Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FIMM mánuðum eftir brotlendingu flugvélarinnar TF-GTI ritaði Þor- steinn Þorsteinsson, varaformaður rannsóknarnefndar flugslysa, nafn sitt undir frumskýrslu nefndarinnar vegna brotlendingar TF-GTI í Skerjafjörðinn 7. ágúst 2000. Hann var þá aðalstjórnandi rannsóknar- innar. Þessi skýrsla var send eig- anda flugvélarinnar og flugmála- stjórn til umsagnar samkvæmt ákvæðum laga, en þar segir að þeir megi tjá sig um drög lokaskýrslu með þeim hætti sem rannóknar- nefnd flugslysa ákveður hverju sinni. Ljóst er að ekki er átt við að þessir aðilar geti breytt niðurstöð- um rannsóknarinnar eftir geðþótta og sér í hag eftir því sem henta þyk- ir. Í reglugerð um rannsóknarnefnd flugslysa segir að „allir nefndar- menn skulu að jafnaði taka þátt í rannsókn máls og aldrei færri en þrír og [skuli] einn þeirra vera stjórnandi (Investigator in Charge)“. Því er ljóst að að Þor- steinn Þorsteinsson hafi ekki verið einn um þessar niðurstöður. Enn- fremur segir að varaformaður sé staðgengill formanns og [séu] gerðir hans jafngildar og ef formaður hefði að þeim staðið. Hér fer á eftir samanburður nokk- urra helstu atriða úr skýrslu Þor- steins Þorsteinssonar og lokaskýrsl- unnar, sem unnin var undir stjórn Skúla Jóns Sigurðarsonar. Niðurstöðum breytt FMS í hag Í niðurstöðukaflanum breytast niðurstöður algjörlega. Í skýrslu Þorsteins var flugvélin ekki lofthæf, samkvæmt gildandi reglum, en í skýrslu Skúla hafði flugvélin gilt lofthæfiskírteini. Í skýrslu Þorsteins segir: „Rannsókn þessa máls leiddi með öðrum orðum í ljós marga þætti sem betur hefðu mátt fara varðandi útgáfu lofthæfisskírteinis og loft- hæfi flugvélarinnar. Því telur RNF það aðfinnsluvert að Flugmálastjórn hafi gefið út lofthæfiskírteini fyrir TF-GTI til atvinnuflugs á grundvelli þeirra gagna sem fyrir lágu.“ Einnig kom fram að eldri skráninga- og loft- hæfisskírteini flugvélarinnar hafi ekki verið á meðal gagna sem voru í vörslu FMS og ekki heldur legið fyr- ir í umsókn viðhaldsskrár loftfarsins eða skrá yfir lofthæfifyrirmæli þeg- ar lofthæfiskírteini flugvélarinnar var gefið út. Samandregið í skýrslu Þorsteins: „Með tilliti til að TF-GTI fékk lofthæfiskírteini til atvinnu- flugs, telur RNF að gögn þau sem lágu til grundvallar þeirri útgáfu hafi verið ófullnægjandi.“ Í skýrslu Skúla, eftir að FMS og LÍO höfðu fengið að fara höndum um skýrslu Þorsteins, segir um þetta einfaldlega: „Flugvélin TF- GTI hafði gild skrásetningar- og lofthæfiskírteini til flutningaflugs útgefin af Flugmálastjórn.“ Þó segir í skýrslu Skúla: „… telur RNF að Flugmálastjórn hefði mátt ganga eftir frekari upplýsingum varðandi endurnýjun viðhaldsgagna flugvél- arinnar.“ Hvítþvotturinn er samt al- gjör. Ábyrgð skellt á flugmanninn Í skýrslu Þorsteins sagði „Varð- andi áreiðanleika eldsneytismæl- anna töldu [flugmennirnir] þá svo óáreiðanlega að þeir myndu aldrei treysta á þá. Þeim var ekki kunnugt um að lofthæfifyrirmæli höfðu verið gefin út varðandi þessa eldsneytis- mæla og áfyllingu eldsneytis. Í dag- legum rekstri voru þeir vanir að hafa litla tröppu um borð svo unnt væri að komast að áfyllingaropum tank- anna og mæla eldsneytið í þeim.“ Þá segir einnig: „Aðspurður sagðist tæknistjórinn ekki hafa fengið nein- ar kvartanir um mælana og því hafi hann ekki prófað þá sérstaklega.“ Í skýrslu Þorsteins segir og: „Loft- hæfifyrirmæli sem kröfðust prófana á magnmælum eldsneytistankanna … höfðu ekki verið framkvæmd. Framkvæma átti þetta í síðasta lagi 22. júlí 1995.“ Í skýrslu Skúla segir hins vegar: „Fram kom í viðhalds- gögnum flugvélarinnar að eldsneyt- ismælar hefðu verið prófaðir.“ Þetta með tröppuna er athyglis- vert með það í huga að í skýrslu Þor- steins segir: „Áður en flugvélarnar fóru í flugreksturinn í Vestmanna- eyjum um verslunarmannahelgina mun forstjóri [LÍO] hafa látið fjar- lægja allt lauslegt úr farangurshólf- um þeirra þar á meðal tröppuna úr TF-GTI.“ Jafnframt kom fram í skýrslu Þorsteins að flugmaður TF- GTI hafi ekki getað athugað elds- neyti í tönkum flugvélarinnar, þar sem ekki hafi verið trappa á þeim hluta flugvélastæðisins sem notast var við. Öllu var eytt um þetta í skýrslu Skúla. Í skýrslu Þorsteins segir: „Rann- sókn á eldsneytiskaupum fyrir flug- vélina frá því að notkun hennar hófst í atvinnuflugi bendir til þess að eyðsla á flugstund hafi verið mun meiri en flugrekandinn reiknaði með, þannig að líklega hefur elds- neytið um borð í flugvélinni verið nokkru minna en flugmaðurinn áætlaði.“ Í skýrslu Þorsteins segir og: „Einnig má ætla, miðað við þær tölur sem flugmennirnir studdust við í áætlunum sínum að flugmaður TF-GTI hafi talið nægt eldsneyti vera í tankinum sem valið var á, hvað svo sem mælarnir sýndu.“ Ekkert í þessa áttina er að finna í skýrslu Skúla. Geta flugmannsins dregin í efa Í skýrslu Þorsteins er haft eftir afgreiðslumanni eldsneytis á Sel- fossflugvelli að hann hafi séð flug- manninn teygja sig og reka fingri of- an í annan tankinn eftir að 60 lítrum hafði verið bætt á hann … Hafi hann fundið fyrir eldsneytinu má ætla að meira hafi verið í tönkunum en af- greiðslumaðurinn áleit.“ Í skýrslu Skúla segir að flugmaðurinn hafi ekki sést mæla eldsneyti í Vest- mannaeyjum og einnig: „Flugmað- urinn virðist hafa vanmetið elds- neytiseyðslu flugvélarinnar og ofmetið eldsneytismagn í tönkum hennar fyrir brottförina frá Vest- mannaeyjum, en þá hafði flugvélin mun minna flugþol en hann áætlaði.“ Þetta segir skýrsla Skúla vera meðal líklegra orsakaþátta. Í skýrslu Þor- steins segir um þetta atriði: „Líklegt er að eldsneytismælarnir hafi ekki gefið marktæka vísbendingu um á hvorn tankinn væri betra að stilla. Einnig má ætla miðað við þær tölur sem flugmenn TF-GTI studdust við í áætlunum sínum, að flugmaðurinn hafi talið nægt eldsneyti vera í þeim tanki sem hann valdi.“ Tilfærsla ábyrgðarinnar á flugmanninn er mjög áberandi. Einnig þau nýmæli í getgátustíl í útgáfu Skúla að flug- maðurinn hafi tekið krappan hring og það gefið vísbendingar um að hann hafi efast um að nægt bensín hafi verið í flugvélinni. Í skýrslu Þorsteins segir: „Líklegt er að mikil hleðsla og aftarleg staða þyngdarmiðju hafi valdið því að erf- iðara en ella var að beina flugvélinni strax niður á við til að halda nægum hraða. Í skýrslu Skúla segir um þetta: „Ljóst virðist að flugmaður- inn beindi ekki nefi flugvélarinnar tafarlaust niður til þess að halda eða ná upp flughraða til nauðlendingar á haffletinum eftir að hreyfillinn missti aflið.“ Skuldinni er því í síðari skýrslunni alfarið skellt getu flug- mannsins sem fagmanns. Örfá dæmi um ritskoðun Til dæmis um breyttan tón milli skýrslna er eftirfarandi atriði. Í skýrslu Þorsteins segir: „Við rann- sóknina kom fram að mörgum atrið- um við starfrækslu flugvélarinnar var verulega áfátt allt frá fyrsta degi.“ Í skýrslu Skúla hljómar þessi setning svo: „Við rannsóknina kom fram að hnökrar voru á tilteknum at- riðum í starfrækslu flugvélarinnar frá fyrsta degi.“ Fleira má nefna, svo sem að flestu varðandi fortíð flugvélarinnar í Bandaríkjunum er sleppt í síðari skýrslunni. Þannig voru allar tilvís- anir um að flugvélin hefði verið gerð upptæk af bandarískum dómsmála- yfirvöldum án allra gagna hreinsað- ar burt. Sömuleiðis ábending Þor- steins um að Ísleifur Ottesen og Sunland Air, Inc. væri í raun sami aðilinn. Öllu snúið á haus Ljóst er að eftir að FMS og LÍO fóru höndum um skýrsluna og Þor- steinn hvarf í orlof var niðurstöðum RNF um flugslysið snarbreytt og þeim raunar snúið á haus. Niður- staðan er sú, að flestallar vammir á hendur FMS eru fjarlægðar eða mildaðar, en bætt í vammir á hendur flugmanninum. Við teljum að ekkert geti réttlætt þessar breytingar, sem eru langt umfram það sem getur flokkast undir lagfæringar á stað- reyndum. Hér koma aðeins til greina sem skýringar að valdamiklir hagsmunaaðilar hafi kippt í spotta. Flugöryggi þjóðarinnar er látið gjalda fyrir. Að lokum er rétt að vitna í orð Skúla Jóns Sigurðarsonar úr árs- skýrslu RMF 1997: „Ef slíkar frá- sagnir eiga annars vegar að öðlast flugsögulegt gildi og hins vegar að skilja eitthvað gagnlegt eftir hjá les- anda, það er að segja að lesandinn fræðist og læri af reynslu, sigrum og mistökum sögumanns, þá verður sögumaðurinn að vera trúverðugur og heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og samferðamönnum sínum í frá- sögn sinni, en sannleikurinn er stundum erfiður til frásagnar. Oft vantar frásagnir af óþægileg- um atvikum í þessar litlu flugsögur, þar sem sögumaður lék kannski að- alhlutverk, atvik sem sannarlega ef rétt væri frá sagt, gætu orðið öðrum lexía og komið í veg fyrir að lesand- inn, sem einmitt oft er eða verður síðar sporgöngumaður sögumanns- ins, þurfi að gera sömu mistökin sjálfur. Þá er líka slæmt og gagns- lítið flugsögunni, þegar menn fara að segja frá atvikum og skýra atvik- arás og orsakir atvika og slysa eins og þeim finnst að hún hljóti að hafa verið. Sama lögmál gildir um skýrslur og umfjöllun rannsakenda um flug- atvik og flugslys. Frásögn og um- fjöllun þess eða þeirra sem sinna verki rannsakandans um málsatvik, hlýtur að taka til atriða sem oft eru viðkvæm, en krefjast samt þess að heiðarlega sé fjallað um þau og að einstök atvik eða málefni séu alls ekki undan skilin aðeins vegna þess að þau eru óþægileg eða snerta hagsmuni einhvers málsaðilans. Sannleikurinn er oft beiskur, en hann er sagna bestur og aðeins hann getur flutt trúverðugan boðskap og fordæmi.“ Skýrslan sem var ritskoðuð Hér fer á eftir greinargerð Friðriks Þórs Guð- mundssonar blaðamanns og Hilmars Friðriks Foss flugmanns um frumskýrslu rannsóknarnefndar flug- slysa frá 29. desember 2000 og ritskoðun hennar. Friðrik Þór Guðmundsson og Hilmar Friðrik Foss GREINARGERÐ GUÐMUNDUR Kjartansson er einn af okkar efnilegustu skákmönnum og hefur oft náð góðum árangri. Það er hins vegar sjaldgæft að skákmenn tefli og sigri í tveimur skákmótum sama daginn, en það gerði þessi við- kunnanlegi 13 ára skákmaður nú í vikunni. Guðmundur hóf leikinn með því að sigra örugglega með fullu húsi á hinu árlega Páskaeggja- móti Taflfélagsins Hellis sem haldið var 2. apríl. Í öðru sæti varð Arnar Sigurðsson með 6 vinninga. Hart var barist um þriðja sætið á mótinu, en þeir Atli Freyr Kristjánsson og Bene- dikt Örn Bjarnason fengu báðir 5½ vinning. Grípa varð til stiga- útreiknings og þá hafði Atli Freyr betur og hreppti þriðju verðlaun, en Benedikt Örn fékk fjórðu verðlaun. Árangur þessara ungu skákmanna er enn glæsi- legri þegar litið er til þess að 53 skákmenn tóku þátt í mótinu að þessu sinni sem er þátttökumet. Bestum árangri á mótinu náðu eftirtaldir: 1. Guðmundur Kjartansson 7 v. 2. Arnar Sigurðsson 6 v. 3. Atli Freyr Kristjánsson 5½ v. 4. Benedikt Örn Bjarnason 5½ v. 5.–10. Örn Stefánsson, Árni Jakob Ólafsson, Ólafur Evert Gunnarsson, Trausti Eiríksson, Hjalti Freyr Halldórsson, Ásgeir Mogensen 5 v. 11.–14. Örn Ágústsson, Erling- ur Atli Pálmarsson, Gylfi Dav- íðsson, Alexei Plugari 4½ v. 15.–25. Stefán Már Möller, Gísli Logi Logason, Sigurður Kristinn Jóhannesson, Daníel Freyr Andrésson, Halldór Heið- ar Hallsson, Helgi Brynjarsson, Elsa María Þorfinnsdóttir, Egg- ert Freyr Pétursson, Margrét Jóna Gestsdóttir, Gísli Halldórs- son Rafn Erlingsson 4 v. 26.–29. Einar Sigurðsson, Aron Ingi Óskarsson, Elías Kristinn Karlsson, Axel Lárusson 3½ v. Veitt voru þrenn páskaegg í verðlaun í yngri og eldri flokki. Efstir í yngri flokki (fæddir 1988 og síðar) urðu: 1. Guðmundur Kjartansson 7 v. 2. Arnar Sigurðsson 6 v. 3. Atli Freyr Kristjánsson 5½ v. Efstir í eldri flokki (fæddir 1987 eða fyrr) urðu: 1. Örn Stefánsson 5 v. 2. Alexei Plugari 4½ v. 3. Halldór Heiðar Hallsson 4 v. Að auki voru tvö páskaegg dregin út og komu þau í hlut þeirra Arnar Ágústssonar og Árna Jakobs Ólafssonar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem nafn Árna Jakobs er dregið út á skák- mótum Hellis, því fyrir fáum ár- um vann hann skáktölvu frá Skákhúsinu á Jólapakkamóti Hellis. Skákstjórar voru Vigfús Ó. Vigfússon og Davíð Ólafsson. Þrír jafnir og efstir á atkvöldi Guðmundur Kjartansson hafði ekki sagt sitt síðasta orð þennan dag. Um kvöldið tók hann þátt í atkvöldi hjá Helli og varð jafn þeim Gunnari Björnssyni og Birni Þorfinnssyni í efsta sæti með fimm vinninga af sex mögu- legum. Guðmundur var hins veg- ar úrskurðaður sigurvegari móts- ins eftir stigaútreikninga og hlaut úttekt hjá Dominos Pizza að launum. Röð efstu manna varð annars þessi: 1. Guðmundur Kjartansson 5 v. 2. Gunnar Björnsson 5 v. 3. Björn Þorfinnsson 5 v. 4.–6. Finnur Kr. Finnsson, Halldór Heiðar Hallsson og Tina Schulz 4 v. 7.–12. Baldur Möller, Rafn Jónsson, Erlingur Hallsson, Sæ- björn Guðfinnsson, Trausti Ei- ríksson og Haraldur Magnússon 3 v. Alls tóku 20 skákmenn þátt í mótinu. Skákstjóri var Vigfús Ó. Vigfússon. Áskorendaflokkur og opinn flokkur hefjast í dag Keppni í áskorendaflokki og opnum flokki á Skákþingi Íslands 2001 hefst í dag, laugardaginn 7. apríl. Mótið verður með sama sniði og síðastliðið ár, þ.e. fyrsta daginn verða tefldar 3 atskákir og síðan kappskákir hina dagana. Umferðatafla: 1.- 3. umf. laugard. 7.4. kl. 14 4. umf. mánud. 9.4. kl. 18 5. umf. þriðjud. 10.4. kl. 18 6. umf. miðv.d. 11.4. kl. 18 7. umf. föstud. 13.4. kl. 14 8. umf. laugard. 14.4. kl. 14 9. umf. sunnud. 15.4. kl. 14 Teflt verður eftir svissneska kerfinu, umhugsunartími í kapp- skákunum 2 klst. á 40 leiki og 1 klst. til að ljúka skákinni. Þátttökurétt í áskorendaflokki eiga tveir efstu úr opnum flokki 2000, unglingameistari Íslands 2000, Íslandsmeistari kvenna 2000, skákmenn með a.m.k. 1800 skákstig og efstu sex menn svæðamóta sem skilgreind eru af stjórn S.Í. enda hafi umsókn þar að lútandi borist til stjórnar S.Í. fyrir 31. mars sl. ásamt móta- töflu. Verðlaun: 1. kr. 20.000, 2. kr. 12.000, 3. kr. 8.000. Öllum skákmönnum er heimil þátttaka í opnum flokki. Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir 18 ára og eldri, kr. 1.300 fyrir 15- 17 ára og kr. 800 fyrir 14 ára og yngri. Teflt verður hjá Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12. Skráning í áskorenda-og opinn flokk hefst á mótsstað klukku- stund áður en fyrsta umferð hefst. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 7.4. SÍ. Áskorendafl. og opinn fl. 8.4. SA. Forgjafarmót 12.4. SA. 15 mín. mót 14.4. SA. Páskahraðskákmót 19.4. SA. Fischer-klukkumót 20.4. Hellir. Klúbbakeppni Hellis Góður dagur hjá Guðmundi Kjartanssyni Guðmundur Kjartansson Daði Örn Jónsson SKÁK T a f l f é l a g i ð H e l l i r PÁSKAEGGJAMÓT OG ATKVÖLD 2.4. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.