Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK er í fullum gangi á Skúlagötu 17 útsölumarkaðurinn er opinn alla daga vikunnar frá kl. 12–18 herrafatnaður-dömufatnaður-skór-barnaskór-efni Reykjavik Collection Valentiono Jeans Helmut Lang Day Bruuns Bazaar Calvin Klein Base Ahler Whistles Minus Reiss Jigsaw pom’dap fluxa MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Mötu vegna úr- skurðar samkeppnisráðs um ís- lenskan grænmetismarkað: „Úrskurður samkeppnisráðs um íslenska grænmetismarkaðinn er fagnaðarefni að því leyti sem hann fjallar um löngu úrelt haftakerfi í verslun með grænmeti sem yfir- völd hefðu mátt taka á miklu fyrr. Mata ehf. hefur í áraraðir talað fyrir daufum eyrum yfirvalda um þetta haftakerfi og má þar meðal annars nefna að: árið 1993 þurfti Mata ehf. að berjast fyrir því að landbúnaðar- ráðuneytið virti EES-samninginn um frjálsan innflutning á gúrkum yfir vetrartímann, árið 1994 rak Mata ehf. mál fyrir samkeppnisráði til þess að reyna að tryggja aðgang að innlendu grænmeti á meðan innflutningur væri bannaður, árið 1995 barðist Mata ehf. gegn þeirri útfærslu GATT-samkomu- lagsins á Íslandi sem hafði í för með sér álagningu ofurtolla á grænmeti eftir geðþóttaákvörðun- um landbúnaðarráðuneytisins. Mata ehf. hefur síðan 1995 reglulega gagnrýnt framkvæmd landbúnaðarráðuneytisins á GATT-samkomulaginu. Samkeppnishindranir á ís- lenskum grænmetismarkaði Mata ehf. sérhæfir sig í dreif- ingu á ávöxtum og grænmeti. Til að standast kröfur markaðarins er fyrirtækinu nauðsynlegt að geta boðið verslunum heildarlausn sem felur í sér allar helstu tegundir ávaxta og grænmetis, hvort sem um innlenda eða erlenda vöru er að ræða. Þrátt fyrir að Mata hafi gert ítrekaðar tilraunir til að afla sér innlendra aðfanga hefur fyr- irtækinu reynst afar erfitt að fá beinan aðgang að grænmeti rækt- uðu innanlands. Ástæðan er ein- föld. Flestir stærstu ræktendurnir hafa verið aðilar að dreifingarfyr- irtækjum bænda (Ágæti og Sölu- félagi garðyrkjumanna), og vegna þessa neitað að selja vörur sínar öðrum dreifingarfyrirtækjum. Þegar þessi takmarkaði aðgang- ur að innlendu grænmeti fer sam- an með innflutningsbanni, hvort sem er með beinum hætti eða óbeinum svo sem í formi ofurtolla, er ljóst að þetta hefur haft mikil áhrif á rekstur Mata og hæfi fyr- irtækisins til að þjóna viðskipta- vinum sínum. Fyrirtækið hefur verið niður njörvað af því hafta- kerfi sem þrífst hér á landi undir verndarvæng landbúnaðarráðu- neytisins. Annars vegar blasir við pólitískt forræði ráðuneytisins í formi verndartolla sem hindra að- gang að erlendum aðföngum. Hins vegar er það fákeppnisstaðan sem stóru sölusamtökin hafa skapað sér og útilokar okkur í raun frá að- gengi að íslensku grænmeti nema á þeim kjörum sem stóru sölu- samtökin hafa sett okkur sjálf. Þáttur yfirvalda í að koma á samskiptum dreifingarfyrirtækja Samkvæmt úrskurðum sam- keppnisráðs nr 17/1994 og 40/1994 átti Mata ekki annars úrkosti en að hefja viðskipti við Sölufélag garðyrkjumanna með sveppi árið 1995. Þessi niðurstaða samkeppn- isráðs, sem var prófmál og gaf þar með fordæmi varðandi annað grænmeti, var töluvert áfall fyrir Mata á sínum tíma enda voru fyr- irtækinu þar með allar bjargir bannaðar nema að hefja viðskipti við keppinauta sína. Ef fyrirtækið hefði ekki viljað hlíta þessum af- arkostum hefði það einfaldlega lagt upp laupana þar sem það hefði alls ekki verið samkeppnisfært. Þá þegar var það orðin almenn krafa verslana að fá alla ávexti og græn- meti frá sama aðila til að einfalda innkaup og hagræða í rekstri. Landbúnaðarráðuneytið hefur einnig í áranna rás hvatt eindregið til viðskipta milli heildsölufyrir- tækja við upphaf og lok uppskeru- tíma íslensks grænmetis þegar framboð er af skornum skammti. Tökum sem dæmi að þegar birgðir Mata af hvítkáli eru þrotnar í mars, er innflutningur ekki heim- ilaður fyrr en aðrir birgjar eru líka búnir með allt sitt hvítkál. Þannig er okkur því nauðugur einn kostur að kaupa leifarnar frá keppinaut- um okkar þar til hver einasti ís- lenski kálhaus er örugglega seldur. Ekkert samráð um heildsöluverð Með aðgerðum sínum hafa bæði samkeppnisráð og landbúnaðar- ráðuneytið stuðlað að og hvatt til viðskipta milli fyrirtækja á heild- sölustigi. Í framhaldi af framan- greindum úrskurðum samkeppnis- ráðs og kaupum Mata á grænmeti af Sölufélaginu tókust einnig við- skipti milli fyrirtækjanna með ávexti sem Mata hafði umboð fyrir og hafði sérhæft sig í innflutningi á. Það er augljóst að slíkum við- skiptum hafa fylgt viðræður og samskipti milli stjórnenda fyrir- tækjanna. Skýrt skal hins vegar tekið fram að þrátt fyrir þessi samskipti hefur ekki verið um að ræða samráð um heildsöluverð milli Mata og annarra fyrirtækja á markaðnum. Mata er ekki sátt við framsetn- ingu og niðurstöðu samkeppnis- ráðs hvað varðar meint samráð milli fyrirtækisins og keppinaut- anna og hefur því ákveðið að kæra úrskurðinn til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þar verða sjón- armið Mata sett fram í heild sinni. Lokaorð Aðeins með samstilltum þrýst- ingi neytenda er þess að vænta að hið óeðlilega viðskiptaumhverfi, sem viðgengist hefur að frum- kvæði landbúnaðarráðuneytisins, verði kveðið niður. Þegar það ger- ist losna fyrirtæki á borð við Mata úr herkví og Íslendingar fá sann- gjarnara aðgengi að þeirri góðu og hollu fæðu sem grænmeti er. Vonandi megna úrskurður sam- keppnisráðs og almenningsálitið að sannfæra yfirvöld um nauðsyn þess að stórauka frelsi í verslun með grænmeti á Íslandi. Fyrr verða hagsmunir íslenskra neyt- enda aldrei tryggðir. Yfirlýsingum ráðherra um hugsanlega lækkun á tollum ber að fagna og fróðlegt verður að sjá hvernig endanlegar tillögur líta út.“ Viðbrögð Mötu ehf. við úr- skurði samkeppnisráðs AÐ gefa öndunum á Reykjavíkur- tjörn brauð er upplögð tóm- stundaiðja fyrir unga sem aldna og víst er að endurnar kunna yfirleitt vel að meta kornmetið. Endurnar eru þó ekki einar á tjörninni því þar eru líka álftir og gæsir og jafnvel fleiri tegundir. Það er því alls ekki víst að brauðið sem þessi telpa gaukaði að fuglunum hafi lent hjá öndum. Enda var það sjálfsagt í góðu lagi. Morgunblaðið/Ásdís Gefa öndunum brauð? NEFND sem Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði til að at- huga lögleiðingu öryggisbelta í hóp- bifreiðum hefur lokið störfum og skilar ályktsgerð til ráðherra. Ein- hugur var meðal nefndarmanna um að það sé nauðsynlegt öryggisatriði að allar hópbifreiðir séu búnar öryggisbeltum. Meginniðurstaða nefndarinnar er að leggja til að gerðar verði breyt- ingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 915/2000 til að tryggja að lagaskylda verði að hafa örygg- isbelti í öllum hópbifreiðum hér á landi sem ætlaðar eru til sérleyfis- og hópferðaaksturs. Vegna umfangs breytinga á búnaði bíla telur nefndin eðlilegt að veita rúman frest til fram- kvæmda og þykir aðlögunarfrestur til 1. janúar 2004 vera hæfilegur tími til að koma þessum málum í rétt horf. Kostnaður við að setja öryggis- belti í rúturnar er samkvæmt upp- lýsingum nefndarinnar um 7.200 krónur á sæti og þar sem meðal- sætafjöldi hópbifreiða sé 25 sæti verði heildarkostnaður við hvern bíl um 180 þúsund krónur. „Til nokkurs er að vinna fyrir eigendur/umsjón- armenn hópbifreiða að leggja í slíkan kostnað því hafa ber í huga að eft- irspurn eftir hópbifreiðum með öryggisbeltum eykst sífellt og því má gera ráð fyrir almennt betri nýtingu slíkra ökutækja,“ segir í mati nefnd- arinnar. Við mat á nauðsyn lögleiðingar beltanna var litið til aðstæðna í vega- málum hér á landi en í skýrslu OECD um umferðar- og samgöngu- mál kemur fram að 60% banaslysa eiga sér stað á vegum utan þéttbýlis og miðað við ekna kílómetra eru lík- urnar á því að láta lífið í slysi á slík- um vegum mun meiri en á hrað- brautum eða í þéttbýli. „Vegna umfangsmikils vegakerfis í strjálbýlu landi eiga þessar aðstæð- ur vel við hér á landi, eins og dæmin sanna. Því hlýtur að vera brýnna en ella að hafa öryggisbelti í öllum hóp- bifreiðum,“ segir í nefndarálitinu. Lagaskylda að setja öryggisbelti í alla bíla Öryggisbelti í hópbifreiðum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka myndir af stjúpdóttur sinni og ann- arri stúlku á myndbandstökuvél þeg- ar þær voru 6 eða 7 ára en á myndinni sjást stúlkurnar naktar við leik. Mað- urinn var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa káfað á stjúpdóttur sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða annarri stúlkunni 100 þúsund krónur í miskabætur. Mál þetta kom upp þegar gerð var húsleit hjá manninum fyrir rúmu ári vegna gruns um fíkniefnabrot. Þar fundust m.a. margar spólur með klámefni en auk þess fannst spóla sem tekin hafði verið á vél ákærða af tveimur nöktum stúlkubörnum, sem reyndust vera stjúpdóttir mannsins og vinkona hennar. Báðar eru stúlk- urnar fæddar 1988. Myndin var tekin 1995 eða 1996. Í niðurstöðum héraðsdóms, sem var fjölskipaður, var talið sannað að myndbandsupptakan hafi ekki verið gerð fyrr en árið 1996 og beri hún það greinilega með sér að hún sé af kyn- ferðislegum toga. Þyki athæfi manns- ins vera önnur kynferðisleg áreitni í skilningi 2. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga. Skilorðsbund- ið fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn börnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.