Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 51
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 51
HÁSKÓLINN á Akureyri er tiltölu-
lega lítill skóli með persónulegt svip-
mót þar sem áhersla er lögð á rann-
sóknir nemenda, samvinnuverkefni
og einstaklingsbundna leiðsögn.
Nemendur Háskólans hverfa ekki í
fjöldann og er nú vaxandi fjölda boðið
upp á vist á vel búnum stúdentagörð-
um. Deildir skólans eru heilbrigðis-
deild, kennaradeild, sjávarútvegs-
deild, rekstrardeild og upplýsinga-
tæknideild.
Heilbrigðisdeild
Í heilbrigðisdeild fer fram nám á
tveimur brautum, hjúkrunarfræði-
braut og iðjuþjálfunarbraut. Nám í
deildinni tekur 4 ár og brautskrást
nemendur með B.Sc. gráðu.
Markmiðið á hjúkrunarbraut er að
búa nemendur undir að
gegna almennum hjúkrun-
arstörfum svo og stjórnun-
ar- og fræðslustörfum á
flestum sviðum heilbrigðis-
þjónustu. Námið skiptist í
raunvísindi, hug- og félags-
vísindagreinar og hjúkrun-
arfræðigreinar. Verknám
hefst á fyrsta ári og fer fram víða um
land.
Vegna samstarfs við erlenda hjúkr-
unarskóla eiga nemendur þess einnig
kost að stunda hluta námsins erlend-
is. Boðið er upp á nám til meistara-
gráðu í hjúkrunarfræði í samvinnu við
Royal College of Nursing Institute í
Manchester háskóla. Um er að ræða
60 eininga tveggja ára fjarnám.
Markmið námsins á iðjuþjálfara-
braut er að búa nemendur undir að
takast á við margvísleg verkefni á
sviði iðjuþjálfunar innan heilbrigðis-
og félagsþjónustu. Námið skiptist í
raunvísindi, hug- og félagsvísinda-
greinar, heilbrigðisvísindi og iðjuvís-
indi. Verknám er 25 vikur og hefst í
lok 2. námsárs. Boðið er upp á fjar-
nám til meistaragráðu í iðjuþjálfun í
samvinnu við Dalhousie háskólann í
Halifax, Kanada.
Rekstrardeild
Í rekstrardeild fer fram nám á
þremur brautum; fjármála- og stjórn-
unarbraut, ferðaþjónustu- og mark-
aðsbraut og tölvu- og upplýsinga-
tæknibraut. Markmið deildarinnar er
að mennta nemendur til að gegna
ábyrgðar- og stjórnunarstörfum í at-
vinnulífinu, sem og að veita þeim
traustan grunn til frekara náms á
helstu fræðasviðum deildarinnar.
Nám í deildinni tekur 3 ár og lýkur
með B.Sc. gráðu. Boðið er upp á 30
eininga framhaldsnám í gæðastjórn-
un við Háskólann í framhaldi af öllum
sviðum rekstrardeildar.
Á fjármála- og stjórnun-
arbraut er lögð áhersla á að
mennta fólk til að gegna
stjórnunarstöðum í milli-
stórum og stórum fyrirtækj-
um. Nemendur eru fræddir
um helstu hugtök í starfs-
mannastjórnun, gæða-
stjórnun og þekkingar-stjórnun
ásamt hefðbundnum grunngreinum
rekstrarfræðinnar. Auk þess er
kennd almenn fjármálastjórnun,
áætlanagerð og rekstrarbókhald.
Ferðaþjónustu- og markaðsbrautin
skiptist í tvö svið. Bæði sviðin leggja
mikla áherslu á markaðsfræði s.s.
gerð markaðsáætlana, þjónustu-
markaðsfræði og kynningarstarf. Á
ferðaþjónustusviðinu eru kennd nám-
skeið sem tengjast ferðaþjónustu, s.s.
skipulag ferðamannastaða og áhrif
ferðaþjónustu á samfélagið. Á mark-
aðssviði eru kennd fleiri rekstrar-
tengd námskeið eins og rekstrarhag-
fræði, rekstrarbókhald og fram-
leiðsla. Í náminu á tölvu- og upp-
lýsingatæknibraut er lögð áhersla á
öflun upplýsinga í framleiðslu- og
þjónustufyrirtækjum og notkun skil-
virkra upplýsingakerfa í stjórnun fyr-
irtækja.
Kennaradeild
Kennaradeild menntar kennara til
að sinna skapandi starfi við fjöl-
breyttar kringumstæður. Í deildinni
eru stundaðar rannsóknir á menntun
og skólum sem tengjast náið þeirri
kennslu sem boðið er upp á. Nem-
endum standa til boða störf að loknu
námi á öllum stigum skólakerfisins og
víðar í samfélaginu. Í kennaradeild
fer fram nám á tveimur brautum,
grunnskólabraut og leikskólabraut.
Einnig er boðið er upp á 30 eininga
nám í uppeldis- og kennslufræðum til
kennsluréttinda. Haustið 2000 var
komið á fót 30 eininga námi í almenn-
um hugvísindum með áherslu á nú-
tímafræði og einnig hófst meistara-
nám í kennslufræðum. Frá
kennaradeild geta nemendur braut-
skráðst með B.Ed. eða M.Ed. gráðu
og kennsluréttindi í skólum landsins í
samræmi við þá leið sem valin var.
Nám í nútímafræði er prýðilegur
grunnur til frekara náms á ýmsum
fræðasviðum. Á brautinni eru í boði
fimm valsvið.
Á leikskólabraut er kennd leik-
skólafræði, listir, uppeldisgreinar, og
umhverfis- og náttúrufræði og
áhersla lögð á verklega þjálfun. Sú
þjálfun fer aðallega fram í leikskólum
á Akureyri og nágrenni en einnig víða
annars staðar á landinu.
Nútímafræði er í kennaradeildinni
en það veitir undirstöðu sem fer vel
saman við áframhaldandi nám í heim-
speki-, félagsvísinda- og guðfræði-
deild í Háskóla Íslands, og er einnig
mögulegt að tengja það við nám á öðr-
um brautum kennaradeildar. Þá
hentar námið nemendum sem eru að
hefja háskólanám, en einnig nemend-
um sem komnir eru áleiðis í háskóla-
námi.
Sjávarútvegsdeild
Nám við sjávarútvegsdeild býr
nemendur undir störf og framhalds-
nám í alþjóðlegu og krefjandi um-
hverfi. Námið er þverfræðilegt og
gefur haldgóða undirstöðu í raunvís-
indum og greinum sem tengjast nýt-
ingu auðlinda, stjórnun, markaðs- og
viðskiptagreinum. Það gerir nemend-
unum kleift að kynnast áhugaverðum
fræðasviðum, og opnar marga mögu-
leika að námi loknu, m.a. framhalds-
nám í auðlinda- og umhverfisfræðum,
fjármálum, sjávarlíffræði, matvæla-
fræði og fleiri greinum. Námið tekur
fjögur ár og lýkur með B.Sc. gráðu.
Sjávarútvegsdeildin skiptist í tvær
brautir: sjávarútvegsbraut og mat-
vælaframleiðslubraut. Á sjávarút-
vegsbraut er mikil áhersla lögð á
samvinnu við fyrirtæki og stofnanir
sem vinna við sjávarútveg og stoð-
greinar hans. Á brautinni eru kennd-
ar greinar s.s. stjórnun, hag- og við-
skiptafræði, líffræði og ýmsar
tæknigreinar. Námið veitir því breið-
an þverfaglegan grunn sem nýtist vel
til stjórnunarstarfa, eða frekara
náms.
Matvælaframleiðslubrautin leggur
hinsvegar áherslu á vinnslu sjávaraf-
urða og annarra matvæla. Þetta er
meðal annars gert með mikilli áherslu
á sjálfstæð verkefni í samvinnu við
matvælaframleiðslufyrirtæki. Mark-
mið verkefnavinnunnar er að þjálfa
nemendur í nútímavinnubrögðum við
lausn verkefna. Á matvælafram-
leiðslubrautinni eru kenndar marg-
víslegar greinar tengdar matvæla-
framleiðslu í nútímaþjóðfélagi.
Upplýsingatæknibraut
Nú í haust mun hefjast nám í tölv-
unarfræðum við nýja upplýsinga-
tæknideild við Háskólann á Akureyri.
Upplýsingatæknideild er sett á fót
með samstarfi Háskólans og Ís-
lenskrar erfðagreiningar ehf. og í
samvinnu við óformleg samtök tölvu-
og upplýsingafyrirtækja á Akureyri.
Íslensk erfðagreining gerir Háskól-
anum kleift að bjóða upp á metnaðar-
fullt nám þar sem hæfur hópur inn-
lendra sem erlendra háskólakennara
mun annast kennslu við deildina.
Nemendafélög Háskólans á Akureyri hafa verið öflug. Helena, Elva, Hólmfríður, Anita og Elín Sigríður í stjórn
félags kennaranema héldu t.d. ráðstefnu, fyrir ári, um ýmsar hliðar kennarastarfsins.
Persónulegt
svipmót ein-
kennir skólann
HELSTU nýjungar næsta vetur í
Kennaraháskóla Íslands eru að nú
er í fyrsta sinn boðið upp á þroska-
þjálfanám í fjarnámi. Því er nú hægt
að læra að verða grunnskólakennari,
leikskólakennari og þroskaþjálfi í
fjarnámi og tekur þá námið fjögur ár
í stað þriggja. Einnig er nú í boði í
fyrsta sinn nám í tóm-
stunda- og félagsmálafræði
og viðbótarnám í íþrótta-
fræðum til B.S.-gráðu fyrir
þá sem lokið hafa prófi frá
ÍKÍ.
Breytingar hafa orðið á
kjörsviðum í grunnskóla-
kennaranámi en nú velja
allir eitt kjörsvið upp á 25 einingar.
Tvö ný kjörsvið eru í boði, yngri-
barnasvið og upplýsingatækni.
Nemendur velja sér því kjörsvið eft-
ir því hvaða aldurshópi þau vilja
kenna.
Grunnskólakennaranám
Almennt kennaranám er starfs-
menntun sem miðar að því að búa
kennaraefni undir kennslu og önnur
störf í grunnskólum. Nám þetta er
þriggja ára nám þar sem fléttað er
saman fræðilegum námskeiðum og
vettvangsnámi. Í náminu er lögð
áhersla á að kennaraefni séu sem
best búin undir kennslu á öllum stig-
um grunnskólans. Það er gert með
því að gefa nemendum kost á því að
velja áherslur til sérhæfingar í námi
sínu. Eftirfarandi kjörsvið eru í boði:
Erlend mál (enska eða danska),
heimilisfræði, íslenska, listir og
handverk (hönnun og smíðar, mynd-
mennt, textílmennt eða tónmennt),
náttúrufræði (líffræði, eðlis- og efna-
fræði eða landafræði), samfélags-
greinar (saga og félagsfræði, krist-
infræði og trúarbragðafræði eða
landafræði), stærðfræði, upplýsinga-
tækni og kennsla yngri barna.
Kennaranemar fá einnig
tækifæri til að öðlast fræði-
lega þekkingu á börnum og
unglingum og er gefinn
kostur á að fjalla um eigin
sérkenni og eiginleika í
samskiptum við nemendur.
Grunnskólakennaranám í
fjarnámi til B.Ed.-gráðu
dreifist á fjögur námsár. Námið er
sambærilegt við 90 eininga stað-
bundið nám sem fer fram á þremur
árum. Fjarnáminu er skipt í stað-
bundnar lotur og fjarnám.
Íþróttafræðinám
KHÍ er eini háskólinn á Íslandi
sem býður upp á nám fyrir íþrótta-
kennara/íþróttafræðinga. Starfsemi
íþróttaskorar Kennaraháskóla Ís-
lands fer að mestu leyti fram á
Laugarvatni. Í skólahúsnæði KHÍ er
skrifstofa íþróttaskorar, skrifstofur
kennara, kennslustofur og bókasafn.
Þar eru einnig námsgarðar fyrir
nemendur þar sem í boði eru eins og
tveggja manna herbergi. KHÍ rekur
útisundlaug og íþróttahús á Laug-
arvatni.
Nemendur eru í viðamiklu bók-
legu námi og talsverðar kröfur eru
gerðar til sjálfsnáms, bæði í bók- og
verklegu námi. Þá þurfa nemendur
að tileinka sér færni í öllum íþrótta-
greinum sem kenndar eru við grunn-
og framhaldsskóla landsins. Í ljósi
þessa eru gerðar miklar kröfur um
að nemendur séu vel á sig komnir
líkamlega þegar þeir hefja íþrótta-
fræðinám við skólann. Nemendur
þurfa að standast lágmarkskröfur í
verklegum greinum, s.s. tímatökur
og mælingar og framkvæmd eru
færnipróf í öllum íþróttagreinum.
Þriggja ára B.S.-nám í íþrótta-
fræðum skiptist í uppeldis- og
kennslufræði (30 einingar), íþrótta-
greinar (20 einingar) og íþróttafræði
eða stoðgreinar íþróttagreinanna
(40 einingar). B.S.-próf í íþróttum
veitir réttindi til að kenna íþróttir,
líkams- og heilsurækt á öllum skóla-
stigum.
Leikskólakennaranám
Markmið með námi leikskóla-
kennara við Kennaraháskóla Íslands
er að nemendur öðlist þekkingu og
hæfni til uppeldisstarfa í leikskólum
og sambærilegum stofnunum fyrir
börn frá sex mánaða aldri til skóla-
skyldualdurs.
Í náminu kynnast nemar ýmsum
kenningum og aðferðum við kennslu
og uppeldi leikskólabarna. Einnig fá
þeir tækifæri til að skoða sjálfa sig,
bakgrunn sinn og viðhorf til uppeldis
og á þeim grundvelli móta og skýra
viðhorf sín til barna og starfs með
börnum.
Nám til B.Ed.-gráðu í leikskóla-
skor er þriggja ára staðbundið nám
eða fjögurra ára fjarnám. Lögð er
áhersla á þverfaglegt nám þar sem
fræði og starf samtvinnast og að
hugmyndafræði leikskólans endur-
speglist í náminu. Vettvangsnám í
leikskólaskor er alls 18 einingar sem
skipt er í sex eininga lotur, þar af ein
vika í fyrsta bekk grunnskólans. Í
vettvangsnáminu fá nemendur tæki-
færi til að tengja þá fræðilegu þekk-
ingu sem þeir hafa aflað sér í náminu
við starfið í leikskólunum.
Einnig er boðið upp á stutta hag-
nýta námsleið fyrir starfsmenn leik-
skóla. Námið er ætlað þeim sem
starfað hafa í leikskólum í nokkur ár
og hafa náð 25 ára aldri. Námsleiðin
miðast við 45 háskólaeiningar og
lýkur með diplómu.
Þroskaþjálfanám
Markmið með þroskaþjálfanámi
er að nemendur öðlist þekkingu og
hæfni í starfi með fötluðum; börnum,
unglingum og fullorðnum.
Leitast er við að gefa nemendum
heildarsýn á hlutverk þroskaþjálfa í
starfi með fötluðum en (samkvæmt
áðurnefndri reglugerð ÚT) þroska-
þjálfar starfa við uppeldi, umönnun
og þjálfun fatlaðra. Einnig er stjórn-
un ríkur þáttur í starfi þroskaþjálfa.
Þroskaþjálfanám er 90 eininga
þriggja ára staðbundið nám eða fjög-
urra ára fjarnám. Í náminu er lögð
áhersla á tengingu fræða og starfs-
vettvangs. Viðfangsefni í þroska-
þjálfanámi skiptast á fjögur svið:
Uppeldisgreinar, heilbrigðisgreinar,
þroskaþjálfun og vettvangsnám.
Nú er í fyrsta skipti boðið upp á 90
eininga þroskaþjálfanám í fjarnámi
sem dreifist á fjögur námsár. Skipu-
lag námsins er sama og í staðbundnu
námi, þ.e. námskeið í fjarnámi og
staðbundnu námi eru sameiginleg.
Tómstundir og heilsa
Við Kennaraháskóla Íslands er nú
í fyrsta sinn sérstök 45 eininga
námsbraut fyrir starfsfólk sem vinn-
ur að tómstundamálum. Einnig er í
fyrsta sinn boðið upp á viðbótarnám
fyrir starfandi íþróttakennara.
Læra að kenna öðrum
og/eða endurhæfa
Morgunblaðið/Jim Smart
Ragnar Arinbjarnarson og Örn Arnarson eru á þriðja ári í KHÍ í íþrótta-
skor. Þeir voru í viðtali við Mbl. um karlmennsku í grunnskólum 6. mars.