Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ GANGI samningar eftir sem nú standa fyrir dyrum um raforkusölu til stóriðju verða framleiðsla og tekjur Landsvirkjunar að meirihluta tengdar stóriðju og að langmestu leyti tengdar einni vöru, áli. Þetta gæti þýtt bæði tækifæri og ógnanir. Þetta kom fram í ræðu Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, stjórnarfor- manns Landsvirkjunar, á samráðs- fundi Landsvirkjunar sem haldinn var á Akureyri í gær. Valgerður Sverrisdótir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gerði m.a. frumvarp til nýrra raforkulaga að umtalsefni í ræðu sinni á samráðs- fundinum. Hún sagði nauðsynlegt að afgreiða frumvarpið fyrir næstu ára- mót en miðað væri við að það tæki gildi eigi síðar en 1. júlí 2002 þegar frestur Íslands til að taka upp raf- orkutilskipun Evrópusambandsins rennur út sem er í samræmi við ákvæði í EES-samningnum. Ráð- herra sagði ljóst að ný raforkulög myndu hafa veruleg áhrif á starf- semi flestra raforkufyrirtækja. Þau þyrftu að aðlaga sig nýrri hugsun og breyttu umhverfi. Einnig væri nauð- synlegt að breyta ýmsum öðrum lög- um er tengdust raforkuframleiðslu. „Með nýjum raforkulögum og hita- veitulögum þarf jafnframt að skoða hlutverk ríkisins í orkurannsóknum almennt. Óumdeilanlegt er að ríkið verður að annast helstu grunnrann- sóknir á orkulindum landsins en hversu langt á að ganga kann að vera álitaefni. Hugsanlegt væri að miða þennan grunn við þær rann- sóknir sem nú er unnið að á vegum rammaáætlunar en þar leggur ríkið til grunnkortagerð, vatnamælingar og helstu náttúrufarsrannsóknir svo og yfirborðsrannsóknir vegna jarð- hita. Að þessu brýna verkefni þarf að vinna á næstu mánuðum og þá í samstarfi við orkufyrirtæki lands- ins.“ Samráðsvettvangur nauðsynlegur Þá nefndi ráðherra að nauðsyn- legt væri að orkufyrirtæki og stjórn- völd hefðu samráðsvettvang til að ræða um sameiginleg málefni. Nefndi hún að fyrr á árum hefðu hist fulltrúar frá þáverandi náttúru- verndarráði, Orkustofnun, iðnaðar- ráðuneyti, Landsvirkjun, Rarik, Samorku og Orkubúi Vestfjarða þar sem aðilar hefðu greint frá því helsta sem á döfinni væri og lagt fram drög að rannsóknum og áætlunum. Taldi ráðherra eðlilegt að kanna hvort ekki væri rétt að endurvekja slíkan samráðshóp. Í lok ræðu sinnar nefndi ráðherra að stundum væru þeir sem vilja nýta orkulindir þjóðarinnar til iðnaðar- framleiðslu gagnrýndir fyrir að vilja nýta þær aðeins til stóriðju. „Það er vitaskuld ekki rétt, við viljum að inn- viðir samfélagsins séu styrktir á all- an hátt. Við viljum vinna að því að byggja upp umhverfisvænan iðnað hér á landi með hreinum og endur- nýjanlegum orkulindum okkar,“ sagði ráðherra og nefndi að ál væri einhver umhverfisvænsti málmur sem þekktist. Samkvæmt spám myndu þjóðir heims auka ársfram- leiðslu áls á næstu 10 árum um 8 milljónir tonna. Myndu 60% af þess- ari auknu framleiðslu verða með orku frá kolum eða gasi en aðeins um 39% með vatnsorku. „Þetta eru uggvænleg tíðindi sem staðfesta nauðsyn þess að allar þjóðir heims, þar á meðal Íslendingar, freisti þess að auka notkun hreinna orkulinda. Við getum verið stolt af því hvernig til hefur tekist hér á landi og okkur ber að nýta orkulindir landsins bæði til álframleiðslu og í tímans rás einn- ig til vetnisframleiðslu.“ Í ræðu sinni vísaði Jóhannes Geir til umfjöllunar Morgunblaðsins um ál um síðustu áramót þar sem fram hefði komið að álið yrði málmur 21. aldarinnar. Forsendurnar væru þær að ál myndi vegna léttleika síns gegna lykilhlutverki í öllum orkusparandi aðgerðum í samgöngumálum auk þess sem það væri málma auðveldast í endurvinnslu. Stjórnarformaðurinn sagði að reyndist þessi spá rétt myndi lykilstaða þjóða varðandi framleiðslu áls á næstu áratugum vera ávísun á efnahagslegan vöxt líkt og aðgangur að kolum og stál- framleiðslan renndi varanlegum stoðum undir efnahag margra þjóða og landsvæða frá upphafi iðnbylting- ar og langt fram á síðustu öld. „Við hljótum einnig að líta á það sem tækifæri að framleiðsla á áli með raf- orku losar einungis sem svarar 1⁄10 af gróðurhúsalofttegundum miðað við að raforkan verði framleidd með líf- rænum orkugjöfum.“ Stjórnarformaðurinn sagði ógnan- irnar felast í því hversu stór hluti af útflutningi landsins kæmi frá þessari einu atvinnugrein, álframleiðslunni, eða rúmlega þriðjungur. „Þessi stað- reynd gerir miklar kröfur til þeirra sem standa í samningum um þessi mál og gerir það í raun óhjákvæmi- legt að hér sé um að ræða flókið sam- vinnuverkefni orkusalans, orku- kaupandans og stjórnvalda,“ sagði Jóhannes. Hann sagði þetta þýða í raun að Landsvirkjun, ef hún sæi um alla orkuöflunina, yrði orðin að álfyr- irtæki. „Afkoman mun ráðast af verði á alþjóðlegum mörkuðum fyrir ál og því nauðsynlegt að innan fyr- irtækisins verði byggð upp þekking á þessum mörkuðum með öllum þeim afbrigðum af framvirkum samningum og annarri áhættustýr- ingu sem á þarf að halda til þess að jafna tekjurnar og lágmarka áhætt- una. En að þessu er einmitt unnið hjá Landsvirkjun nú um stundir.“ Semja ber áfram um orkusölu til stóriðju Jóhannes sagði það skoðun sína að halda eigi áfram á þeirri braut að semja áfram um orkusölu til stór- iðju. Hún geti orðið ein af höfuðstoð- unum undir efnahag okkar á næstu áratugum og verið að auki innan þess ramma sem nú er verið að setja um nýtingu orkulindanna út frá um- hverfissjónarmiðum. Þá gerði stjórnarformaðurinn rannsóknir sem Landsvirkjun vinn- ur að vegna undirbúnings, hönnunar og reksturs virkjana að umtalsefni. Væru það annars vegar símælingar sem stæðu árum saman, svo sem vatna-, veður- og jöklamælingar og síðan sérstök verkefni sem tengdust einstökum virkjunum. Sagði hann Landsvirkjun nú bera kringum 50% af kostnaði við vatnamælingar í landinu og markaðist það af breyt- ingum hjá Orkustofnun og sam- drætti í framlögum frá ríkinu. Þá sagði hann Landsvirkjun hafa varið miklu fé í kortagerð á ýmsum vatna- sviðum þar sem eldri kortum væri mjög ábótavant og að fyrirtækið hefði kostað umfangsmiklar jarð- fræðirannsóknir á vatnasviðum virkjana. Einnig sagði Jóhannes Geir rannsóknir og viðbúnað vegna náttúruvár vera þýðingarmikil og nefndi hann að Landsvirkjun kostaði rekstur jarðskjálfta- og hröðunar- mæla í samvinnu við Raunvísinda- stofnun, Verkfræðistofnun HÍ og Veðurstofuna. Taldi hann að árlegur kostnaður Landsvirkjunar vegna rannsóknarverkefna væri á bilinu 150 til 200 milljónir og væri þá ekki meðtalinn kostnaður við rannsóknir vegna mats á umhverfisáhrifum eða undirbúnings virkjana eða há- spennulína. Í lok ræðu sinnar nefndi Jóhannes Geir hvernig Landsvirkjun gæti tek- ið höndum saman við Náttúruvernd ríkisins og aðra hagsmunaaðila um uppbyggingu á þjóðgarði norðan Vatnajökuls verði af virkjunarfram- kvæmdum þar. Hann sagði það hafa verið draum margra innan ferða- þjónustunnar að fá betri aðgang að þessu svæði og taldi hann uppbygg- ingu þjóðgarðs samhliða virkjunar- framkvæmdum auka enn möguleika fyrir útivist og ferðamennsku jafn- framt því að hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun á þessu svæði. „Með því að skipuleggja frá upphafi öll mannvirki, s.s. vegi, stíflur, og afl- stöðvar með móttöku ferðamanna í huga að framkvæmdatíma loknum, þá geta þessi mannvirki gegnt stóru hlutverki varðandi uppbyggingu þjóðgarðs á svæðinu,“ sagði stjórn- arformaðurinn. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, gerði m.a. ný raf- orkulög, sem ríkisstjórnin vinnur nú að því að undirbúa, að umtalsefni í ræðu sinni. Sagði hann með þeim stefnt að því að ná meiri hagkvæmni í raforkukerfinu í takt við það sem gerst hefði í nágrannalöndunum. Sagði hann meginástæðuna fyrir breytingunni hjá Evrópusamband- inu þá að gera gas- og raforkumark- aðinn að hluta sameiginlega mark- aðarins en til þessa hefðu tiltölulega lítil viðskipti verið milli Evrópulanda með raforku. Forstjórinn sagði að talið væri að umframraforka í evr- ópska raforkukerfinu væri nú um 40 þúsund megawött sem væri 30 sinn- um meira uppsett afl en í íslenska raforkukerfinu. Þá sagði hann mikinn samruna hafa orðið meðal raforkufyrirtækja og lagt hefði verið kapp á að stækka fyrirtækin og styrkja þau í sam- keppninni. Taka verður tillit til sérstöðu Íslands Friðrik sagði íslenska raforku- kerfið búa við ákveðna sérstöðu. Hér væri nánast engin umframgeta held- ur væri það sniðið að fyrirsjáanleg- um notum. Útflutningur væri ekki mögulegur nema óbeint fyrir tilstilli orkufreks iðnaðar. Um 70% orkunnar væru seld til stóriðjuvera með samningum til langs tíma á fyrirfram umsömdu verði. „Þegar gerðar verða breyting- ar á íslenska raforkukerfinu í takt við það sem gerst hefur annars stað- ar á evrópska efnahagssvæðinu verðum við að taka tillit til þessarar sérstöðu Íslands,“ sagði Friðrik. „Að áliti Landsvirkjunar er því nauðsyn- legt að fyrirfram liggi fyrir með skýrum hætti hverjar leikreglurnar eigi að vera þegar nýju raforkulögin taka gildi. Í fyrsta lagi verður að taka tillit til þess að tveir þriðju hlutar raforku- framleiðslu Landsvirkjunar fara til stóriðjuvera samkvæmt langtíma- samningum sem ekki verður einhliða breytt. Í öðru lagi þarf fyrirfram að liggja fyrir álit Samkeppnisstofnunar um umfang markaðarins. Spyrja má hvort líta skuli á stóriðjusamningana sem hluta markaðarins og hvort eðli- legt sé að undanskilja starfsemi hita- veitna, sem keppa við rafhitun. Í þriðja lagi er eðlilegt að skoða gaumgæfilega að hve miklu leyti fjárfestingar eiga rætur að rekja til félagslegra aðgerða sem eðlilegt er að greitt sé af almannafé fremur en raforkugjöldum. Í fjórða lagi er nauðsynlegt að að- skilja með skýrum hætti stjórnunar- lega og bókhaldslega sérleyfisþætti, eins og raforkuflutning, raforku- dreifingu, hitaveitur og vatnsveitur frá samkeppnisþáttum sem eru raf- orkuvinnsla og sala. Einnig er mik- ilvægt að aðskilja sérleyfisþættina innbyrðis,“ sagði Friðrik. Á samráðsfundinum voru einnig flutt erindi um ál í íslenskum þjóð- arbúskap og íslenska stóriðju og Kyoto-bókunina. Halldór Þorgeirs- son, skrifstofustjóri í umhverfis- ráðuneytinu, fjallaði um Kyoto-bók- unina og ræddi þann vanda sem ný stóriðja ylli gagnvart losunarskuld- bindingum Íslands innan bókunar- innar. Sagði hann þann vanda hafa verið viðurkenndan í Kyoto og er stefnt að því að taka lokaákvörðun í málinu á næsta aðildarríkjaþingi loftslagssamningsins í júlí. Halldór sagði 70% af frumorkuþörf landsins mætt með endurnýjanlegum orku- gjöfum og væri það hlutfall hæst hérlendis af þeim ríkjum sem Ísland væri borið saman við. Sagði hann þetta hlutfall ekki hækkað nema með því að draga úr olíunotkun í samgöngum og sjávar- útvegi eða með því að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa t.d. með vetni sem millilið. Birgir Árnason, hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Wash- ington, ræddi um ál í íslenskum þjóðarbúskap. Var það meðal niður- staðna hans að frekari uppbygging áliðnaðar í landinu á næsta áratug gæti lagt drjúgan skerf til að ná markmiði um að minnsta kosti 3% árlegan hagvöxt. Í kaupbæti gæti fylgt aukinn stöðugleiki í útflutn- ingstekjum og þar með efnahags- framvindu. Telur framleiðslu og tekjur Landsvirkjunar verða að mestu tengdar stóriðju Getur þýtt bæði tækifæri og ógnanir Morgunblaðið/Kristján Í tengslum við samráðsfund Landsvirkjunar var sett upp sýning fyrir þátttakendur um starfsemi fyrirtækisins. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, á samráðsfundi á Akureyri. Ný raforkulög munu þýða að raforkufyr- irtæki þurfa að aðlaga sig breyttu umhverfi. Jóhannes Tómasson sat samráðsfund Lands- virkjunar í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.