Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRELSI TIL FERÐA Í 15 LÖNDUM U ndirbúningurinn hefur verið mjög mikill en hann hefur gengið vel, þjálfun starfs- manna er lokið, framkvæmdir í flugstöðinni eru á áætlun, prófun Schengen-upplýs- ingakerfisins gekk vel og það er komið í notkun. Við erum tilbúnir fyrir Schengen,“ segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli. Þegar Ísland verður aðili að Schengen-samstarfinu næstkom- andi sunnudag verður afnumið eft- irlit á innri landamærum Schengen- ríkjanna en eftirlit með farþegum sem koma inn á Schengen-svæðið verður hert. Um 98% allra ferðamanna sem koma til Íslands fara um Keflavík- urflugvöll, sem verður jafnframt út- vörður Schengen-ríkjanna 15 á ytri landamærum svæðisins. Lögreglumenn og tollverðir manna 14 landamærahlið Mikil ábyrgð er lögð á landa- mærasveit sýslumannsins á Kefla- víkurflugvelli, sem hefur tekist þær skyldur á herðar að gæta ytri landa- mæranna með ströngu eftirliti fyrir hönd allra Schengen-landanna. Lögreglumenn og tollverðir munu manna landamærahliðin 14 sem reist hafa verið í nýrri Suðurbyggingu flugstöðvarinnar. Jafnframt verður í engu slakað á eftirliti í sjálfri flug- stöðinni og á flugvallarsvæðinu. Schengen-samstarfið hefur í för með sér umtalsverðar breytingar, að sögn Jóhanns. „Annars vegar erum við að taka upp eftirlit með áningar- og skiptifarþegum til og frá Banda- ríkjunum, sem hafa farið eftirlits- laust um okkar svæði. Hins vegar er- um við að fella niður formlegt landamæraeftirlit gagnvart þeim sem koma frá hinum svokölluðu Schengen-ríkjum,“ segir hann. „Það veltur mikið á framkvæmd- inni hvernig til tekst. Menn hafa spurt hvað það muni þýða að fella niður formlegt eftirlit með því fólki, sem er að ferðast innan svæðisins. Ég tek skýrt fram að vitaskuld er ekki verið að fella niður allt eftirlit. Við höldum eftir sem áður uppi eft- irliti, en við munum breyta því. Við verðum til dæmis með óeinkennis- klædda löggæslumenn í flugstöðinni. Lögreglan í landinu hefur ekki afsal- að sér neinum heimildum til að krefj- ast þess að fólk sanni á sér deili ef ástæða er til, t.d. með því að fram- vísa skilríkjum. Það er því ekki búið að binda hendur okkar við að halda uppi eftirliti. Þótt ég vilji ekki upplýsa í smáat- riðum hvernig við munum haga þessu eftirliti, þá get ég fullvissað fólk um að það verður mikið eftirlit eftir sem áður. Svo má ekki gleyma því að tolleftirlit verður óbreytt og ef tollverðir eru með fólk undir hönd- um sem þeir telja að hafi gerst brot- legt á einhvern hátt gagnvart lögum landsins þá verður náttúrlega brugð- ist við því,“ segir Jóhann. Starfssvæðið nær yfir alþjóðaflugvöll og herstöð Embætti sýslumannsins á Kefla- víkurflugvelli er næststærsta lög- gæsluembætti landsins á eftir Reykjavík en þar starfa rúmlega 80 lögreglumenn og tollverðir. Sérstaða þess er mikil, fáir Íslendingar eru búsettir á svæðinu en tæplega 4.000 Bandaríkjamenn, hermenn og fjöl- skyldur þeirra, á svæði varnarliðs- ins. Daglega sækja svo um 1.700 Ís- lendingar vinnu inn á öryggissvæði embættisins. „Við erum með alþjóðaflugvöll og herstöð og því eru öryggismálin mjög stór hluti af viðfangsefnum embættisins,“ segir Jóhann. Embætti sýslumannsins annast öryggismál í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, þar með talið rýmingaráætl- anir, sem eru á ábyrgð lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Embættið annast einnig skipulag sprengjuleit- ar og svokallaðrar flugverndar, sem felur í sér umsjón með öllu öryggi sem lýtur að umgengni við flugför á jörðu niðri, en það er einnig á ábyrgð flugmálastjórnar á Keflavíkurflug- velli. Auk almennra lögreglustarfa hefur lögreglan á Keflavíkurflugvelli einnig það verkefni að annast hlið- gæslu á varnarsvæðinu í samstarfi við sjóherslögreglu bandaríska hers- ins auk margvíslegs annars sam- starfs við einstakar deildir varnar- liðsins. Verkefni tollgæslunnar á Kefla- víkurflugvelli eru svo hefðbundin tollgæslustörf og fíkniefnaeftirlit við komu farþega til landsins, vopnaleit á farþegum við brottför, eftirlit með tollfrjálsum forðageymslum, flug- hlöðum o.fl. Fjölgað um fjóra starfs- menn vegna Schengen Þegar Leifsstöð var opnuð 1986 störfuðu 50 lögreglumenn og 30 toll- verðir við embættið. Á þeim tíma fóru um 600 þúsund farþegar um flugstöðina á ári en á síðasta ári hafði farþegum fjölgað í hálfa aðra millj- ón. Jóhann segist telja að menn hafi náð miklum árangri við að ná utan um aukin og ný verkefni án þess að fjölga starfsmönnum. Með endur- skipulagningu, betri nýtingu starfs- fólks og breytingum á vaktafyrir- komulagi, sem unnið var í samstarfi við starfsmenn, hefur komið í ljós að aðeins þurfti að fjölga starfsmönn- um á Keflavíkurflugvelli um 4 vegna framkvæmdar Schengen-samnings- ins. Tólf manna vopnuð sveit Nýtt skipurit hjá lögreglunni tók gildi 1. janúar og hjá tollgæslu 15. mars. Landamæraeftirlitið verður sameiginlegt verkefni tollgæslu og lögreglu. Settar hafa verið á fót fjór- ar deildir innan lögreglunnar; rann- sóknardeild, almenn deild, öryggis- deild og landamæradeild. „Hinn almenni lögreglumaður flyst á milli verkefna eftir því á hvaða tíma dags hann er við störf. Fækkað er á vöktum í almennu deildinni úr sjö í fimm. Öryggisdeild- in fær ákveðið hlutverk en þar erum við að þjálfa upp tólf manna vopnaða sveit, í samvinnu við ríkislögreglu- stjóra, sem tekur til starfa innan tíð- ar,“ segir Jóhann. Sú ákvörðun er ekki beinlínis tengd þátttöku Íslands í Schengen, að sögn sýslumanns, en þetta er talið nauðsynlegt vegna öryggis. Haldið er uppi vopnaleit í flugstöðinni og eru dæmi þess að lögreglan hafi tek- ið útlendinga í flugstöðinni með al- væpni. Fyrir nokkrum árum var t.d. maður sem kom til Keflavíkur með einkavél tekinn við vopnaleit með hlaðna skammbyssu. „Alþjóða-flugmálastjórnin krefst lágmarks viðbúnaðar í flugstöðvum. Við höfum hugsað okkur að það verði að jafnaði þrír lögreglumenn sem bera handvopn í flugstöðinni,“ segir Jóhann. Fyrir nokkrum árum var vopnuð sveit lögreglumanna í flugstöðinni í Keflavík en hún var lögð niður 1992. Haldið verður uppi miklu eftirliti í Leifsstöð /  0 12  34    05 6 6  7*08 05 6 6 46  2 7  6   6   7 08 " # $  %& '( ' )*  /  6 0 9 6 $  % (   )*  Morgunblaðið/Golli Salur á annarri hæð flugstöðvarinnar, þar sem vegabréfaskoðun og landamæraeftirlit fara fram, verður opnaður næsta sunnudag. Farþegar sem koma og fara út af Schengen-svæðinu þurfa að fara í gegnum þessi hlið. Morgunblaðið/Golli Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Afnám vegabréfaskoð- unar með gildistöku Schengen þýðir ekki að slakað verði á eftirliti á Keflavíkurflugvelli, segir Jóhann R. Benediktsson sýslumaður. Ómar Friðriksson kynnti sér undirbúning landa- mæraeftirlits á Keflavík- urflugvelli og stöðu mála í nýbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem opnuð verður næstkom- andi sunnudag. Keflavíkurflugvöllur verður útvörður 15 ríkja á ytri landamærum Schengen-svæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.