Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ au óvæntu tíðindi hafa borist frá Kís- ildal, Mekka tölvu- væðingar heimsins, að þar sé að finna fólk sem eigi hvorki til hnífs né skeiðar en starfi samt í tengslum við tölvuheiminn. Hver bandaríski fjölmiðillinn á fætur öðrum greinir nú frá nýrri heimildamynd þar sem sýnt er fram á með óyggjandi hætti að sumir íbúar Kísildals fá greidd lágmarkslaun. Og allir eru ákaflega undrandi. Í þessum pistlum hefur áður verið drepið á auð- söfnun í Kís- ildal þar sem hver marg- millj- arðamæring- urinn á fætur öðrum kom fram á sjónarsviðið á mestu upp- gangstímunum. Nú eru að vísu ýmis teikn á lofti um að gósent- íðin sé að baki enda leggja net- fyrirtækin upp laupana hvert á fætur öðru. Eftir sem áður leita milljarðamæringarnir og börn þeirra til sálfræðinga til að fá hjálp við að höndla allan skyndi- auðinn en hann mun víst kosta fólk hina mestu sálarkröm. Það hefur líka verið skýrt frá því að ýmsar þær stéttir sem áður þóttu ágætlega settar, s.s. lögfræðingar og læknar, þykja nú aumir launaþrælar í Kís- ildalnum. Börn þessa fólks líða fyrir að foreldrarnir skuli þurfa að strita fyrir laununum í 8-10 tíma á dag á meðan þrítugi ná- granninn er fyrir löngu sestur í helgan stein og dundar sér við að telja peninga og barma sér yfir því hve erfitt sé að eyða þeim. En nú er sem sagt búið að finna fólk sem er enn lakar sett en lögfræðingarnir og læknarn- ir, hefur varla efni á aumasta þaki yfir höfuðið og ekur ekki um á BMW. Á jafnvel ekki neinn bíl. Ekki hefur komið fram hversu mikil vinna liggur að baki þessari uppgötvun en í vikunni var frumsýnd í borginni Berkeley við San Francisco-flóa heimildarmyndin „Leyndarmál Kísildals“. Í myndinni er fáfróð- ur almenningurinn upplýstur um að fjölmenn stétt manna starfi við illa launaða færi- bandavinnu í þágu hátækniiðn- aðarins. Tölvuprentararnir fínu eru til dæmis ekki settir saman í vélum, heldur í höndum fá- tækra innflytjenda sem flestir eru frá Mexíkó. Þeir hafa um 800 krónur á tímann, vinna myrkranna á milli en geta vart dregið fram lífið í Kísildal þar sem húsnæðiskostnaður er með því hæsta sem gerist í Banda- ríkjunum. Af einhverjum ástæðum virð- ist þetta koma fjölmiðlum á óvart, að minnsta kosti skein í gegnum skrifin hve blaðamaður San Francisco Cronicle var and- stuttur af undrun þegar hann ritaði pistil í blað sitt nú í vik- unni, þar sem hann segir m.a. að þessir láglaunuðu verkamenn séu ekki í Mexíkó eða Taívan, eins og búast mætti við, heldur í sjálfum Kísildalnum. Skrif með þessum blæ eru reyndar ekki ný bóla. Það er engu líkara en margir hafi blindast svo af gullglampanum frá Kísildal að þeir telji alla þar milljónamæringa hið minnsta. Það fylgir líka sögunni að fyr- irtæki muni seint skipta öllum færibandastarfsmönnum sínum út fyrir vélar því hátækni- framleiðslan breytist svo hratt að það borgar sig engan veginn að hanna og smíða vélar til að sjá um samsetningu á bún- aðinum, tölvum og prenturum. Þess vegna muni jafnvel stór- auðug tölvufyrirtækin halda áfram að nota starfsmenn á lús- arlaunum. Og höfundur heimild- armyndarinnar „Leyndarmál Kísildals“ segir í viðtali að mun- urinn á kjörum þeirra hæst settu hjá stórfyrirtækinu Intel og þeirra sem vinni lægst laun- uðu störfin á vegum fyrirtæk- isins sé sláandi. Enn ein undrin og stórmerkin. Þrátt fyrir almenna hneyksl- an vegna launakjara færi- bandafólksins er vert að taka fram að í Kaliforníu bjóða t.d. hamborgarabúllur og aðrir skyndibitastaðir starfsmönnum sínum laun sem eru á bilinu 500-800 krónur á tímann, jafn- vel þótt í sjálfum Kísildal sé. En í þeim bransanum er enginn með gullglampa í augunum og vandlætingin yfir raunveruleik- anum því ekki eins mikil. Öll er þessi umfjöllun heldur kjánaleg. Það er einfeldnings- legt að líta bara á millj- arðamæringana og ganga út frá því að allir, sem koma nálægt tölvuiðnaðinum á einhvern hátt, séu betur launaðir en fólk í sambærilegum störfum í öðrum geirum atvinnulífsins. En fars- inn í kringum Kísildal er orðinn svo yfirgengilegur að þetta kemur ekkert á óvart. Frá Kísildal kemur fólk sem trúir því í raun og sann að ekk- ert sé meiri ógæfa viðkvæmum sálum en að eignast peninga og þurfa að kljást við þá sam- viskuspurningu í hvaða gælu- verkefni eigi að eyða hluta af summunni. Sálartetrið þarf sér- fræðingsaðstoð við þær að- stæður. Það er líkast til ekkert fjarri lagi að næstu tíðindi úr dalnum verði á þá leið að þar hafi verið gerð skoðanakönnun sem sýni að bláfátækir innflytj- endurnir í færibandavinnunni séu hamingjusamari en aðrir íbúar dalsins. Þá er vitleysan fullkomnuð og hringnum lokað. Kjara- kveisa í Kísildal Það er einfeldningslegt að líta bara á milljarðamæringana og ganga út frá því að allir, sem koma nálægt tölvuiðn- aðinum á einhvern hátt, séu betur laun- aðir en fólk í sambærilegum störfum í öðrum geirum atvinnulífsins. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson Hkfridriksson- @ucdavis.edu ✝ Hafrún FreyjaSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1985. Hún lést í bílslysi á Jótlandi hinn 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Maríanna Björg Arnardóttir, f. 4.2. 1968, og Sigurður Hafsteinsson, f. 3.9. 1966. Systkini Haf- rúnar eru Magný Þóra, f. 9.9. 1989, Hafsteinn, f. 17.3. 1991, og Birkir Örn, f. 4.8. 1995. Foreldrar Maríönnu eru Elísabet Mortensen f. 2.9. 1949, og Magnús Þ. Guðmunds- son, f. 22.10. 1948, d. 7.3. 1989. Foreldrar Sigurðar eru Klara Margrét Arnarsdóttir, f. 12.7. 1946, d. 10.5. 1990, og Hafsteinn Auð- unn Hafsteinsson, f. 27.12. 1945. Fyrstu ár ævi sinnar bjó Hafrún með foreldrum sín- um í Reykjavík en síðan fluttust þau til Ólafsvíkur. Sumar- ið 1996 flutti fjöl- skyldan til Dan- merkur þar sem Hafrún hélt áfram skólagöngu, undi hún sér mjög vel og eignaðist marga góða vini. Minningarathöfn um Hafrúnu verður í Fella- og Hólakirkju í dag og hefst hún klukkan 11 og fer útför hennar fram á sama tíma frá Grenå í Danmörku. Elsku Hafrún mín, ég notaði tækifæri sem mér gafst til þess að skreppa í dagsferð til Kaupmanna- hafnar og heimsækja Evu frænku þína og litlu fjölskylduna hennar, mest til þess að sjá Elínu Köru litlu, yngsta sólargeislann minn. Vorum við að dást að því hvað hún væri dugleg og breyttist ört, og að hún minnti okkur svo mikið á þig þegar þú varst á hennar aldri, og er ekki leiðum að líkjast þar. Gisti ég hjá þeim eina nótt og vorum við vakin við símhringingu um miðja nótt með þeim hörmulegu fréttum að þú, mitt elsta barnabarn og sól- argeisli, hafir verið hrifin á brott úr þessu lífi. Grimmari geta örlög- in ekki verið. Fyrsta minningin um þig er frá því þegar við amma þín heitin vor- um að koma úr siglingu áður en þú fæddist, en hún hafði farið með mér ferð sem átti að vera lokið vel fyrir jól, en það varð seinkun á, þannig að komudag bar upp á af- mælisdaginn minn. Fréttum við að mamma þín væri komin upp á fæð- ingardeild og allt útlit fyrir að ég væri að fá fyrsta afabarnið í fer- tugsafmælisgjöf. Ég kom ekki við gólfin heldur sveif um af eftirvænt- ingu, en þú lést nú bíða aðeins eftir þér og valdir bara daginn eftir, sem var 65 ára afmælisdagur lang- ömmu þinnar. Síðan eru rúm 15 ár liðin og okkur ber að þakka þau, svo yfirfull af góðum minninga- brotum þegar litið er til baka yfir þetta alltof stutta æviskeið þitt. Það blasti við þér svo einstaklega björt framtíð, þú hafðir samlagast svo vel breytingunum á högum ykkar, eignast stóran vinahóp, og þér gekk svo einstaklega vel í nýj- um skóla í nýju landi. Þú varst alltaf svo dugleg að bjarga þér og svo hjálpleg við alla, sérstaklega við mömmu og pabba að gæta yngri systkina þinna, sem sakna stóru systur svo innilega sárt. Þú hafðir mikla þörf, strax á unga aldri, til þess að sýna hvað í þér bjó. Gleymi ég því aldrei hvað hún Klara amma þín var hreykin af þér þegar þú komst til hennar í heimsókn alein með rútunni frá Ólafsvík, að vísu með hjálp góðs bílstjóra og samfarþega þinna sem gættu þín vel að beiðni mömmu þinnar. Samferðafólkið naut þess víst alveg í botn að hafa þessa 4ra ára hnátu með, talandi viðstöðu- laust alla leiðina þessa 3 til 4 tíma er ferðin tók. Árin líða síðan hratt, áhyggjulaus æskan við leik og störf með stórum vinahópi í Ólafsvík. Þið flytjist búferlum suður á möl- ina eins og það er kallað, en staldr- ið stutt þar við því sumarið 1996 tók fjölskyldan þá stóru ákvörðun að flytjast búferlum á ný og þá alla leið til Danmerkur. Þar hefst nýr kafli í lífi ykkar í nýju landi. Þú hefur skólanám þá um haustið ell- efu ára gömul hnáta. Fljótt kom í ljós að pabbi og mamma þurftu ekki að hafa áhyggjur af þér vegna þessarar stóru ákvörðunar sem þau höfðu tekið, hvað varðaði námsárangur þinn. En það getur oft brugðið til beggja vona hvernig börn á þessum viðkvæma aldri taka svona miklum breytingum, það sannaðist á þér hvað þú áttir gott með að kynnast krökkum og eignast nýja vini, sem leiddu þig fyrstu sporin í framandi skóla og hjálpuðu við að ná fljótt góðum tökum á tungumálinu sem er frum- skilyrði fyrir því að vel geti gengið í skóla. Þegar ég kom í stutta heimsókn sl. haust varst þú búinn að eignast góðan vin, hann Mark þinn, og vor- uð þið þrátt fyrir ungan aldur al- veg yfirmáta ástfangin og uppfull af framtíðaráætlunum og draum- um. Í þessu hörmulega slysi var Mark með þér í bílnum og liggur nú stórslasaður ásamt ökumann- inum og er enn ekki alveg fullvíst hvernig þeim mun reiða af. Fyrsta aðkoma á slysstað var ófögur, að sögn lögreglu, var talið að Mark hefði ekið, en hann hefur sárlega neitað af veikum mætti sárþjáður, en ekki verið hlustað á hann. Síðan hafa læknar lýst yfir að áverkar sýni að útilokað sé að hann hafi ek- ið en hin grimma gula pressa í Danmörku er strax búin að slá því upp í fyrirsögnum að hann hafi ek- ið þér beint í opinn dauðann. Það er svo sárt að vera búinn að missa þig, elsku Hafrún mín, og öll eigum við aðstandendur mjög svo um sárt að binda og þar með talinn Mark, vinurinn sem hefur misst svo mikið. Bið ég algóðan Guð um að styrkja hann og fjölskyldu hans í baráttunni við afleiðingar slyss- ins, bæði andlegar og líkamlegar, og einnig fjölskyldu félaga hans, verðum við öll að hugsa hlýtt til þeirra. Það veit ég að þú vilt að þeirra bati geti orðið sem mestur, öll þín ljúfa framkoma og viðmót er að skila sér í einstökum hlýhug sem fjölskylda þín nýtur þessa ef- iðu daga, frá íbúunum í litla bæn- um ykkar, og blómahafið á slysstað sýnir þann hug sem fólkið ber til þín og þú hefur svo sannarlega unnið til. Öll mín orð sem ég hef veið að setja hér á blað í sund- urslitnum minningum, eru svo van- máttug. Það er svo ósköp sárt að vakna hvern morgun og átta sig á því að þetta sé ekki bara vond martröð og engu er hægt að breyta. Ég vil trúa því að þú sért nú í faðmi Klöru ömmu þinnar, og í kringum ykkur séu Maggi afi þinn, og bróðir hans Freyr Hafþór sem þú varst látin heita eftir. Tíminn á að lækna öll sár, reynsla mín er að hann allavega deyfir sorgina og sefar, en svona ótímabært fráfall yndislegrar stúlku sem var svo mikið elskuð af öllum þeim sem þekktu hana, nístir mig alveg inn að hjarta. Elsku Siggi minn og Björg, það verða minningarnar sem þið eigið um þessa elsku, sem verða ykkur dýrmætari þegar fram í sækir við að sefa sorgina, og skul- uð þið halda þeim að elsku börn- unum ykkar þeim Magný Þóru, Hafsteini og Birki Erni, yngri systkinum Hafrúnar, sem eru nú svo umkomulaus og ráðvillt við þetta hrikalega óréttlæti sem á okkur hefur dunið, eiga þau erfitt með að skilja það en minningin um stóru systur mun ávallt vera með þeim. Ég bið bara algóðan Guð, þann sem öllu ræður, um að veita ykkur styrk til þess að takast á við sorgina. Ég kveð þig með söknuði elsku barnið mitt. Þinn afi. Ég var stödd á heimili dóttur minnar, þegar síminn hringdi, ég horfði á viðbrögð hennar, það var eins og hún hefði brennt sig á símanum, henti honum í mig um leið og hún sagði:„Nei, það getur ekki verið, mamma, hún Hafrún dó í bílslysi í nótt!“ Við spyrjum Guð almáttugan af hverju, af hverju Hafrún Freyja? svona ung falleg og elskuleg? Minningarnar frá heimsókn minni til fjölskyldunnar vorið 1999 hrannast upp, hvað hún var alltaf brosandi og elskuleg, þótt hún væri rekin úr rúmi fyrir okkur ömmu hennar, það var allt svo sjálfsagt, Siggi og Björg voru dugleg að sýna okkur umhverfið, það var sama hvort hún var beðin um að gæta yngri systkina sinna eða koma með okkur, alltaf kom fallega brosið hennar. Hún var sér- lega góður unglingur, ljúf og elsku- leg, þá sérstaklega við foreldra sína og systkini, sem nú syrgja sárt. Hugur Hafrúnar stefndi hátt, hún var búin að sækja um nám við undirbúning fyrir lögfræði sem var framtíðardraumur, í viðbót við fjöl- skyldulíf. Ég er svo þakklát fyrir þá daga sem ég dvaldi með Haf- rúnu og fjölskyldu hennar vorið 1999 og sá þessa ungu fallegu stúlku fermast. Nú ert þú komin í faðm Klöru ömmu, bið ég Guð að geyma ykkur. Elsku Siggi Björg, Magný Þóra, Hafsteinn, Birkir Örn, Auðunn, Gulla, Ebba og aðrir ættingjar, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg, mínar hjartans samúðar- kveðjur. Erla Hafsteinsdóttir. Enn hefur sorgin knúið dyra og hreiðrað um sig hjá fjölskyldu okk- ar. Hvers vegna? Er ekki nóg kom- ið? eru áleitnar spurningar en fátt er um svör. Af hverju þetta mis- kunnarleysi að taka unga og glæsi- lega stúlku þegar lífið virtist brosa á móti henni? Hversu oft sem við spyrjum, hversu hátt sem við köll- um þá er það ekki í mannlegu valdi að svara því. Það er aðeins einn sem ræður, það er Guð. Við hugg- um okkur við það að Hafrúnu Freyju hafi verið ætlað æðra hlut- verk við hlið fósturafa síns og hann muni annast hana. Það er okkar vissa og okkar trú. Í örfáum orðum langar okkur að minnast Hafrúnar Freyju og þakka fyrir yndislegar samverustundir sem við áttum með henni og henn- ar fjölskyldu. Á vissan hátt hafði Hafrún Freyja sérstöðu í fjölskyldu sinni. Hún var fyrsta barn foreldra sinna þá var hún fyrsta barnabarn og fyrsta barnabarnabarn. Við fæð- ingu hennar kom hún sem sólar- geisli í fjölskylduna sem átti um sárt að binda vegna sjóslyss fyrr á árinu er Freyr Hafþór frændi hennar fórst ásamt félögum sínum. Bar hún nafn hans og yljaði það sárum hjörtum. Þegar Hafrún Freyja er aðeins þriggja ára gömul ferst fósturafi hennar, Magnús Guðmundsson, bróðir Hafþórs, í sjóslysi en samband þeirra Magn- úsar og Hafrúnar Freyju var alveg einstakt. Höfum við oft yljað okkur við hina dýrmætu minningu sem til er af þeim saman á myndbandi frá síðustu jólum í lífi Magnúsar þegar þau tvö hjálpuðust að við að opna stóra pakkann með hjólinu hennar Hafrúnar Freyju. Hafrún Freyja var yndislegt barn og hvers manns hugljúfi, hún var að eðlisfari rólynd og sýndi fljótlega mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart systkinum sínum þegar þau bættust í hópinn. Í skólanum HAFRÚN FREYJA SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.