Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 2
Haukar lögðu FH-inga í tvíframlengdum leik /B4 Íslenskir frjálsíþróttamenn ekki á Smáþjóðaleikana /B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r7. a p r í l ˜ 2 0 0 1 MEÐ Morg- unblaðinu í dag fylgir blað frá Grif fli. Blaðinu verð - ur dreift á höfuðborg- arsvæðið. FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mælti í gær fyr- ir frumvarpi til laga um Seðlabanka Íslands, eins og hann boðaði að gert yrði á ársfundi bankans nýlega. Með frumvarpinu er sjálfstæði Seðlabanka aukið og gerðar breytingar á hlutverki hans. Fram kom í máli forsætisráðherra að með sam- þykki frumvarpsins muni Seðlabankinn búa við sams konar starfsskilyrði og seðlabankar í flestum iðnríkjum. Sagði hann helstu breytingar sem frum- varpið geri ráð fyrir vera þær að starfsemi Seðla- banka Íslands verði sett skýrt markmið um að tryggja stöðugt verðlag. Ráðherra komi að því að skilgreina það markmið en bankinn hafi fullt sjálf- stæði í ákvörðunum um hvernig markmiðinu verði náð með beitingu þeirra stjórntækja sem hann býr yfir. Ríkisstjórnin mun eftir sem áður ákveða geng- isstefnuna, þó í samræmi við meginmarkmið lag- anna um stöðugt verðlag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þrír bankastjórar sitji í bankastjórn Seðlabankans og að ákvörðunar- vald í peningamálum verði í höndum bankastjórn- ar. Bankastjórn mun ein taka ákvörðun um beit- ingu stjórntækja bankans í stað þess að eiga um það samráð við ráðherra. Þá er skipunartími bankastjóra lengdur úr fimm árum í sjö en fjöldi skipunartímabila takmarkaður og ráðherra skipar bankastjóra og formann bankastjórnar sérstak- lega. Einnig er kveðið á um fjölgun í bankaráði og að það kjósi sér sjálft formann úr eigin röðum. Hlutverk þess er líka eflt nokkuð. Ríkissjóði verður óheimilt að taka lán hjá bankanum. Þá er í frum- varpinu kveðið á um að bankastjórn setji starfs- reglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana sinna í peningamálum og að opinberlega skuli gerð grein fyrir slíkum ákvörðunum og for- sendum þeirra. Forsætisráðherra upplýsti á þingi að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi þegar lýst yfir ánægju með þær breytingar sem séu að verða á starfsemi Seðla- bankans. Í yfirlýsingu, sem gefin var út í síðustu viku kem- ur fram, að hann telji að breytingin muni leiða til meiri stöðugleika í efnahagslífi hér á landi í framtíð- inni. Forsætisráðherra kvaðst sannfærður um að breytingin myndi reynast til heilla fyrir land og þjóð. Frumvarpinu vel tekið Almennt var gerður mjög góður rómur að efni frumvarpsins við fyrstu umræðu þess. Þannig vildu ýsmir þingmenn stjórnarandstöðunnar að áfram verði stöður bankastjóra auglýstar, en skv. frum- varpinu verður slíkt ekki gert. Davíð benti á að slíkt væri aðeins gert í einu ríki og eðli starfsins væri slíkt að ekki væri rétt að auglýsa það. Það væri ein- faldlega ekki heiðarlegt, þar sem þegar hefði verið ákveðið hver fengi það. Þá gerði Össur Skarhéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, tillögu um þrjár veigamiklar breyt- ingar í þá átt að efla enn frekar sjálfstæði bankans. Össur vill fremur að aðeins einum bankastjóra verði falin stjórn Seðlabankans, í stað þriggja eins og frumvarpið segir til um. Össur benti á að tveir núverandi seðlabankastjórar séu fyrrverandi for- ystumenn í stjórnmálum, báðir fyrir núverandi stjórnarflokka „Ákvörðun um peningastefnu er tekin í samráði forsætisráðherra og meirihluta bankastjórnar. Það er því einboðið að ákvörðunin um peningastefnu og vexti verður á næstu árum í höndum þungavigt- armanna úr núverandi stjórnarflokkum. Til að taka af allan vafa um sjálfstæði bankans ætti því að hafa aðeins einn seðlabankastjóra og ráða í þá stöðu upp á nýtt,“ sagði Össur. Vill ákvæði um hæfniskröfur Hann benti aukinheldur á að fráleitt sé annað en setja inn ákvæði um hæfniskröfur til bankastjóra, en slíkt tryggi í senn aukið sjálfstæði, auki hæfni til vaxtaákvarðana og komi ekki síst í veg fyrir „að Seðlabankinn verði áfram einskonar pensjónat fyr- ir uppgjafa stjórnmálamenn sem þurfa að finna grösuga bithaga“, eins og hann orðaði það. Í þriðja lagi lagði Össur til að sett verði á lagg- irnar sérstök peningastefnunefnd, líkt og í Eng- landsbanka, og víðar sem taki ákvörðun um vaxta- breytingar. Forsætisráðherra um lagafrumvarp um Seðlabanka Mun reynast til heilla fyrir land og þjóð ÞAÐ er ekki alltaf sem Morg- unblaðið þarf að elta uppi frétt- irnar, því stundum gerist það að þær koma fljúgandi í höfuðstöðv- arnar, eins og þessi smyrill, sem settist á handrið á 5. hæð Morg- unblaðshússins í gær, alls ósmeykur. Eða kannski var hann bara þreyttur, því íslenskir smyrlar eru farfuglar að stærst- um hluta og koma einmitt til landsins í apríl. Morgunblaðið/Golli Horft um heim allan HAFBERG Þórisson, garðyrkju- bóndi í Lambhaga, segir að fram- kvæmdastjóri Fengs (áður Banana- sölunnar) hafi haft í hótunum við sig vegna þess að hann hafi ekki verið til í að gera einkasölusamning við fyrir- tækið. Hafberg segir hins vegar frá- leitt að setja öll fyrirtæki sem dreifa grænmeti og ávöxtum undir sama hatt. Hann hafi t.d. átt mjög góð sam- skipti við Mötu og Ávaxtahúsið í gegnum árin og einnig hafi verið gott að eiga viðskipti við Ágæti áður en eigendaskipti urðu á fyrirtækinu. Hafberg sagði að framkvæmda- stjóri Bananasölunnar (nú Fengs) hefði árið 1998 hótað að flytja inn sal- at sem Hafberg hefur framleitt ef hann vildi ekki gera einkasölusamn- ing við fyrirtækið. Hann sagði að þetta hefði gerst með þeim hætti að hann hefði komið með 40 kassa af grænmeti sem starfsfólk Bananasöl- unnar hefði pantað. Þá hefði nýr eig- andi Bananasölunnar, Pálmi Haralds- son, komið og sagt að hann vildi ekki kaupa vöruna þar sem hann væri ekki með samning um innlegg við fyrir- tækið. Hafberg sagði að eftir nokkur orðaskipti hefði hann tekið vöruna til baka og selt hana öðrum. Hafberg sagðist hafa átt mikil og góð viðskipti í gegnum árin við Mötu, Ávaxtahúsið og Ágæti. Þessi fyrir- tæki hefðu alltaf reynt að koma á móts við óskir hans, en hann hefði líka lagt sig fram um að veita þeim góða þjónustu. Hafberg sagði að eftir að Bananar hf., dótturfyrirtæki Fengs, eignaðist Ágæti fyrir milligöngu Búnaðarbank- ans hefði orðið breyting á afstöðu fyr- irtækisins. „Aðeins 10 dögum eftir að Ágæti var komið inn á gólf hjá Banön- um hf. fékk ég þau skilaboð frá fyr- irtækinu að það vildi ekki kaupa mína vöru vegna þess að ég vildi ekki gera einkasölusamning við fyrirtækið. Þetta gekk í nokkra daga, en síðan hafa þeir keypt af mér vegna þess að þá vantar þær grænmetistegundir sem Lambhagi framleiðir.“ Hafberg sagði að einkasölusamn- ingur þýddi að hann yrði skuldbund- inn til að selja aðeins einu fyrirtæki. Það þýddi að hann yrði að sætta sig við það verð og greiðsluskilmála sem það ákvæði. Þessir samningar væru andstæðir lögum. Hann sagðist ein- faldlega selja þeim sem vildi kaupa. Sínir bestu viðskiptavinir hefðu verið Mata, Ávaxtahúsið og gamla Ágæti. Ekki náðist í Pálma Haraldsson, framkvæmdastjóra Fengs, í gær. Garðyrkjubóndinn í Lambhaga segir að haft hafi verið í hótunum við sig Krafðist þess að fá einkasölusamning MEÐAL muna á uppboði á vegum Uppboðshúss Jes Zimsen, sem hefst í dag, laugardag kl. 14 í Hafnarstræti 21, eru skartgripir, sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók af konu frá Taílandi, sem reyndi að smygla þeim inn í landið í október 1998. Um er að ræða alls 1,6 kg af 21 karats gulli, sem deilt er niður á 6 uppboðsnúmer. Boðnir verða upp gullhringir auk hálsmena, armbanda og margs fleira, allt frá 10 gr eyrnalokkum upp í 70 gr hálsmen. Góssið keypti Upp- boðshúsið af Innkaupastofnun ríkis- ins á 1,4 milljónir króna, en það var í fyrsta skipti sem opnuð voru tilboð í skartgripi hjá Ríkiskaupum. Þórir Örn Árnason lögmaður mun annast uppboðið á skartgripunum, sem kostuðu innflytjandann nærri eina milljón króna, sem endaði í rík- issjóði fyrir smygltilraunina. 1,6 kg af gulli á upp- boði í dag RAGNHEIÐUR Torfadóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hyggst láta af störfum hinn 1. ágúst nk. Ragnheiður hefur starfað við skól- ann í fjörutíu ár. Hún réðst fyrst til skólans sem kennari en frá 1995 hefur hún sinnt störfum rektors. Ragn- heiður er 63 ára gömul. Rektor er skip- aður til fimm ára í senn. Skipunartíma Ragnheiðar lýk- ur hinn 1. ágúst. Í samtali við Morg- unblaðið í gær sagðist hún hafa ritað menntamálaráðherra bréf í janúar og greint honum frá ósk sinni um að láta af störfum þá. Ragnheiður Torfa- dóttir, rektor MR Lætur af störfum 1. ágúst Ragnheiður Torfadóttir SNJÓ hefur kyngt niður í Bláfjöllum undanfarna sólarhringa og í gær var kominn þar 30 til 50 cm nýfallinn snjór. Í gærmorgun þurfti að moka snjó af bílaplaninu og ryðja Bláfjalla- afleggjarann í fyrsta skiptið í vetur. Starfsmenn svæðisins unnu af kappi í gær við undirbúning helgar- innar, svo hægt verði að opna allt svæðið í dag. Má reikna með mikilli aðsókn og sannkallaðri páska- stemmningu um helgina, að sögn starfsmanna í Bláfjöllum. Í tilefni dagsins fá allir þeir sem eiga afmæli í dag, laugardag, frítt í lyfturnar. Bláfjöll Allt svæðið opið í dag ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.