Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 17 GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 OPIÐ HÚS Í KVÖLD FLÓKAGATA 27 - OPIÐ HÚS Sjarmerandi 6-7 herb. 127 fm hæð og ris á þessum eftirsótta stað. Tvær til þrjár rúmg. stofur og þrjú stór og rúmg. svefnherb. Neðri hæð: Eldhús, stofa, borðstofa og baðherb. Risloft: 3 svefn- herb., sjónvarpshol, wc og geymsla. Parket og flísar á gólfum. Suðursvalir. Eigninni er mjög vel viðhaldið. Fallegt útsýni. Guðni og Hope sýna íbúðina frá kl. 18–20 í kvöld, föstudag. NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Crown Chicken, hjónin Ólöf Benedikts- dóttir og Jóhann Kristjánsson, og hafa þau gert gagngerar end- urbætur á staðnum sem er við Skipagötu 12 í miðbæ Akureyrar. „Við tókum allt í gegn hérna og stækkuðum veitingasalinn þannig að nú tekur hann 44 í sæti,“ sagði Ólöf, en það var trésmiðjan Alfa á Akureyri sem sá um allar innrétt- ingar. Kjúklingar, bæði heilir og í bitum, njóta vinsælda meðal gesta, en einng er boðið upp á úrval skyndibita af ýmsu tagi. Þar má nefna hamborgara, pítur, fisk og mínútusteik auk meðlætis. Við- skiptavinir geta valið á milli þess að snæða matinn í veitingasalnum eða fá hann sendan heim, en að sögn Jó- hanns skiptist salan þannig að tæp 80% eru í sal og rúm 20% í heim- sendingu. Alls vinna 15-17 manns á veit- ingastaðnum sem opinn er frá kl. 11 til 21.30 alla daga. Endurbætur á kjúklingastaðnum Crown Chicken Morgunblaðið/Kristján Jóhann Kristjánsson og Ólöf Benediktsdóttir eru nýir eigendur kjúk- lingastaðarins Crown Chicken við Skipagötu á Akureyri. Nýir eig- endur hafa tekið við HINIR árlegu Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 15 að lokinni messu kl. 14 þar sem kórinn syngur einnig. Dagskráin er fjölbreytt, en m.a. syngur kórinn íslenska kórtónlist eftir Emil Thoroddsen, Hafliða Hall- grímsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Árna Harðarson. Einnig verður einsöngur og Villurnar. Þá er að sjálfsögðu kaffihlaðborð. Stjórnandi á tónleikunum er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffitón- leikar STJÓRNENDUR Sjafnar á Akur- eyri og Rekstrarvara í Reykjavík hafa ritað undir viljayfirlýsingu um víðtækt samstarf sem felur í sér gagnkvæma sölu og dreifingu þeirra vara sem fyrirtækin hafa á boðstól- um. Sjöfn er í hópi stærstu fyrirtækja á sínu sviði hér á landi, en þar er framleidd málning og hreinlætisvörur fyrir fyrirtækja- og neytendamarkað. Rekstrarvörur einbeita sér að sölu á daglegum rekstrarvörum til stofnana og fyrirtækja. Sjöfn mun hefja sölu á vörum Rekstrarvörum í verslun Sjafnar við Austursíðu 1 á Akureyri og jafnframt beina viðskiptum á rekstrarvörum til Rekstrarvara. Þá munu Rekstrarvörur hefja sölu á framleiðsluvörum Sjafnar í stórversl- un sinni við Réttarháls auk þess sem félagið annast sölu og dreifingu á framleiðsluvörum Sjafnar um sölu- kerfi sitt. Í því felst bein sala til fyr- irtækja og stofnana auk þjónustu við ríkisstofnanir og sveitarfélög sem eru innan rammasamnings Ríkiskaupa. Þá stefna fyrirtækin tvö að sam- starfi um framleiðslu á nýjum um- hverfisvænum vörum eða efnum og einnig mun samstarf verða haft við gerð þrifalýsinga og ráðgjafarþjón- ustu til fyrirtækja og stofnana. Með samstarfinu er áhersla lögð á að efla og bæta þjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini á Akureyri og höf- uðborgarsvæðinu. Vöruúrval mun aukast og þá gerir samstarfið að verk- um að innkaup verða hagkvæmari. Loks má geta þess að sala og þjón- usta sem Þ. Björgúlfsson á Akureyri hefur sinnt flyst vegna breytinga hjá félaginu yfir til Sjafnar, en Rekstr- arvörur og Þ. Björgúlfsson hafa lengi átt í samstarfi. Sjöfn og Rekstrarvör- ur í samstarf ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.