Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 41

Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 41 Pure Color gloss og naglalakk fylgja öllum Estée Lauder vörum á Kringlukasti meðan birgðir endast. Kringlunni, sími 568 9033. Estée Lauder ráðgjafar verða í Clöru, Kringlunni, í dag, fimmtudag, föstudag og laugardag. Nýjung fyrir varir og neglur. Tær litur. Tælandi gljái. Einskær ánægja. Fagurgljáandi varaliturinn fer ekki aðeins vel á vörunum, heldur fer hann einstaklega vel með þær líka, verndar þær og mýkir. Naglalakkið hefur til að bera öflugan perlugljáa, sem endist von úr viti. Pure Color Crystal Estée Lauder kynnir HUGMYNDAFRÆÐIN á bak við útboð kennslu við Áslandskóla er okkur ekki alveg framandi. Hér ligg- ur til grundvallar sama hugsunin og lá að baki ómagaframfærslu á öldum áður. Þá voru ómagar boðnir upp, eða réttara sagt niður, og sá sem var tilbúinn að halda tórunni í ómaganum, að upp- fylltum tilteknum skil- yrðum, fyrir minnstan pening fékk hann. Nú er hugmynd sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði (SíH) sú, að fela þeim kennslu og uppeldi grunnskólabarna sem eru tilbúnir að gera það fyrir minnstan pening. Hér er því þekkt hugmyndafræði á ferðinni þótt aðstæð- ur séu um margt aðrar. Annars er hug- myndafræði SíH svo grautarleg í þessu máli að ekki er hægt að finna þar nokkra glóru. Í öðru orðinu er því haldið fram að hér sé verið að leita á náðir markaðshagkerfisins til að ná fram hagræðingu og sparnaði í rekstri en í hinu orðinu er því haldið fram að svo sé ekki. Af málflutningi SíH má helst ráða að ætlunin sé að gera út á ,,hugsjónakapítalista“, sem séu tilbúnir að leggja fram fjármagn og tryggingar upp á tugi ef ekki hundrað milljónir króna án vonar um nokkurn arð. Tilgangur þeirra sé að ná í verktaka sem hafa þá háleitu hugsjón að reka góða skóla af metn- aði þar sem gróðavonin er lokuð úti. Þessi nýja hagfræðikenning SíH er fyrir ofan minn skilning. Hún er e.t.v. verðugt viðfangsefni hagfræð- inga heimsins að skoða nánar, „kap- ítalismi án hagnaðarvonar“. Ábatavon og frjáls markaður Burtséð frá því menn kenna sig við hægri eða vinstri eru velflestir sammála um að frjáls markaður leysi tiltekin verkefni best. Sumir halda því jafnvel fram að markaður- inn leysi öll verkefni samfélagsins best nema þá helst löggæslu og það sem lýtur að þjóðaröryggi svo sem her og leyniþjónustur. Auðvitað má hugsa sér að bjóða út löggæslu eða jafnvel velta þeirri ábyrgð alfarið yf- ir á borgarana og láta þá sjálfa sjá um að kaupa sér löggæslu. Einnig mætti bjóða út hæstarétt svo fremi að bjóðendur geti sýnt fram á að þeir hafi menntun og getu til að sinna þeim verkefnum sem að honum lúta. Eða kann að vera að sum verkefni séu þess eðlis að dómgreind manna segi, að markaðslausnir séu ekki far- sælasta leiðin til að sinna þeim? Svari hver fyrir sig. Markaðslausnir byggjast á því að virkja gróðavon einstaklingsins og að hann starfi á virkum samkeppn- ismarkaði. Hann keppist við að inna ákveðin verkefni af hendi og leggur sig allan fram í von um ríkulegan arð af sinni vinnu. Flestir eru sammála um að sé ekki ábatavonin og frjáls markaður til staðar séu markaðs- lausnir í reynd marklausar. Ég get ekki séð að nokkur vitiborinn maður geti haldið því fram að markaðs- lausnir án markaðar geti gengið upp nema þá félagar mínir SíH. Ef menn leita markaðslausna í skólamálum þá hljóta menn að vera að tala um að fara með skólana út á markaðinn með öllum hans kostum og göllum. Þá verður fólk að gera upp við sig hvort það vill láta menntun og upp- eldi barna sinna lúta lögmálum markaðarins. Málið er ekki flóknara en það. Gervimarkaðskerfi Ég er andvígur því að fara með skólana á markað. Í fyrst lagi trúi ég ekki á markaðinn nema að þar ríki virk samkeppni þar sem neytandi velur og hafnar. Það kallar á að skólabörn eða foreldrar þeirra fái að velja sér skóla, vega og meta þjón- ustuna sem þeir bjóða og greiða fyr- ir hana í samræmi við það. Sam- kvæmt markaðs- lögmálunum munu sumir skólar bjóða upp á góða þjónustu og dýr- ari en aðrir skólar upp á ódýrari þjónustu og lakari. Þeir sem munu alls ekki standa sig fara síðan á hausinn eins og lögmálið gerir ráð fyrir. Það er skólaumhverfi sem mér hugnast ekki. Í öðru lagi trúi ég ekki að frjáls markaður sem ekki lýtur mark- aðslögmálunum geti leyst menntun og upp- eldi æsku landsins bet- ur af hendi eða á ódýr- ari hátt en það skólakerfi sem við nú búum við. Ég ætla ekki nokkrum heilvita manni að leggja fram fé og fyrirhöfn til að reka fyrirtæki, þótt skóli heiti, án þess að hafa arð þar af. Það er eflaust hægt að reka skóla- kerfið á eitthvað ódýrari hátt eða betur en nú gerist. Ég hef hins vegar enga trú á að eitthvað gervimark- aðskerfi geri það. Það er engin ástæða til þess að búa til stétt manna sem makar krókinn af opinberri þjónustu, einhvers konar afætur al- mannafjár. Fagleg sjónarmið gegn fjárhagslegum? Í þriðja lagi óttast ég að hin fag- legu sjónarmið skólastarfsins verði víkjandi gagnvart arðsemissjónar- miðunum verði þjónustan boðin út. Eigendur eða hluthafar skólanna muni gera arðsemiskröfur til stjórn- enda þeirra sem kunna að ganga þvert á hin faglegu sjónarmið. Jafn- vel hinn mætasti skólastjóri kann þá að verða að slá af faglegum metnaði sínum til að uppfylla kröfur vinnu- veitenda sinna. Þá verður viðhorfið það að gera ekkert umfram það sem lágmarkskröfur heimta. Ekki vildi ég að börnin mín gengju í slíkan skóla. Í fjórða lagi óttast ég að sveitar- félögin, sem búa mörg hver við afar bágan fjárhag, freistist til þess að taka meira mið af fjárhagsþættinum en hinum faglega ef almennt verður farið að bjóða rekstur grunnskól- anna út. Það er ekki að ástæðulausu að SíH eru brautryðjandur á sviði einkaframkvæmda. Þeir hafa aukið skuldir bæjarsjóðs um helming á stuttum tíma og því tekið þann pól- inn í hæðina að láta einkaaðila sjá um sem flest verkefni sveitarfélags- ins. Vonast þeir til að geta falið hina raunverulegu skuldastöðu bæjarins, vísað öllum greiðslum á framtíðina þó svo að það muni reynast skatt- greiðendum mun dýrara þegar upp er staðið. Tilraunir bannaðar Í fimmta lagi hugnast mér ekki að fela einkaaðilum opinber verkefni þegar fyrir liggur að ábyrgðin liggur öll áfram hjá því opinbera. Því eins og segir í vilyrðisbréfi menntamála- ráðherra þá ber sveitarstjórn „ábyrgð á öllum daglegum rekstri og framkvæmd skólastarfsins innan sveitarfélagsins“. Í sjötta lagi er hér ekki um til- raunaverkefni að ræða. Mennta- málaráðherra segir í vilyrðisbréfi sínu að vilyrðið byggist á 53. gr. grunnskólalaga um tilraunaverkefni. Samkvæmt uppleggi SíH í þessum efnum er lagt blátt bann við að gera tilraunir á sjálfu skólastarfinu. Bjóð- endur mega ekki reyna hluti í skóla- starfinu sem ekki hafa verið prófaðir áður og fyrir liggi staðfestar já- kvæðar niðurstöður um slík til- raunaverkefni. Sem sagt, huganleg- ar tilraunir á skólastarfi eru bannaðar. Að lokum er rétt að benda á það að hér er um andlýðræðislega lausn að ræða sem slítur í sundur hið beina samband neytendans og stjórnand- ans, kjósandans og sveitarstjórnar. Stjórnarfarslegar skyldur sveitar- félagsins verða ekki yfirfærðar á aðra. Ómagaútboð – kapítalismi án hagnaðarvonar Tryggvi Harðarson Kennsluútboð Fólk þarf að gera upp við sig, segir Tryggvi Harðarson, hvort það vill láta menntun og uppeldi barna sinna lúta lögmálum markaðarins. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði. ÞAÐ er ekki oft sem manni finnst ástæða til þess að rita í blöðin og boða umhyggju og kærleik hér á okkar ástsæla Fróni en vegna blaðaviðtals í DV fyrir rúmum tveimur vikum finnst mér ástæða til. Í þessu blaðaviðtali var rætt við varaformann FÍÞ (Félag íslenskra þjóðernissinna) og ræddi hann um stefnur félagsins og fleira sem mér finnst ekki vert að nefna. Það sem mér blöskraði var sú mein- ing hjá honum að þessi stefna ætti mikinn hljómgrunn hérna á Íslandi og þá helst hjá yngra fólkinu. Ég, fyrir hönd unga fólksins, ætla að mótmæla þeirri skoðun, að hugsun okkar samanstandi af for- dómum og fávísi. Sem betur fer hef- ur mín kynslóð kynnst fólki sem er af öðru bergi brotið, kynnst öðruvísi menningu og þ.a.l. víkkað sjóndeildar- hringinn. Þegar heim- urinn er að opnast fyrir alþjóðaverslun og sam- skipta milli þjóða, finnst mér mikilvægt að við opnum huga okk- ar fyrir annarri menn- ingu og hugsunum til þess að vera ekki skilin eftir í hringiðu við- skiptaheimsins. Um- ræðan hér á landi um fordóma hefur verið mikið tabú, þar sem fólk hefur verið hrætt um að viðurkenna bæði eigin fordóma og ann- arra vegna möguleika á að þeir verði sannir. Nú, með þessu viðtali í DV, er búið að opna þessar dyr, hvort sem okkur líkar það betur eða verr og er það okkar hlutverk að fara inn af fullum krafti og berjast fyrir auk- inni umræðu og fræðslu sem er eina leiðin til þess að uppræta fávísi. Það þýðir ekki að ætlast til að stjórnvöld lagfæri þennan vanda þó að ég vonist eftir einhverjum viðbrögðum frá þeirra hálfu. Við verðum að taka það á okkur sjálf að fræðast og fræða aðra. Stefnur sem boða hatur og höft gera ekkert til þess að bæta okkar heim í framtíðinni, því verðum við að axla þá ábyrgð sem okkur er í vald sett og reyna að bæta heiminn með því að læra af sögunni og þeim harm- leikjum sem átt hafa sér stað á síð- ustu öld. „Sérhver vor ber ábyrgð á öllum og öllu, sem gerist á jörð.“ (Dostojevski, Fjodor). Heimurinn er að opnast Björn Freyr Ingólfsson Höfundur er sálfræðinemi við HÍ. Fordómar Fyrir hönd unga fólks- ins ætla ég að mótmæla þeirri skoðun, segir Björn Freyr Ingólfsson, að hugsun okkar samanstandi af fordómum og fávísi. Gól fe fn i á st igahús Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.