Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI 22 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ DREIFING: MEDICO EHF., SÍMI 545 4200 BENETTON ILMIR HOT - COLD Dömuilmur - Herralmur BENETTON SPORT WOMAN - Dömuilmur BENETTON SPORT MAN - Herrailmur Vinsælt til fermingargjafa Á AÐALFUNDI Granda hf. sem haldinn var í gær greindi stjórnar- formaður félagsins, Árni Vilhjálms- son, frá því að fyrr um daginn hefði félagið fest kaup á hlutabréfum í Haraldi Böðvarssyni hf. Um sé að ræða 9,66% hlutafjárins og bréfin hafi verið keypt á genginu 4,50. Selj- andinn, Íslandsbanki-FBA hf., láni rúmlega 80% kaupverðsins til sex mánaða. Með þessu sé hlutur Granda í Haraldi Böðvarssyni kom- inn í 19,55%. „Ég er sannfærður um, að þessi kaup verði til heilla, jafnvel þótt ekki komi til mikið nánari tengsla milli fyrirtækjanna en verið hafa,“ sagði Árni. Í skýrslu sinni sagði Árni að síð- astliðið ár hafi verið íslenskum sjáv- arútvegsfyrirtækjum þungt í skauti og hafi þar munað mest um neikvæð áhrif tæplega 11% gengislækkunar krónunnar. Verulegt gengistap hafi hlotist af fyrir félög með meginhluta skulda sinna í erlendum gjaldmiðl- um, en lítið hafi munað um jákvæðu áhrifin í gegnum útflutningstekjurn- ar, þar sem hægfara lækkun geng- isins hafi ekki byrjað fyrr en um mitt ár. Þá hafi gífurleg hækkun olíu- verðs valdið miklum búsifjum og ol- íukostnaður togara Granda hafi ver- ið 119 milljónir króna, eða 87% hærri en árið áður, þrátt fyrir 4,3% fækkun úthaldsdaga. Lágt verð á mjöli og lýsi hafi einnig komið sér illa fyrir félagið og í gegnum eignaraðild að Þormóði ramma - Sæbergi hafi erf- iðleikar rækjuveiða- og vinnslu bitn- að áþreifanlega á Granda. Í rækju hafi farið saman aflabrestur og lágt afurðaverð. 322 m.kr. söluhagnaður af Bakkavör bókfærður á þessu ári „Að öðru leyti en ég hef nefnt naut Grandi góðs árferðis, þegar á heild- ina er litið; góð aflabrögð og vel við- unandi verð á botnfiskafurðum. Eitt og annað skar sig þó nokkuð úr. Þannig gengu veiðar á úthafskarfa betur en nokkru sinni fyrr. Útgerðir togara, sem leggja sig sérstaklega eftir þorski, höfðu hins vegar meira fyrir veiðunum en áður. Þetta snerti okkur lítið, þar sem skip okkar taka þorsk aðallega sem meðafla. Um ufsa gegnir öðru máli. Þar er kvóta- staða Granda tiltölulega sterk og skipstjórar ísfisktogara okkar mjög lagnir við að ná ufsa. Um árangur í vinnslu hans skiptist svo í tvö horn. Mjög góður árangur náðist í að gera verðmæti úr smærri ufsanum, sem unninn var hér í Norðurgarði; hins vegar þurfti að gefa með stórufsan- um, sem unninn var í salt hjá und- irverktökum okkar,“ sagði Árni. Hann fjallaði um hlutdeildarfélög Granda og sagði þar meðal annars frá sölunni á 28% hlutafé í Bakkavör Group hf. til frumkvöðla fyrirtækis- ins. Í bókum Granda var Bakkavör færð á 353 milljónir króna og sölu- andvirðið var 911 milljónir króna. Árni sagði að 55% yrðu greidd og færð til tekna á þessu ári en 45% á næsta ári. 28 milljóna króna arður kæmi til frádráttar bókfærðu verði. Samkvæmt þessu er söluhagnaður 586 milljónir króna, og af honum færast 322 milljónir króna á yfir- standandi ár. Góð afkoma í Chile en tap í Mexíkó Hlutafélagið Deris í Chile vegnaði að sögn Árna vel á árinu og skilaði Granda 60 milljónum króna. Hann sagði góðar náttúrulegar aðstæður fyrir sjókvíaeldi þar sem fyrirtækið starfar og á því sviði hafi það fært út kvíarnar. Þá hafi í Chile verið sett ný lög um fiskveiðistjórnun sem feli í sér að útgerðir fái úthlutað aflaheim- ildum í samræmi við tveggja ára veiðireynslu í botnfiski. Ákveðnir möguleikar verði á framsali veiði- heimilda og telji félagið í Chile að þessar breytingar muni auka hag- ræði í rekstri þess. Starfsemi fyrirtækja í Mexíkó sem Grandi og fleiri íslensk fyrir- tæki hafa tekið þátt í hefur að sögn Árna verið nær samfelld raunasaga í þrjú og hálft ár. Á því séu margar skýringar, óblíð náttúruöfl, mannleg mistök og ónógur áhugi. Grandi hafi á síðasta ári tapað 40 milljónum króna á þessum rekstri og sé þessi frammistaða vandræðalegri en ella fyrir þá sök, að þarna hafi Íslending- arnir haft frumkvæði varðandi stefnumótun, ólíkt því sem verið hafi í Chile. Síðastliðið haust hafi verið tekin um það ákvörðun að enn yrði látið á það reyna fram á næsta haust hvort sigrast mætti á taprekstrinum. Tækist það ekki væri óvíst hvað tæki við, en ef til vill yrðu fyrirtækin sam- einuð öðrum á staðnum. Árni skýrði einnig frá þeirri ákvörðun stjórnenda félagsins að breyta ekki þeim aðferðum sem not- aðar hafa verið við að færa eignar- hluti þess í öðrum félögum til bókar þrátt fyrir að markaðsverð hlutanna hafi um áramót verið undir bók- færðu verði. Þessi ákvörðun er með- al annars rökstudd með því að stjórnin telji að um tímabundna lækkun sé að ræða. Árni sagði stefnu Granda hafa ver- ið að vera fjölþætt sjávarútvegsfyr- irtæki og dreifa þannig rekstrará- hættu. Karfi hafi verið þungt í veiðiheimildum og á því fari vel sé lit- ið til staðsetningar fyrirtækisins gagnvart bestu karfamiðunum. Sú leið hafi verið valin í áhættudreifingu að festa fé í öðrum sjávarútvegsfyr- irtækjum og þá þeim sem lagt hafi áherslu á veiðar og vinnslu annarra fisktegunda. Keypt hafi verið í vel reknum fyrirtækjum og ekki verið ætlunin að hafa afskipti af rekstri þeirra. Árni sagði að ekki væru áform um að breyta þessari stefnu þó hlutur í einstökum félögum kynni að verða aukinn eða minnkaður. Hefur svipast um eftir smárri útgerð Árni sagði að vandi Granda fælist einnig í því að togararnir fimm hefðu ekki næg verkefni og þar vantaði kvóta sem svaraði til allmargra mán- aða veiði. Félagið hefði verið hikandi við að kaupa varanlegar aflaheimild- ir, meðal annars vegna óvissu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar. Upp á síðkastið hafi Grandi svipast um eftir tiltölulega smárri útgerð með verðlítinn skipakost á sama at- vinnusvæði og Grandi er á, til að sameina Granda og fækka skipum. Þessi leit hafi ekki borið árangur. „Óskadraumurinn er svo sá, að takast mætti að hafa upp á stærra fyrirtæki á atvinnusvæðinu, jafnvel svipuðu Granda að stærð, til þess svo að það og Grandi leggi saman reitur sínar með algerum samruna, og fengju þá báðir aðilar svalað þeim metnaði sínum að hafa byggt upp stærri, öflugri og hagkvæmari ein- ingu, með því að nýta kosti til sér- hæfingar og með því að laga skipa- kost til fulls að samanlögðum veiðiheimildum,“ sagði Árni. Félagið sterkt þrátt fyrir tap Um horfur í rekstrinum sagði Árni að nú þegar verkfall sjómanna standi yfir sé óvarlegt að spá um af- komu ársins. Í áætlun sem gengið hafi verið frá snemma í mars sé nið- urstaðan sú að rekstrarhagnaður af eigin starfsemi verði nokkru hærri en í fyrra. Í þeirri áætlun sé hins vegar ekki gert ráð fyrir sjómanna- verkfalli, en fram að verkfalli hafi reksturinn gengið prýðilega, bæði hjá móðurfélaginu og Faxamjöli, dótturfélagi Granda. Að lokinni skýrslu stjórnarfor- manns gerði Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda, grein fyrir afkomu félagsins. Rekstrar- tekjur hækkuðu um 6% milli ára og námu 3,9 milljörðum króna í fyrra. Rekstrargjöld hækkuðu um 7% og voru 3 milljarðar króna. Fjármagns- gjöld voru neikvæð um 593 milljónir króna, en höfðu verið jákvæð um 262 milljónir árið áður. Niðurstaða árs- ins var 96 milljóna króna tap, en árið 1999 var hagnaður 708 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár var í fyrra neikvæð um 2,4%, en jákvæð um 21% árið á undan. Veltufé frá rekstri var sama hlutfallstala af rekstrar- tekjum árin 1999 og 2000, 17%, og nam í fyrra 652 milljónum króna. Brynjólfur sagði starfsemi Granda sterka þótt rekstrartap hefði verið á síðasta ári. Félagið sé vel bú- ið undir að takast á við þá óvissu sem fylgi starfsemi í sjávarútvegi. Grandi eykur hlut sinn í Haraldi Böðvarssyni í 19,55% Vilja sameinast svipuðu fyrirtæki Morgunblaðið/Jim Smart Stjórnarformaður Granda sagði að sá rekstur sem félagið hefði komið að í Mexíkó hefði verið nær samfelld raunasaga í þrjú og hálft ár. MIKLAR þreifingar eru í gangi með- al hluthafa í Íslenskum aðalverktök- um hf. samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Stórir hluthafar eru sagðir vera að vinna að því hver fyrir sig að styrkja sína stöðu fyrir aðalfund félagsins næstkomandi þriðjudag. Meðal þeirra eru tvö félög í eigu Jóns Ólafssonar, stjórnarfor- manns Norðurljósa hf., og Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns, sem keyptu tæplega 10% hlutafjár í félag- inu í síðasta mánuði. Samkvæmt sömu heimildum eru þessir aðilar að reyna að safna saman umboðum frá minni hluthöfum, en samtals eiga 574 hluthafar innan við 0,20% hlut í félag- inu hver. Heildarfjöldi hluthafa í Íslenskum aðalverktökum hf. er 613 og er heild- arhlutafé 1.400 milljónir króna. Stærstan hlut á ríkið eða 39,85%. Þar næst koma Kaldbakur hf. og Jami- eton International, sem er óskráð félag í eigu Jóns Ólafssonar og Sig- urðar G. Guðjónssonar, en hlutur þessara tveggja félaga er 7,0%, hvors fyrir sig. Þeir Jón og Sigurður eiga jafnframt óskráða félagið Nasalar Consultancy, sem er sjöundi stærsti hluthafinn með 2,93% hlut. Samtals eiga þeir því 9,93% hlut í félaginu. Gáspi hf. eykur hlut sinn Fjórða stærsti hluthafinn í Íslensk- um aðalverktökum er Gáspi hf. með 6,76% hlut. Gáspi hf. tilkynnti í gær til Verðbréfaþings Íslands um kaup á 43,0 milljónum króna að nafnvirði í Ís- lenskum aðalverktökum í fyrradag og jafnframt um kaup á 4,0 milljónum að nafnvirði í gær. Eignarhlutur félags- ins í Íslenskum aðalverktökum er nú 94.589.968 krónur. Stjórnarmenn í Gáspa hf. eru Árni Ingi Stefánsson, starfsmaður Íslenskra aðalverktaka og framkvæmdastjóri Gáspa hf., Guð- mundur Pálsson, sem einnig er starfsmaður Íslenskra aðalverktaka, og Vilberg Vilbergsson, varastjórnar- maður í Íslenskum aðalverktökum. Lokaverð hlutabréfa Íslenskra að- alverktaka hf. á Verðbréfaþingi Ís- lands í gær var 3,60. Hluthafar styrkja stöðuna                  !    " # $  % &  ' ()     %    )  $          *$  % ! +     )  &   ,  +   -      .%   /0 1    2    30456                                                                            . %"   .     
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.