Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 69 DÆTRUM landsins er boðið að kynnast vinnustöðum þeirra full- orðnu þriðjudaginn 10. apríl og eru allir – mömmur, pabbar, afar og ömmur – hvattir til að taka stúlku á aldrinum 9-15 ára með sér í vinnuna. Dagurinn Dæturnar með í vinn- una er hluti af verkefninu Auður í krafti kvenna. Auðar verkefnið er þriggja ára verkefni sem miðar að því að auka hagvöxt á Íslandi með því að hvetja konur til atvinnusköp- unar. Í fyrra tókst dagurinn gríðar- lega vel. Auðar verkefnið fékk upp- lýsingar frá fjölmörgum fyrir- tækjum og skemmtilegan og vel heppnaðan dag þar sem yfir 2000 stúlkur tóku þátt, segir í fréttatil- kynningu. Einnig segir: „Markmiðið með þessum degi er að hvetja stúlkur til að hugsa um mismunandi leiðir og tækifæri snemma á lífsleiðinni. Með því að hvetja ungar stúlkur til dáða, efla sjálfstraust þeirra og auka víð- sýni getum við betur virkjað krafta kvenna til atvinnusköpunar og aukn- ingu hagvaxtar í framtíðinni.“ Dæturnar með í vinnuna FERÐAFÉLAG Íslands býður föstudaginn langa, 13. apríl nk., til ferðar á söguslóðir. Að þessu sinni verður farið um slóðir Njálu. Arthúr Björgvin Bollason verður leiðsögu- maður í þessari ferð. Ferðin hefst með því að ekið er sem leið liggur frá Reykjavík austur á Hvolsvöll og farið þar í Sögusetrið þar sem Arthúr Björgvin leiðir þátt- takendur um sýninguna og skýrir það sem fyrir augu ber. Síðan verður snæddur hádegisverður sem grið- konur bera fram. Að loknum hádeg- isverði verður farin ökuferð með við- komu á nokkrum helstu merk- isstöðum Njálu. Nauðsynlegt er að bóka sæti í þessa ferð með góðum fyrirvara eða eigi síðar en mánud. 9. apríl á skrifstofu FÍ Óvissuferð Ekki þarf að panta sæti í óvissu- ferð á pálmasunnudag, 8. apríl. Þá verður boðið upp á 4-5 klst göngu, 12-13 km í fallegu landslagi í ná- grenni höfuðborgarinnar. Farar- stjóri er Sigurður Kristjánsson, brottför frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 10.30 og þátttökugjald er 1400 kr. Á Njáluslóðir með FÍ Í TENGSLUM við opið hús í Háskólanum í Skövde í Svíþjóð fyrir skömmu var haldin hug- búnaðarkeppni. Þeir sem stóðu að keppninni voru Ericsson Microwave Systems ásamt Há- skólanum í Skövde. Tíu þriggja manna lið tóku þátt í keppninni sem stóð stans- laust í 24 klukkustundir. Mark- miðið með keppninni var að á þessum tíma átti hvert lið að þróa hugbúnað út frá fyrirfram ákveðnum skilyrðum. Gerðar voru kröfur til góðrar heildar- lausnar, þar sem ekki reyndi að- eins á forritunarhæfni kepp- enda, heldur einnig hönnun og sköpun notendaviðmóts og skjöl- un (documentation). Liðið sem vann keppnina var skipað Íslendingum, þeim Gunn- ari Búasyni frá Sauðárkróki, Vil- hjálmi Stefánssyni frá Akureyri og Kjartani Ástþórssyni frá Akranesi og voru 1. verðlaun Ericsson-símar (R380 WAP-sím- ar). Íslendingaliðið vann Hugbúnaðarkeppni Ericsson í Háskólanum í Skövde SPARISJÓÐUR Kópavogs hefur opnað nýjan afgreiðslustað í Select- verslun Shell í Smáranum. Nýja útibúið er opið alla daga vikunnar og er afgreiðslutíminn mjög rúmur. Afgreiðsla SPK í Select-versluninni verður opin frá kl. 12 til 20, mánu- daga til föstudaga en frá kl. 12 til 18 laugardaga og sunnudaga. Sunnudaginn 8. apríl kl. 12 verð- ur afgreiðslan formlega opnuð og mun viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, verða fyrsti við- skiptavinur SPK. Valgerður mun leggja 100.000 krónur inn á reikn- ing Kópsvogsdeildar Rauða kross Íslands sem gjöf frá Sparisjóði Kópavogs. Sparisjóður Kópavogs opn- ar afgreiðslu í Smáranum RADDNÁMSKEIÐ verður haldið dagana 9.-11. apríl í Smára, sal Söngskólans í Reykjavík við Veg- húsastíg. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa röddina að atvinnu- tæki, kennurum, söngvurum, söng- kennurum, leikurum, talmeinafræð- ingum og háls-, nef og eyrnalæknum. Námskeiðið fer fram í fyrirlestr- arformi, auk þess sem skipt er reglulega í vinnuhópa, þar sem farið er nánar í þá þætti sem kenndir hafa verið. Síðdegis er opinn tími þar sem þátttakendum er gefinn kostur á að spreyta sig í söng, tali eða upp- lestri, eftir því úr hvaða fagi þeir koma og fá faglega leiðsögn kenn- aranna sem halda námskeiðið, segir í fréttatilkynningu. Þá gefst einnig forvitnum og áhugasömum um góða raddbeitingu tækifæri á að koma og hlusta á og fylgjast með þessum kennurum að störfum. Opni tíminn er frá kl. 18- 19.30. Kennarar eru þau Paul Farring- ton, prófessor við Konunglega tón- listarháskólann í Lundúnum, radd- ráðgjafi við Covent Garden og þjálfari leikaranna í hinum vinsæla sjónvarpsþætti, Spitting Image, og Kiereen Locke talmeinafræðingur. Raddnám- skeið í Smáranum ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.