Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 56
UMRÆÐAN
56 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
INGIBJÖRG Sól-
rún Gísladóttir,borg-
arstjóri í Reykjavík,
hefur nú upp á sitt
eindæmi ákveðið, hvað
sem tautar og raular,
að kosningin um flug-
völl í Vatnsmýrinni í
Reykjavík sé siðferði-
lega bindandi fyrir
borgaryfirvöld, Reyk-
víkinga og landsmenn
alla, þrátt fyrir að
kosningin sé á engan
hátt marktæk og nið-
urstaðan engin sam-
kvæmt reglum sem
hún setti sjálf og eru
byggðar á sveitar-
stjórnarlögum.
Borgarstjóri og fylgifiskar henn-
ar í málinu, Helgi Hjörvar og
Hrannar Björn Arnarsson, tala nú
eins og allt hafi þetta verið meiri-
háttar sigur fyrir lýðræðið og
marki ákveðin tímamót í sögu
borgarinnar. Auðvitað eru þetta
skýr skilaboð til Reykvíkinga um
að taka ekki mark á því lýðskrumi
og skrípaleik sem borgarstjórinn
hefur boðið Reykvíkingum upp á.
13. febrúar sl. lagði borgarstjóri
fram svohljóðandi tillögu í borgar-
ráði: „Borgarráð samþykkir að nið-
urstaða atkvæðagreiðslu um fram-
tíðarnýtingu Vatnsmýrar og
staðsetningu Reykjavíkurflugvall-
ar 17. mars n.k. verði bindandi, ef
a.m.k. ¾ hlutar atkvæðisbærra
manna taka þátt í henni. Jafnframt
samþykkir borgarráð að niðurstað-
an verði bindandi, ef a.m.k. 50% at-
kvæðisbærra manna greiða at-
kvæði á sama veg.“
Samkvæmt þessari samþykkt
hefðu a.m.k. 75% eða 60.969 Reyk-
víkingar þurft að kjósa til þess að
hún yrði bindandi, en aðeins 37,2%
tóku þátt eða 30.219 Reykvíkingar.
Kjósendur á kjörskrá voru 81.262.
Til þess að kosningin yrði bindandi
samkvæmt samþykkt borgarráðs
hefðu 30.750 fleiri Reykvíkingar
þurft að taka þátt í kosningunni en
raun varð á eða 38%.
Niðurstaða kosninganna var á
þann veg að 14.913 eða 18,4% vildu
að völlurinn færi en 14.529 eða
17,9% vildu að völlurinn væri.
Þarna munar aðeins 384 atkvæðum
eða tæplega 0,5%. Þeir sem sátu
heima og tóku ekki þátt í kosning-
unni voru 51.043 eða 62,8% af þeim
sem voru á kjörskrá.
Draga má þá ályktun að þeir sem
kusu að sitja heima
endurspegli afstöðu
þeirra sem vildu ekki
taka þátt í þessu sýnd-
arlýðræði eins og nú
hefur komið á daginn.
Þessi kosning er eng-
an veginn bindandi
fyrir borgarstjórn
Reykjavíkur ef menn
vilja fara að reglum
lýðræðisins.
Á fundi borgarráðs
12. desember s.l. lagði
borgarstjóri fram til-
lögur sérfræðihóps
vegna atkvæðagreiðsl-
unnar um flugvöllinn.
Þar var m.a. sam-
þykkt að samhliða atkvæðagreiðsl-
unni yrði efnt til skoðanakönnunar
meðal annarra landsmanna til að fá
fram sjónarmið landsbyggðarfólks
og íbúa annarra sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu. Úrtak 5–
10.000 manna yrði spurt í síma.
Samþykkt var að niðurstöður þess-
arar skoðanakönnunar og atkvæða-
greiðslunnar yrðu birtar samtímis.
Þetta hefur ekki verið gert. Sú
samþykkt borgarráðs hefur verið
virt að vettugi.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru
mikill ósigur fyrir borgarstjóra
sem lagði allt undir í málinu. Dræm
þátttaka í atkvæðagreiðslunni sýn-
ir að borgarbúar sáu í gegnum þá
sýndarpólitík sem viðhöfð hefur
verið. Staðreyndir tala sínu máli
því 50.043 Reykvíkingar eða 62,8%
kusu að taka ekki þátt í kosning-
unni og sátu heima. Atkvæða-
greiðslan hefur engan veginn skil-
að marktækri niðurstöðu og er því
ekki bindandi.
Auðvitað er það jákvætt að fá álit
kjósenda í tilteknum málum eins og
flugvallarmálinu, en R-listinn hefur
klúðrað þessu máli gjörsamlega
með óvönduðum vinnubrögðum.
Formaður skipulagsnefndar
Reykjavíkur, Árni Þór Sigurðsson,
snerist gjörsamlega í málinu tveim-
ur dögum fyrir kjördag. Þetta er sá
aðili í borgarstjórn Reykjavíkur
sem hefur hvað greiðastan aðgang
að öllum upplýsingum um málið.
Það er því ekki óeðlilegt að hinn al-
menni borgarbúi spyrji sig hvernig
hin faglegu rök séu í þessu máli
þegar einstaklingur sem er í for-
svari fyrir málaflokkinn kúvendir í
málinu á síðustu dögum.
Nú hafa borgarstjórinn í Reykja-
vík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
og fylgifiskar hennar í málinu,
Helgi Hjörvar og Hrannar Björn
Arnarsson, gefið skít í lýðræðið og
virða hvorki sveitarstjórnarlögin
né sínar eigin samþykktir. Sagt er
að kosningaúrslitin séu siðferðilega
bindandi þó að allir viti að svo er
ekki. Þetta pólitíska sjónarspil hef-
ur skaðað lýðræðið og kostað borg-
arbúa mikla peninga.
Mikill ágreiningur er nú uppi hjá
R-listanum í málinu. Framsóknar-
mennirnir Sigrún Magnúsdóttir og
Alfreð Þorsteinsson telja bæði að
úrslit kosninganna séu alls ekki
bindandi. Þannig er siðferðismat
borgarfulltrúa innan R-listans mis-
munandi.
Í sjónvarpsviðtali 19. mars s.l.
sagði Sigrún Magnúsdóttir: „Þetta
er alveg skýrt, við lögðum upp með
skýra kosti, kosningin náði þeim
ekki og er því ekki bindandi, ég
held að allir séu sammála um það.“
Í þessu sama sjónvarpsviðtali var
talað við Alfreð Þorsteinsson.
Hann sagði að ákveðnar reglur
hefðu verið settar um hvenær og
hvort kosning yrði bindandi. Það
væri augljóst að krafan væri um
75% þátttöku en raunin væri víðs-
fjarri því marki. Borgaryfirvöld
væru því algjörlega óbundin af
þessari niðurstöðu. Hann sagðist
ekki geta séð að borgaryfirvöld
væru siðferðilega bundin né að nið-
urstöðurnar væru bindandi á ein-
hvern hátt.
Hér kemur skýrt fram að sið-
ferðismat þeirra Sigrúnar og Al-
freðs í málinu er allt annað en
borgarstjórans og hennar fylgi-
fiska. Þau líta greinilega til sveit-
arstjórnarlaga og þeirra reglna
sem settar voru vegna kosninganna
í áliti sínu. En borgarstjóri, Helgi
og Hrannar berja hausnum við
steininn af því að þeim líkar ekki
niðurstaða kosninganna og segjast
vera siðferðilega bundin af kosn-
ingunni sem er fjarri öllum sanni.
Að leggja málið þannig upp er ekk-
ert annað en siðblinda.
Auðvitað eru þetta skýr skilaboð
til Reykvíkinga um að taka ekki
mark á því lýðskrumi og skrípaleik
sem borgarstjórinn hefur nú boðið
Reykvíkingum upp á. Nú spyrja
menn hvort borgarstjóra muni tak-
ast að sveigja þau Sigrúnu og Al-
freð til hlýðni við sig í málinu.
Ágreiningur
um lýðræðis-
reglur og
siðferðismat
Jóna Gróa
Sigurðardóttir
Kosning
Þetta eru skilaboð til
Reykvíkinga, segir Jóna
Gróa Sigurðardóttir,
um að taka ekki mark á
því lýðskrumi og skrípa-
leik sem borgarstjórinn
hefur nú boðið upp á.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
ALLS staðar blasir
við okkur hversu sam-
skipti eru mikilvæg í
daglegu lífi. Mörgum
finnst nóg um alla
fundina sem við boðum
til eða eigum að mæta á
og flestir eru talandi í
síma daginn út og inn,
sitjandi, gangandi og
akandi. Eftir vinnuna
reynum við eftir
fremsta megni að eiga
góð samskipti við heim-
ilisfólkið sem oftar en
ekki er talandi í síma,
að senda tölvupóst,
leita á netinu, horfa á
sjónvarp eða mynd-
band. Þessi tæknivæddu samskipti
minna á þörf okkar fyrir að eiga
samneyti við annað fólk en eru
kannski á köflum á kostnað venju-
legra hjálpartækjalausra samskipta.
Stjórnun, samskipti
og vellíðan
Framundan er alþjóðlegur heil-
brigðisdagur sem að þessu sinni er
helgaður geðheilbrigði. Góð sam-
skipti eru grundvöllur góðrar geð-
heilsu. Á vinnustað skipta samskipti
starfsmanna mjög miklu máli. Rann-
sóknir hafa sýnt að starfsmenn
leggja mesta áherslu á gildi góðra
samskipta og starfsanda þegar þeir
eru spurðir um vellíðan í vinnu. Sam-
skipti og góður starfsandi vegur þar
þyngra en aðrir þættir svo sem laun.
Samskipti sem byggjast á virðingu,
umburðarlyndi og gagnkvæmu
trausti einkenna góða vinnustaði og
oftar en ekki eru það
stjórnendur sem gefa
tóninn og eiga drjúgan
þátt í að skapa góðan
starfsanda.
Landlæknisembætt-
ið og Geðrækt hvetja
landsmenn til að taka
þátt í eflingu geðheil-
brigðis á vettvangi heil-
brigðiskerfisins, heim-
ila, skóla, kirkju og
vinnustaða. Landspít-
ali-háskólasjúkrahús
tekur þátt í þessu verk-
efni með því að leggja
áherslu á gildi góðra
samskipta fyrir and-
lega velferð starfs-
manna. Af þessu tilefni var settur
saman samstarfshópur sem fer í
stuttar heimsóknir á deildir spítal-
ans vikuna 2.-4. apríl. Heimsóknirn-
ar eru á léttu nótunum þar sem
heimsóknargestir bjóða starfsmönn-
um og sjúklingum, sem hafa mögu-
leika til, að taka þátt í stuttum sam-
skiptaleik. Samskiptaleikir varpa
ljósi á hvernig hópar vinna saman og
oft og tíðum kristallast samskipta-
munstur í slíkum leikjum, þátttak-
endum og öðrum til gagns og gam-
ans. Auk heimsóknanna hafa prestar
spítalans sérstakar bænastundir af
þessu tilefni, sjúkraþjálfarar bjóða
upp á slökun og sýning Kaffileik-
hússins á leikritinu Háalofti hinn 5.
apríl er tileinkuð starfsmönnum
Landspítala-háskólasjúkrahúss.
Vellíðan starfsmanna er lykillinn
að starfsánægju sem er grundvöllur
velgengni fyrirtækja. Vellíðan
starfsmanna er afrakstur góðra
stjórnunarhátta, virðingar í sam-
skiptum, ábyrgðar og umburðar-
lyndis starfsmanna. Skipulag verk-
efna, gott upplýsingaflæði og
tækifæri starfsmanna til að hafa
áhrif á eigin störf einkenna góða
stjórnun. ,,Ekki líta undan! Láttu
þér annt um andlega heilsu“ eru
mikilvæg skilaboð til starfsmanna og
stjórnenda til að styðja velferð
starfsmanna og þar með velferð fyr-
irtækjanna.
Láttu þér
annt um and-
lega heilsu
Sigrún
Gunnarsdóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Alþjóðaheilbrigði
Vellíðan starfsmanna,
segir Sigrún Gunn-
arsdóttir, er lykillinn að
starfsánægju sem er
grundvöllur velgengni
fyrirtækja.
KLÚBBURINN
Geysir er úrræði fyrir
fólk sem er að ná sér
eftir geðræn veikindi.
Þeir sem hafa átt við
þann vanda að etja er
stór hópur sem klúbb-
urinn Geysir hefur átt
þátt í að virkja.
Klúbburinn hjálpar
félögum að ná betri lífs-
gæðum og ná sínum
markmiðum. Það að
vera virkur, tilheyra
hópi, og að vinnufram-
lag sé metið, teljum við
að séu sjálfsögð mann-
réttindi og lífsgæði.
Það að vera haldinn
geðsjúkdómi leiðir oft til félagslegr-
ar einangrunar og lágs sjálfsmats.
Manneskjan í fyrirrúmi
Klúbburinn Geysir er vinnustaður
þar sem félagar og starfsfólk vinna
saman að þeim verkefnum sem inna
þarf af hendi. Félagar fá tækifæri til
að reyna sig í ýmsum störfum og fá
svörun á þau. Í klúbbnum Geysi er
vinnuframlag hvers og eins metið.
Við horfum á styrkleika frekar en
veikleika, og félagar fá tækifæri til
að byggja upp starfsgetu sem leiðir
til betra sjálfsmats og einangrun
verður rofin. Ef félagi veikist þá hef-
ur hann klúbbinn alltaf sem stuðn-
ing, og hann er ekki gleymdur, því
hver og einn félagi er mikils metinn.
Taka þátt í þjóðfélaginu
Það að skapa félögum tækifæri til
að komast út á almennan vinnu-
markað eftir veikindi er eitt af að-
almarkmiðum klúbbsins. Klúbbur-
inn leitar að vinnu eftir óskum félaga
og styður viðkomandi. Stuðningur-
inn er fólginn í því að félaginn fær
þann tíma og þá kennslu sem hann
þarf meðan hann er að komast inn í
starfið. Félaginn er ráðinn á sínum
forsendum og fær laun samkvæmt
launataxta fyrirtækisins. Klúbbur-
inn Geysir skapar tækifæri fyrir
félaga til að ná markmiðum sínum og
fá starfsreynslu á vinnumarkaði.
Í dag eru starfandi 14 einstakling-
ar á hinum almenna vinnumarkaði
fyrir tilstuðlan Geysis og daglega
koma 15–25 félagar í klúbbinn til
starfa.
Í tilefni af alþjóðlega heilbrigðis-
deginum telur klúbburinn Geysir að
skref til heilbrigðis sé fólgið í því, að
vera virkur og það sé þörf fyrir þig,
og vinnuframlag hvers og eins skipt-
ir máli.
Kæru landsmenn, til hamingju
með daginn!
Það er þörf fyrir þig
Anna S.
Valdemarsdóttir
Geysir
Klúbburinn Geysir er
vinnustaður, segja Anna
S. Valdemarsdóttir og
Ólína H. Guðmunds-
dóttir, þar sem félagar
og starfsfólk vinna sam-
an að þeim verkefnum
sem inna þarf af hendi.
Höfundar eru starfsmenn í
klúbbnum Geysi.
Ólína H.
Guðmundsdóttir
Sterk gó l fe fn i
Ármúla 23, sími 533 5060
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík