Morgunblaðið - 07.04.2001, Side 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 53
vil ekki gleyma þér, ég mun ekki
gleyma þér. Ég elskaði þig, ég elska
þig. Ég trúi ekki, ég reyni en ég get
ekki, þú fórst bara. Ég sakna þín því
ég elska þig.
Guð varðveiti þig og hjálpi fjöl-
skyldu þinni á erfiðum tímum. Þín
frænka,
Árný Yrsa.
„Öllu er afmörkuð stund, og sér-
hver hlutur undir himninum hefur
sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma
og að deyja hefur sinn tíma“.
Tíminn sem við höfðum Gunnar
Jón hjá okkur var ekki langur og á
kveðjustund viljum við þakka þér,
elsku frændi og vinur, fyrir gleðina
og allt sem þú gafst okkur á þinni
stuttu ævi. Þessar línur eru okkar
kveðja til þín.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Elsku Kim, Guðmundur og fjöl-
skylda og aðrir ástvinir.
Látum minninguna um „einstak-
an“ yndislegan dreng verða ljósið
sem lýsir okkur í sorginni, því það
ljós mun aldrei slokkna.
Jóhanna, Haukur og synir.
Jón, Jóna og fjölskylda.
Þegar okkur barst sú hörmulega
frétt síðasta sunnudag að vinur okk-
ar og bekkjarfélagi hann Gunnar
Jón hefði lent í alvarlegu bílslysi og
látist brustum við strax í grát. Við
huggum okkur við það að „þeir deyja
ungir sem guðirnir elska“.
Gunnar, þú varst fjörugur og
skemmtilegur strákur og munt alltaf
lifa í huga okkar. Þegar við hugsum
til baka munum við sérstaklega eftir
þegar við vorum í grunnskóla og all-
ur bekkurinn vildi fá frí í tíma til að
spjalla eða spila, þá sagðir þú alltaf
„nei, ég vil frekar læra!“ Samt vildir
þú fá frí með okkur, þú varst aðeins
að þessu til að kanna viðbrögðin – því
það fannst þér gaman. Við rifjum
líka upp með hlátur í huga þegar átti
að taka 10. bekkjarmyndina af okkur
og þú vildir standa eins og flestir
hinir strákarnir en vegna stærðar
þinnar varstu látinn sitja –– og ert
með mikinn fýlusvip á myndinni.
Ekki þurfum við að hugsa lengra
en til síðustu viku þegar við brostum
mikið að því þegar þú varst að reyna
að ergja eldri stelpurnar á hinu borð-
inu, uppí skóla, með því að nudda og
slá höndunum í borðið þar til þig
verkjaði, en þá bléstu bara í lófana
og hélst áfram – og það virkaði hjá
þér, þær urðu virkilega pirraðar! Þú
eyddir næstum öllum þínum frí-
stundum í íþróttahúsinu og stundað-
ir þar fótbolta af kappi. Þú hélst með
Manchester United í enska boltan-
um og varst vægast sagt ekki sáttur
þegar Liverpool tók þá síðasta laug-
ardag 2-0.
Linda minnist þess mjög þegar þú
varst á körfuboltaæfingu hjá stelp-
unum og varst með mikla körfu-
boltatakta eins og þú værir búinn að
æfa í mörg ár, en hafðir aldrei æft,
og stelpunum fannst þú efnileg
körfuboltastjarna.
Þú varst nýgenginn í meistara-
flokk Ægis í fótbolta og varst að fara
að spila með þeim þinn fyrsta leik
þegar örlögin gripu í taumana.
Gunnar. Okkur mun ávallt þykja
vænt um þig og við vonum að þér líði
vel þar sem þú ert núna og trúum því
að þér hafi verið ætlað annað og
betra hlutverk annars staðar en hjá
okkur. Við sjáumst vonandi seinna.
Elsku Gummi, Kim, Maggi, Valdís
og Gummi Kalli, ættingjar og vinir,
við vottum ykkur dýpstu samúð og
megi Guð gefa ykkur styrk til að tak-
ast á við sorg ykkar og missi.
Þínar vinkonur og bekkjarsystur,
Auður Helga og Linda Ósk.
Elsku Gunnar Jón minn. Ég bjóst
ekki við því að þurfa að kveðja þig
strax og alls ekki á þennan hátt en
svona er þetta bara. Ég þekkti þig
sem lífsglaðan og kátan strák sem
öllum þótti vænt um. Auðvitað gastu
verið pirrandi af og til en eru það
ekki allir?
Þú komst oft heim til okkar og
þótti öllum á heimilinu vænt um þig
enda varstu orðinn eins og einn af
okkur. Það var gaman að fylgjast
með ykkur Hjalta, þið voruð svo frá-
bærir saman. Þegar við Magnús
byrjuðum saman kynntist ég þér enn
betur. Þið hin á heimilinu tókuð mér
mjög vel og þótti mér mjög notalegt
að koma til ykkar. Næstum öll skipt-
in sem ég kom voruð þið bræðurnir
að hjálpast að í tölvunni inni í ein-
hverju af herbergjunum. Þetta er
ógleymanlegt af því það var svo
fyndið að sjá ykkur æsast yfir fót-
boltaleikjunum og fagna þegar ykk-
ar lið skoraði. Eins og vanalega varst
þú alltaf svangur þótt þú værir nýbú-
inn að borða. Eitt sinn þegar þú
komst til okkar var pabbi að elda
fisk. Þú labbaðir inn í eldhús, gægð-
ist á pönnuna og sagðir svo: „Er
þetta nóg fyrir ykkur? Heima hjá
mér eru alltaf elduð fjögur flök.“
Pabbi gat ekki annað gert en bætt á
pönnuna og boðið þér í mat. Þú borð-
aðir fiskinn með bestu lyst þó svo að
þú hafir verið nýbúinn að borða fisk
líka heima hjá þér. Jæja Gunnar
minn, margs er að minnast um þig.
Hver á að hanga í netunum fyrir ut-
an íþróttaklefana núna og tuða í okk-
ur fimleikastelpunum um að tíminn
okkar sé búinn og ykkar sé byrjað-
ur? Það getur enginn. Það verður
aldrei náð að fylla upp í þitt skarð af
því að enginn er eins og þú en Guð-
mundur Karl bróðir þinn kæmist
næst því. Þú varst svo sérstakur og
svo frábær og ég sakna þín svo sárt.
Ég vona bara frá mínum innstu
hjartarótum að þú sért á góðum stað,
í góðum höndum þar sem þér líður
vel, Gunnar minn. Minning þín mun
ávallt búa í mínu hjarta.
Elsku Kim, Guðmundur, Magnús,
Valdís, Guðmundur Karl og vinir
Gunnars sem lentu í þessum hræði-
lega atburði. Ég votta ykkur mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Megi guð
vaka yfir ykkur og styrkja ykkur á
þessu erfiða skeiði.
Mig langar að ljúka þessari minn-
ingu um Gunnar Jón með orðum eft-
ir Sören Kirkegaard: „Daginn sem
þú fæddist gréstu en ástvinir þínir
glöddust. Lifðu þannig, að daginn
sem þú kveður, gráti ástvinir þínir
en þú sért sjálfur glaður.“
Hugrún Vignisdóttir.
Elsku Gunnar Jón. Þegar við
fréttum um þetta hörmulega slys
brustum við strax í grát. Maður spyr
sig alls konar spurninga sem erfitt er
að finna svör við. Heimurinn lítur
öðruvísi út. Og það sem er ofarlega í
huga okkar allra er ekkert nema
góðar minningar. Hvað þú lagðir þig
fram til að kanna viðbrögð annarra
með alls konar uppátækjum. „Þér
tókst það svo sannarlega.“ Eins og
þegar þú og Stebbi, vinur okkar, fór-
uð út með fjarstýringuna og stóðuð
fyrir utan gluggann hjá öðrum og
breyttuð um stöðvar svo fólkið skildi
ekkert í því hvað væri að gerast.
Fólkið var farið að hringja í Stöð 2 til
að kvarta undan ólátunum í sjón-
varpinu, en þá voruð það bara þið,
prakkararnir. Þetta er bara eitt af
mörgum sniðugum uppátækjum þín-
um. Þetta kennir okkur að meta
hvert annað meira og héðan í frá
munum við eftir að spenna beltin.
Okkur þykir sárt að vinur okkar
þurfti að deyja til að við förum að
hugsa rökrétt um svona lagað. Það
er allt of dýrkeypt.
Við viljum votta fjölskyldu þinni
okkar dýpstu samúð og megi guð
styrkja ykkur í sorginni.
Þínir vinir og bekkjarfélagar,
Hrafnhildur, Svanhildur,
Hafþór, Bragi, Snorri
og Jón Bryngeir.
Elsku Gunnar Jón.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Guð varðveiti þig. Hjálpi og styrki
mömmu þína og pabba, systkini þín
og okkur öll. Þín frænka,
Guðrún Arna.
Fleiri minningargreinar
um Gunnar Jón Guðmundsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Löglærður aðstoðar-
maður dómara
Við Héraðsdóm Reykjaness er laus til umsókn-
ar staða löglærðs aðstoðarmanns dómara.
Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði 2.-6. tölul.
2. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla.
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi
Stéttarfélags lögfræðinga og héraðsdómstól-
anna frá 28. september 1998.
Umsóknir berist skrifstofu Héraðsdóms Reykja-
ness fyrir 20. apríl nk.
Dómstjóri.
KÓPAVOGSSKÓLI
- skóli í sókn -
Kópavogsskóli er heildstæður 2ja hlið-
stæðna grunnskóli með sérdeild. Skólinn er í
rótgrónu hverfi og hafa starfsmenn,
nemendur og foreldrar í sameiningu mótað
sínar sjálfsmatsaðgerðir og gildi skólastarfs
eftir leiðum siðferðilegra reikningsskila
(Velvildarvogarinnar).
Eftirtaldar kennarastöður á næsta skóla-
ári eru nú lausar til umsóknar:
• Handavinnukennara (smíðakennara),
• Sérkennara
• Almenns bekkjarkennara.
Laun samkv. kjarasamningi Kennarasambands
Íslands og Launanefndar sveitarfélaga.
Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Ólafur
Guðmundsson í síma 554 0475 og 897 9770
Umsóknarfrestur er til 20. apríl næstk.
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR Hjúkrunarforstjóri
Blönduósi
Laus er til umsóknar staða hjúkrunarforstjóra
við Heilbrigðisstofnunina Blönduósi.
Hjúkrunarforstjóri er yfirmaður sem ásamt yfir-
lækni og framkvæmdastjóra annast daglega
stjórn stofnunarinnar. Hjúkrunarforstjóri ann-
ast faglega stjórnun á heilsugæslu og sjúkra-
húsi.
Um er að ræða fullt starf. Launakjör eru sam-
kvæmt kjarasammningi hjúkrunarfræðinga.
Einungis kemur til greina að ráða hjúkrunar-
fræðing.
Umsóknum skulu fylgja náms- og starfsferill
viðkomandi. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.
Starfið veitist frá og með 1. júní nk. eða eftir
nánara samkomulagi.
Allar frekari upplýsingar um starfið veita Kristj-
ana Arnardóttir, hjúkrunarforstjóri, og Pétur
Arnar Pétursson, framkvæmdastjóri.
Umsóknum skal skila til Péturs Arnars Péturs-
sonar, Flúðabakka 2, 540 Blönduósi.
Öllum umsóknum verður svarað.
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
Félagslegt starf með götubörnum. Dreifing á matvælum og
fatnaði til flóttamanna. Berjast gegn eyðnifaraldrinum, finna
fjölskyldur fyrir börn sem eru munaðarlaus vegna eyðni.
4-6 mánaða þjálfun í Danmörku.
Möguleiki á skólastyrk fyrir þá sem byrja núna.
HUMANA PEOPLE TO PEOPLE.
Hafið samband við John í s. 0045 28 40 67 47.
jb@humana.org — www.drh-movement.org
Skólastjóri — kennari
Okkur nemendur við grunnskólann Finnboga-
stöðum, Árneshreppi, vantar skólastjóra og
kennara.
Þetta er fámennur skóli í fallegu umhverfi.
Upplýsingar veita: Haraldur Óskarsson,
skólastjóri, símar 451 4031 og 451 4032.
Hjalti Guðmundsson, formaður skólanefndar,
sími 451 4012.
Gunnsteinn Gíslason, oddviti, símar 451 4001
og 451 4003.
TIL SÖLU
Rýmingarútsala
Laugardaginn 7. apríl 2001 höldum við rýmingarsölu
frá kl. 13.00—16.00 síðdegis og bjóðum ykkur álstiga
og tröppur á frábæru verði. Einnig úrval af ódýrum
verkfæra- og veiðikössum og kassa sem mundu henta
vel utan um fluguhnýtingardótið. Ferðavörur á mjög
hagstæðu verði: Uppblásin vask í útileguna, sápu-
hulstur, neyðarteppi, töskur, grillgaffala og margt
fleira. Einnig er mikið úrval veiðarfæra, flugustangir,
kaststangir, kaststangir með hjóli á góðu verði, flugu-
hjól, flugulínur, flugu og baklínu í sama pakka, flugu-
hnýtingarsett, túbu „Visa“ ódýrar vöðlur, Camo
vöðlur til gæsaveiða, veiðigallar og nokkur lítið gölluð
vesti. Fjölbreytt úrval leikfanga, dúkkur, bílar, litabæk-
ur, púsluspil. Örbylgjuofnar á kynningarverði.
Safapressur á tilboðsverði ofl. ofl. Lítið við og gerið
góð kaup. Greiðslukortaþjónusta.
I. Guðmundsson,
Vatnagörðum 26, 104 Reykjavík,
sími 533 1991.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNA
mbl.is