Morgunblaðið - 07.04.2001, Side 72

Morgunblaðið - 07.04.2001, Side 72
72 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAR SEM framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni virðist jafn óráðin og hún var, eftir nýafstaðnar kosningar, sé ég að það stefnir í mikið óefni og jafnvel í nýja Sturlungaöld. Þar sem ég er búsettur í Hafn- arfirði, og tel mig vera á nokkuð hlutlausu svæði, og við gaflarar höf- um löngum leyst okkar vandamál í friðsemd undir einhverjum húsgafl- inum, rölti ég út í blessaða vetrar- blíðuna og tyllti mér undir gaflinn hérna heima hjá mér. Ekki hafði ég lengi setið þegar ný hugmynd kviknaði. Ég sá í hugan- um, líkt og í kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson, nýjan og glæsilegan flugvöll, sem ætti engan sinn líka í heiminum, byggðan í Vatnsmýrinni, en á þann hátt að það uppfyllir kröf- ur beggja deiluaðila. Ingibjörg Sól- rún getur byggt eftir vild í mýrinni sinni og Sturla fær að hafa flugvöll- inn um ókomnar aldir á sama stað. Hugmyndin var svo skáldleg og innblásinn að þegar ég settist við tölvuna og hóf að færa hugsanir ein- ar í búning birtust þær allar í bundnu máli. Vona ég, þar sem þetta er ekki erfiljóð og flugvöllurinn hvorki dáinn né grafinn ennþá, að blaðið sjái sér fært að birta hug- myndina. Vandinn leystur Nú skal bræður, vitið virkja, veginn friðar betur styrkja Sturlunga nýja stöðvum öld. Hugmynd snjalla hér skal bjóða, hana tel ég eðalgóða. Mætti ég biðja um meiri völd? Hlutafélag fljótt skal stofna, flestar þrætur munu rofna. Fjármagnskóngar fara á stjá. Auðmagn heimsins vel má virkja, veldi einkagróðans styrkja, Veröld hissa verður þá. Vatnsmýrar skal vanda leysa, vond þó geisi þrætukveisa. Ber ég klæði á vopnin vel. Frelsi rúnar flóttahræður flytjum hingað, kæru bræður. Best þær hýsa í tjöldum tel. Þar skal velja vinnuknáa, vel að manni, digra og háa, fagmenn góða, unga enn. Þar skulu gilda launin lágu, litlu kostað til og smáu. Hér skulu stjórna harðir menn. Skýjakljúfa skjótt skal hanna skýrt og vel, og líka kanna hvað þarf marga og hæstu hæð. Meðfram flugsins brautum beinum brátt skal reisa þá með sveinum þeim er þrælsins þekkja smæð. Þar verða bestu heimsins hótel, hraðbankar og tísku mótel, Allt sem freistar ferðamanns. Glæsimeyjar ganga um sali, gestum þjóna eftir vali. Næturgreiði og nektar dans. Flugbrautir svo leggjum langar lofts í hæðum, kröfustrangar, skýjakljúfum ofan á. Þar með leysast þrætumálin, þá skal drukkin friðarskálin. Sturla og Sólrún sættast þá. Sturla flugvöll fær að hafa, frúin Vatnsmýrina grafa. Veraldarundur verður til. Einkaframtak fær sinn gróða, framboð verður glæsilóða. Ég í frægðar uni yl. ÁSGEIR JÓN JÓHANNSSON (Ásjón) Lyngbarði 5, Hafnarfirði. Vandinn leystur Frá Ásgeiri Jóni Jóhannssyni: EFTIR frönsku byltinguna á átjándu öld reyndu nýju valdhafarn- ir að breyta sem mestu af því sem minnti á fortíðina. Eitt af því sem þeir breyttu var voru mælieining- arnar og farið var að nota metra í stað feta. Einum mikilsmetnum manni í Frakklandi þótti þó helst til nóg komið þegar átti að fara að afnema sjálft tugakerfið og taka upp tólf sem grunntölu (tólf í tugnum). Hann beitti all sérstakri aðferð við að berj- ast gegn breytingunni og lagði til að ellefu yrði hin nýja grunntala. Allir sem þekktu til mannsins vissu að eini tilgangur hans með þessu var að kasta rýrð á alla um- ræðuna um grunntölurnar og þannig drepa niður allar tilraunir til breyt- inga. Ellefu hafði enga af þeim kost- um sem tólf voru taldir hafa umfram tíu. Skemmst er frá því að segja að honum heppnaðist ætlunarverk sitt. Núna er svipað upp á teningnum á Íslandi. Landsmenn vilja afnema gjafakvótakerfið og hefja uppboð á kvótum í nafni hagkvæmni og rétt- lætis. Þröngur hópur manna berst nú gegn því með all sérstæðum hætti. Þeir vilja að ríkið setji á veiðiskatt. Þeir sem þekkja til þessara manna vita að þeir hafa ekki staðið fyrir auknum ríkisafskiptum, þvert á móti. Erfitt er einnig að rökstyðja tillögu þeirra með réttlætis eða hag- kvæmnisrökum. Eini tilgangur þeirra virðist vera að þæfa málið og tefja allar breytingar á gjafakvótan- um. Hversu lengi mun þeim takast það? GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON, Laugalind 1, Kópavogi. Ellefu Frá Guðmundi Erni Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.