Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 29

Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 29 Í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Leynifélagið Opið virka daga 10 -18. Laugardaga 11 - 15 Fjöldi bókatitla með allt að 90% afslætti! Tilboð vikunnar! K ostaboð da gsins! Veglegur bókamarkaður IÐUNNAR ... Mikið ú rval af barna- og ungling abókum ! ÞAÐ voru félagar í Árnesinga- kórnum í Reykjavík sem skipu- lögðu tónleika í Langholtskirkju á fimmtudagskvöldið til stuðnings Neistanum, styrktarfélagi hjart- veikra barna. Átta kórar sungu þrjú til fjögur lög hver, en í lok tónleikanna sungu allir kórarnir saman auk einsöngvara nýtt kór- verk eftir Sigurð Bragason, Á páskum, við ljóð eftir Valdimar Lárusson. Milli atriða fluttu að- standendur Neistans ávörp. Kvennakór Hafnarfjarðar hefur farið mikið fram á því ári sem liðið er síðan gagnrýnandi heyrði síðast í honum á tónleikum í Víðistaða- kirkju. Enn er fyrsti sópran þó veikasti hlekkur kórsins; raddbeit- ing á efsta raddsviði sópransins nokkuð máttlaus og lin og sópr- aninn hljómar ekki vel út. Heyr himna smiður í fjögurra radda út- setningu naut sín tæpast í flutningi kórsins, en tvö tvíradda lög þeim mun betur, Ef ég gæti flogið eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Ave María eftir Eyþór Stefánsson. Krakkakór Grafarvogskirkju söng yndislega og af hjartans ein- lægni fjögur lítil lög, Mér um hug og hjarta nú, Ég er barnið þitt, Ótal óteljandi fuglar og Þú ert þýð- ingarmikill. Það var mikil stemmn- ing yfir söng barnanna, og eftir ávarp sitt bað Guðrún Pétursdóttir börnin að syngja aftur Mér um hug og hjarta nú, og það gerðu þau af mikilli innlifun og gleði. Karlakórinn Stefnir söng þrjú lög. Jörð, eftir Andrew Lloyd Webber var prýðilega sungið og sömuleiðis Um hina heittelskuðu eftir Eirík Bóasson. Söngur kórs- ins var músíkalskur, en vandamálin helst hjá fyrsta tenór, sem er frem- ur linur og slappur, og þarf að beita sér meira og syngja út. Brennið þið vitar var of hratt sung- ið og átti píanóleikari kórsins, Sig- urður Marteinsson, fullt í fangi með að halda í við allt of hratt tempó kórsins. Meiri yfirvegun hefði farið þessu sígilda karlakórs- lagi betur. Kvennakórinn Vox feminae söng feiknavel þrjú lög úr austurvegi; finnskt joík-lag, lettneskt þjóðlag og Kvennakór úr óperunni Évgeníj Onegin eftir Tsjaíkovskíj. Finnska joíkið missti svolítið marks og vantaði kraft vegna þess að það var allt of hægt sungið. Lettneska þjóðlagið var afar fallega sungið en þar var píanóleikurinn allt of gróf- ur. Toppurinn í söng Vox feminae var kvennakórinn úr Évgeníj Onegin. Þar voru konurnar hreint stórkostlegar og sungu af mikilli tilfinningu og músíkölskum inni- leik. Kór Nýja tónlistarskólans kom kannski hvað mest á óvart á þess- um tónleikum. Kórinn hefur gert það gott í óperuuppfærslum skól- ans, en hér naut hann sín vel sem virkilega góður kammerkór, með fínar raddir innanborðs. Einsöngv- ari kórsins, Lindita Óttarsson, söng Ave Maríu eftir Sigvalda Kaldalóns úr Dansinum í Hruna skínandi vel. Maríukvæði Atla Heimis Sveinssonar var virkilega fallega sungið, en rangur tónn hjá bassa í niðurlagskadensu hvers er- indis skemmdi fyrir. Þar átti bass- inn að fara á grunntón, en ekki elta sópran hálftón niðurfyrir grunn- tóninn. Síðasta lag kórsins, þjóð- lagið Gloria tibi í útsetningu Jóns Ásgeirssonar, var feiknavel sungið og með fallegri dýnamík og glæsi- leg „glorían“ var fallega mótuð og frábærlega sungin. Karlakórinn Þrestir leitaði á hefðbundin söngvamið karlakór- anna í sínum söng. Með söngvaseið á vörum var prýðilega sungið, sömuleiðis enska lagið Drink to me only með íslenskum texta. Jafn- vægi milli raddanna í kórnum er fínt, en þó mættu allar raddir rétta svolítið úr kútnum og syngja meira út með meiri stuðningi og krafti. Í síðasta laginu kom í ljós að það getur kórinn vel. Skarphéðinn í brennunni eftir Helga Helgason var sungið með þeim karlmannlega þrótti sem þessi hetjusöngur býður upp á. Samkór Kópavogs hóf söng með breska þjóðlaginu Danny Boy. Útsetning lagsins hófst á mjúkum og fallegum inngangi píanósins, sem Jónas Sen, píanóleikari kórs- ins, lék mjög fallega. Leikur Jón- asar með kórnum var svo fagur að áheyrendur kusu að klappa sér- staklega fyrir honum milli erinda þótt lagið væri ekki búið. Kórinn söng prýðilega. Útsetningin á öðru lagi kórsins, álandseyska þjóðlag- inu Vem kan segla, var hins vegar hreint ekki góð; – allt of knúsuð, og naut kórinn sín engan veginn. Í þriðja laginu, Þetta fagra land, söng kórinn hins vegar bæði af ör- yggi og sönggleði. Árnesingakórinn steig síðastur á svið og söng syrpu af lögum úr Porgy og Bess eftir George Gersh- win. Hressileg sönggleði einkenndi söng Árnesingakórsins og ein- söngvari kórsins, Þorsteinn Þor- steinsson, söng It ain’t necessarily so af krafti og sannfæringu. Loka- atriði tónleikanna var frumflutn- ingur á verkinu Á páskum eftir Sigurð Bragason við texta Valdi- mars Lárussonar. Þetta er íburð- armikið verk fyrir tvo kóra, orgel, tvöfaldan karlakvartett, fjóra ein- söngvara og tvær barnsraddir. All- ir kórarnir sungu saman hlutverk kóranna tveggja og úr varð gríð- armikill hljómur sem fyllti hvern krók og kima kirkjunnar. Þessi litla páskakantata Sigurðar Braga- sonar er ekki nútímalegt verk, en dregur frekar dám af klassískum meistaraverkum um sama efnivið, s.s. Mattheusarpassíunni. Flytjend- ur stóðu sig með ágætum, ekki síst börnin tvö, Ríkharður Þór Brands- son og Helene Inga Stankiewicz, sem sungu sínar litlu fallegu stróf- ur skínandi fallega. Tónleikarnir voru fjölsóttir, og greinilega mörg- um hugleikið að styrkja gott mál- efni með því að hlýða á tónlist. Það sem upp úr stendur er sá undra- verði kraftur sem er í kóramenn- ingu landsins. Þetta þarf ekki leng- ur að vera undrunarefni, en eigi að síður er ekki annað hægt en dást að því, þegar svo margir kórar koma saman til að syngja, að eng- inn þeirra skuli vera slakur; – allir mjög frambærilegir þótt á mismun- andi stigi séu. Auðvitað eru til betri kórar og sjálfsagt einnig verri. Á árinu 1999 skráði Tónlist- arráð Íslands 220 kóra og söng- hópa í landinu öllu, þar af 116 á höfuðborgarsvæðinu. En ef þetta átta kóra úrtak segir eitthvað um standardinn almennt er full ástæða til að fagna enn einu sinni mikilli grósku í íslenskum kórsöng. Sungið af hjartans lyst TÓNLIST L a n g h o l t s k i r k j a Átta kórar: Kvennakór Hafnar- fjarðar undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, Krakkakór Grafarvogskirkju undir stjórn Oddnýjar Þorsteinsdóttur, Karlakórinn Stefnir undir stjórn Atla Guðlaugssonar, Vox feminae undir stjórn Margrétar Pálmadótt- ur, Kór Nýja tónlistarskólans undir stjórn Sigurðar Bragasonar, Karlakórinn Þrestir undir stjórn Jóns Kristins Cortes, Samkór Kópavogs undir stjórn Julians Hewletts og Árnesinga kórinn í Reykjavík undir stjórn Sigurðar Bragasonar sungu til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Fimmtudag kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir FORSALA aðgöngumiða á tónleika Kristjáns Jó- hannssonar og Höllu Margrétar Árnadóttur, sem verða í Íþróttahöll- inni á Ak- ureyri 12. apr- íl, er hafin. Meðleikari Kristjáns og Höllu Margrétar verður Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari. Á milli at- riða þeirra þremenninga treður á svið Örn Árnason, leikari, en meðleikari hans er Jónas Þórir. Það er knattspyrnu- deild KA sem sér um framkvæmd tónleikanna. For- salan er í KA-heimilinu, í Veganesti Esso á Akureyri og verslun KEA-Nettó í Reykjavík. Forsala hafin á tónleika Kristjáns Jóhannssonar Kristján Jóhannsson Halla Margrét Árnadóttir HÆTTA varð við sýningu á 92 teikn- ingum eftir ítalska endurreisnarmál- arann Sandro Botticelli sem fyrir- huguð var í Metropolitan-safninu í New York vegna ótta forsvarsmanna bókasafns Vatíkansins í Róm, sem á sjö teikninganna, um málsókn vest- anhafs ef af yrði. Sýningin var þess í stað opnuð í Konunglegu listakademíunni í Lund- únum um síðustu helgi. Teikningar Botticellis, sem byggj- ast á ljóðabálkinum „Guðdómlegum gleðileik“ eftir Dante, hafa ekki ver- ið saman á sýningu í 500 ár en flestar koma þær úr safni Kupferstichkab- inett í Berlín eftir að hafa verið á dreif á milli safna í Austur- og Vest- ur-Berlín um langt skeið. Lundúnir eru síðasti viðkomustaður sýningar- innar, sem var áður uppi í Berlín og í Róm. Sýningarstjóri Konunglegu list- akademíunnar í Lundúnum lýsir sýningunni sem „einum af hinum guðdómlegu endurfundum í vest- rænni menningarsögu“. Svo langsótt sem það kann að virð- ast óttaðist Vatíkanið að teikningar þess myndu með einhverjum hætti blandast inn í málarekstur gegn því í Kaliforníu um brot á einkarétti á sölu á eftirprentununum teikninga í eigu bókasafnsins með þeim afleið- ingum að Botticelli myndirnar yrðu kyrrsettar vestanhafs. Fyrir þremur árum voru tvær myndir eftir austurríska málarann Egon Schiele kyrrsettar í Banda- ríkjunum á þeim forsendum að nas- istar hefðu stolið þeim af réttmætum eigendum. Óttast safnastjórnendur í Bandaríkjunum að þetta verði til þessa að æ erfiðara verði að fá myndir lánaðar vestur um haf til sýninga. Mikil vonbrigði eru á Metropolit- an-safninu yfir ákvörðun Vatikans- ins en safnið hafði lengi unnið að því að fá að setja upp þessa sýningu á teikningum Botticellis og efar mjög að annað tækifæri eigi eftir að gefast á næstu árum eða áratugum. „Vonbrigðin eru mjög mikil,“ er haft eftir talsmanni safnsins. „Við höfum orðið af einstöku tækifæri.“ Digital Press Fæðing Venusar er eitt af þekktustu verkum Botticellis. Metropolitan-safnið verður af Botticelli New York. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.