Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 50
MINNINGAR
50 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Árni Hólm-steinn Árnason
var fæddur á Kálfs-
stöðum í Hjaltadal
18. september 1923
og lést á sjúkrahús-
inu á Sauðárkróki,
að kvöldi hins 30.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Árni Sveinsson, f.
30. október 1892, d.
23. október 1965, og
Sigurveig Friðriks-
dóttir, f. 21. október
1896, d. 5. ágúst
1990, búandi hjón á
Kálfsstöðum í Hjaltadal. Systkini
Árna voru Una Þorbjörg Árna-
dóttir, f. 28. maí 1919, d. 5.
febrúar 1982, og Friðrik, f. 23.
apríl 1922, d. 16. nóvember 1999.
Árni átti heima á Kálfsstöðum
meira en helming ævinnar eða í
41 ár til ársins 1964, fluttist þá
ásamt fjölskyldunni til Sauðár-
króks og bjó þar til æviloka í
húsinu Ægisstíg 6.
Á Sauðárkróki hóf
hann strax vinnu í
blikksmiðju Jónasar
Guðlaugssonar um
það leyti sem hún
byrjaði og vann þar
í 4 ár svo lengi sem
hún starfaði. Eftir
það var hann eitt ár
hjá versluninni
Hegra, fyrsti versl-
unarstjóri þar og
eini starfsmaður,
síðan 2 ár hjá Braga
Sigurðssyni vélsmið
og loks eitt ár hjá
trésmiðjunni Hlyn. Nokkru eftir
áramótin 1972 hóf hann starf hjá
Sútunarverksmiðjunni Loð-
skinni og var þar í 18 ár til 1990
að hann hætti 67 ára gamall.
Árni var ókvæntur og barnlaus
eins og systkini hans bæði. Útför
Árna fer fram frá Sauðárkróks-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 16.
Þær fara að draga hátt í hálfa öld
minningar mínar um Kálfsstaða-
heimilið sem hafði í mínum huga
nokkra sérstöðu í Hjaltadal á mínum
uppvaxtarárum milli 1950 og 1960.
Þar bjuggu þá roskin hjón með börn-
um sínum þremur, sem öll voru upp
komin, en ógift. Heimilið var menn-
ingarheimili, þar voru bækur lestrar-
félagsins geymdar og lánaðar út,
heimilisfólkið víðsýnt, gestrisið og
viðræðugott og þar léku menningar-
legir straumar, sumir komnir utan úr
stóra heiminum eða a.m.k. að sunnan.
Bræðurnir Árni og Friðrik unnu á búi
foreldra sinna á sumrin, en á veturna
skiptust þeir á að fara suður á vertíð
eða á Völlinn, sem þá var kallað. Árni
var þrjár vertíðir í Vestmannaeyjum
og einn vetur á Vellinum og kunni
þaðan frá ýmsu að segja, m.a. atburð-
um og slysförum sem aldrei fréttist
um í íslenskum fjölmiðlum.
Heimilisfaðirinn, Árni Sveinsson,
lést 1965, ári eftir að fjölskyldan flutt-
ist til Sauðárkróks, en móðirin, Sig-
urveig Friðriksdóttir, varð gömul
kona og lést sumarið 1990. Hafði Árni
að síðustu annast móður sína að
mestu rúmfasta heima svo lengi sem
nokkur kostur var. Sigurveig var
greind kona og hagmælt, einstaklega
sagnafróð og kunni feikn af kveð-
skap. Una, dóttir þeirra og systir
Árna, var líka greind kona og draum-
lynd, mjög hneigð til að skrifa og
komu eftir hana tvær skáldsögur á
prenti auk smásagna og framhalds-
sagna í Heima er bezt. Hún varð
bráðkvödd á heimili þeirra 1982.
Friðrik einn fór burtu og fluttist suð-
ur. Hann lést í vetrarbyrjun 1999 og
nú er horfinn síðasti meiður þessarar
fjölskyldu.
Árni var glaðvær ungur maður,
lagtækur mjög, batt bækur fyrir sig
og lestrarfélagið og hjálpsamur ná-
grönnum í sveitinni, hneigðari fyrir
handverk eða sjómennsku en búskap
og skepnuhirðingu þótt honum fær-
ust þau störf vel úr hendi eins og allt
sem hann lagði hönd að. Árni var
mjög barngóður og hændust börn að
honum. Hann sagði þeim sögur og
tók stundum fullan bíl af krökkum í
sunnudagsökuferðir til að fræða þau
um umhverfið. Þetta var þeim því
meiri tilbreytni þegar enn voru fjöl-
skyldur sem áttu engan bíl. Náttúru-
skoðun, saga mannlífs og veiðiskap-
ur, var Árna inngróin. Hann fór
talsvert með byssu á yngri árum í
Hjaltadalnum, bæði að refaveiðum og
fuglaveiði, átti trillu á árunum 1960-
1976 og reri að gamni sínu til fiskjar
en seinni árin á Sauðárkróki stundaði
hann silungsveiði í fjörunni við Sauð-
árkrók af mikilli kostgæfni. Hann var
sem vorboðinn mættur í fjöruna með
stöngina þegar silungurinn fór að
gefa sig.
Um margra ára skeið safnaði Árni
bókum, einkum á árunum milli 1970
og 1980, og átti safn sem skipti nokkr-
um þúsundum binda. Það ánafnaði
hann Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki
eins og reyndar flestum öðrum eigum
sínum. Merkast af hans ,,fyrirtækj-
um“ var þó e.t.v. steinasöfnunin sem
átti upphaf sitt til mikils flóðs og fjöru
sem varð hér í háþrýstisvæði nokkra
daga í marsmánuði 1993. Þá kom upp
á fjörunni land úr sjó sem enginn
maður hefur séð um aldir og þá fór
Árni að huga að þeim margvíslegu
steinum sem gat þar að líta. Öll ár síð-
an hefur Árni safnað steinum og er
safn hans ótrúlega fjölbreytt og
merkilegt – merkilegt vegna þess að
meira en 90 prósent steinanna eru af
nokkurra kílómetra svæði, þ.e. fjör-
unni við Borgarsand og Göngu-
skarðsárós og úr farvegi Göngu-
skarðsár upp á móts við Tungu.
Enginn maður hefði trúað að þarna
væri nokkuð sérstakt að finna steina-
kyns og litla þekkingu hefur undirrit-
aður til að leggja mat á þetta steina-
safn, en til dæmis að nefna þegar
Árni dró fram marmarahellu sams-
konar og þekja gólf í húsi Fjölbrauta-
skólans og sýndi viðmælanda ná-
kvæmlega samskonar marmarastein
úr Gönguskarðsárgilinu, fleiri en einn
og fleiri en tvo, eða sýndi litmynd úr
steinabók af grjóti utan úr geimnum,
hampaði svo steini sem sýndist vera
nákvæmlega sömu gerðar, þá mátti
ljóst vera hversu furðulegt steinasafn
var hér saman komið. Hluti þess er
nú til sýnis í Minjahúsi Sauðárkróks
og Náttúrustofa Norðurlands vestra
mun taka annað til rannsóknar, en
það er trúa mín að þetta safn þyki því
merkilegra sem tímar líða, fyrst og
fremst vegna þess að það er nánast
allt úr bæjarlandi Sauðárkróks.
Eftir að móðir Árna dó, 1990, bjó
Árni einn í húsi sínu á Ægisstíg 6.
Með tímanum gerðist hann nokkuð
sér um ýmsa hætti og skeytti lítt um
álit annarra. Hann hafði lúmskt gam-
an af að vera öðruvísi og ganga fram
af náunganum, eins og t.d. með því að
prófa að borða marhnút og harmaði
það að hafa ekki komið því í verk að
smakka hrafnakjöt. Skoðanir hans
voru oft markaðar nokkurri einsýni
og firtni og kenndi stundum biturðar
út í samtíðina, þótt hann í engu
breytti um gestrisni sína og greið-
vikni og væri að sínu leyti alltaf
mannblendinn.
Með Árna Árnasyni er nú genginn
síðasti ættmeiður Kálfsstaðafjöl-
skyldunnar gömlu. Hún er dáin út en
minningin lifir enn um sinn um það
merka fólk meðal okkar sem kynnt-
umst þeim og áttum við þau sam-
skipti. Mér er þökk í huga fyrir öll
þau kynni.
Hjalti Pálsson frá Hofi.
ÁRNI HÓLMSTEINN
ÁRNASON
✝ Júlía Rósa Krist-insdóttir fæddist
í Eystri-Löndum í
Vestmannaeyjum 1.
júlí 1924. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni í Vestmannaeyj-
um 29. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Oktavía
Þórunn Jóhanns-
dóttir frá Efri-
Hömrum í Holtum, f.
23. október 1884, d.
9. des. 1968, og
Kristinn Sigurðsson
frá Eystri-Löndum í
Vestmannaeyjum, f. 21. apríl
1890, d. 4. mars 1966. Hálfbróðir
Rósu, sammæðra, var Jóhann
Kristinsson (Ástgeirssonar), f.
9.1. 1913, d. 13.10. 1985, eigin-
kona hans er Sigríður Hildur
Þórðardóttir og eiga þau 2 börn.
Alsystkyni Rósu eru: Ásta Jó-
hanna Kristinsdóttir, f. 8.8. 1916,
gift Garðari Sigurjónssyni, þau
eiga 2 börn; Lilja Kristinsdóttir,
f. 7.3. 1918, d. 22.3. sama ár; Sig-
urður Yngvi Krist-
insson, f. 11.6. 1919,
kvæntur Guðbjörgu
Bergmundsdóttur,
þau eiga 2 syni; og
Sigrún Lilja Krist-
insdóttir, f. 29.3.
1921.
Rósa eins og hún
var alltaf kölluð ólst
upp í Vestmanna-
eyjum og lauk þar
gagnfræðaskóla-
námi. Samhliða
skólagöngu og að
henni lokinni vann
hún við fiskvinnslu
og aðstoðaði við bústörf föður
síns. Tvítug fór hún á Kvenna-
skólann á Blönduósi og stundaði
þar nám í 1 ár. Eftir það vann hún
lengst af við verslunar- og skrif-
stofustörf í Vestmannaeyjum. Á
meðan á eldgosinu stóð í Eyjum
bjó hún í Reykjavík og starfaði
þar í eldhúsi Landspítalans.
Útför hennar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Þá er komið að kveðjustund. Hún
Rósa er dáin, en við vorum nánar vin-
konur frá 14 ára aldri, er við settumst
í 1. bekk Gagnfræðaskólans í Vest-
mannaeyjum.
Ég minnist með ánægju, hvað gott
var alltaf að koma að Löndum. Þar
átti ég margar góðar stundir, þar lás-
um við Rósa oft saman lexíurnar okk-
ar. Sérstaklega fannst mér gott að
lesa þar dönskuna, því að hún
mamma hennar Rósu las nefnilega
dönsku og hjálpaði okkur, þegar við
lentum í vandræðum. Ég fékk líka oft
að gista þar, þegar blés af austri og ég
kom seint úr vinnu. Þá var gott að
þurfa ekki lengra en að Löndum og
þar var mér alltaf jafn vel tekið. Svo
var einnig eftir að ég fluttist suður til
Reykjavíkur og kom í heimsókn með
eiginmanni og börnum. Það var eins
og að koma heim. Oktavía alltaf svo
góð og notaleg og Kristinn hress að
vanda. Þá var spjallað um heima og
geima.
Æskuár okkar í Eyjum voru góð og
við lifðum áhyggjulausu lífi við leiki
og seinna vinnu. Ævistörf Rósu voru
verslunar- og skrifstofustörf, en í
tómstundum las hún mikið og hafði
sérstakt yndi af ljóðum.
Veturinn 1944–1945 vorum við á
Kvennaskólanum á Blönduósi. Þar
áttum við mjög góða og skemmtilega
daga og minntumst ætíð með þakk-
læti okkar góðu kennara, sem bjuggu
okkur vel undir lífið. Þar lærðum við
auðvitað heilmikið í heimilishaldi,
saumaskap, vefnaði og fleiru. Þá kom
vel í ljós, hve Rósa var einstaklega
handlagin og myndvirk.
Á Kvennaskólanum eignuðumst við
mjög góðar vinkonur, sem við höfum
alltaf haft samband við síðan. En
„maðurinn með ljáinn“ hefur verið
okkur „kvennaskólameyjum“ að-
gangsharður, því að á nokkrum mán-
uðum hafa fimm af skólasystrum okk-
ar látist.
Þær systur, Rúna og Rósa, bjuggu
alla tíð saman í Eyjum, utan gosár-
anna, er þær dvöldust í Reykjavík.
Það fór mjög vel á með þeim. Þær
ferðuðust mikið saman og komu oft til
Reykjavíkur til þess að hitta ættingja
og vini, en vinum sínum voru þær sér-
lega tryggar. Í þessum ferðum voru
þær duglegar að sækja leikhús og
tónleika. Slíka viðburði létu þær ekki
heldur fram hjá sér fara, þegar þeir
buðust í Eyjum.
Síðasti áratugur var Rósu þungur í
skauti, en hún barðist hetjulega, eink-
um við mjög erfiðan lungnasjúkdóm.
En að því kom, að hún varð að láta
undan og lést á 80 ára afmæli Rúnu,
systur sinnar.
Ég þakka Rósu langa og góða vin-
áttu, sem aldrei bar skugga á. Við Jón
Aðalsteinn og fjölskylda sendum
systkinum hennar og ættingjum inni-
legar samúðarkveðjur.
Vilborg (Villa frá Oddsstöðum).
Það var líf og fjör í Eyjum á 6. ára-
tug 20. aldar þegar mest aðkomufólk
innlent og erlent sótti hér vinnu og lá
við 4–5 mánuði, frá áramótum og
fram á vor. Á þessum árum stofnaði
undirritaður verslunina Drífanda,
sem áður hafði verið í eigu Gunnars
Ólafssonar og co. í áratugi. Ég var svo
heppinn að Rósa Kristinsdóttir, sem
við kveðjum í dag, hafði áður starfað
við verslunina, og gekk til liðs við mig.
Var þetta mér mikill ávinningur, því
þótt ég ætti mitt verslunarskólapróf
hafði ég ekki áður komið að verslun-
arrekstri. Þessi árin var mikil gróska,
ekki síst vegna fólksfjöldans sem
bættist við á hverju ári. Sá tími var
mikið tilhlökkunarefni, því umsvifin
jukust svo um munaði. Minnist ég til
dæmis að einhverju sinni fengu Fær-
eyingar, er verið höfðu í hundraðatali
á vetrarvertíð, ekki nema hluta launa
sinna yfirfærð, gripu þeir þá til þess
ráðs að kaupa t.d. fatnað, m.a. gæru-
skinnsúlpurnar góðu og víðfrægu, í
stórum upplögum.
Það var mikils virði að hafa áreið-
anlegt og traust samstarfsfólk og
mun ekki á neinn hallað þótt Rósu sé
á skilnaðarstund þakkaður af alhug
hennar þáttur í velgengninni. En oft
vorum við 4–5 við afgreiðslustörfin
þegar mest var við að vera.
Rósa var vinsæl og skemmtilegur
vinnufélagi og þótti viðskiptavinum
gott að leita til hennar. Fram að jarð-
eldunum 1973 bjó Rósa ávallt á æsku-
heimilinu, lengst af með Sigrúnu syst-
ur sinni að Löndum, sem hún var
jafnan kennd við. Þær systur urðu
eins og svo fjölmargir Eyjabúar að
sjá á eftir heimili sínu verða ógnum
jarðeldanna að bráð. Nokkrum árum
síðar höfðu systurnar komið sér vel
fyrir í fallegri íbúð vestur í Folda-
hrauni. Rósa átti við mikið heilsuleysi
að stríða síðustu árin, hún tókst á við
þá erfiðleika með stakri stillingu svo
aðdáunarvert var að fylgjast með.
Að leiðarlokum þakka ég Rósu góð
og gjöful kynni, bið Guð að blessa
minningu mætrar samferðakonu og
sendi eftirlifandi systkinum og öðru
ástvinaliði innilegar samúðarkveðjur.
Jóhann Friðfinnsson.
JÚLÍA RÓSA
KRISTINSDÓTTIR
!
" # $
!
%&"'
()
$* #+
! " !
#$
%
,
!$ # $- # !
( . %/#. 0
1 ! %/#. ! #! * 0
'! %! ! !
!2 & 0
! ! !
& ' ! '
(
) *
!
3
3
'4)((
!$ *$ !56 0
027# #
!
"
(-
0 *$ 7$8
*!
! *
%
6!*$
!$ !
1 !
! 3
!9 0
# 47 !
! %#!% ## 0
&
2/ 0
6!*$ '!# 3 !