stjórnvöld nokkurra ríkja á þessu svæði hafa látið í ljósi áhyggjur af því að geimstöðin hrapi ekki á réttan stað og benda á að ýmis tæknileg vandamál hafa kom- ið upp í henni á síðustu mánuðum. Rússneska stjórnstöðin missti til að mynda sambandið við Mír í tæpan sólarhring í desember og margir óttast að það geti gerst aftur þegar geimstöðin verður látin hrapa. Búist er við að mestur hluti geimstöðvarinnar, sem er 137 tonn að þyngd, brenni upp í gufuhvolf- inu. Þó er gert ráð fyrir því að um 1.500 brot, alls 20-40 tonn, falli til jarðar. Flest þeirra verða mjög lítil en nokkur á stærð við lítinn bíl og talið er að hraði þeirra verði svo mikill að þau geti þeyst í gegnum tveggja metra þykka styrkta stein- steypu. Hraði geimstöðvarinnar þegar hún hrapar verður um 3.600 km á klukkustund. Krafturinn verður á við 13.000 tonna dýnamítspreng- ingu og litlu minni en í fyrstu kjarnorkusprengingunni. Ástralski stjörnufræðingurinn Rob McNaught, sérfræðingur í loftsteinum, sagði að tugir húsa myndu eyðileggjast ef aðeins eitt brot úr geimstöðinni hrapaði á Sydney. Hann líkti afleiðingunum við hrap braksins úr bandarísku farþegaþotunni sem sprakk í loft upp og féll á skoska bæinn Lock- erbie í sprengjutilræði árið 1988. „Ef einn þessara klumpa lendir á húsi myndi það hverfa algerlega ásamt nokkrum nálægum húsum,“ sagði Naught. Öryggisráðstafanir í nokkrum ríkjum Stjórnvöld í nokkrum ríkjum sem Mír á að fljúga yfir hafa boðað öryggisráðstafanir vegna hraps geimstöðvarinnar. Japanska stjórnin segist ætla að fyrirskipa íbúum nokkurra svæða að halda sig innandyra í 40 mínútur meðan Mír flýgur yfir þau. Þá hefur stjórn Nýja-Sjálands gefið út viðvörun til skipa og flugvéla sem fara um svæðið þar sem geimstöðin á að hrapa. Sérfræðingar eru á einu máli um að það sé mikið nákvæmnisverk að stýra geimstöðinni til jarðar. Bandaríska geimfarið Skylab hrap- aði á strjálbýlt svæði í vesturhluta Ástralíu árið 1979 og brak þess dreifðist yfir stórt svæði. Rúss- neskur Kosmos-gervihnöttur hrap- aði einnig til jarðar í óbyggðum í norðurhéruðum Kanada 1987. Þá féll sovéska geimstöðin Salyut-7 niður í gufuhvolfið vegna eldsneyt- isskorts og nokkur brot úr henni hröpuðu á Argentínu í febrúar 1991. Ekki er þó vitað til þess að hrap slíkra leifa úr geimnum hafi valdið mannskaða. Sýnt á Netinu Geimstöðin Mír er 15 ára gömul og ákveðið var að láta hana hrapa til að eyðileggja hana þar sem Rússa skortir fjármagn til að gera við hana og halda henni við. Teknar verða myndir af hrapi Mír og hægt verður að skoða þær á Netinu fjórum klukkustundum síð- ar á www.mirreentry.com. Mír á að hrapa til jarð- ar á föstudag                             !"#$ %                                                                                                              !!         "   #!!!    $!!          & '   !   ()  '     "     #  $  %&''()(* %         & '         (        *&+ $ &,-$ . / 0 0 / . ) #   * !   #                 ( +   %            ,    +-       Moskvu. Reuters, AFP. HILLARY Rodham Clinton, öldungadeildarþingmaður frá New York, hefur nú kallað yf- ir sig gagn- rýni með því að taka á leigu dýrasta skrif- stofuhúsnæði í allri sögu þingmanna deildar- innar. Skatt- greiðendur sjá um kostn- aðinn af skrif- stofum þingmanna á heima- slóðum. Eiginmaður Clinton, Bill Clinton, fyrrverandi forseti, ætlaði að leigja sér rándýrt húsnæði á Manhattan en hætti við vegna harðrar gagn- rýni og reynir nú að fá leigt í blökkumannahverfinu Har- lem. Skrifstofa Hillary Clinton á Manhattan mun kosta nær fjörutíu milljónir á ári í leigu. Næstdýrasta húsnæði öldung- ardeildarþingmanns er skrif- stofa Dianne Feinstein í San Francisco og er sjö milljónum króna ódýrara. Í starfsliði Clinton öldunga- deildarþingmanns verða um 60 manns. Fylgi hennar í könnunum er nú minna en verið hefur, um 40% Bandaríkjamanna segjast hafa lítið álit á henni. Dýra skrif- stofa Hillary New York. The Daily Telegraph. Hillary Clinton

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.