Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 17 GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 OPIÐ HÚS Í KVÖLD FLÓKAGATA 27 - OPIÐ HÚS Sjarmerandi 6-7 herb. 127 fm hæð og ris á þessum eftirsótta stað. Tvær til þrjár rúmg. stofur og þrjú stór og rúmg. svefnherb. Neðri hæð: Eldhús, stofa, borðstofa og baðherb. Risloft: 3 svefn- herb., sjónvarpshol, wc og geymsla. Parket og flísar á gólfum. Suðursvalir. Eigninni er mjög vel viðhaldið. Fallegt útsýni. Guðni og Hope sýna íbúðina frá kl. 18–20 í kvöld, föstudag. NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Crown Chicken, hjónin Ólöf Benedikts- dóttir og Jóhann Kristjánsson, og hafa þau gert gagngerar end- urbætur á staðnum sem er við Skipagötu 12 í miðbæ Akureyrar. „Við tókum allt í gegn hérna og stækkuðum veitingasalinn þannig að nú tekur hann 44 í sæti,“ sagði Ólöf, en það var trésmiðjan Alfa á Akureyri sem sá um allar innrétt- ingar. Kjúklingar, bæði heilir og í bitum, njóta vinsælda meðal gesta, en einng er boðið upp á úrval skyndibita af ýmsu tagi. Þar má nefna hamborgara, pítur, fisk og mínútusteik auk meðlætis. Við- skiptavinir geta valið á milli þess að snæða matinn í veitingasalnum eða fá hann sendan heim, en að sögn Jó- hanns skiptist salan þannig að tæp 80% eru í sal og rúm 20% í heim- sendingu. Alls vinna 15-17 manns á veit- ingastaðnum sem opinn er frá kl. 11 til 21.30 alla daga. Endurbætur á kjúklingastaðnum Crown Chicken Morgunblaðið/Kristján Jóhann Kristjánsson og Ólöf Benediktsdóttir eru nýir eigendur kjúk- lingastaðarins Crown Chicken við Skipagötu á Akureyri. Nýir eig- endur hafa tekið við HINIR árlegu Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 15 að lokinni messu kl. 14 þar sem kórinn syngur einnig. Dagskráin er fjölbreytt, en m.a. syngur kórinn íslenska kórtónlist eftir Emil Thoroddsen, Hafliða Hall- grímsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Árna Harðarson. Einnig verður einsöngur og Villurnar. Þá er að sjálfsögðu kaffihlaðborð. Stjórnandi á tónleikunum er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffitón- leikar STJÓRNENDUR Sjafnar á Akur- eyri og Rekstrarvara í Reykjavík hafa ritað undir viljayfirlýsingu um víðtækt samstarf sem felur í sér gagnkvæma sölu og dreifingu þeirra vara sem fyrirtækin hafa á boðstól- um. Sjöfn er í hópi stærstu fyrirtækja á sínu sviði hér á landi, en þar er framleidd málning og hreinlætisvörur fyrir fyrirtækja- og neytendamarkað. Rekstrarvörur einbeita sér að sölu á daglegum rekstrarvörum til stofnana og fyrirtækja. Sjöfn mun hefja sölu á vörum Rekstrarvörum í verslun Sjafnar við Austursíðu 1 á Akureyri og jafnframt beina viðskiptum á rekstrarvörum til Rekstrarvara. Þá munu Rekstrarvörur hefja sölu á framleiðsluvörum Sjafnar í stórversl- un sinni við Réttarháls auk þess sem félagið annast sölu og dreifingu á framleiðsluvörum Sjafnar um sölu- kerfi sitt. Í því felst bein sala til fyr- irtækja og stofnana auk þjónustu við ríkisstofnanir og sveitarfélög sem eru innan rammasamnings Ríkiskaupa. Þá stefna fyrirtækin tvö að sam- starfi um framleiðslu á nýjum um- hverfisvænum vörum eða efnum og einnig mun samstarf verða haft við gerð þrifalýsinga og ráðgjafarþjón- ustu til fyrirtækja og stofnana. Með samstarfinu er áhersla lögð á að efla og bæta þjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini á Akureyri og höf- uðborgarsvæðinu. Vöruúrval mun aukast og þá gerir samstarfið að verk- um að innkaup verða hagkvæmari. Loks má geta þess að sala og þjón- usta sem Þ. Björgúlfsson á Akureyri hefur sinnt flyst vegna breytinga hjá félaginu yfir til Sjafnar, en Rekstr- arvörur og Þ. Björgúlfsson hafa lengi átt í samstarfi. Sjöfn og Rekstrarvör- ur í samstarf ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.