Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 69
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 69
DÆTRUM landsins er boðið að
kynnast vinnustöðum þeirra full-
orðnu þriðjudaginn 10. apríl og eru
allir – mömmur, pabbar, afar og
ömmur – hvattir til að taka stúlku á
aldrinum 9-15 ára með sér í vinnuna.
Dagurinn Dæturnar með í vinn-
una er hluti af verkefninu Auður í
krafti kvenna. Auðar verkefnið er
þriggja ára verkefni sem miðar að
því að auka hagvöxt á Íslandi með
því að hvetja konur til atvinnusköp-
unar. Í fyrra tókst dagurinn gríðar-
lega vel. Auðar verkefnið fékk upp-
lýsingar frá fjölmörgum fyrir-
tækjum og skemmtilegan og vel
heppnaðan dag þar sem yfir 2000
stúlkur tóku þátt, segir í fréttatil-
kynningu.
Einnig segir: „Markmiðið með
þessum degi er að hvetja stúlkur til
að hugsa um mismunandi leiðir og
tækifæri snemma á lífsleiðinni. Með
því að hvetja ungar stúlkur til dáða,
efla sjálfstraust þeirra og auka víð-
sýni getum við betur virkjað krafta
kvenna til atvinnusköpunar og aukn-
ingu hagvaxtar í framtíðinni.“
Dæturnar með í vinnuna
FERÐAFÉLAG Íslands býður
föstudaginn langa, 13. apríl nk., til
ferðar á söguslóðir. Að þessu sinni
verður farið um slóðir Njálu. Arthúr
Björgvin Bollason verður leiðsögu-
maður í þessari ferð.
Ferðin hefst með því að ekið er
sem leið liggur frá Reykjavík austur
á Hvolsvöll og farið þar í Sögusetrið
þar sem Arthúr Björgvin leiðir þátt-
takendur um sýninguna og skýrir
það sem fyrir augu ber. Síðan verður
snæddur hádegisverður sem grið-
konur bera fram. Að loknum hádeg-
isverði verður farin ökuferð með við-
komu á nokkrum helstu merk-
isstöðum Njálu. Nauðsynlegt er að
bóka sæti í þessa ferð með góðum
fyrirvara eða eigi síðar en mánud. 9.
apríl á skrifstofu FÍ
Óvissuferð
Ekki þarf að panta sæti í óvissu-
ferð á pálmasunnudag, 8. apríl. Þá
verður boðið upp á 4-5 klst göngu,
12-13 km í fallegu landslagi í ná-
grenni höfuðborgarinnar. Farar-
stjóri er Sigurður Kristjánsson,
brottför frá BSÍ og Mörkinni 6 kl.
10.30 og þátttökugjald er 1400 kr.
Á Njáluslóðir með FÍ
Í TENGSLUM við opið hús í
Háskólanum í Skövde í Svíþjóð
fyrir skömmu var haldin hug-
búnaðarkeppni. Þeir sem stóðu
að keppninni voru Ericsson
Microwave Systems ásamt Há-
skólanum í Skövde.
Tíu þriggja manna lið tóku
þátt í keppninni sem stóð stans-
laust í 24 klukkustundir. Mark-
miðið með keppninni var að á
þessum tíma átti hvert lið að
þróa hugbúnað út frá fyrirfram
ákveðnum skilyrðum. Gerðar
voru kröfur til góðrar heildar-
lausnar, þar sem ekki reyndi að-
eins á forritunarhæfni kepp-
enda, heldur einnig hönnun og
sköpun notendaviðmóts og skjöl-
un (documentation).
Liðið sem vann keppnina var
skipað Íslendingum, þeim Gunn-
ari Búasyni frá Sauðárkróki, Vil-
hjálmi Stefánssyni frá Akureyri
og Kjartani Ástþórssyni frá
Akranesi og voru 1. verðlaun
Ericsson-símar (R380 WAP-sím-
ar).
Íslendingaliðið vann
Hugbúnaðarkeppni Ericsson
í Háskólanum í Skövde
SPARISJÓÐUR Kópavogs hefur
opnað nýjan afgreiðslustað í Select-
verslun Shell í Smáranum. Nýja
útibúið er opið alla daga vikunnar
og er afgreiðslutíminn mjög rúmur.
Afgreiðsla SPK í Select-versluninni
verður opin frá kl. 12 til 20, mánu-
daga til föstudaga en frá kl. 12 til
18 laugardaga og sunnudaga.
Sunnudaginn 8. apríl kl. 12 verð-
ur afgreiðslan formlega opnuð og
mun viðskiptaráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir, verða fyrsti við-
skiptavinur SPK. Valgerður mun
leggja 100.000 krónur inn á reikn-
ing Kópsvogsdeildar Rauða kross
Íslands sem gjöf frá Sparisjóði
Kópavogs.
Sparisjóður
Kópavogs opn-
ar afgreiðslu
í Smáranum
RADDNÁMSKEIÐ verður haldið
dagana 9.-11. apríl í Smára, sal
Söngskólans í Reykjavík við Veg-
húsastíg. Námskeiðið er ætlað öllum
þeim sem hafa röddina að atvinnu-
tæki, kennurum, söngvurum, söng-
kennurum, leikurum, talmeinafræð-
ingum og háls-, nef og
eyrnalæknum.
Námskeiðið fer fram í fyrirlestr-
arformi, auk þess sem skipt er
reglulega í vinnuhópa, þar sem farið
er nánar í þá þætti sem kenndir hafa
verið. Síðdegis er opinn tími þar
sem þátttakendum er gefinn kostur
á að spreyta sig í söng, tali eða upp-
lestri, eftir því úr hvaða fagi þeir
koma og fá faglega leiðsögn kenn-
aranna sem halda námskeiðið, segir
í fréttatilkynningu.
Þá gefst einnig forvitnum og
áhugasömum um góða raddbeitingu
tækifæri á að koma og hlusta á og
fylgjast með þessum kennurum að
störfum. Opni tíminn er frá kl. 18-
19.30.
Kennarar eru þau Paul Farring-
ton, prófessor við Konunglega tón-
listarháskólann í Lundúnum, radd-
ráðgjafi við Covent Garden og
þjálfari leikaranna í hinum vinsæla
sjónvarpsþætti, Spitting Image, og
Kiereen Locke talmeinafræðingur.
Raddnám-
skeið
í Smáranum
♦ ♦ ♦