Morgunblaðið - 07.04.2001, Side 30

Morgunblaðið - 07.04.2001, Side 30
ERLENT 30 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SEX meintir hryðjuverkamenn voru handteknir á Ítalíu og í Þýskalandi á fimmtudag. Mennirnir, sem sagðir eru frá Alsír og Túnis, eru grunaðir um að tengjast sádi-arabíska hryðju- verkamanninum og auðkýfingnum Osama bin Laden. Fimm þessara manna voru hand- teknir á Ítalíu. Þeir eru taldir tilheyra sama hópi og hafði lagt drög að árás á bandaríska sendiráðið í Róm í janúar. Maðurinn sem handtekinn var í Þýskalandi er talinn hluti af hópi sem talið er að hafi ætlað sér að standa fyrir sprengjutilræði í miðborg Strassborgar á gamlárskvöld. Fimm manns, sem tengjast tilræð- unum fyrirhuguðu, tókst að komast undan lögreglunni og er nú leitað. Bandaríska sendiráðinu í Róm var lokað í þrjá daga í janúar vegna ótta um að til stæði að sprengja þar. Þá sagði ítalska fréttastofan Ansa frá því að til stæði að skjóta eldflaug- um að sendiráðinu. Fyrirhugað sprengjutilræði í Strassborg fór út um þúfur sl. des- ember eftir að þýska lögreglan hand- tók fjóra menn í Frankfurt sem höfðu vopn og sprengiefni í fórum sínum. Þeir menn tengdust hópi á Norður- Ítalíu. Sá hópur tengdist aftur hópn- um sem lagt hafði drög að árásinni á sendiráðið í Róm. Innanríkisráðherra Ítalíu, Enzo Bi- anco, sagði í gær að aðgerðirnar sem leitt hefðu til handtöku mannanna hefðu verið snilldarlegar og sagði ítölsku lögregluna hafa notið sam- starfs evrópskrar lögreglu og banda- rískrar. Bianco sagði að íslamskir hryðjuverkamenn hefðu orðið fyrir miklu áfalli og bætti við að búið væri að sigra „heilann á bak við íslömsk hryðjuverk“. Að sögn Stefano Dambruoso sak- sóknara, sem fer fyrir rannsókninni, er ítalski hópurinn mjög hættulegur en starfsemi hans hefði fyrst og fremst falist í því að útvega íbúðir fyr- ir „stórlaxa íslamskra hryðjuverka- manna sem tengjast bin Laden“, auk þess sem hann hefði séð um að útvega dvalarleyfi og falsað vinnupappíra. Bandarísk stjórnvöld saka bin Lad- en um að hafa staðið á bak við sprengjutilræði í bandaríska sendi- ráðinu í Tansaníu og Kenýa 1998 sem urðu 224 manns að bana. Alþjóðleg samvinna lögreglu ber árangur Hryðjuverkamenn handteknir á Ítalíu Róm. AFP, AP. EINN höfunda umdeildrar sagn- fræðikennslubókar í Japan hélt í gær uppi vörnum fyrir bókina sem gagnrýnendur segja að fari á hunda- vaði yfir yfirgangssemi Japana á stríðstímum. Sagði höfundurinn, Ak- inori Takamori, að í bókinni komi fram söguskoðun sem margir Jap- anar séu samþykkir. Takamori er einn af tíu höfundum bókarinnar, sem valdið hefur úlfúð bæði í Japan og nágrannalöndum. Sagði hann að í eldri kennslubókum hafi verið smjaðrað fyrir Kína og Suður-Kóreu. „Fyrri kennslubækur hafa beygt sig of mikið undir söguskoðanir Kín- verja og Suður-Kóreumanna,“ sagði Takamori sem kennir japanskar fornbókmenntir við Kokugakuin-há- skóla í Tókýó. Kínversk og s-kóresk stjórnvöld, sem hafa fordæmt bók- ina, yrðu að sætta sig við þá stað- reynd að til væri fólk sem hefði öðru- vísi viðhorf til sögunnar. Uppkastinu breytt Japanska menntamálaráðuneytið lagði á þriðjudag blessun sína yfir uppkast að bókinni sem er ætluð til kennslu í fyrstu bekkjum mennta- skóla, eftir að nefnd á vegum ráðu- neytisins hafði farið yfir það og mælt með að breytingar yrðu gerðar á 137 þáttum í henni vegna umdeilanlegs innihalds. Í uppkastinu að bókinni segir að 35 ára herseta Japana á Kóreuskaga hafi verið í samræmi við alþjóðalög. Þá var enn fremur sagt að fjölda- morðin í Nanjing væru „ekkert í samanburði við helförina.“ Sam- kvæmt tillögum nefndarinnar voru gerðar breytingar á texta bókarinn- ar og gerð grein fyrir því að við inn- limun Kóreu hafi verið beitt hervaldi til að vinna bug á andspyrnu Kór- eubúa. Þá var enn fremur felld niður til- vitnun sem dró úr umfangi Nanjing- fjöldamorðanna en Kínverjar segja að allt að 300 þúsund manns hafi fall- ið þegar japanskar hersveitir lögðu undir sig borgina í desember 1937. Þetta hefur þó ekki dugað til að draga úr gagnrýni á bókina, einkum frá Kína og Suður-Kóreu þar sem enn ríkir mikil reiði vegna yfirgangs Japana á stríðstímum. Tvískinnungur ekki til bóta Takamori sagði enn fremur að Japanir ættu ekki að draga dul á söguskoðanir sínar til þess eins að geta komið á vinsamlegum tengslum við nágrannaríki sín. „Að vera sam- mála á yfirborðinu en ósammála í hjarta sínu er ekki til bóta ef stuðla á að góðum tengslum til langframa,“ sagði Takamori og bætti við að margir Japanir, þ. á m. stjórnmála- menn, hefðu fallið í þessa gildru. „Þeir eru sammála viðhorfum Kín- verja eða Suður-Kóreumanna á op- inberum vettvangi en í einkasamtöl- um láta þeir aðra skoðun í ljósi. Japanir hafa sínar eigin hugmyndir, afstöðu og boðskap. Það er betra að tjá þetta allt á heiðarlegan hátt og athuga svo hversu mikið við getum komið til móts við afstöðu Kínverja eða Suður-Kóreu.“ Höfundur umdeildrar sögukennslubókar í Japan Segir eldri bækurnar „of smjaðurslegar“ Tókýó. Reuters. AP Japanski fáninn og japanskar sögukennslubækur voru brenndar þegar efnt var til mótmælaaðgerða í Ulsan, skammt suður af Seoul í S-Kóreu í gær. Segja mótmælendurnir að nýja japanska sögukennslubókin rétt- læti innrás Japana í S-Kóreu og önnur ríki við upphaf 20. aldar og ekki sé minnst á að japönsk stjórnvöld hafi í seinni heimsstyrjöld gert fjöldann allan af asískum konum að kynlífsþrælum. Helsti stjórnarand- stöðuflokkurinn í S-Kóreu hvatti í gær til þess að japanskar vörur yrðu sniðgengnar í mótmælaskyni. TONY Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, brá sér í líki ferðamannsins í gær til að leggja áherslu á, að erlendir gestir þyrftu ekkert að ótt- ast þótt gin- og klaufaveiki geisaði í búfé. Komum er- lendra ferðamanna til landsins hefur fækkað um 10% og í ferðageiranum horf- ast margir í augu við erfiðleika og jafnvel gjaldþrot. Hér er Blair meðal „víkinga- barna“ í Jórvík en Víkingasögusafnið þar er ákaflega vin- sæll áfangastaður, jafnt innlendra sem útlendra ferðalanga. AP Blair á vík- inga- slóðum NORSKA stjórnin kynnti í gær til- lögur sem miða að því að gerbreyta skipulagi heilbrigðismála og munu meðal annars spítalar á vegum sveit- arfélaga verða ríkiseign. Ýmis sam- tök hagsmunaaðila í heilsugæslu mótmæltu þegar áformunum og sögðu að flanað væri að breytingum en félög sjúklinga voru fremur ánægð með hugmyndirnar, að sögn Aftenposten. Mikið hefur verið kvartað yfir löngum biðröðum í heilbrigðiskerf- inu, sjúklingar verða að liggja í rúm- um á göngunum og mikill munur er á þjónustu í þéttbýli og afskekktum sveitum. Tore Tønne heilbrigðis- málaráðherra sagði að nú væri mál að stokka upp spilin. „Þessar umbætur munu binda enda á deilurnar um það hver beri ábyrgð á ástandinu og hver eigi að laga það,“ sagði hún. Kveðið er á um skyldu heilbrigðisstofnana til að eiga samstarf um nýtingu tækja og með- ferð, einnig munu skjólstæðingar kerfisins fá meiri áhrif á reksturinn. Breytingarnar munu taka gildi 1. janúar 2002 og munu ekki hafa áhrif á rekstur einkarekinna stofnana. Talsmenn sveitarfélaganna ætla að sögn Aftenposten að krefja ríkið um bætur fyrir mannvirkin ef stofn- anirnar verða þjóðnýttar og leggja áherslu á að ríkisvaldið verði einnig að greiða uppsafnaðar skuldir sveit- arfélaga sem stafa af útgjöldum til heilsugæslu. Nýjar tillögur norskra stjórnvalda Umbylting í skipu- lagi heilsugæslu Ósló. AP. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hvatti í gær atvinnu- leysisbótaskrifstofur í landinu til að taka harðar á fólki sem er á atvinnu- leysisskrá en hafnar tilboðum um vinnu. „Enginn í þessu þjóðfélagi hefur rétt til að vera latur,“ sagði kansl- arinn í viðtali sem birtist í dag- blaðinu Bild í gær. „Ef einhver er fær um að vinna en nennir því ekki, ætti hann ekki að búast við samúð.“ Schröder kvaðst þeirrar skoðunar að skerða ætti bætur þeirra sem hafna viðunandi atvinnutilboði. „Það er ekki nema eðlilegt og ég tel að bóta- skrifstofur ættu að nýta sér tæki- færin til þess betur.“ Samkvæmt nýjum tölum um at- vinnuleysi í Þýskalandi, sem birtar voru fyrr í vikunni, eru um fjórar milljónir manna skráðar án atvinnu, á meðan 600 þúsund manns vantar til ýmissa starfa. Schröder úthýsir letinni Frankfurt. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.