Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 31
EFTIR ágæta forkynningu Ing-
ólfs Hartvigssonar cand. theol. á
tónleikum Kammerkórs Hafnar-
fjarðar á sunnudaginn um hugg-
unarhlutverk negrasálma og
hvernig afrískir þrælar á bökkum
Mississippis fundu sér samsvörun
með útlægum gyðingum við Níl og
Tígris, eins og oft kemur fram af
textum þessara sérstæðu laga, gat
undirritaður ekki varizt þeim eft-
irþanka, að hvítu kúgararnir litu á
guðrækni og sálmasöng plantek-
rusvertingjanna með velþóknun,
þar eð hvort tveggja virtist kenna
þrælum að afbera sitt hlutskipti
með lofsverðri stillingu. Hins vegar
var harðbannað að kenna þeim
lestur. Það þótti hættulegt.
Álíka hugsanir hljóta annars
ósjálfrátt að vakna við það eitt að
hlusta á þessi innilegu lög, sem eru
með því frumlegasta sem finna má
í bandarískum þjóðlagaarfi, enda
sprottin af djúpri þörf. Hitt er þó
ekki síður merkilegt, hvað negra-
sálmar virðast enn í dag hafa mikla
tónlistarlega tilhöfðun, jafnvel í
þeim föla sveiflu- og trúarhita-
sneydda flutningi sem oftast, og
kannski óhjákvæmilega, ræður
ríkjum í evrópskum flutningi. Þar
er vitanlega úr vöndu að ráða hjá
áhugafólki, sem hefur hvorki ráð
né tíma til að sérhæfa sig í þessari
grein.
Ein leiðin úr sveifluvandanum er
að styðja sönginn með djasshljóm-
sveit, líkt og Kammerkórinn gerði
að þessu sinni, og bætti um betur
með aðstoð söngkonu sem kunn er
fyrir blús og skylda tjáningu. Má
segja að það hafi heppnazt þokka-
lega, þó að píanó og bassi án
trommusetts dygðu varla ein sér
til að hleypa nægilegu fjöri í mann-
skapinn, enda leikurinn afar var-
færinn. Á móti kom, að hann yf-
irgnæfði aldrei kórinn.
Útsetningarnar voru fjölbreyttar
og hver annarri betri, og erfitt að
gera upp á milli þeirra, enda flutn-
ingurinn nokkuð jafntækur út í
gegn. En til að nefna eitthvað
mætti geta hinnar seiðandi kyrrðar
yfir Steal away to Jesus. Give me
Jesus og Deep River (með mynd-
arlegum einsöng Andreu Gylfa-
dóttur í fyrri hluta) reyndu á hæð
og færni kórsópransins sem komst
snöfurlega frá hvoru tveggja. Hin
sáraeinfalda útsetning Guðna Þ.
Guðmundssonar á Were you there
when they crucified my lord var
engu að síður með þeim áhrifa-
mestu. Andreu tókst bezt upp í So-
metimes I feel like a motherless
child, sem minnti mann lítillega á
Bessie Smith. Wade in the water
(úts. Norman Luboff) var í hæg-
asta lagi, en lokanúmerið, Cruci-
fixion spiritual, var án vafa með
fallegustu atriðum á dagskránni,
þrátt fyrir þónokkuð tónhnig.
Styrkjafnvægi milli radda í
Kammerkór Hafnarfjarðar var
með því betra sem heyrist í blönd-
uðum kórum, og hendingamótunin
fáguð og líðandi. Hins vegar virtist
kórinn ekki fara varhluta af vanda
flestra blandaðra kóra í tenór, sem
stóð tæplega hinum röddunum
jafnfætis að hljómgæðum. Helzt
þótti manni þó vanta meiri inn-
lifun, og sérstaklega gleði, í sam-
hljóminn, sem átti til að verka ein-
um of sorgbitinn og armæðufullur,
og var það ekki eingöngu stöku
hnigi í tónstöðu að kenna. Það hef-
ur verið sagt áður, en sakar ekki
að endurtaka það, að jarðarfarar-
svipur kórfélaga ekki aðeins sést,
heldur heyrist!
Spilamennska djassdúósins var
hlédræg og nett, ekki sízt píanó-
leikur Gunnars Gunnarssonar.
Kontrabassaleikurinn var hæfilega
sparneytinn, en þó fór í pirrur
undirritaðs að heyra hann elta
melódíu viðlagsins í Go down Mo-
ses að tilefnislausu. Andrea Gylfa-
dóttir stóð sig með prýði þrátt fyr-
ir lítið svigrúm til persónulegrar
tjáningar og einstaka smálafandi
tónhæð handan við bláar nótur,
sem varla truflaði nema vandlát-
ustu eyru.
Huggun harmi gegn
TÓNLIST
H á s a l i r
Bandarískir negrasálmar.
Einsöngur: Andrea Gylfadóttir;
Gunnar Gunnarsson, píanó; Jón
Rafnsson, kontrabassi. Kammerkór
Hafnarfjarðar. Stjórnandi: Helgi
Bragason. Sunnudaginn
28. marz kl. 17.
KÓRTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
GÓÐAR draugasögur eru fínasta
efni í kvikmyndir eins og Sjötta skiln-
ingarvitið og What Lies Beneath
hafa sýnt okkur á síðustu misserum.
The Gift, sem frumsýnd var um síð-
ustu helgi, er enn ein af þessum
ágætu draugamyndum sem þenur
taugarnar undir öruggri handleiðslu
spennuleikstjórans Sams Raimis.
Hún er byggð á handriti eftir leik-
arann og kvikmyndagerðarmanninn
Billy Bob Thornton og fjallar um
miðil eða spákonu. Sagt er að Billy
Bob styðjist að einhverju leyti við
reynslu móður sinnar sem fæst við
svipaðan starfa. Hvað sem því líður
er hér í öllu falli á ferðinni glettilega
góð spennumynd, drungaleg bæði og
myrk úr þeim margnotaða sögustað
amerísku bíómyndanna, Suðurríkj-
unum, en jafnframt sérstæð saga um
vináttu er nær út yfir gröf og dauða.
Það er ekki nóg með að Raimi stýri
sögunni í höfn af kunnáttusemi og
leikni í gerð spennuatriða heldur hef-
ur hann fengið í lið með sér einhvern
kræsilegasta leikarahóp sem síðari
tíma myndir kunna frá að greina og
notfært sér allt það besta sem hann
hefur fram að færa. Er þar fremst í
flokki ástralska leikkonan Cate
Blanchett, sem fer með aðalhlutverk-
ið og leikur miðilinn af einstökum
skilningi á ótta fólks við hana; Hilary
Swank er aumkunarverð taugahrúga
sem fórnarlamb heimilisofbeldis;
Keanu Reeves er ofbeldisfullur skap-
ofsamaður en Reeves er ein af fáum
Hollywood-stjörnum sem reyna ekki
að halda uppi fallegri leikaraímynd;
Katie Holmes er fín sem glyðran í
smábænum er hlýtur ill örlög og
Greg Kinnear er frábær sem sorgbit-
inn eiginmaður hennar. Líklega skar-
ar þó fram úr þeim öllum Giovanni
Ribisi, sem sennilega er besti leikari
sinnar kynslóðar vestra, í hlutverki
bifvélavirkja sem þarf að kljást við
óhugnanlega fortíð.
Eins og sjá má er sagan safarík og
inn í hana flækjast hinar fjölbreyti-
legustu persónur sem þó eiga það all-
ar sameiginlegt að lífið fer um þær
ómjúkum höndum. Það er hæg stíg-
andi í frásögninni á meðan Raimi og
félagar eru að kynna persónurnar til
sögu og þær kringumstæður sem
leiða til þess að lögreglan leitar eftir
hjálp miðilsins þegar ung kona hverf-
ur með dularfullum hætti, en þegar
sagan er farin í gang stoppar hana
ekkert. Raimi er leikinn í því að not-
færa sér sérstaklega sýnir miðilsins
til þess að skapa óhugnað og spennu,
einkum er minnisstæður einfættur
fiðluleikari í fenjunum umhverfis bæ-
inn, og sagan heldur okkur föngnum
með óvæntu útspili í lokin.
Því í ljós kemur að hér er ekki ein-
göngu um spennumynd að ræða sem
gerð er spennunnar vegna heldur
saga um þá sem þurfa sárlega á hjálp
að halda og þá sem geta veitt hana en
fá ekki ráðrúm til þess. Hún er um
óvenjulega vináttu og full af mann-
legum skilningi á örlögum þeirra sem
minna mega sín. Þar liggur hinn
dramatíski þungi í vitrænni spennu-
mynd sem aldrei slakar á klónni.
Það sem
miðillinn sér
KVIKMYNDIR
H á s k ó l a b í ó , L a u g -
a r á s b í ó o g B o r g a r b í ó
A k u r e y r i
Leikstjóri: Sam Raimi. Handrit:
Billy Bob Thornton og Tom Epper-
ton. Framleiðandi: Jim Jack. Aðal-
hlutverk: Cate Blanchett, Keanu
Reeves, Giovanni Ribisi, Greg
Kinnear, Hilary Swank, Katie
Holmes. 2000.
THE GIFT Arnaldur Indriðason
SÝNING á „Blúndum og blásýru“,
sem sýnt er í Borgarleikhúsinu,
verður til styrktar Krýsuvík-
ursamtökunum á morgun, fimmtu-
dag, kl. 22.
Undanfarin ár hefur Borg-
arleikhúsið gefið hagnað af einni
leiksýningu á ári til styrktar
Krýsuvíkursamtökunum. Hefur
þetta starf verið unnið í nánu sam-
starfi við Lionsklúbbinn Þór og að
þeirra frumkvæði sem hafa stuðn-
ing við heimilið sem langtímaverk-
efni sitt.
Nú eru Lionsklúbbarnir Fjölnir
og Þór í samstarfi um að safna
saman nægilegu fé til að létta ol-
íukyndingarokinu af Krýsuvík-
ursamtökunum og gera þeim kleift
að nýta gufu úr eigin borholu, nán-
ast við bæjardyrnar. Þá má gera
ráð fyrir að fé sem annars fer í ol-
íukyndingu geti gagnast þeim sem
mest þurfa á því að halda, vist-
mönnum í Krýsuvík. Hægt er að
panta miða í síma 5688000.
Aðalleikarar eru Guðrún Ás-
mundsdóttir og Hanna María
Karlsdóttir í hlutverkum Abbýar
og Mörtu.
Leiksýning til styrktar
Krýsuvíkursamtökunum
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Pétur Einarsson í í leikritinu Blúndur og blásýra.