Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 51
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 51 HÁSKÓLINN á Akureyri er tiltölu- lega lítill skóli með persónulegt svip- mót þar sem áhersla er lögð á rann- sóknir nemenda, samvinnuverkefni og einstaklingsbundna leiðsögn. Nemendur Háskólans hverfa ekki í fjöldann og er nú vaxandi fjölda boðið upp á vist á vel búnum stúdentagörð- um. Deildir skólans eru heilbrigðis- deild, kennaradeild, sjávarútvegs- deild, rekstrardeild og upplýsinga- tæknideild. Heilbrigðisdeild Í heilbrigðisdeild fer fram nám á tveimur brautum, hjúkrunarfræði- braut og iðjuþjálfunarbraut. Nám í deildinni tekur 4 ár og brautskrást nemendur með B.Sc. gráðu. Markmiðið á hjúkrunarbraut er að búa nemendur undir að gegna almennum hjúkrun- arstörfum svo og stjórnun- ar- og fræðslustörfum á flestum sviðum heilbrigðis- þjónustu. Námið skiptist í raunvísindi, hug- og félags- vísindagreinar og hjúkrun- arfræðigreinar. Verknám hefst á fyrsta ári og fer fram víða um land. Vegna samstarfs við erlenda hjúkr- unarskóla eiga nemendur þess einnig kost að stunda hluta námsins erlend- is. Boðið er upp á nám til meistara- gráðu í hjúkrunarfræði í samvinnu við Royal College of Nursing Institute í Manchester háskóla. Um er að ræða 60 eininga tveggja ára fjarnám. Markmið námsins á iðjuþjálfara- braut er að búa nemendur undir að takast á við margvísleg verkefni á sviði iðjuþjálfunar innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Námið skiptist í raunvísindi, hug- og félagsvísinda- greinar, heilbrigðisvísindi og iðjuvís- indi. Verknám er 25 vikur og hefst í lok 2. námsárs. Boðið er upp á fjar- nám til meistaragráðu í iðjuþjálfun í samvinnu við Dalhousie háskólann í Halifax, Kanada. Rekstrardeild Í rekstrardeild fer fram nám á þremur brautum; fjármála- og stjórn- unarbraut, ferðaþjónustu- og mark- aðsbraut og tölvu- og upplýsinga- tæknibraut. Markmið deildarinnar er að mennta nemendur til að gegna ábyrgðar- og stjórnunarstörfum í at- vinnulífinu, sem og að veita þeim traustan grunn til frekara náms á helstu fræðasviðum deildarinnar. Nám í deildinni tekur 3 ár og lýkur með B.Sc. gráðu. Boðið er upp á 30 eininga framhaldsnám í gæðastjórn- un við Háskólann í framhaldi af öllum sviðum rekstrardeildar. Á fjármála- og stjórnun- arbraut er lögð áhersla á að mennta fólk til að gegna stjórnunarstöðum í milli- stórum og stórum fyrirtækj- um. Nemendur eru fræddir um helstu hugtök í starfs- mannastjórnun, gæða- stjórnun og þekkingar-stjórnun ásamt hefðbundnum grunngreinum rekstrarfræðinnar. Auk þess er kennd almenn fjármálastjórnun, áætlanagerð og rekstrarbókhald. Ferðaþjónustu- og markaðsbrautin skiptist í tvö svið. Bæði sviðin leggja mikla áherslu á markaðsfræði s.s. gerð markaðsáætlana, þjónustu- markaðsfræði og kynningarstarf. Á ferðaþjónustusviðinu eru kennd nám- skeið sem tengjast ferðaþjónustu, s.s. skipulag ferðamannastaða og áhrif ferðaþjónustu á samfélagið. Á mark- aðssviði eru kennd fleiri rekstrar- tengd námskeið eins og rekstrarhag- fræði, rekstrarbókhald og fram- leiðsla. Í náminu á tölvu- og upp- lýsingatæknibraut er lögð áhersla á öflun upplýsinga í framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum og notkun skil- virkra upplýsingakerfa í stjórnun fyr- irtækja. Kennaradeild Kennaradeild menntar kennara til að sinna skapandi starfi við fjöl- breyttar kringumstæður. Í deildinni eru stundaðar rannsóknir á menntun og skólum sem tengjast náið þeirri kennslu sem boðið er upp á. Nem- endum standa til boða störf að loknu námi á öllum stigum skólakerfisins og víðar í samfélaginu. Í kennaradeild fer fram nám á tveimur brautum, grunnskólabraut og leikskólabraut. Einnig er boðið er upp á 30 eininga nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda. Haustið 2000 var komið á fót 30 eininga námi í almenn- um hugvísindum með áherslu á nú- tímafræði og einnig hófst meistara- nám í kennslufræðum. Frá kennaradeild geta nemendur braut- skráðst með B.Ed. eða M.Ed. gráðu og kennsluréttindi í skólum landsins í samræmi við þá leið sem valin var. Nám í nútímafræði er prýðilegur grunnur til frekara náms á ýmsum fræðasviðum. Á brautinni eru í boði fimm valsvið. Á leikskólabraut er kennd leik- skólafræði, listir, uppeldisgreinar, og umhverfis- og náttúrufræði og áhersla lögð á verklega þjálfun. Sú þjálfun fer aðallega fram í leikskólum á Akureyri og nágrenni en einnig víða annars staðar á landinu. Nútímafræði er í kennaradeildinni en það veitir undirstöðu sem fer vel saman við áframhaldandi nám í heim- speki-, félagsvísinda- og guðfræði- deild í Háskóla Íslands, og er einnig mögulegt að tengja það við nám á öðr- um brautum kennaradeildar. Þá hentar námið nemendum sem eru að hefja háskólanám, en einnig nemend- um sem komnir eru áleiðis í háskóla- námi. Sjávarútvegsdeild Nám við sjávarútvegsdeild býr nemendur undir störf og framhalds- nám í alþjóðlegu og krefjandi um- hverfi. Námið er þverfræðilegt og gefur haldgóða undirstöðu í raunvís- indum og greinum sem tengjast nýt- ingu auðlinda, stjórnun, markaðs- og viðskiptagreinum. Það gerir nemend- unum kleift að kynnast áhugaverðum fræðasviðum, og opnar marga mögu- leika að námi loknu, m.a. framhalds- nám í auðlinda- og umhverfisfræðum, fjármálum, sjávarlíffræði, matvæla- fræði og fleiri greinum. Námið tekur fjögur ár og lýkur með B.Sc. gráðu. Sjávarútvegsdeildin skiptist í tvær brautir: sjávarútvegsbraut og mat- vælaframleiðslubraut. Á sjávarút- vegsbraut er mikil áhersla lögð á samvinnu við fyrirtæki og stofnanir sem vinna við sjávarútveg og stoð- greinar hans. Á brautinni eru kennd- ar greinar s.s. stjórnun, hag- og við- skiptafræði, líffræði og ýmsar tæknigreinar. Námið veitir því breið- an þverfaglegan grunn sem nýtist vel til stjórnunarstarfa, eða frekara náms. Matvælaframleiðslubrautin leggur hinsvegar áherslu á vinnslu sjávaraf- urða og annarra matvæla. Þetta er meðal annars gert með mikilli áherslu á sjálfstæð verkefni í samvinnu við matvælaframleiðslufyrirtæki. Mark- mið verkefnavinnunnar er að þjálfa nemendur í nútímavinnubrögðum við lausn verkefna. Á matvælafram- leiðslubrautinni eru kenndar marg- víslegar greinar tengdar matvæla- framleiðslu í nútímaþjóðfélagi. Upplýsingatæknibraut Nú í haust mun hefjast nám í tölv- unarfræðum við nýja upplýsinga- tæknideild við Háskólann á Akureyri. Upplýsingatæknideild er sett á fót með samstarfi Háskólans og Ís- lenskrar erfðagreiningar ehf. og í samvinnu við óformleg samtök tölvu- og upplýsingafyrirtækja á Akureyri. Íslensk erfðagreining gerir Háskól- anum kleift að bjóða upp á metnaðar- fullt nám þar sem hæfur hópur inn- lendra sem erlendra háskólakennara mun annast kennslu við deildina. Nemendafélög Háskólans á Akureyri hafa verið öflug. Helena, Elva, Hólmfríður, Anita og Elín Sigríður í stjórn félags kennaranema héldu t.d. ráðstefnu, fyrir ári, um ýmsar hliðar kennarastarfsins. Persónulegt svipmót ein- kennir skólann      HELSTU nýjungar næsta vetur í Kennaraháskóla Íslands eru að nú er í fyrsta sinn boðið upp á þroska- þjálfanám í fjarnámi. Því er nú hægt að læra að verða grunnskólakennari, leikskólakennari og þroskaþjálfi í fjarnámi og tekur þá námið fjögur ár í stað þriggja. Einnig er nú í boði í fyrsta sinn nám í tóm- stunda- og félagsmálafræði og viðbótarnám í íþrótta- fræðum til B.S.-gráðu fyrir þá sem lokið hafa prófi frá ÍKÍ. Breytingar hafa orðið á kjörsviðum í grunnskóla- kennaranámi en nú velja allir eitt kjörsvið upp á 25 einingar. Tvö ný kjörsvið eru í boði, yngri- barnasvið og upplýsingatækni. Nemendur velja sér því kjörsvið eft- ir því hvaða aldurshópi þau vilja kenna. Grunnskólakennaranám Almennt kennaranám er starfs- menntun sem miðar að því að búa kennaraefni undir kennslu og önnur störf í grunnskólum. Nám þetta er þriggja ára nám þar sem fléttað er saman fræðilegum námskeiðum og vettvangsnámi. Í náminu er lögð áhersla á að kennaraefni séu sem best búin undir kennslu á öllum stig- um grunnskólans. Það er gert með því að gefa nemendum kost á því að velja áherslur til sérhæfingar í námi sínu. Eftirfarandi kjörsvið eru í boði: Erlend mál (enska eða danska), heimilisfræði, íslenska, listir og handverk (hönnun og smíðar, mynd- mennt, textílmennt eða tónmennt), náttúrufræði (líffræði, eðlis- og efna- fræði eða landafræði), samfélags- greinar (saga og félagsfræði, krist- infræði og trúarbragðafræði eða landafræði), stærðfræði, upplýsinga- tækni og kennsla yngri barna. Kennaranemar fá einnig tækifæri til að öðlast fræði- lega þekkingu á börnum og unglingum og er gefinn kostur á að fjalla um eigin sérkenni og eiginleika í samskiptum við nemendur. Grunnskólakennaranám í fjarnámi til B.Ed.-gráðu dreifist á fjögur námsár. Námið er sambærilegt við 90 eininga stað- bundið nám sem fer fram á þremur árum. Fjarnáminu er skipt í stað- bundnar lotur og fjarnám. Íþróttafræðinám KHÍ er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám fyrir íþrótta- kennara/íþróttafræðinga. Starfsemi íþróttaskorar Kennaraháskóla Ís- lands fer að mestu leyti fram á Laugarvatni. Í skólahúsnæði KHÍ er skrifstofa íþróttaskorar, skrifstofur kennara, kennslustofur og bókasafn. Þar eru einnig námsgarðar fyrir nemendur þar sem í boði eru eins og tveggja manna herbergi. KHÍ rekur útisundlaug og íþróttahús á Laug- arvatni. Nemendur eru í viðamiklu bók- legu námi og talsverðar kröfur eru gerðar til sjálfsnáms, bæði í bók- og verklegu námi. Þá þurfa nemendur að tileinka sér færni í öllum íþrótta- greinum sem kenndar eru við grunn- og framhaldsskóla landsins. Í ljósi þessa eru gerðar miklar kröfur um að nemendur séu vel á sig komnir líkamlega þegar þeir hefja íþrótta- fræðinám við skólann. Nemendur þurfa að standast lágmarkskröfur í verklegum greinum, s.s. tímatökur og mælingar og framkvæmd eru færnipróf í öllum íþróttagreinum. Þriggja ára B.S.-nám í íþrótta- fræðum skiptist í uppeldis- og kennslufræði (30 einingar), íþrótta- greinar (20 einingar) og íþróttafræði eða stoðgreinar íþróttagreinanna (40 einingar). B.S.-próf í íþróttum veitir réttindi til að kenna íþróttir, líkams- og heilsurækt á öllum skóla- stigum. Leikskólakennaranám Markmið með námi leikskóla- kennara við Kennaraháskóla Íslands er að nemendur öðlist þekkingu og hæfni til uppeldisstarfa í leikskólum og sambærilegum stofnunum fyrir börn frá sex mánaða aldri til skóla- skyldualdurs. Í náminu kynnast nemar ýmsum kenningum og aðferðum við kennslu og uppeldi leikskólabarna. Einnig fá þeir tækifæri til að skoða sjálfa sig, bakgrunn sinn og viðhorf til uppeldis og á þeim grundvelli móta og skýra viðhorf sín til barna og starfs með börnum. Nám til B.Ed.-gráðu í leikskóla- skor er þriggja ára staðbundið nám eða fjögurra ára fjarnám. Lögð er áhersla á þverfaglegt nám þar sem fræði og starf samtvinnast og að hugmyndafræði leikskólans endur- speglist í náminu. Vettvangsnám í leikskólaskor er alls 18 einingar sem skipt er í sex eininga lotur, þar af ein vika í fyrsta bekk grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemendur tæki- færi til að tengja þá fræðilegu þekk- ingu sem þeir hafa aflað sér í náminu við starfið í leikskólunum. Einnig er boðið upp á stutta hag- nýta námsleið fyrir starfsmenn leik- skóla. Námið er ætlað þeim sem starfað hafa í leikskólum í nokkur ár og hafa náð 25 ára aldri. Námsleiðin miðast við 45 háskólaeiningar og lýkur með diplómu. Þroskaþjálfanám Markmið með þroskaþjálfanámi er að nemendur öðlist þekkingu og hæfni í starfi með fötluðum; börnum, unglingum og fullorðnum. Leitast er við að gefa nemendum heildarsýn á hlutverk þroskaþjálfa í starfi með fötluðum en (samkvæmt áðurnefndri reglugerð ÚT) þroska- þjálfar starfa við uppeldi, umönnun og þjálfun fatlaðra. Einnig er stjórn- un ríkur þáttur í starfi þroskaþjálfa. Þroskaþjálfanám er 90 eininga þriggja ára staðbundið nám eða fjög- urra ára fjarnám. Í náminu er lögð áhersla á tengingu fræða og starfs- vettvangs. Viðfangsefni í þroska- þjálfanámi skiptast á fjögur svið: Uppeldisgreinar, heilbrigðisgreinar, þroskaþjálfun og vettvangsnám. Nú er í fyrsta skipti boðið upp á 90 eininga þroskaþjálfanám í fjarnámi sem dreifist á fjögur námsár. Skipu- lag námsins er sama og í staðbundnu námi, þ.e. námskeið í fjarnámi og staðbundnu námi eru sameiginleg. Tómstundir og heilsa Við Kennaraháskóla Íslands er nú í fyrsta sinn sérstök 45 eininga námsbraut fyrir starfsfólk sem vinn- ur að tómstundamálum. Einnig er í fyrsta sinn boðið upp á viðbótarnám fyrir starfandi íþróttakennara. Læra að kenna öðrum og/eða endurhæfa Morgunblaðið/Jim Smart Ragnar Arinbjarnarson og Örn Arnarson eru á þriðja ári í KHÍ í íþrótta- skor. Þeir voru í viðtali við Mbl. um karlmennsku í grunnskólum 6. mars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.