Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 48
BOÐIÐ er upp á nýtt þýskupróf fyr-
ir námsmenn sem ætla að stunda
nám í Þýskalandi. Með þetta nýja
TestDaF-próf er nú í fyrsta skipti
boðið upp á staðlað, miðlægt þýsku-
próf og það er hægt að taka þetta
próf við þýskuskor Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands – þýskuskor er þar
með með fyrstu TestDaF-prófstöð-
um um allan heim.
Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem
prófið er haldið er skráningartíma-
bilið stutt. Síðasti skráningardagur
er föstudagurinn 23. mars 2001.
Áríðandi er að þeir sem hyggjast
taka prófið hafi samband við Peter
Weiss, sendikennara við HÍ, sem
fyrst weiss@hi.is. Prófið verður
haldið hinn 26. apríl 2001. Próftöku-
gjald er 7.200 krónur.
Prófið verður næst haldið í nóv-
ember en þá verður skráningartíma-
bilið lengra. Frekari upplýsingar:
www.testdaf.de.
Þýskupróf við HÍ
Rannsóknastofnun í
hjúkrunarfræði hélt
ársfund sinn 13. mars
sl. Aðalfundarefni var
samstarf hjúkrun-
arfræðideildar og
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss. Með tilurð
Landspítala sem há-
skólasjúkrahúss þarf að
leggja aukna rækt við
samþættingu rann-
sókna, kennslu og klín-
ísks starfs í heilbrigð-
isvísindum, sérstaklega
hjúkrunar- og ljósmóð-
urfræði. Í því skyni þarf að efla
tengsl Landspítala og hjúkr-
unarfræðideildar.
Framsögumenn á fundinum voru:
Páll Skúlason, háskólarektor,
Marga Thome, deildarforseti
hjúkrunarfræðideildar, Magnús
Pétursson, forstjóri Landspítala –
háskólasjúkrahúss, Anna Stef-
ánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Land-
spítala – háskólasjúkrahúss, Gísli
Einarsson, framkvæmdastjóri
Skrifstofu kennslu og fræða Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi, Helga
Jónsdóttir, formaður stjórnar
Rannsóknastofnunar í hjúkr-
unarfræði, og Ragnheiður Ósk Er-
lendsdóttir, sérfræðingur á Rann-
sóknastofnun í hjúkrunarfræði og
verkefnisstjóri á barnasviði Land-
spítala – háskólasjúkrahúss.
Á fundinum voru Maríu Finns-
dóttur, fyrrverandi fræðslustjóra
Hjúkrunarfélags Íslands, og Sól-
eyju S. Bender, lektor, veittar við-
urkenningar fyrir rannsókna- og
frumkvöðulsstörf.
Viðurkenning fyrir
rannsókna- og
frumkvöðulsstörf
María Finnsdóttir, fyrrv. fræðslustjóri Hjúkr-
unarfélags Íslands, t.v., og Sóley S. Bender
lektor hlutu viðurkenningar á fundinum.
Málþing
um streitu
Náttúrulækningafélag Ís-
lands gengst fyrir málþingi um
streitu á Hótel Loftleiðum
fimmtudaginn 22. mars kl. 20
þar sem fagfólk með þekkingu
á streitu verður með framsögu
og situr fyrir svörum.
Frummælendur verða:
Margrét Arnljótsdóttir, sál-
fræðingur, Þórhallur Heimis-
son, prestur, Ólafur Mixa,
læknir og Bridget McEvoy,
verkefnisstjóri í hjúkrun
HNLFÍ. Auk þeirra taka þátt í
umræðum: Sigríður Eysteins-
dóttir, næringarfræðingur
HNLFÍ, Helga Mogensen,
jógakennari og Björg Árna-
dóttir, framkvæmdastjóri
Heilsuverndar ehf. Árni Gunn-
arsson framkv.stj. HNLFÍ
verður fundarstjóri.
Í fréttatilkynningu segir: „Í
Heilsustofnun NLFÍ í Hvera-
gerði eru nú í boði sérstakir
heilsudagar í forvarnarskyni,
þar sem fólki er kennt að of-
bjóða sér ekki – brenna ekki út.
Fyrirlestrar eru haldnir um
margvísleg efni sem snerta lík-
ama og sál. Þar koma að verki
læknar, hjúkrunarfræðingar,
sjúkraþjálfarar, næringarfræð-
ingur, sálfræðingur og fleiri.
Á heilsudögum, sem er viku-
námskeið, er lögð megin-
áhersla á slökun, hvíld, léttar
líkamsæfingar og hollt mat-
aræði auk umræðna og fyrir-
lestra.“
FRÉTTIR
48 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MAREL hf. hefur gefið véla- og iðn-
aðarverkfræðiskor Háskóla Íslands
25 hugbúnaðarleyfi og voru þau af-
hent þann 14. mars. Um er að ræða
25 SolidWorks leyfi en SolidWorks
er eitt fullkomnasta hönnunarkerfi
sem völ er á, segir í fréttatilkynn-
ingu. Leyfin eru kærkomin viðbót
við hugbúnað véla- og iðnaðarverk-
fræðiskorar og mun forritið nýtast
við kennslu í ýmsum verkfræði-
greinum.
Með þessu fá nemendur tækifæri
til þess að vinna í einu helsta hönn-
unarumhverfi á markaðnum.
Stuðningur sem þessi er mjög
mikilvægur fyrir deildina og styrk-
ir tengsl Háskólans við atvinnulífið.
Marel hefur um árabil lagt áherslu
á góð tengsl við háskólastofnanir í
landinu og er gjöf þessi einn þáttur
í að styrkja þau tengsl.
Umtalsverður hluti nýhönnunar
hjá Marel hf fer nú fram í Solid-
Works en fyrirtækið hefur fest
kaup á 9 leyfum. Í kjölfar þess kom
Vidar Kvam, fulltrúi ProNor í Nor-
egi, umboðsmanns SolidWorks á Ís-
landi, til landsins og hélt hann
tveggja daga námskeið fyrir starfs-
menn Marel hf auk nokkura gesta.
Námskeiðið var haldið 13. og 14.
mars í húsakynnum Endurmennt-
unarstofnunar Háskólans.
Gjöfin afhent. Frá vinstri: Sigurður Brynjólfsson, prófessor í vélaverk-
fræði, Valdimar K. Jónsson, deildarforseti verkfræðideildar, Vidar
Kvam, starfsmaður ProNor í Noregi, umboðsmanns SolidWorks á Ís-
landi, og Helgi Hjálmarsson, verkfræðingur hjá Marel hf.
Marel hf. styrkir véla- og
iðnaðarverkfræðiskor HÍ
Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem
hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir 1, og
kemst til fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Hjá Heimsferðum
getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar
Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur.
Gildir út 1.apríl - heim 5.apríl.
Tveir fyrir einn til
Prag
1. apríl
frá kr. 16.770
Verð kr. 16.770
Flugsæti p.mann, m.v. 2 fyrir 1.
27.900 / 2 = kr. 13,950
Skattar kr. 2.820
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt á Iðnþingi Samtaka iðn-
aðarins í síðustu viku:
„Iðnþróun byggist á markvissu
langtíma vöruþróunar- og markaðs-
starfi. Stöðugleiki og friður í ís-
lensku efnahagslífi undanfarin ár
hefur skilað raunvexti í almennum
iðnaði og byggingariðnaði á árunum
1995–1999 sem er meiri en 6% á ári
að meðaltali og enn meiri í upplýs-
ingatækni. Þetta er árangur sem
ekki má fórna.
Hátt gengi, há laun og háir vextir
vega að samkeppnisstöðu íslenskra
fyrirtækja. Markaðshlutdeild þeirra
minnkar og halli á viðskiptum við út-
lönd eykst. Um leið hægir merkj-
anlega á efnahagslífinu eins og
veltutölur fyrirtækja sýna. Spáð er
samdrætti í fjárfestingum sem hafa
verið miklar undanfarin ár. Stjórn-
völd hafa boðað að vænta megi
vaxta- og skattalækkana en þær
hafa ekki verið tímasettar. Hættan
er sú að beðið verði of lengi.
Harðar aðhaldsaðgerðir á sama
tíma og afkoma fyrirtækja versnar
og hlutabréfaverð hríðfellur geta
leitt til skyndilegs samdráttar í fjár-
festingum og þar með hættu á
harðri lendingu efnahagslífsins.
EES-samningurinn hefur reynst
vel en dugir ekki til frambúðar. Til
þess eru margar ástæður. Jafnvæg-
ið milli aðila samningsins hefur
raskast og samningurinn þróast
ekki í takt við það sem gerist innan
ESB. Enn er þó ótalið veigamesta
atriðið. Íslenska krónan er of dýru
verði keypt. Hún skapar vandamál í
hagstjórn, veldur óþarfa vaxtabyrði
og gengissveiflum sem bitna á fyr-
irtækjum og rekstrarskilyrðum
þeirra. Lítil og veik mynt hindrar
eðlilegar fjárfestingar innlendra og
erlendra fyrirtækja á Íslandi. Mikill
meirihluti (62%) félagsmanna í Sam-
tökum iðnaðarins er þeirrar skoð-
unar að aðild að Evrópusambandinu
sé efnahagslega hagkvæm. Einungis
15% telja að aðild að Evrópusam-
bandinu yrði efnahag Íslands til
tjóns.“
Aðild að Evrópusambandinu
efnahagslega hagkvæm
EGGERT Eggertsson lyfja-
fræðingur fjallar um lyfjafræði
fyrir almenning á námskeiði
sem haldið er af Heilbrigðis-
skóla Fjölbrautaskólans við Ár-
múla, 2. og 5. apríl. kl. 20–22.15.
Í fréttatilkynningu segir:
„Allir þurfa einhvern tíma á lífs-
leiðinni að taka lyf um lengri eða
skemmri tíma. Lyfjategundum
fjölgar stöðugt og notkun lyfja
eykst. Verkun lyfja er misvel
þekkt meðal almennings og heil-
brigðisstétta, sem þurfa að hafa
sig allar við til að fylgjast með
örum breytingum á lyfjamark-
aði. En það er ekki síður nauð-
synlegt að fræða almenning um
lyf. Í opinberri umræðu er helst
fjallað um lyfjakostnað, en nauð-
synlegt er að fjallað sé um hvað
lyf geta gert fyrir okkur og
hvernig eigi að nota þau með
góðum árangri, ekki síst þar
sem mörg lyf er hægt að kaupa
án milligöngu lækna.“
Námskeiðið kostar 4.500 kr.
Skráning fer fram virka daga kl.
9–12 í síma Fjölbrautaskóla Ár-
múla og á vefnum www.fa.is/si-
menntun.
Námskeið
í lyfjafræði
fyrir
almenning
AUÐUR í krafti kvenna stefnir á að
skila árangri til íslenska hagkerf-
isins með því að nýta betur þann auð
sem í konum býr og hvetja þær til
frumkvæðis og nýsköpunar. Mark-
miðið er að auka þátttöku kvenna í
atvinnusköpun og efla þau fyrirtæki
sem eru í eigu kvenna.
„Árangurinn mun skila íslensku
hagkerfi auknum hagvexti,“ segir í
frétt um verkefnið og síðan segir:
„Auður tileinkar einn vinnudag á
ári dætrum Íslands og í ár er dag-
urinn 10. apríl 2001. Þennan dag
mun ungum stúlkum verða boðið
með fullorðnum til vinnu. Markmið-
ið er að kynna þeim þau atvinnu-
tækifæri sem til eru. Ungu stúlkur
dagsins í dag eru starfskraftar
framtíðarinnar og þær eru kynslóð-
in sem mun breyta kynjahlutföllum
hinna ýmsu starfsgreina. Með því að
opna alla vinnustaði fyrir ungum
stúlkum einn dag á ári gefum við
þeim tækifæri til að kynnast þeim
fjölbreyttu möguleikum sem at-
vinnulífið hefur að bjóða. Í fyrra var
„Dæturnar með í vinnuna“ haldið í
fyrsta skiptið og fékk frábærar mót-
tökur. Yfir 2000 ungar stúlkur tóku
þátt í fyrra og voru mjög ánægðar
með daginn.“
Auður skorar á fyrirtæki að taka
vel á móti stúlkum landsins með því
að skipuleggja fræðandi og
skemmtilega dagskrá. Foreldrar
eru einnig hvattir til að taka dætur
landsins með sér í vinnuna þennan
dag.
Heimasíðan er www.ru.is/audur/
daeturnar.htm. Einnig er hægt er
að fá nánari upplýsingar hjá verk-
efnastjórn Auðs í krafti kvenna með
því að senda póst á audur@ru.is.
Dæturnar með í vinnuna
FÉLAG þjóðfræðinga heldur kvöld-
vöku í sal Sögufélagsins, Fischer-
sundi 3, fimmtudaginn 22. mars kl.
20.30. Katla Kjartansdóttir og Unn-
ur Steingrímsdóttir hafa báðar ný-
lokið BA-prófi í þjóðfræði við Há-
skóla Íslands og munu þær kynna
lokaverkefni sín.
Ritgerð Kötlu „Lífið er dýrt, dauð-
inn þess borgun. Trú og tákn í
tengslum við íslenska andláts- og út-
fararsiði á 20. öld“ tekur til umfjöll-
unar slíka siði á fyrri hluta aldarinn-
ar fram undir hana miðja og
sambærilega siði og viðhorf í sam-
tímanum.
Ritgerð Unnar ber titilinn „Cog-
ito, ergo sum“ og fjallar um persónu-
lega trúarmótun fimm íslenskra
kvenna. Rannsóknin byggir á viðtöl-
um og leitast höfundur við að skil-
greina hvaða þættir í lífshlaupi og
umhverfi kvennanna höfðu áhrif á
trúarþróun þeirra og heimsmynd.
Þjóðfræðingar halda
kvöldvöku