Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 46
MINNINGAR
46 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ákveðið hefur verið að stofna barna-
kór og kórskóla við Dómkirkjuna í
Reykjavík undir stjórn Kristínar
Valsdóttur. Kórinn tekur formlega
til starfa í haust en innritun hefst nú
á vordögum með það í huga að stilla
saman strengi og raddir og hittast
svo spræk að loknu sumarleyfi.
Föstudaginn 23. mars og þriðju-
daginn 27. mars fer skráning félaga
fram kl. 16.00–18.00. Þar mun Mar-
teinn H. Friðriksson dómorganisti
og söngstjóri ásamt Kristínu Vals-
dóttur, stjórnanda barnakórsins,
taka á móti áhugasömum söngvur-
um í skráningu og prufusöng.
Fyrirhugað er að hefja æfingar
strax í þeirri viku eða 30. mars og
æfa saman fram í miðjan maí. Æft
verður í Dómkirkjunni á þriðjudög-
um og föstudögum: 8–10 ára kl.
16.00–17.00, 10 ára og eldri kl.
17.00–18.00. Hugsanlega munu þess-
ir æfingatímar breytast í haust og
þá í samráði við foreldrafélag sem
áformað er að taki til starfa sam-
hliða kórnum.
Markmiðið með stofnun þessa
kórskóla og barnakórs er að auka
enn á annars blómlegt barna- og
unglingastarf við Dómkirkjuna með
því að gefa þeim krökkum, sem
áhuga hafa, kost á að iðka og njóta
tónlistar í metnaðarfullu og
skemmtilegu samstarfi við aðra.
Innheimt verður svokallað nótna-
gjald á hvern þátttakanda, 1.000 kr.
á önn. Rennur það til kaupa á nótna-
bókum sem kórfélagar munu eign-
ast.
Stórólfshvolskirkja,
Hvolsvelli
TAIZÉ-HELGISTUND verður í
kvöld, miðvikudag 22. mars, kl.
20.15.
Heillandi samverustund. Sérstæð,
hrífandi tónlist sem allir geta sung-
ið.
Syngjum saman, biðjum saman,
gleðjumst saman. Hafið samband
við sóknarprest um fyrirbænir.
Áskirkja. Föstumessa kl. 20. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Léttur málsverður á eftir.
Grensáskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10–12. Allar mæður velkomnar
með lítil börn sín. Samvera eldri
borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna-
stund, kaffiveitingar og samræður.
TTT-starf (10–12 ára) kl. 16.30.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for-
eldra ungra barna kl. 10–12. Pass-
íusálmalestur kl. 12.15. Biblíulestur
kl. 20. Háteigskirkja. Samverustund
eldri borgara kl. 11–16 í Setrinu í
umsjón Þórdísar Ásgeirsdóttur,
þjónustufulltrúa. Við minnum á
heimsóknarþjónustu Háteigskirkju,
upplýsingar hjá Þórdísi í síma 551-
2407. Kórskóli fyrir 5–6 ára börn kl.
16. Barnakór 7–9 ára kl. 17. Kvöld-
bænir og fyrirbænir í dag kl. 18.
Langholtskirkja. Opið hús kl. 11–16.
Heilsupistill, léttar líkamsæfingar
og slökun í Litla sal. Kyrrðar- og
bænastund, orgelleikur og sálma-
söngur í kirkjunni. Létt máltíð (500
kr.) í stóra sal. Spilað, hlustað á upp-
lestur og málað á dúka og keramik.
Kaffisopi og smákökur kl. 15. Að
lokum er söngstund með Jóni Stef-
ánssyni. Eldri borgarar eru sérstak-
lega velkomnir en stundin er öllum
opin.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05. Kirkjuprakkarar, 6–7 ára,
kl. 14.10. Fermingarfræðsla kl.
19.15. Unglingakvöld Laugarnes-
kirkju og Þróttheima kl. 20, 8. bekk-
ur.
Neskirkja. Orgelandakt kl. 12.
Reynir Jónasson. Ritningarorð og
bæn. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14–15.
Opið hús kl. 16. Föstuguðsþjónusta
kl. 20. Myndasýning að lokinni guðs-
þjónustu frá ferðinni í Bláa lónið.
Súkkulaði og rjómavöfflur í safnað-
arheimili. Sr. Frank M. Halldórsson.
Óháði söfnuðurinn. Föstumessa kl.
20.30. Klara Hilmarsdóttir guð-
fræðinemi predikar. Biblíulestur út
frá 30. Passíusálmi. Krumpaldins-
kaffi.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og
bænastund kl. 12. Léttur málsverð-
ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf
fyrir 11–12 ára börn kl. 17.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús í dag kl. 13–16. Hand-
mennt, spjall og spil. Fyrirbænaguð-
sþjónusta kl. 16. Bænarefnum er
hægt að koma til presta safnaðarins.
Kirkjuprakkarar, 7–9 ára, kl. 16–17.
TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17–18.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu eftir stundina. Kirkju-
prakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn
kl. 16. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl.
17.15.
Digraneskirkja. Æskulýðsstarf
KFUM&K og Digraneskirkju fyrir
10–12 ára drengi kl. 17.30. Ung-
lingastarf KFUM&K og Digranes-
kirkju kl. 20.
Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og
bænastund kl. 12. Léttur hádegis-
verður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Opið hús fyrir fullorðna til
kl. 14. Bænar- og þakkarefnum má
koma til Lilju djákna í síma 557-
3280. Látið einnig vita í sama síma
ef óskað er eftir akstri til og frá
kirkju. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur
kl. 15–16. Helgistund í Gerðubergi á
fimmtudögum kl. 10.30.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr-
irbænir. Boðið er upp á léttan há-
degisverð á vægu verði að lokinni
stundinni. Allir velkomnir. KFUM
fyrir drengi, 9–12 ára, kl. 16.30–
17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla
kl. 18–19. KFUK fyrir stúlkur, 12
ára og eldri, annan hvern miðviku-
dag kl. 20.30–21.30.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.
Kópavogskirkja. Samvera 8–9 ára
barna í dag kl. 16.45–17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. TTT-sam-
vera 10–12 ára barna í dag kl. 17.45–
18.45 í safnaðarheimilinu Borgum.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund
í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir
velkomnir. Léttur kvöldverður að
stund lokinni. Tekið á móti fyrir-
bænaefnum í kirkjunni og í síma
567-0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar,
starf fyrir foreldra ungra barna, kl.
10–12 í safnaðarheimilinu.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14–16.30. Helgistund,
spil og kaffi.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund
í hádegi kl.12, altarisganga og fyr-
irbænir. Léttur hádegisverður kl.
12:30–13.00.
Kletturinn, kristið samfélag. Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl.
12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í
kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í
Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og
brauð á vægu verði. Allir aldurshóp-
ar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir,
cand. theol. Alfanámskeið í Kirkju-
lundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um
kl. 22.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf í
dag kl. 16.30 í umsjá Vilborgar Jóns-
dóttur og er ætlað börnum 6 til 9
ára.
Landakirkja í Vestmannaeyjum.
Opið hús fyrir unglinga í 8.–10. bekk
í KFUM&K-húsinu kl. 20.
Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18.
Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, ung-
lingafræðsla, kennsla fyrir ensku-
mælandi og biblíulestur. Allir hjart-
anlega velkomnir.
Boðunarkirkjan. Námskeið dr.
Steinþórs Þórðarsonar, „Lærum að
merkja biblíuna“, í kvöld kl. 20.
Mörg spennandi efni verða tekin
fyrir og biblían verður aðgengilegri.
Allir velkomnir.
Kapella sjúkrahúss Hvammstanga.
Bænastund í dag kl. 17. Allir vel-
komnir.
KEFAS. Samverustund unga fólks-
ins kl. 20.
Samband íslenskra kristniboðs-
félaga, Háaleitisbraut 58. Samkoma
í kvöld kl. 20.30. Hjónin Elísabet
Jónsdóttir og Bjarni Gíslason sjá um
efni samkomunnar. Allir velkomnir.
Eyrarbakkakirkja. Messa föstu-
dagskvöld kl. 20. Biskup Íslands
heimsækir söfnuðinn. Barnaguðs-
þjónusta nk. sunnudag kl. 11.
Stokkseyrarkirkja. Messa fimmtu-
dagskvöld kl. 20. Biskup Íslands
heimsækir söfnuðinn.
Gaulverjabæjarkirkja. Messa föstu-
dag kl. 15. Biskup Íslands heimsæk-
ir söfnuðinn.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Dómkirkjan.
Safnaðarstarf
Kórskóli og
Barnakór
Dómkirkj-
unnar
Hann var ekki stór
árgangurinn sem
brautskráðist frá
Menntaskólanum á
Akureyri vorið 1956
þótt menntaskólarnir í
landinu væru ekki nema þrír á þeim
árum. Við vorum 47 bekkjarsystk-
inin og nú eru sex látin. Í þessum
hópi var Guðmundur J. Guðjónsson
sem varð bráðkvaddur 12. mars sl.
Guðmundur kom frá Reykjavík
eins og fleiri mætir nemendur í
M.A. á þessum árum. Hann var
þremur árum eldri og þess vegna
nokkuð þroskaðri og lífsreyndari en
flest okkar hinna. Meðal annars
hafði Guðmundur fengið réttindi
sem atvinnubílstjóri áður en við luk-
um stúdentsprófi og nokkrir okkar
fengu sitt fyrsta tækifæri til að aka
bíl undir rólegri og yfirvegaðri leið-
sögn hans. Guðmundur hafði næmt
skopskyn en virtist vera vaxinn upp
úr því að sækjast eftir þátttöku í
ungæðislegum manndómsærslum
okkar hinna en hann fylgdist samt
grannt með þeim, jákvæður og
kankvís. Ég bar virðingu fyrir hon-
um þegar á skólaárunum og tók
mikið mark á því sem hann sagði.
Eftir stúdentspróf hóf Guðmund-
ur nám í læknisfræði en vann jafn-
framt fyrir sér og fjölskyldu sinni
sem leigubílstjóri. Í árslok 1966
unnum við saman í 3 mánuði sem
læknar í Hvammstangahéraði og þá
sannfærðist ég um að hann hafði
valið rétt þegar hann ákvað að
verða læknir. Hann var íhugull, gaf
sér góðan tíma til að hlusta, var
traustvekjandi, átti auðvelt með að
mynda jákvæð tengsl við þá sem til
hans leituðu og ákvarðanir hans
voru farsælar. Og þar sem hann var
alveg einstaklega handlaginn kom
það mér ekki á óvart að hann skyldi
sérhæfa sig í bæklunarskurðlækn-
ingum. Hann mun hafa verið sér-
lega hæfur í því starfi og ég veit að
þeir eru margir sem eiga góðri dóm-
greind hans og handlagni mikið að
þakka, þar á meðal einhver skóla-
systkina okkar úr M.A.
Sérgrein mín í læknisfræði er
þess eðlis að hún gefur ekki mörg
GUÐMUNDUR JÓN
GUÐJÓNSSON
✝ Guðmundur JónGuðjónsson
fæddist 19. júlí 1933 í
Reykjavík. Hann
varð bráðkvaddur í
Neskaupstað 12.
mars síðastliðinn.
Útför hans fór fram
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 19. mars.
tækifæri til að vísa
sjúklingum til bæklun-
arskurðlækna. Fyrir
nokkrum árum ráð-
lagði ég þó konu, sem
ég var að reyna að
hjálpa, að leita til Guð-
mundar. Þessi mann-
eskja hafði átt við
margvíslega og erfiða
vanheilsu að stríða um
árabil og hafði þess
vegna leitað til fjölda
lækna en með litlum
árangri. Hún var þess
vegna orðin nokkuð
bitur og kvaðst vera
orðin afar þreytt á læknum en lét þó
til leiðast að fara til Guðmundar.
Þegar ég hitti hana næst ljómaði
hún beinlínis af ánægju. Loksins
hafði hún fundið lækni sem gaf sér
nægan tíma til að hlusta á langa og
margbrotna sjúkrasögu hennar,
rannsaka hana gaumgæfilega og út-
skýra síðan, þannig að hún skildi,
hvaða valkostir væru í boði til þess
að ráða bót á þeim verkjum sem hún
hafði frá baki, mjöðmum og fót-
leggjum. Ég er sannfærður um að
Guðmundur hefur líknað mörgum
fleirum sem hafa átt við svipuð
vandamál að stríða.
Ég veit að Guðmundi hugnuðust
ekki þær kröfur um færibandavinnu
sem gerðar hafa verið í vaxandi
mæli til sjúkrahúsa undanfarin ár í
hagræðingarskyni. Slíkar kröfur
samrýmdust einfaldlega ekki eigin-
leikum og eðliskostum Guðmundar.
Það kom því ekki á óvart þegar
hann hætti fyrir nokkrum árum að
vinna á bæklunarskurðdeild Land-
spítalans. Síðustu árin vann hann
við mjög góðan orðstír á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Nú þegar hann er fallinn frá fyrir
aldur fram veit ég að margir munu
sakna hlýjunnar og velvildarinnar
sem geislaði frá honum.
Ég sendi eiginkonu hans, börnum
og öðrum ástvinum innilegar sam-
úðarkveðjur frá okkur Guðrúnu og
bekkjarsystkinum hans frá
Menntaskólanum á Akureyri.
Blessuð sé minning Guðmundar
Guðjónssonar.
Helgi Valdimarsson.
Kveðja frá Reykjalundi
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Þessar línur Hávamála koma
helst í hugann andspænis þeirri
staðreynd að æviskeið Guðmundar
Guðjónssonar er nú á enda runnið,
löngu fyrr en við mátti búast.
Í tuttugu ár, frá l976 til l996, var
Guðmundur ráðgefandi sérfræðing-
ur á Reykjalundi á sviði bæklunar-
skurðlækninga. Því hlutverki sinnti
hann af einstakri skilvirkni. Al-
mennt er álitið að bæklunarskurð-
læknar verði að vera smiðir góðir,
vera laghentir og hafa fullkomna
samstjórn augna og handa. Þetta
átti vissulega við um Guðmund en
hann var einnig búinn öðrum dýr-
mætum eiginleikum sem læknum er
brýnt að rækta með sér. Má þar
nefna vingjarnlegt viðmót og
traustvekjandi framkomu gagnvart
sjúklingum og aðstandendum. Þeir
eiginleikar voru Guðmundi eðlis-
lægir og augljósir í fari hans. Hann
gaf sér ávallt tíma til að ræða við
sjúklinga sína svo lengi og svo oft
sem þeir þurftu á að halda, útskýra
fyrir þeim stöðu mála og gera grein
fyrir meðferðaráformum, allt á
tungu sem þeir skildu.
Um leið og þökkuð er tveggja
áratuga þjónusta Guðmundar til
handa skjólstæðingum Reykjalund-
ar og lærdómsrík samvinna eru
konu hans og afkomendum sendar
innilegar samúðarkveðjur.
Haukur Þórðarson,
fv. yfirlæknir.
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöð-
ugrein af hæfilegri lengd, en
aðrar greinar um sama einstak-
ling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
KIRKJUSTARF