Morgunblaðið - 07.04.2001, Page 4

Morgunblaðið - 07.04.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDSVIRKJUN gæti útvegað Norðuráli raforku til að ráðast í stækkun álversins á Grundartanga um 90 þúsund tonn með því að fara annars vegar út í virkjun við Búðarháls og hins vegar Norð- lingaöldulón og Kvíslaveitu 6. Hægt væri að afhenda orkuna 2004-2005 ef þessir kostir til orku- öflunar yrðu nýttir. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort leyfi fæst til að fara út í gerð lóns við Norð- lingaöldu og Kvíslaveitu 6, en Landsvirkjun hefur heimild Al- þingis til að virkja við Búðarháls. Stjórnendur Norðuráls hafa ákveðið að leggja til hliðar að sinni áform um að stækka álverið á Grundartanga upp í 300 þúsund tonn en stefna að því að nýta þær heimildir sem fyrirtækið hefur til að stækka það um 90 þúsund tonn. Starfsleyfi fyrirtækisins veitir því heimild til að reisa 180 þúsund tonna álver. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Landsvirkjun hefði átt í viðræðum við Norðurál um frekari orkusölu. Farið hefði verið yfir þá kosti sem væru í stöðunni. Landsvirkjun hefði heimild til að ráðast í Búðarháls- virkjun, en unnið er að mati á um- hverfisáhrifum virkjunarinnar. Friðrik sagði að undirbúningur að virkjuninni væri í eðlilegum far- vegi. Orka frá Búðarhálsvirkjun dug- ar hins vegar ekki fyrir 90 þúsund tonna stækkun álversins og því hafa aðrir kostir verið til skoð- unar. Friðrik sagði að ef Lands- virkjun ætti að geta afhent Norð- uráli orkuna innan ekki mjög langs tíma lægi beinast við að skoða Norðlingaöldulón og Kvíslaveitu 6. Hann sagði að Landsvirkjun hefði staðið að rannsóknum á þessu svæði í tvo áratugi. Allir gerðu sér grein fyrir að þetta væri viðkvæmt svæði vegna nálægðar við Þjórs- árver. Hann sagði að Landsvirkjun gæti breytt upphaflegum áformum og lækkað yfirborðshæð Norð- lingaöldulóns. Markmiðið væri að lónið hefði ekki veruleg áhrif á náttúruverndargildi Þjórsárvera. Ef ráðast á í Norðlingaöldulón þarf að að leggja málið fyrir Al- þingi. Það þarf einnig að liggja fyrir leyfi frá Náttúruvernd rík- isins og framkvæmdin þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita miðar að því að flytja vatn úr Þjórsá yfir í Þór- isvatn og yfir í virkjanirnar í Tungnaá. Raforkan verður því til án þess að byggð sé ný virkjun. Tiltölulega skamman tíma tekur að gera veituna og gæti hún verið tilbúin 2004-2005 ef leyfi fæst til að ráðast í þessar framkvæmdir. Friðrik sagði að aðrir virkjunar- kostir væru flóknari. Það væri hægt að virkja í neðri hluta Þjórs- ár. Rannsóknir á því svæði væru hins vegar skammt á veg komnar og óljóst hvenær hægt yrði að ráð- ast í byggingu virkjana þar. Orkuveita Reykjavíkur að skoða virkjun í Henglinum Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagði að Norðurálsmenn hefðu rætt við sig um orkukaup. Staðan hjá Orkuveitunni væri hins vegar þannig að þeir gætu ekki afhent þeim orku fyrr en í fyrsta lagi 2005. Orkuveitan áformaði að virkja gufuafl í Henglinum til raf- magnsframleiðslu. Eftir væri að gera ítarlegar rannsóknir á svæð- inu. Áformað væri að bora þar rannsóknarborholu í sumar, en fyrirtækið væri ekki búið að fá formlegt rannsóknarleyfi. Það væri í raun ekki hægt að segja mikið um hugsanlega orkusölu fyrr en rannsóknarniðurstöður lægju fyrir. Orkuveita Reykjavíkur tekur í sumar í notkun nýjan áfanga við Nesjavallavirkjun. Um er að ræða 30 MW og kaupir Landsvirkjun 10 MW af þeirri orku. Ekki er áform- að að virkja frekar við Nesjavelli í nánustu framtíð. Albert Albertsson, aðstoðarfor- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, sagði að Norðurálsmenn hefðu rætt óformlega við stjórnendur Hita- veitu Suðurnesja. Frekari viðræð- ur væru ekki áformaðar. Ástæðan væri sú að fyrirtækið áformaði ekki að fara út í byggingu nýrra virkjana í bráð. Óljóst hvernig Landsvirkjun getur mætt óskum Norðuráls Búðarháls og Norðlingaöldulón til skoðunar SÖFNUNARÁTAK tíunda bekkjar í Rétt- arholtsskóla fyrir Umhyggju, samtök langveikra barna er hluti af lífsleikninám- skeiði þessa árgangs og liður í því að krakkarnir kynnist sjálfboðavinnu og hjálparstarfi að sögn Sigrúnar Ágústsdótt- ur, námsráðgjafa við skólann. Morgunblaðið greindi í gær frá Ing- veldi Marion Hannes- dóttur, nemenda í 9. bekk skólans sem haldin er sjaldgæfum ristilsjúk- dómi og hefur m.a. gengist undir 49 aðgerðir vegna hans. Hamingjuóskir með framtakið Þessa vikuna hefur Ingveldur greint skólafélögum sínum á op- inskáan hátt frá sjúkdómi sínum og hvaða áhrif hann hefur haft á líf sitt og fjölskyldu sinnar. Sigrún segir umfjöllunina í gær hafa vakið jákvæð viðbrögð víða og meðal annars hafi skólinn fengið upp- hringingu frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur þar sem óskað var til hamingju með framtakið. Þá segir hún nemendafélag skólans hafa fært Ingveldi blómvönd sem þakk- lætisvott fyrir að hafa frætt nem- endurna svona vel. Sterk viðbrögð Hún segir krakkana sjálfa hafa komið með uppástungur í haust um hvaða málefni þeir gætu hugs- að sér að styrkja. „Það voru þrjú eða fjögur verk- efni sem voru oftast nefnd en síð- an völdu þau út félagasamtökin Umhyggju vegna þess að þeim fannst gott að það væru íslensk börn sem jafnvel væru þeirra jafn- aldrar sem nytu góðs af söfnun- inni. Við notuðum þá tækifærið til þess að fræðast um þessi samtök og fengum fulltrúa frá Umhyggju til að kynna starfið fyrir krökkunum.“ Í framhaldi af því fæddist sú hugmynd að fá Ingveldi til að segja krökkunum frá sér og sjúkdómi sín- um. „Við þorðum varla að vonast eftir jákvæðu svari en hún var bara strax til í að hugsa málið,“ segir Sigrún og bætir því við að Ingveldur hafi verið mjög sjálfstæð í undirbúningnum fyrir fyrirlestrana. Við- brögð áheyrendanna hafa líka ver- ið sterk. „Ég held að ég muni varla eftir að hafa verið viðstödd kennslustund sem hafði svona mik- il áhrif á þá sem voru þarna því þau voru greinilega hrærð. Og mér finnst þetta ná svo vel þessum markmiðum sem eru í lífs- leikninámsefninu að læra svolítið um lífið sjálft því þarna fá þau inn- sýn í hvaða áhrif veikindi og lang- vinnir sjúkdómar hafa á fjölskyld- una og á einstaklinginn sem er með sjúkdóminn.“ Vantar ennþá vinnustaði En út á hvað gengur sjálft verk- efnið? „Verkefnið felst í því að við fáum foreldra í lið með okkur til þess að leita að vinnustöðum sem eru tilbúnir til að taka krakka í vinnu í tvo daga núna í maímánuði. Við erum svona rétt að byrja að leita hófanna með vinnustaði og okkur vantar vinnustaði enn þá sem væru tilbúnir að taka við tveimur til allt að sjö krökkum í einu í tveggja daga vinnu og í staðinn að styrkja þessa söfnun sem við ætlum að standa fyrir til styrktar Umhyggju.“ Sigrún segir krakkana taka söfnunina mjög alvarlega enda hafi tilgangur hennar orðið mun raun- verulegri vegna heimsóknar Ing- veldar. Söfnunarátak tíunda bekkjar Réttarholtsskóla Fannst mikil- vægt að styrkja íslensk börn Sigrún Ágústsdóttir námsráðgjafi. ÞAÐ er margt spennandi sem börnin fá að reyna í Húsdýragarðinum og þangað er gaman að sækja á góðviðrisdögum. Þar eru mörg skrýtin og skemmti- leg kvikindi á ferð sem gaman er að fylgjast með. Ekki er síður spennadi að fá að gefa dýrunum að éta og gefa þeim jafnvel úr lófanum. Þessi mynd- arlegi hani virti gaumgæfilega fyrir sér góðgætið sem gestirnir reiddu fram og lét sér vel líka, þótt hann sé líklega vanari því að gæslufólk garðsins beri fram hnossgætið. Morgunblaðið/Ómar Hana boðið hnossgæti í Húsdýragarðinum FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur dæmdi í gær tvo tæplega þrítuga karlmenn í fangelsi fyrir peningaþvætti í tengslum við hið svokallaða stóra fíkniefnamál. Annar þeirra var dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar en hinn hlaut sex mán- aða fangelsi, fjórir mánuðir af refs- ingunni eru skilorðsbundnir. Sannað þótti að sá sem hlaut þyngri dóminn hefði skipt rúmum 12 milljónum krónum í erlenda mynt þótt hann hlyti að vita að féð væri af- rakstur fíkniefnabrota. Sakfelldi dómurinn ákærða fyrir 61 brotatilvik á tveggja ára tímabili, 1997-1999 Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi skipt 100 til 500 þús- und krónum í hvert skipti, en það voru peningar sem Sverrir Þór Gunn- arsson, einn aðalsakborninga í stóra fíkniefnamálinu, aflaði í fíkniefnavið- skiptum. Upplýst var að suma daga hafi ákærði farið margar ferðir í banka sama daginn. Stundum liðu fáir dagar á milli, oft um hálfur mánuður en stundum einn til þrír mánuðir. Taldi dómurinn að hér væri um að ræða samfellda háttsemi og var brot- ið því metið sem framhaldsbrot. Ákærði hefur frá árinu 1990 alls 13 sinnum hlotið refsingar fyrir ýmis brot. Hinn maðurinn sem héraðsdómur sakfelldi í gær flutti jafnvirði rúmlega fjögurra milljóna króna frá Íslandi til Hollands sumarið 1999. Hann var þá skipverji á Helgafelli. Þetta gerði hann að beiðni Rúnars Bens Maits- land sem var í fyrra dæmdur í fjög- urra ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra fíkniefnamálinu en féð var ávinningur fíkniefnaviðskipta Sverris Þórs Gunnarssonar. Í niðurstöðum dómsins kemur fram að Rúnar Ben hafi áður beðið hann um að flytja fíkniefni til landsins en hann ávallt neitað. Þá var hann eitt sinn með Rúnari Ben í bifreið þegar lögreglan stöðvaði hana og gerði leit að fíkniefnum. Honum hafi einnig verið kunnugt um að Rúnar Ben hafði ekki atvinnu. Í dómnum segir að mað- urinn hefði mátt gera sér ljóst að féð tengdist fíkniefnaviðskiptum. Maðurinn neitaði að hafa vitað að féð tengdist fíkniefnaviðskiptum en dómnum þóttu útskýringar hans ekki trúverðugar. Héraðsdómararnir Hjördís Há- konardóttir, dómsformaður, Finnur Torfi Hjörleifsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson kváðu upp dómana. Tveir dæmdir fyrir peningaþvætti Annar var dæmdur í 15 mánaða fangelsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.