Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 29 rætt um að gera blaðið að vikuriti, einnig að minnka umfangið. „Ég er mjög vonsvikinn. Við starfsmennirnir vorum aldrei kall- aðir á fund til að ræða hvernig skera mætti framlagið niður. Þetta hefur verið vont áfall fyrir marga,“ sagði trúnaðarmaður starfsmanna, Nicolai Kampmann, sem sagðist hafa fengið skipun um að þegja vandlega um allar við- ræðurnar sem fram fóru bak við tjöldin. Ella yrði blaðið um- svifalaust lagt niður. DANSKA dagblaðið Aktuelt, sem er málgagn launþegasamtaka í landinu og komið hefur út í 130 ár, hefur nú lagt upp laupana. Þrátt fyrir mótmæli starfsmanna ákvað stjórn danska alþýðusambandsins, LO, að hætta að styrkja blaðið og var jafnvel búist við að það kæmi ekki út í dag. Upplag Aktuelt hef- ur minnkað um meira en helming á áratug og var komið í um 25.000 eintök. Verkalýðsleiðtogarnir Louis Pio og Hans Brix stofnuðu blaðið 1871 og hét það í fyrstu Socialisten, en síðan Social-Demokraten til 1959 er það varð Aktuelt. Alþýðu- sambandið gaf út fleiri blöð og tímarit en þeim hefur fækkað á undanförnum árum. Frægasta fyr- irsögn Aktuelt er frá árinu 1920, „Konungur stendur fyrir valda- ráni“. Aktuelt hefur státað af því að vera elsta dagblað verkalýðs- hreyfingar í heiminum. Alls vinna 125 manns hjá blaðinu, þar af 55 blaðamenn. Að sögn dagblaðsins Jyllands-Posten voru mikil innbyrðis átök um lok- unina og taldi Anders Jerichow aðalritstjóri að hægt væri að bjarga blaðinu þrátt fyrir versn- andi afkomu. LO lagði fram sem svarar um 700 milljónum íslenskra króna árlega til reksturs blaðsins og töldu ráðamenn sambandsins að ekki væri gerlegt að halda því áfram. En Jerichow var ósáttur við að ekki skyldi vera gefinn frestur, reynt að minnka fjár- framlagið í áföngum og kanna nýj- ar leiðir. Hefur meðal annars verið Danska dagblaðið Aktuelt hættir að koma út vegna hallareksturs Var elsta verkalýðsblað í heimi Ekki í for- setaframboð HILLARY Rodham Clinton, öldungardeildarþingmaður frá New York, sem talin hefur ver- ið hugsanlegur forsetafram- bjóðandi demókrata, sagði The New York Post í gær að hún ætli sér ekki í framboð til for- seta, hvorki árið 2004 né síðar. Yfirlýsingin kom frá forseta- frúnni fyrrverandi þegar þrýst var á hana um að útskýra um- mæli sem voru á þá leið að hún ætlaði sér ekki forsetaembætt- ið. Háttsettur embættismaður sem var í grenndinni og hlust- aði á orðaskipti Clintons og blaðamannsins sagðist halda að hún hefði aldrei tekið svo af- dráttarlaust til orða. Viðræður út um þúfur VIÐRÆÐUR milli frétta- manna og nýrra umdeildra eig- anda rússnesku sjónvarps- stöðvarinnar NTV fóru út um þúfur innan við klukkustund eftir að þær hófust í gær. Afdrif sjónvarpsstöðvarinnar hafa verið álitin prófsteinn á fjöl- miðlafrelsi í Rússlandi en rík- isfyrirtækið Gazprom tók hana yfir í síðustu viku. Fréttamennirnir lögðu til að lausn deilunnar í kringum yf- irtökuna yrði lögð fyrir Vladim- ír Pútín Rússlandsforseta og dómstóla í Rússlandi. Blaða- menn hafa neitað að viður- kenna hina nýju framkvæmda- stjóra NTV í efa. Framkvæmdastjórarnir vísuðu tillögunum algerlega á bug. Konungur í framboð SÍMEON II, hinn útlægi kon- ungur Búlgaríu, sagði í gær að hann myndi fara fyrir nýjum stjórnmálaflokki sem býður fram í þingkosningum í Búlg- aríu 17. maí næstkomandi. Símeon verður því fyrsti kon- ungur í fyrrverandi kommún- istaríkjum Austur-Evrópu til að hafa afskipti af stjórnmálin. Sektaðir fyr- ir brauðát RÍKISSTJÓRN Ísrael hefur skipað fimmtán sérstaka rann- sóknarmenn til að sekta íbúa landsins sem staðnir verða að því að borða venjulegt brauð en ekki súrdeigsbrauð á opinber- um vettvangi í páskahátíð gyð- inga sem hefst í dag og haldin er til að minnast burtfarar gyð- inga frá Egyptalandi og Biblían greinir frá. Neysla matar sem inniheldur ger er bönnuð á há- tíðinni. Þriðjungur nemenda vel læs EINUNGIS um þriðjungur bandarískra nemenda á aldrin- um níu til tíu ára uppfyllir þær lestrarkröfur sem gerðar eru til aldursflokksins, eða hefur enn betri lestrarkunnáttu en ætlast er til. Aðeins einn af hverjum tíu nemendum úr hópi svertingja uppfyllir kröfurnar. Þetta kemur fram í nýrri könn- un bandaríska menntamála- ráðuneytisins. Þriðjungur nem- enda hefur náð lágmarksfærni í að lesa en 37% hafa enn slakari lestrarkunnáttu. STUTT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.