Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 43 Flugmála- fnu tilefni erðan við- umrædda ra starfs- oðar og ör- “ t að finna g ma. er slunni eft- lunni: „Þá ra athuga- hafa verið flugrekstri eftir slys- nir sömu slyssins í ri í loka- unni, eða 5 akaþættir kýrslunum aþáttinn í lokaskýrslunni er ekki að finna í frumskýrslunni, þ.e. að flugmaður TF-GTI hafi ekki beint nefi vélarinn- ar tafarlaust niður til að halda eða ná upp flughraða til nauðlendingar á haffletinum eftir að hreyfillinn missti aflið. Þrír líklegir orsakaþættir sem nefndir eru í frumskýrslunni eru ekki nefndir í lokaskýrslunni. Meðal þeirra er að upplýsingar um leyfða hleðslu vélarinnar höfðu verið settar á mælaborð hennar eins og um óbreytta vél hefði verið að ræða. Þá eru fjórir niðurstöðupunktar í loka- skýrslunni sambærilegir og í frum- skýrslunni nema hvað að þeir eru ekki lengur taldir líklegir orsaka- þættir í slysinu. Meðal þess eru at- riði varðandi aukaálag á flugmann- inn, ofhleðslu vélarinnar, upplýsingar um breytta vél og að flugmaðurinn hafi ekki gert hleðslu- skrá og jafnvægisútreikninga fyrir flugtakið frá Eyjum. Lokaskýrslan skiptir öllu Skúli Jón Sigurðarson, formaður rannsóknarnefndar flugslysa, sagði í samtali við Morgunblaðið að flestar þær breytingar sem væru á frum- drögum og lokaskýrslu nefndarinnar væru eðlilegar. Hann sagði loka- skýrsluna skipta öllu máli í þessu sambandi, hún tæki á mörgum þátt- um flugöryggisins og margt í henni væri ekki að finna í frumdrögunum. Auk þess benti hann á að frumdrögin væru vinnuplagg og sent aðilum málsins sem trúnaðarmál. „Skýrslan tekur á flugöryggis- þáttum en er ekki dómur. Við erum sannfærðir um að það sem er í loka- skýrslunni er hið rétta í málinu og það sem þarf að koma fram. Hitt er ekki til umræðu. Okkur ber að standa við það sem í lokaskýrslunni er. Við teljum okkur geta gert það. Við þurfum að gæta þess að vera hlutlausir og gæta ítrustu sanngirni í öllum málum, sem við teljum okkur gera í lokaskýrslunni. Auk þess eru frumdrögin trúnaðarmál og ég er ekki tilbúinn til að ræða þau,“ sagði Skúli Jón. Hann benti á að þótt Þor- steinn Þorsteinson hefði óskað eftir leyfi frá störfum í nefndinni hefði hann komið að lokafrágangi skýrsl- unnar. Aðspurður hvort frumdrög nefndarinnar hefðu þótt harkalega orðuð sagði Skúli Jón engan hafa rekið hornin í nefndarmenn. Rann- sóknin væri alfarið þeirra og engir aðrir tækju þar ákvarðanir. Ný gögn sýndu fram á lofthæfi flugvélarinnar Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði við Morgunblaðið að það væri eðlilegt að breytingar yrðu á skýrslum nefndarinnar frá frum- drögum og í sumum tilvikum veru- legar breytingar í ljósi nýrra stað- reynda sem kæmu fram við slíka endurskoðun. Að öðru leyti taldi hann eðlilegra að flugslysanefndin svaraði fyrir þetta mál og af hverju breytingar voru gerðar á orðalagi í skýrslunum. Spurður um þá breytingu að í frumdrögunum er talað um að flug- vélin hafi ekki verið lofthæf sam- kvæmt gildandi reglum en ekki minnst á annað í lokaskýrslunni en að vélin hefði verið með gild skírteini frá Flugmálastjórn, sagði Þorgeir ný gögn hafa komið fram, bæði frá Flugmálastjórn og gögn sem nefnd- in mun hafa aflað sér síðar, er sýndu að þetta með lofthæfið var ekki á rökum reist. Nauðsynleg gögn til að skrá vélina hefðu legið fyrir og full- nægjandi skoðanir farið fram. Þorgeir sagðist ekki hafa verið sammála því mati nefndarinnar, sem kom fram í frumdrögunum, að verk- efni starfsmanna Flugmálastjórnar í Vestmannaeyjum hefði ekki verið nægjanlega vel skilgreint. Ekki hefði þótt ástæða til að hafa sérstakt eft- irlit með þeim flugrekendum sem höfðu tilskilin réttindi. Eftirlitið hefði beinst sérstaklega að réttinda- lausum flugrekendum, sem og að sjá um að umferð fólks og flugvéla á flugvellinum og -hlaðinu gengi vel og örugglega fyrir sig. Aðspurður hvort hann hefði verið ósáttur við margt í frumdrögum flugslysanefndar sagði Þorgeir Flugmálastjórn hafa gert fjölmargar athugasemdir, líkt í öðrum skýrslum sem bærust henni til umsagnar. Þor- geir vildi ekki tilgreina hverjar helstu athugasemdirnar voru, þar sem um trúnaðarmál væri að ræða. afirði er talsvert breytt frá því að frumdrög skýrslunnar lágu fyrir í lok síðasta árs Flugvélin ekki sögð lofthæf í frumskýrslu ugmálastjórn fyrir að gefa út lofthæfiskírteini fyrir flugvélina, sem kemur skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa, er ekki að finna í lokaskýrslunni. u barst í hendur frumskýrslan og birtir til samanburðar niðurstöðukafla ormaður RNF og flugmálastjóri telja breytingar á skýrslunum eðlilegar. gmálastjórn gerði fjölmargar athugasemdir við frumskýrsluna. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Í frumskýrslunni segir að RNF telji aðfinnsluvert að flugmálastjórn hafi gefið út lofthæfiskírteini fyrir TF-GTI til atvinnuflugs á grundvelli þeirra gagna sem fyrir lágu. ri mörkin egar hún hleðsla og miðju hafi lla var að ur á við til ki gerður nnaeyjum erðalaga. javík var ugmaður- ni þennan Reykjavík vakt hans kustundir. rhandbók Iceland di reglu- og vinnu- m hvíldar- arkslengd ur í flugi eftir sjón- tími hefst er 10 klst. afla 3) og tiloka, að rfiðar að- að flug- lugvélinni afl. TI var að raga upp gvélin var a flughæð fsfluginu, þegar hreyfillinn missti skyndilega afl og stöðvaðist. Skömmu síðar hrópaði flugmaðurinn upp að flug- vélin væri í ofrisi og fjöldi sjónar- votta sá hana velta til vinstri og steypast í bröttu gormflugi í sjóinn um 350 metra frá landi. Flugvélin brotnaði sundur og sökk til botns á um sex metra dýpi með alla innan- borðs. 3.18 * Í aðflugi til Reykjavíkur skapaðist aukaálag á flugmanninn vegna annarrar umferðar. Hann var um það bil að komast á loka- stefnu yfir Örfirisey þegar hann fékk fyrirmæli um að víkja fyrir flugvél sem var á langri lokastefnu í blindaðflugi í skýjum. Flugmaður- inn fór nokkuð krappa vinstri beyju yfir ytri höfninni og aftur fyrir þessa flugvél. Þessi lenging í aðflugi TF-GTI reyndist of stutt, þannig að flugvélin sem lenti á undan var á brautinni þegar TF-GTI átti skammt til lendingar og flugum- ferðarstjórinn gaf flugmanni TF- GTI fyrirmæli um að hætta við lendingu og hverfa frá. 3.19 * Líklegt er að eldsneytis- mælarnir hafi ekki gefið marktæka vísbendingu um á hvorn tankinn væri betra að stilla. Einnig má ætla miðað við þær tölur sem flugmenn TF-GTI studdust við í áætlunum sínum, að flugmaðurinn hafi talið nægt eldsneyti vera í þeim tanki sem hann valdi. 3.20 * Líklegasta skýringin á afl- tapi hreyfilsins er að eldsneyti hafi gengið til þurrðar í þeim tanki sem stillt var á. 3.21 * Flugvélin var á litlum hraða í fráhvarfsflugi, ofhlaðin og með þyngdarmiðju við öftustu mörk þegar hreyfillinn stöðvaðist. Líklegt er að flugmaðurinn hafi reynt að endurræsa hreyfilinn en það krafðist margra handtaka. Þetta kann að hafa dregið úr ein- beitingu og nákvæmni hans og vald- ið því að hann missti stjórn á flug- vélinni. ar 3.1 Flugvélin TF-GTI hafði gild skrásetningar- og lofthæfiskírteini til flutningaflugs útgefin af Flug- málastjórn. 3.2 Flugmaðurinn hafði gild rétt- indi atvinnuflugmanns með áritun til blindflugs og tilskildar áritanir til þess að fara þetta flug. 3.3 Flugrekandinn, LÍO ehf./Air Charter Iceland, hafði gilt flug- rekstrarleyfi til þjónustuflugs. Flug- vélin TF-GTI var skráð á leyfi hans hinn 16. júní 2000. 3.4 Flugið var þjónustuflug í sjón- flugi á flugvélinni TF-GTI með einn flugmann og fimm farþega frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur. 3.5 Flugið í flugstjórnarsviði Reykjavíkurflugvallar og aðflugið að flugvellinum var sjónflug sam- kvæmt sjónflugsreglum. 3.6 Flugvélinni TF-GTI hafði ver- ið breytt þannig, að nýir vængendar með eldsneytistönkum höfðu verið settir á hana samkvæmt STC SA4300WE. Við þessa breytingu átti að setja nýjar upplýsingar um skilyrta hámarksþyngd flugvélar- innar og breyttar hraðatakmarkan- ir, bæði í flughandbókinni og á leið- beiningarspjöld í stjórnklefa. Leiðbeiningarspjöldin voru ekki samkvæmt fyrirmælum framleið- anda vængendanna. 3.7 Lofthæfifyrirmæli AD 94-12-8 sem voru gefin út af framleiðsluríki flugvélarinnar og áttu við eldsneyt- ismæla og áfyllingu eldsneytis henn- ar, höfðu samkvæmt gögnum flug- vélarinnar verið framkvæmd aðeins að hluta til. Lýsing á verklagi við áfyllingu eldsneytisins var ekki að finna í flughandbókinni og merking- ar voru ekki við áfyllingaropin. 3.8 Ekki var unnt að sjá í gögnum frá flugrekandanum með hvaða hætti ákvæðum um hleðslu eða jafn- vægi hafi verið fullnægt í daglegum rekstri flugvélarinnar frá því að hún var tekin í notkun í flutningaflugi. 3.9 Flugmaður TF-GTI virðist ekki hafa gert hleðsluskrá og jafn- vægisútreikninga fyrir flugtak frá Vestmannaeyjaflugvelli. Slík skrá og útreikningar í samræmi við flug- rekstrarhandbók flugrekandans, hefðu sýnt honum að flugvélin var ofhlaðin fyrir flugtak. Afrit kom ekki fram á brottfararstað og hún fannst ekki í flakinu. 3.10 Farþegalisti var ekki gerður fyrir flugtak frá Vestmannaeyjum samkvæmt ákvæðum loftferðalaga. 3.11 * Eldsneytis- og olíuskrá hafði ekki verið haldin samkvæmt reglum frá því að flugrekandinn tók flugvélina í notkun. Flugmaðurinn hafði því ekki tiltækar nákvæmar upplýsingar um raunverulega eyðslu flugvélarinnar miðað við flug- tíma. 3.12 * Flugmaðurinn virðist ekki hafa gengið úr skugga um hvert eldsneytismagnið á tönkum flugvél- arinnar var fyrir brottförina frá Vestmannaeyjum. 3.13 * Flugmaðurinn virðist hafa vanmetið eldsneytiseyðslu flugvél- arinnar og ofmetið eldsneytismagn í tönkum hennar fyrir brottförina frá Vestmannaeyjum, en þá hafði flug- vélin mun minna flugþol en hann áætlaði. 3.14 Ekki fundust bilanir við rann- sókn slyssins, sem skýrt gætu afltap hreyfilsins. 3.15 * Gangtruflanir og afltap hreyfilsins urðu líklegast vegna skorts á eldsneyti til hreyfilsins, vegna þess að eldsneyti á þeim tanki sem stillt var á gekk til þurrðar. 3.16 Í aðfluginu til Reykjavíkur- flugvallar skapaðist aukaálag á flug- manninn vegna annarrar flugum- ferðar, þar á meðal var Do-228 með kallmerkinu ICB-753, sem var í blindaðflugi frá Skaga að flugbraut 20, en fjórar flugvélar áætluðu lend- ingu nánast á sama tíma. 3.17 Flugumferðarstjórinn í flug- turninum mat það svo að umferðin gengi greiðast fyrir sig með því að láta ICB-753 halda blindfluginu áfram og láta TF-GTI, sem var í sjónflugi kominn á eða við það að komast á lokastefnuna, fara vinstri hring og koma til lendingar á eftir ICB-753. Hann gaf því TF-GTI fyr- irmæli um að beygja frá til vinstri sem og flugmaðurinn gerði. 3.18 Af óljósri ástæðu tók flug- maður TF-GTI svo krappan hring, að þegar flugvélin var um það bil yfir þröskuldi flugbrautarinnar var ICB-753 enn á flugbrautinni en u.þ.b. að aka út af henni á móts við flugskýli nr. 8. Flugumferðarstjór- inn mat svigrúm TF-GTI til lend- ingar ekki öruggt og gaf því flug- manninum fyrirmæli um að hætta við og fara umferðarhring. 3.19 Flugmaðurinn framkvæmdi ekki fráhvarfsflugið í samræmi við reglur Flugmálahandbókar, heldur sveigði fljótt af brautarstefnu og klifraði nálægt stefnu flugbrautar 25 í áttina að Skerjafirði. 3.20 Hinn krappi hringur sem flugmaðurinn flaug til lendingar á eftir ICB-753 svo og hin ótímabæra beygja eftir að hann fékk fyrirmæli um að hætta við lendingu gætu gefið vísbendingar um að hann hafi haft efasemdir um eldsneytismagnið um borð. Flugmaðurinn gaf hins vegar aldrei til kynna að hann þyrfti for- gang til lendingar. 3.21 Flugmaður TF-GTI var að hækka flugið, hafði dregið upp hjól og vængbörð og flugvélin var komin í um 500 feta flughæð yfir Skerja- firði í fráhvarfsfluginu, þegar hreyf- illinn missti afl. Flugvélin var í lá- réttu flugi og sveigði til vinstri. Flugmaðurinn kallaði upp að flug- vélin væri í ofrisi og fjöldi sjónar- votta sá hana velta til vinstri og steypast í bröttu gormflugi í sjóinn um 350 metra frá landi. Flugvélin brotnaði sundur og sökk á um sex metra dýpi með alla innanborðs. 3.22 Flugvélin var þunghlaðin á litlum hraða í fráhvarfsflugi þegar hreyfillinn missti afl. Hafi flugmað- urinn reynt endurgangsetningu hreyfilsins hefur það tekið nokkurn tíma en það ásamt því að halda stjórn á flugvélinni krafðist einbeit- ingar og markvissra aðgerða. Þar sem þetta var 22. flugferð hans þennan dag og flugvakt hans var orðin 13 klst., kann það að hafa dreg- ið úr einbeitingu og nákvæmni hans við stjórn flugvélarinnar og stuðlað að því að hann missti stjórn á henni. 3.23 Þegar gangtruflanirnar hóf- ust og hreyfillinn missti afl, hélt flugmaðurinn áfram láréttu flugi út yfir Skerjafjörð. Í þeirri flughæð og afstöðu til flugvallarins sem flugvél- in var í, var ekki svigrúm til annars en að halda flughraðanum í svifflugi að stjórnaðri nauðlendingu á hafflet- inum. 3.23 * Ljóst virðist að flugmaður- inn beindi ekki nefi flugvélarinnar tafarlaust niður til þess að halda eða ná upp flughraða til nauðlendingar á haffletinum eftir að hreyfillinn missti aflið. Niðurstöður í lokaskýrslu flugslysanefndar Líklegir orsakaþættir flugslyssins eru stjörnumerktir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.