Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 40
VIKULOK 40 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það var í byrjun tuttugustu aldar sem verulegur skriður komst á rannsóknir manna á innra lífi þeirra og sál þegar Sigmund Fraud hóf sálgreiningu sína með aðstoð drauma. Hann sá að gegnum draumana mætti komast að innsta kjarna hverrar manneskju og þar með ástæðum þeirra sálrænu trufl- ana sem birtust í óeðlilegri hegðun hennar, ótta og firringu. Þrautin þyngri var hins vegar að skilja og skilgreina draumtáknin og merk- ingu þeirra. Fraud kom sér þó upp staðli sem virtist raunhæfur en kollegar hans deildu hart á ein- strengingslegt viðhorf hans til táknanna þar sem tilvísanir til kyn- lífs réðu ferðinni. Lærisveinn Frauds, sálkönnuðurinn C.G. Jung, vildi meina að dýpt draumanna væri miklu meiri og úr þeim mætti ráða allt um hegðun manna, hvort sem það teldist heilbrigt eður ei. Hann sá jafnvel enn lengra og taldi að gegnum drauma mætti lesa sig aftur að tilvistarlegu upphafi hvers og eins, sem og fram í það ókomna. Sporgöngumenn þeirra tóku undir þessi viðhorf og fram komu kenn- ingar um drauminn sem greining- artæki. Í bók sinni „The Handbook of Dream Analysis“ gefur banda- ríski sálfræðingurinn Emil Gutheil tóninn um táknfræði drauma með dæmi um samskipti: „Að hringja í síma, skrifa bréf, dansa, snæða máltíð, ferðast, rölta um með hinu kyninu, kveikja eld, sauma, vefa, bjarga einhverjum, aka bíl eða sitja hest eru allt tákn um kynferð- islegar langanir viðkomandi og í tengslum við önnur tákn draums- ins má sjá hvers eðlis þær eru.“ Þetta frumafl, kynorkan, er kraft- urinn sem knýr okkur til dáða og þegar rýnt er í þessar og aðrar kenningar um drauma og tákn þeirra kemur í ljós að innsæi draumsins að finna alltaf rétta „hlutinn“ til að lýsa hug dreymand- ans hverju sinni virðist liggja á til- finningasviðinu, meðan greiningin fari fram á því huglæga sem við köllum greind. Draumur „Díu“ Mig dreymdi (14.2. 2001) að við hjónin vorum stödd í verslun og þegar við nálgumst kjötborðið kalla til okkar konur sem við ætt- um að þekkja og hvetja okkur til að kaupa nóg af kjöti, örugglega nóg og handleika þarna hvern kjötbit- ann öðrum betri. Þær segja við okkur að við skulum svo bara koma með það upp í hús og „þið megið al- veg búast við að það komi þó nokkrir að borða því þetta er orðið Ráðgefandi draumar DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Greindur draumur tilfinninga. Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í ís- lenskum skinnhandritum til þess að finna út hvaðan skinnin komu? SVAR: Varðveitt íslensk skinn- handrit og handritsbrot eru rétt rúmlega 1.000 að tölu. Helmingur þeirra er aðeins eitt eða tvö blöð og aðeins 300 eru meira en 24 blöð. Mjög mikið hefur þar af leiðandi glatast. Allar líkur eru á að þessi handrit hafi verið framleidd hér á landi en lítið sem ekkert er vitað um það hvernig það fór fram. Ekki er einu sinni vitað fyrir víst hvaða dýrategundir urðu fyrir valinu þótt flest bendi til að kálfskinn hafi ver- ið notuð fremur en sauðskinn eða lambskinn. Þetta þyrfti að athuga betur og nægir að hafa góða smásjá við höndina. Niðurstöður Rannvers Hann- essonar forvarðar eftir efnagrein- ingu örlítilla búta úr nokkrum skjölum benda til að verkunar- aðferðir hafi verið eitthvað einfald- ari en tíðkuðust í Evrópu, en varla mjög ólíkar samt. Það þýðir að húðir voru lagðar í bleyti til þess að hárið losnaði af. Síðan voru þær strekktar og látnar þorna en að því loknu var skinnið skafið vandlega beggja megin svo að hægt yrði að skrifa á það. Útkoman var bókfell, sem heitir pergament á erlendum málum. Ekki væri ónýtt að vita meira um þetta, til dæmis um þau efni sem sett voru í sútunarvökv- ann og sýrustig hans! Ekki er vitað til þess að erfðaefni hafi nokkurs staðar verið einangrað úr bókfelli. Raunar er fremur ósennilegt að heillegt DNA sé eftir í gömlu skinni. Hins vegar kann að leynast á því DNA-mengun af höndum þeirra sem handleikið hafa hand- ritin á liðnum árum! Það er hvort tveggja að DNA endist illa og enn frekar hitt að ofangreind verkun á húðum hlýtur að hafa stuðlað að eyðileggingu viðkvæmra frumu- hluta og sameinda á borð við DNA. Það sem eftir stendur er vænt- anlega flækja eðlissviptra húð- prótína. Þó má velta því fyrir sér hvort einhver agnarögn af DNA hafi staðist verkunina og hvort eitt- hvert brot af þeirri ögn gæti enn verið það lítið skemmt að magna mætti það upp og nota til grein- ingar. Um það skal ekkert fullyrt að óreyndu. Svo má líka spyrja hvort einangrun á DNA úr skinn- inu geti yfirleitt gefið marktækar upplýsingar um uppruna þess. Ætla má að húsdýr hafi komið með landnámsmönnum frá sömu stöðum og þeir. Niðurstöður rannsókna benda til þess að íslenski naut- gripastofninn sé af norskum upp- runa. DNA-athugun mundi því ekki greina á milli norsks og íslensks uppruna. Við hagstæð skilyrði getur DNA í lífrænum leifum vissulega varð- veist í þúsundir ára, að minnsta kosti það vel að dugi til greiningar. Þannig hefur DNA verið einangrað úr nokkur þúsund ára gömlum múmíum og jafnvel úr meira en þrjátíu þúsund ára gömlum beinum Neanderthalsmannsins. Hefði ómeðhöndluð húð verið geymd við hagstæð skilyrði í þúsund ár væri eflaust hægt að einangra DNA úr henni. Eins má ímynda sér að not- ast megi við óskemmd hár sem enn er að finna í allmörgum handritum, til dæmis Flateyjarbók (GKS 1005 fol.). Þar sem göt hafa myndast í skinnið fyrir verkun eru stundum hár eftir sem standa þannig inni í gatinu að þau hafa sloppið þegar skinnið var skafið. Nútímaaðferðir til að magna upp DNA úr sýnum eru ofurnæmar og örsmá sýni geta nægt. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ná DNA úr margra milljóna ára gömlum dýra- og jurtaleifum, jafnvel úr leifum risaeðlna sem dóu út fyrir 65 millj- ónum ára. Í fyrstu var mikið um jákvæðar niðurstöður en fæstar þeirra, ef nokkrar, hafa staðist ná- kvæmari próf. Oft virðast menn þá hafa verið að magna upp „mengun“ eða aðskota-DNA. Ekki er til dæmis ólíklegt að utan á handri- taskinninu sé eitthvað af sveppa- og bakteríuleifum auk leifa húð- frumna þeirra sem hafa handleikið þau í tímans rás. Aðskota-DNA gæti flækt málin en auðvelt ætti að vera að greina það frá eiginlegu DNA úr dýrum. Langskemmtileg- ast væri að finna DNA af höndum skrifarans og annarra sem unnið hafa við gerð handritsins en líklega er nú ekki mikið eftir af því. Þessi forvitnilega spurning minn- ir á að rannsóknir á íslenskum handritum eru afar skammt á veg komnar. Eins og þegar er getið vit- um við nánast ekkert um verkunar- aðferðir, en sama á við um hvernig eiginlegar bækur voru búnar til úr bókfelli og hvernig búið var í hag- inn fyrir skrifara og listamenn sem síðan skreyttu handritin með upp- hafsstöfum og myndum. Rann- sóknir af því tagi eru öflugar er- lendis, einkum í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu, en eru rétt að hefjast hér á landi og ættu að skila árangri innan fárra ára. Ólíklegt er að gripið verði til svo róttækrar og kostnaðarsamrar aðgerðar sem að greina erfðaefni í skinninu enda yrði þá að taka (örsmá) sýni úr handritunum sjálfum. Það taka handritaverðir varla í mál. Már Jónsson, dósent í sagnfræði við HÍ, og Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði við HÍ. Hvenær voru lög um bann við ættarnöfnum samþykkt á Alþingi? Hvað yrði gert ef ég byggi til mitt eigið ætt- arnafn í dag? Vísindavefur Háskóla Íslands Erfðaefni og upp- runi skinnhandrita Ný svör á Vísindavefnum fjalla um efni af ýmsum toga. Þar má nefna dulkóðun gagnagrunna, sykursýki, hæsta fjallið í Danmörku, miðflóttaaflið, íslenska fánann, ríki í Bandaríkjunum, hnefatafl, verkfallsrétt, heimaslátrun, þróun enskunnar, húsbréf og skepnur á borð við hús- flugur, hunda, steypireyðar, kóngulær, spörfugla og apaketti. Slóð vefsetursins er www.visindavefur.hi.is. Einnig má senda tölvu- póst á ritstjorn@visindavefur.hi.is. VÍSINDI Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. fimm daga vikunnar Brúðarkjólar, fermingarkjólar, samkvæmiskjólar, brúðarmeyjakjólar, drengjakjólföt, smoking og jakkaföt Sími 567 4727 Stærðir small-3XL Verð 23 þúsund Verslunin Prinsessan í Mjódd,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.