Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 9 FJÖRUTÍU ár verða liðin 12. apríl sl. síðan Rússinn Júrí Gagarín flaug fyrstur manna út í geiminn. Þessa sögulega atburðar verður minnst með ýmsum hætti í félags- heimili MÍR, Vatnsstíg 10, m.a. með ljósmyndasýningu, kvikmyndasýn- ingum og síðdegissamkomu á sum- ardaginn fyrsta 19. apríl. „Ljósmyndasýningu um Gagarín og geimrannsóknir og ferðir Sovétmanna og Rússa hefur verið komið upp í sýningarsölunum á Vatnsstíg 10. Á sýningu þessari eru fjölmargar ljósmyndir, m.a. nokkr- ar úr safni Ólafs K. Magnússonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, er hann tók á Keflavíkurflugvelli í júlí 1961, þegar Gagarín kom við hér á landi á leið sinni til Kúbu. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 8. apríl kl. 15 og þá verður jafnframt frum- sýnd heimildarkvikmynd um geim- ferðir og rannsóknir Rússa eftir Júrí Salnikov en hann er kunnur kvikmynda- og sjónvarps- þáttagerðarmaður í heimalandi sínu og var lengi í forystusveit þeirra félagasamtaka í Moskvu sem unnu að menningarsam- skiptum við Ísland á árum áður. Myndin er sýnd hér án þýddra texta og þess vegna mun Haukur Hauksson, fréttaritari RÚV í Mosvku, flytja skýringar með myndinni. Einnig flytur Helgi Kristjánsson sagnfræðingur ávarp. Kvikmynd Salnikovs verður end- ursýnd sumardaginn fyrsta, 19. apríl, en kl. 15 þann dag hefst sam- koma í MÍR-salnum tileinkuð 40 ára afmæli geimferðamanna. Ávörp og spjall flytja Ívar H. Jóns- son, formaður MÍR, Anatóli Zait- sev, sendiherra Rússlands á Ís- landi, Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, og Valerí Bérkov, pró- fessor frá Pétursborg. Matthías var einn af íslensku blaðamönn- unum sem hitti fyrsta geimfarann á Keflavíkurflugvelli fyrir nær 40 árum, þegar hann hafði stutta við- komu á Íslandi á leið sinni til Kúbu. Rifjar Matthías upp þennan sögu- lega atburð og fréttamannafund- inn með Júrí Gagarín. Auk áðurnefndrar kvikmyndar Salnikovs verða myndir sem tengj- ast efni ljósmyndasýningarinnar sýndar í bíósal MÍR sunnudagana 22. og 29. apríl kl. 15. Aðgangur að öllum sýningum og síðdeg- issamkomunni 19. apríl er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir,“ segir í fréttatilkynningu frá MÍR. Geimferðar Gagaríns minnst á ýmsan hátt í MÍR Morgunblaðið/Ól.K.M. Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, á Keflavíkurflugvelli 25. júlí 1961. Júrí Gagarín er hér í fylgd með fegurð- ardrottningunni Maríu Guðmundsdóttur og á milli þeirra sést Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins. NÁLÆGT 40 prósent laun- þega leggja viðbótarsparnað í lífeyrissjóð að því er fram kemur á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins og er það meiri þátttaka en gert var ráð fyrir við undirritun kjarasamninga í vor. Þetta þýðir hærri launakostnað fyrirtækja af mótframlagi en reiknað var með. Í könnun Pricewaterhouse- Coopers í janúar 2000 sögð- ust 27% fólks á aldrinum 18– 75 ára leggja viðbótarsparnað í lífeyrissjóð. Að því er segir á heimasíðunni er þetta líkast til ofmat, því samkvæmt skattagögnum var hlutfallið aðeins 20% mánuði fyrr. Í janúar 2001 hafði hlutfall sparenda aukist í 37% sam- kvæmt könnun Pricewater- houseCoopers og vekur at- hygli að álíka margir segjast leggja fyrir 2% og 4% af laun- um. Þrátt fyrir þetta minnkaði þjóðhagslegur sparnaður á liðnu ári og var hreinn sparn- aður landsmanna innan við hálft prósent af landsfram- leiðslu árið 2000, en mestallan áratuginn þar á undan var hlutfallið 3–5%. Aukinn viðbót- arsparn- aður annan hvern miðvikudag                  !!" #"$% !!& "%$%        Glæsilegt úrval af sparifatnaði og ferðafatnaði fyrir páskana Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Brúðargjafir Söfnunarstell Gjafakort Áletranir á glös Bæja r l ind 1 -3 , s ím i 544 40 44 Dúndur útsala á ekta pelsum Allt að 50% afsláttur á meðan birgðir endast Handunnin húsgögn allt að 50% afsláttur. Mikið úrval af fermingargjöfum, gjafavörum, sérkennilegum ljósum, fatnaði o.fl Opið virka daga frá kl. 11-18 og laugard. frá kl. 11-16. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Langur laugardagur 10% afsláttur af öllum vörum Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.