Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hádegisverðarfundur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka-FBA, á Fiðlaranum, Skipagötu 14 miðvikudaginn 11. apríl frá kl. 12.00 til 13.00 • Hvaða breytingar eru að eiga sér stað á íslenskum fjármálamarkaði með aukinni alþjóðavæðingu? • Hvert verður hlutverk og helstu verkefni bankanna á næstu árum í ljósi þessarar þróunar? • Hvernig er ákvarðanaferli Íslandsbanka-FBA við lánveitingar til fyrirtækja og atvinnustarfsemi? Á fundinum mun Bjarni Ármannsson m.a. fjalla um þessi mál og svara spurningum fundarmanna. Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 460 5700 eða á netfangi benedikt@afe.is eða sigga@afe.is Opið hús í dag frá kl. 15-18 Brekkugata 27A, Akureyri 11 herbergja íbúðarhús 316 fm auk 98 fm sérsteyptri geymslubyggingu. Nánari upplýsingar í síma 462 7991 einnig www.mbl.is/fasteignir - Fasteignasalan Byggð, Akureyri Alls er þar um að ræða 58 íbúðir, en gert er ráð fyrir í skipulagi fyrir svæðið að þar verði 19 lóðir fyrir einbýlishús og 36 íbúðir í tveggja hæða rað- húsum. Hraðar byggt á holtinu en búist var við Vilborg Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- ráðs Akureyrar, sagði að greinilega væri mikil þörf fyrir lóðir undir nýjar íbúðir, en nýtt hverfi á Eyrarlandsholti hefði byggst upp hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. „Það er greini- legt að verktökum hefur gengið vel að selja íbúð- ir á Eyrarlandsholti og því hefur hverfið byggst upp hraðar en gert var ráð fyrir. Lóðirnar þar áttu samkvæmt upphaflegri áætlun að endast mun lengur, en raunin er,“ sagði Vilborg. Því væri þörf fyrir nýjar lóðir og átti Vilborg ekki von á öðru en áhugi fyrir lóðum á báðum stöðum yrði mikill. „Svæðið við Klettaborg er miðsvæðis, AKUREYRARBÆR mun nú á næstunni auglýsa rúmlega eitthundrað nýjar byggingalóðir lausar til umsóknar, en þær eru á tveimur svæðum. Annars vegar er um að ræða tvo reiti við Lind- arsíðu, milli Hlíðarbrautar og Bugðusíðu, en þar verða 35-45 íbúðir á hvorum reit eða á bilinu 70 til 90 íbúðir í allt. Lóðarhafi mun annast deili- skipulag þannig að ekki verður ljóst hversu margar íbúðirnar verða nákvæmlega. Það liggur ekki fyrir fyrr en lokið hefur verið við það verk- efni. Einkum verður þar um að ræða íbúðir í rað- húsum. Hins vegar verða auglýstar lóðir á nýju bygg- ingasrvæði við Klettaborg, ofan Borgarbrautar. svo að segja í hjarta bæjarins, og ég held að mörgum þyki eftirsóknarvert að byggja þar, en þarna er útsýni til norðurs einkar gott,“ sagði Vilborg. Nýtt hverfi og þétting byggðar Auk þess sem nú verða auglýstar nýjar lóðir á tveimur stöðum í bænum sagði Vilborg að unnið væri að því að undirbúa nýja byggingareiti í nýju Naustahverfi sem rísa mun sunnan við hina nýju íbúðarbyggð á Eyrarlandsholti. Hún sagði að stefnt væri að því að þetta nýjasta hverfi yrði tilbúið næsta vor. Jafnframt því sem unnið er að undirbúningi Naustahverfis sagði Vilborg að unnið væri að því að þétta byggð í bænum. Það hefði þegar verið gert á ýmsum stöðum og menn sæju áfram góða möguleika á að þétta byggðina í þeim hverfum bæjarins sem fyrir eru. Allt að 200 nýjar lóðir við Klettaborg og Lindarsíðu Nýtt Naustahverfi í undirbúningi AKUREYRARKIRKJA: Fermingar- messur á morgun, pálmasunnudag, kl. 10.30 og 13.30. Vorferð sunnu- dagaskólans verður á morgun; farið verður að Möðruvöllum í Hörgárdal, lagt af stað frá World Class kl. 10.30 og komið til baka um kl. 12. Gott væri ef börnin kæmu með mynd af sér fyrir vinatré. Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudag. Mömm- umorgun kl. 10 á miðvikudag, Helgi Svavarsson, skólastjóri Tónlistar- skólans á Akureyri, kemur í heim- sókn. Fyrirbænamessa á fimmtu- dag, sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Passíusálmar lesnir á föstudag og þá um kvöldið verður kyrrðarstund við krossinn. GLERÁRKIRKJA: Fermingarmess- ur á morgun kl. 10.30 og 13.30. Barnasamveran verður í Lögmanns- hlíðarkirkju og verður farið með rútu frá Glerárkirkju kl. 11. Kyrrð- ar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera á mið- vikudag frá kl. 12 til 13, helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegisverður á vægu verði á eftir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 á sunnudag. Heim- ilasamband kl. 15 á mánudag, hjálp- arflokkur kl. 20 á miðvikudag. Ath. að ekkert barnastarf verður fyrr en eftir páska. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- stund í kvöld kl. 20. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar á morgun kl. 11.30, Reynir Valdimarsson læknir sér um kennsluna. Aldursskipt kennsla þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. Vakningarsamkoma verður sama dag kl. 16.30. Flutt verður lofgjörð- artónlist, ræðumaður er Kristinn Birgisson, skrifstofustjóri Sam- hjálpar. Fyrirbænaþjónusta, krakkakirkja og barnapössun. Bænastundir eru alla virka daga kl. 06.30. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa verður í Möðruvallakirkju á morgun, sunnudag, kl. 13.30. Vænt- anleg fermingarbörn lesa ritningar- lestra. Lesarar eru Sigmundur Sveinsson og Þórólfur Óskarsson. Prestur: Sr. Guðmundur Guðmunds- son. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag.Almenn samkoma á Sjón- arhæð kl. 17 sama dag. Fundur fyrir 6-12 ára krakka á Sjónarhæð kl. 17.30. STÆRRI-ÁRSKÓGSKIRKJA: Messa verður í Stærri-Árskógs- kirkju á laugardaginn, 7. apríl, kl. 14. Kirkjustarf ÞRETTÁN slökkviliðsmenn frá Vestmanna í Færeyjum voru stadd- ir í Ólafsfirði um síðustu helgi þar sem þeir tóku þátt í brunaæfingum með kollegum sínum í Ólafsfirði. Einnig komu að æfingunum starfs- menn MT-bíla í Ólafsfirði, Bruna- málastofnunar ríkisins og slökkvi- liðsstjórinn í Grindavík. Að sögn Sigurjóns Magnússonar, framkvæmdastjóra MT-bíla, mun þetta vera í fyrsta sinn sem erlendir slökkviliðsmenn koma til æfinga á landsbyggðinni. Hann sagði að um hafi verið að ræða bruna- og reyk- köfunaræfingar, bæði verklegar og bóklegar, og hafi þær gengið mjög vel. Starfsmenn Brunamálastofn- unar komu með kennslugáma sína til Ólafsfjarðar og voru þeir m.a. notaðir við æfingarnar. Sigurjón sagði að hinir færeysku gestir hafi látið mjög vel af dvöl sinni en fyrir utan æfingarnar gerðu þeir sér ým- islegt til skemmtunar með heima- mönnum. Færeyskir slökkvi- liðsmenn við æfingar Morgunblaðið/Sigurjón Slökkviliðsmenn í Ólafsfirði og frá Vestmanna í Færeyjum á bruna- æfingu í Ólafsfirði. Lóðir á Eyrarlandsholti entust skemur en áætlanir gerðu ráð fyrir SAMTÖK um náttúruvernd á Norð- urlandi, SUNN, telja að unnt sé að skapa nokkur heilsársstörf í Mý- vatnssveit með því að nýta fjármuni þá sem ríkið fékk við sölu á Kísiliðj- unni á dögunum og með þeim hætti sé hægt að styrkja starfsgrundvöll annarra í sveitinni, t.d. bænda. Fram hafa komið áform um að féð verði notað til að efla atvinnulíf í sveitar- félaginu. Samtökin benda á að unnt sé að skapa fágæta möguleika til að efla atvinnustarfsemi sem beint tengist náttúru og menningu sveitarinnar. Meðal þess sem rætt var um á fundi samtakanna fyrr í vikunni um þetta efni er stofnun heilsársstöðu land- varðar með búsetu í Mývatnssveit og bygging fræðslumiðstöðvar sem myndi hýsa gestastofu, náttúrurann- sóknastöð, söfn og ef til vill eitthvað fleira. Nefnt er að slík fræðslumið- stöð sé af mörgum talin til brýnustu verkefna. Í sveitina vanti heilsárs- stað fyrir gestastofu og upplýsinga- gjöf til ferðamanna. Á slíkum stað þurfi einnig að vera geymslur, vinnu- herbergi og skrifstofur fyrir lands- vörslu og kjörið sé að koma upp mið- stöð til að sinna fræðslutengdri ferðaþjónustu og náttúruvernd í Mý- vatnssveit. Í slíku húsnæði væri æskilegt að setja Mývatnssafn og fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar auk safna sem aðstöðu vantar undir. Þá er nefnt að koma þurfi upp fræðslumiðstöð í Bjarnarflagi sem helst yrði tengd minjasafni um Kís- iliðju sem og að endurvekja Fræða- garðinn í Kviku sem starfaði um stutt skeið. Hann myndi útbúa fræðsludagskrár fyrir ferðamenn og skólahópa, skipuleggja móttökur, þjónustu og fræðslu fyrir hópa og vinna að markaðssetningu fyrir slíka ferðamennsku. Fræðslustígum og fuglaskoðunarskýlum með myndum og upplýsingum um fugla og lifnað- arhætti þeirra mætti koma upp og einnig að veita styrki til einkafram- kvæmda, t.d. til göngustígagerðar á bújörðum bænda. Bent er á að yfir veturinn mætti vinna að söfnun og skráningu upplýsinga og fróðleiks, s.s. örnefna, sagna og þess háttar. Þannig benda samtökin á að unnt sé að búa til nokkur störf sem tengj- ast náttúru og menningu sveitarinn- ar og styrki starfsgrundvöll annarra. „Þessar aðgerðir myndu efla þá vísa að opinberri starfsemi, t.d. Land- græðslunnar, sem fyrir eru í Mý- vatnssveit, segir í ályktun frá sam- tökunum um þetta efni og enn fremur að í byggðarlaginu mætti einnig staðsetja verkefni á sviði nátt- úruverndar fyrir hluta Norður- og Austurlands. SUNN um nýtingu fjármuna vegna sölu á Kísiliðjunni Unnt er að skapa nokkur heilsársstörf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.