Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Innköllun hlutabréfa í Síldarvinnslunni hf. vegna rafrænnar skráningar. Mánudaginn 26. mars 2001 verða öll hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. skráð rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Þann dag verða viðskipti með hlutabréf félagsins stöðvuð á Verðbréfaþingi Íslands. Hlutabréfin hafa verið innkölluð með birtingu auglýsingar í Lögbirt- ingablaðinu í samræmi við lög um rafræna eignarskráningu verð- bréfa. Athygli hluthafa er vakin á, að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Hlutafjáreign hluthafa mun þó ekki breytast þar sem eignarhlutur allra hluthafa verður skráður hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Til að fá aðgang að rafrænt skráðum hlutabréfum hjá Verðbréfaskrán- ingu, þurfa hluthafar að eiga VS-reikning, sem stofnaður er af bönkum, sparisjóðum eða verðbréfafyrirtækum eða svonefndum reiknistofnunum. Á VS-reikningi er m.a. haldið utan um hlutabréfa- eign viðkomandi eiganda og í gegnum þá fara arðgreiðslur beint inn á bankareikning eiganda. Þeir sem eiga takmörkuð réttindi í hlutabréfum í Síldarvinnslunni hf., svo sem veðréttindi, skulu koma rétti sínum á framfæri við sinn viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. Hluthöfum er bent á að koma að athugasemdum, ef þeir telja að eignarhald þeirra sé ekki réttilega skráð, við hlutaskrá Síldarvinnsl- unnar hf., Hafnarbraut 6, 740 Neskaupstað, eða í síma 470 7000. Stjórn Síldarvinnslunnar hf. NÚ LIGGUR fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til laga, þar sem lögð er til fækkun á réttindamönnum til skip- og vélstjórnar. Hér er frumvarp, sem getur ekki annað en fækkað starfsmögu- leikum lærðra skip- stjórnarmanna. Maður spyr sjálfan sig: „Hvaðan kemur slík hugmynd?“ Það skyldi þó aldrei vera að LÍÚ eigi þar hlut að máli? Ástæðan er líklega sú að erfitt er að fá lærða skip- stjórnarmenn og vélstjóra til starfa. Því hafa umsóknir um undanþágur fyrir ólærða menn aukist á síðustu árum. Þetta hefur talsverðan aukakostn- að í för með sér, auk alls konar fyr- irhafnar, þar sem útgerðarmenn verða að auglýsa í fjölmiðlum lausa stöðu í hvert sinn og undanþága er fengin í von um að réttindamaður fáist. Það hversu erfitt er að fá rétt- indamenn, má rekja til þess, að end- urnýjun á þeim er lítil. Ungir menn sækjast ekki eftir því að fara í Sjó- mannaskólann. Stjórn fiskveiða er ein aðalorsökin að svo er. Unga menn dreymir um, að verða skipstjórar og eignast sinn eigin bát og geta sótt sjóinn án mik- illa afskipta stjórnvalda. En stjórnvöld hafa gert slíka drauma að engu með frjálsu fram- sali á kvóta, sem hefur leitt til þess að kvótinn hefur komist á fáar hend- ur, auk þess sem kaupverð á kvóta erorðið svo himinhátt að enginn venjulegur einstaklingur á von um að geta rekið skip þegar slíkar upp- hæðir þarf til að geta nálgast veið- heimildir. Það liggur ljóst fyrir að skuldir sjávarútvegsfélaganna, sem eru á hlutafélagsmarkaðanum, hafa aukist gífurlega sem má rekja til þess að þau hafa lagt mikið fjármagn til kvótakaupa. Forráðamenn þeirra félaga telja, að til þess að auka afkomunaverði að leggja fram meira og meira fjármagn til kvótakaupa og auka þannig veiðimöguleika skipa þeirra. Fundur var haldinn í Kaffivagninum þar sem ræddar voru til- lögur nefndar frá því í haust um hvað ætti að gera til að breyta fisk- veiðistjórnunarkerfinu. Þegar lagt var til að hin svokallaða fyrning- arleið yrði farin, upp- lýsti framhvæmda- stjóri LÍÚ að 80% af fiskveiðiheimildunum hefðu skipt um eigendur. Ekki kom í ljós hvað hér væri um að ræða háa upphæð í krónum talið, eða hvert sú upphæð hefði farið. Hlutaskiptakerfi Útgerðarmenn hafa borið það á borð fyrir almenning, að hluta- skiptakerfi það, sem sjómenn fá greidd sín laun eftir, sé úrelt og eng- an veginn hægt að vinna eftir því. Þeir segja að ekki sé hægt að fækka mannskap umborð í veiði- skipunum vegna þess, að hluta- skiptakerfið sé þess valdandi að skipshöfn beri þá meira úr býtum, en þeirra hagur verði minni en ella. Þetta þykir þeim súrt og benda sérstaklega á það, að ef þeir breyta skipum sínum og kosti miklu til að tæknivæða þau, fari hagnaður af því beint til sjómanna en ekki til þeirra. Forystumenn sjómannafélaganna hafa rætt um það, að þeir væru til- búnir að koma á móts við útgerð- armenn um þessu atriði. Ég tel að hér verði að skoða hvert einasta skip, og draga ályktanir af því. Skipin eru svo mismunandi að engin tvö eru eins vegna ýmissa að- stæðna. En einu má ekki gleyma, sem virðist fara framhjá útvegsmönnum sem og alþingismönnum, og það er krafa EBE um hvíldartíma sjó- manna. Þó að menn álíti að hér sé ekki átt við fiskimenn, er ég sann- færður um að svo verði um síðir. Þá vaknar sú spurning hvort veiðar verði stöðvaðar hluta dags, á meðan áhöfnin hvílir sig. Eða vaktir verði settar á allar gerðir veiðiskipa. Það myndi kalla á talsvert fleiri menn í áhöfn og þá ekki síst réttindamenn. Skipsráð Ef menn hafa hugsað sér að ræða fækkun áhafnar, tel ég að mat á því þurfi að ligga fyrir á hverju einasta skipi og það mat þarf að vera í hönd- um áhafnanna sjálfra. Það eru þeir, sem vinna við þær aðstæður, sem fyrir eru. Það yrði að taka tillit til vinnuað- stæðna, tækja og síðast en ekki síst áhafnarinnar sjálfa. Áhafnir eru misjafnar að getu. T.d. getur ákveðið skip verið vel mannað með 10 manna áhöfn á með- an annað skip getur verið vanmann- að með 12 manna áhöfn. Það hefur borið við á síðustu ár- um, að útgerðarmenn hafa tekið að sér ráðningu áhafnar, sem venjulega var í höndum skipstjóra. Þessi breyting hefur orðið til þess að út- gerðarmaður hefur frekað ráðið menn til starfa vegna kunnnings- skapar, en ekki eftir getu hvers og eins. Af þessum sökum tel ég það óverjandi að útgerðarmaður hafi nokkuð um það að segja hvað marg- ir menn skuli vera á hverju skipi. Þeir gætu sagt skipstjóra, ef þeir sæju sér hag í því, að fara út á sjó með svo og svo marga menn og þar af leiðandi skipið vanmannað bæði með tilliti til vinnu og öryggis. Auk þess ber að geta að fram- kvæmdastjórar einstakra fyrirtækja hafa komið til starfa frá Háskóla með lög-, viðskipta- og hagfræði- menntun, en hafa aldrei komið út á sjó. Þeir eru kannski kunnugir bók- halds- og rekstrarliðum, en þeir tala ekki sama tungumál og sjómenn gera og þekkja ekkert til aðstæðna eða vinnu þeirra. Til þess að meta það hve marga þarf í áhöfn hverju sinni, yrði að setja skipsráð, sem yrði skipað t.d. skipstjóra, stýrimanni, vélstjóra og einum háseta. Þetta ráð þarf að taka tillit til m.a. tæknivæðingar skips- ins, stærðar veiðarfæris (lengdar línu, fjölda netatrossa, stærðar nót- ar, stærðar trolls o.s.frv.), lengdar veiðiferðar og vinnsluaðferðar aflans. Eða allra þeirra starfa sem er krafist og með tilliti til hvíldar og öryggis. Frumvarp Alþingis Að endingu þetta. Alþingismenn, ég skora á ykkur að láta ekki undan þrýstingi ákveð- ins hóp manna, að samþykkja frum- varp til laga um fækkun réttinda- manna á skipum. Slíkt hefur einungis í för með sér aukna slysahættu. Það yrði fáranlegt til afspurnar til annarra landa, eftir að lögð hefur verið fram skýrsla sem segir að slysatíðni á íslenskum skipum sé talsvert meiri en á skipum annarra Norðurlanda. Það er skylda ykkar að stuðla að bættu öryggi sjófarenda, en ekki að rýra það. Mönnun fiskiskipa Ingvi Rúnar Einarsson Öryggismál Það er skylda ykkar að stuðla að bættu öryggi sjófarenda, segir Ingvi R. Einarsson, en ekki að rýra það. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri og stjórnarmaður FSK. ÞAÐ er þörf á nýrri stjórn í landinu. Þreytumerkin á ríkis- stjórn Sjálfstæðis- flokksins eru auðsæ og þörfin á félagsvæð- ingu þjóðfélagsins er orðin knýjandi. Þjóð- félagsþróun hefur orð- ið mjög á einn veg; samþjöppun valds og áhrifa á sama tíma og einkavæðing og ein- sleitni einkenna þró- unina. Þá hefur póli- tískt ástand í landinu að undanförnu borið einkenni þess að stjórnskipanin er í tilvistarkreppu, ekki síst framkvæmdavaldið. Við höfum séð hvernig hags- munakerfið hefur hert klærnar ut- an um æ fleiri þætti þjóðlífsins, samþjöppun í peninga- og banka- kerfi, á sviði smásöluverslunar og fjölmiðlunar vitna um þetta. Vel á minnst, einsleitni íslenskra fjöl- miðla er orðin þjóðfélagsvandamál. Forræði þeirra virðist vera á sömu hendi, um völdin heldur einn flokk- ur. Það má kannski segja þeim til hróss að þessir karlar hafa ekki lengur fyrir því að dylja pólitíska aðgangsfrekju sína einsog nýleg skipan framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins í blaðstjórn DV vitnar um. Uppstokkun flokkakerfis Þótt ég geti ekki að þessu sinni fjölyrt hér um tilvistarkreppu stjórnskipunarinnar, stjórnkerfis- ins í landinu, þá vil ég nefna að hluti af þeirri kreppu felst í stjórn- málaflokkunum – þeim tækjum sem ætluð hafa verið til að framkvæma lýðræðið frá degi til dags. Vinstri- menn skynjuðu sinn vitjunartíma og hófu endurskipulagningu á sín- um væng fyrir nokkrum árum. Með sameiningu Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Samtaka um kvenna- lista og Þjóðvaka – með stofnun Samfylkingarinnar, var stigið fyrsta skrefið í nauðsynlegri upp- stokkun flokkakerfisins. Ef litið er til lengri tímabila, á flokkakerfið, þá hefur það gerst að vinstri vængur íslenskra stjórn- mála hefur endurskipulagt sig með- an situr við hið sama hægra megin, þar sem stöðnunin bítur harðast nú um stundir. Talsmenn Sjálfstæðis- flokksins reyndu mjög á fyrstu ár- um þessa kjörtímabils að daðra við VG (Vinstrihreyfingin – grænt framboð), en fátt bendir til þess að þeir verði tilkippilegir við stjórn- armyndun, það getur ekki verið hlutverk VG að tryggja Sjálfstæð- isflokknum áframhaldandi ofurvöld. Því er ekki að neita að um hríð var bil milli VG og Samfylkingar og þetta daður Davíðs og félaga hafði e.t.v. einhver pólitísk áhrif. VG og Samfylking eiga samleið Sú staðreynd að stofnendur og helstu forvígismenn Vinstrihreyf- ingarinnar –græns framboðs klufu sig út úr ferli, sameiningarferli á vinstri væng íslenskra stjórnmála, setti mark sitt á samskipti þessara stjórnmálahreyfinga framan af kjörtímabilinu. Það gætti tor- tryggni á báða bóga. Nú bendir hins vegar margt til að snertiflötum fjölgi og að andrúmsloftið sé af- slappaðra milli þeirra. Þeim tókst að stilla saman strengi á vetrar- þinginu og augljóst er að þessi stjórnmálaöfl eiga ýmislegt sameig- inlegt: 1. Sameiginlegar rætur. 2. Eru saman í stjórnarandstöðu. 3. Hafa áhuga á öðruvísi stjórn- arháttum með félags- legri áherslum en tíð- kast hafa. 4. Vilja mynda val- kost við núverandi rík- isstjórn. 5. Mynda saman meirihluta eða jafn- stóra fylkingu ríkis- stjórnarflokkunum samkvæmt skoðana- könnunum. Þessu til viðbótar vek ég sérstaklega at- hygli á grundvallar- breytingu sem orðið hefur á allra síðustu mánuðum. Allt kjör- tímabilið, fram að síðustu áramót- um, voru VG og Samfylking fjarri því að ógna stöðu ríkisstjórnar- flokkanna samkvæmt skoðanakönn- unum, og þótt ekki sé ástæða til að mikla niðurstöður slíkra kannana, þá sýna hinar síðustu nýja tilhneig- ingu meðal kjósenda. Þeir velja til vinstri. Og jafnvel þótt sú sveifla muni öðru hverju á næstunni slá til baka, þá hafa janúarkannanir sýnt okkur fram á möguleikann, vinstri- stjórn er raunhæfur kostur. Verkefni vinstristjórnar Vinstrimenn vilja ekki fara í stjórn bara til að stjórna. Þeir vilja völd og áhrif til að breyta og bæta – og skapa. Eftir hið langvinna stjórnartímabil Sjálfstæðisflokks- ins blasa verkefni vinstristjórnar VG og Samfylkingar við. Hér nefni ég aðeins tvo meginmálaflokka: 1. Bæta velferðarkerfi fólksins. Treysta öryggisnetið, með því að hafa að fyrirmynd það besta úr reynsluheimi sósíaldemókratísku velferðarþjóðfélaganna, Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar. Þar með væri kerfislægri fátækt eldri borg- ara og öryrkja útrýmt. Ný sókn í menntamálum og heilbrigðismálum með félagslegri og lýðræðislegri áherslum. 2. Lýðræðisumbyltingu. Ég sé fyrir mér að ný ríkisstjórn beiti sér fyrir fyrstu skrefunum á mikilvægu ferli til að leysa þá kreppu sem stjórnskipanin er í. Í því felst t.d. meiri aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds, meira lýðræðis- legt aðhald að dómskerfinu, að- gerðir til að styrkja lýðræðislega umræðu og raunverulega frjálsa fjölmiðlun í landinu, strangara eft- irlit með valdasamþjöppun og ein- okunarmyndun í atvinnulífinu. Í þessum málaflokki er svo margt sem þarf að gera að það er í raun- inni tilefni til annarrar greinar. Mestu skiptir að vinstri menn í Samfylkingu og VG reyni að stilla saman strengina – og byrji að huga að verkefnaskrá vinstristjórnarinn- ar. Sú verkefnaskrá þarf að byggj- ast á lífsviðhorfum vinstrimanna, hugmyndafræði jafnaðarmanna. Vinstristjórn Samfylkingar og VG Óskar Guðmundsson Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og rithöfundur í Reykjavík. Stjórnmál Vinstrimenn vilja ekki fara í stjórn bara til að stjórna, segir Óskar Guðmundsson. Þeir vilja völd og áhrif til að breyta og bæta – og skapa. Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.