Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓMPLATA Buena VistaSocial Club, sem selst hefurí milljónum eintaka, fór sig- urför um heiminn og skaut söngv- urunum Omöru Portuondo og Ibra- him Ferrer og píanóleikaranum Ruben Gonzalez upp á stjörnuhim- ininn. Enginn er spámaður í sínu föður- landi, segir einhvers staðar og það var ekki fyrr en Wim Wenders gerði heimildamyndina um Buena Vista Social Club árið 1999, sem almenn- ingur á Kúbu tók við sér. Sagan af því hvernig þessir öldnu spilamenn úr gömlu klúbbunum risu úr gleymskunnar dái og fátæktar- basli og fóru að sveifla heimsbyggð- inni í takt við tónlist sína og andagift, fylltu stærstu tónleikasali eins og Carnegie Hall í New York og sópuðu til sín verðlaunum, er ævintýri lík- ust. Ry Cooder, sem vann við gerð hljómplötu þeirra, hefur ranglega verið eignað, að hafa fundið þessa gömlu tónlistarmenn á strætum Ha- vana. Það ber að þakka hinum áhrifamikla kúbanska tónlistar- manni og útsetjara, Juan de Marcos Gonzalez, hljómsveitarstjóra Afro Cuban All Stars. Það sem vekur þó hvað mesta eft- irtekt, er að Ferrer, Portuondo og Gonzalez hafa öll orðið átrúnaðargoð þrátt fyrir æskudýrkun nútímans. Þar átti góð tímasetning sinn þátt. Eins og Juan de Marcos segir: „Kúba hefur mikið aðdráttarafl, bæði sökum þeirrar staðreyndar að við erum kommúnískt land, en ég veit, að það sem helst laðar að er tón- listin okkar.“ Hann setti sér það markmið að tryggja að hinn kúb- anski tónlistararfur sem hljómaði síðast fyrir 40 árum, dæi ekki út. En hefur upphefðin og peninga- flóðið breytt þeim, jafn elskuleg og þau virtust vera í kvikmyndinni? Svarið, eins og þú hefur eflaust getið þér til, er nei, þau eru jafneinlæg og áður og hafa ekki spillst, eins og vestrænum stjörnum hættir til. Hin kúbverska Piaf Ég sit í kaffihúsi í Havana og bíð eftir Omöru Portuondo, hinni sjö- tugu söngkonu hljómsveitarinnar Buena Vista Social Club. Omara er kúbönsk útgáfa af Edith Piaf og á sviðinu heillar hún unga sem aldna með þokkafullri mjaðmasveiflu. Hún býr enn í íbúðinni við Mal- econ (sjávarsíðuna), sem henni var úthlutað af ríkinu fyrir 30 árum. Líf hennar hefur ekki tekið miklum breytingum. Hún hefur verið þekkt söng- og leikkona í landi sínu í rúm- lega 40 ár og syngur enn af og til í Tropicana-klúbbnum, þar sem hún kom fyrst fram 15 ára gömul, sem dansari. Hún hefur sungið með mörgum hljómsveitum m.a. Las D’Aida, með systur sinni Haydee (þær komu einu sinni fram með Nat King Cole), hún söng í byltingunni fyrir verkafólkið á sykurekrunum og hún hefur sungið ein. Hún er gyðja og allir hérna kalla hana Omara. „Ég vildi ekki láta þig labba upp á 12. hæð í íbúðina mína – lyftan er alltaf í lamasessi,“ segir hún á okkar fyrsta fundi. Hún er klædd sam- kvæmt venju, með höfuðklút og í víð- um blómakjól og maður finnur fyrir eirðarlausri orku. Hún er vingjarn- leg en lokuð, heillandi blanda af gamansemi, tign og hæversku. Nick Gold, framkvæmdastjóri World Circuit, útgáfufyrirtækis hljómsveit- arinnar, segir að hún sé ,,hræðileg daðurdrós“. Æska hennar gaf ekki von um mikil fyrirheit; hún er ein þriggja systkina, dóttir hástéttarkonu af spænsk-kúbönskum uppruna, faðir hennar var blökkumaður. Á þessum árum urðu foreldrar mínir að halda sambandi sínu leyndu. Fjölskylda móður minnar sleit öllu sambandi við hana og ég reiddist þegar skólafélag- ar mínir bentu á að ég var öðruvísi á litinn en móðir mín,“ segir hún og brún augun skjóta gneistum. „Þegar faðir minn slasaðist hætti hann að vinna og þá var þröngt í búi, en ég bjó við mikið ástríki, söng og hlátur. Ég lærði marga af söngum mínum af pabba. Móðir mín dó árið 1951 og hann lifði í 30 ár eftir það, en neitaði að kvænast aftur.“ Hann sagði: „Það jafnast engin kona á við móður þína.“ Omara er tilfinningarík söngkona. Uppáhaldsatriði flestra úr kvik- myndinni (m.a. Wenders) er þegar Ibrahim Ferrer þurrkar tár af kinn Omara um leið og þau hneigja sig. „Hún er frábær leikkona en þegar hún syngur skynjar maður djúpar og sterkar tilfinningar hennar,“ segir Gold. Hún gekk í hjónaband fyrir 37 ár- um, það stóð stutt, en hún eignaðist soninn Ariel. Hún hefur ekki gifst aftur. „Mér fannst erfitt að skilja son minn eftir, þegar ég fór í burtu vegna vinnu, en núna er hann um- boðsmaður minn og við getum verið saman,“ segir hún himinlifandi. Daginn eftir hittumst við á Hótel Nacional, hún er ennþá eirðarlaus, sendir skipanir í allar áttir, til þjón- anna og bílstjórans síns, sem hristir höfuðið og segir: „Það getur enginn skipað henni fyrir.“ Ég skoða úr- klippubókina hennar, það er sama hverju hún klæðist, hún er alltaf jafn glæsileg. Omara snýr sér að mér kæruleysisleg. „Hlutir og eignir skipta mig ekki máli, heldur það að gefa öðrum hlutdeild í tónlist okkar.“ Hún bítur í stóra samloku, horfir á mig. „Ég vildi að ég væri jafnmjó og þú. Ef þig langar að vita hvað hefur breyst hjá mér, þá er það þetta: Ég hef meiri peninga milli handanna en áður og læt því meira eftir mér. Og ég hef fitnað,“ segir hún og stynur þungan. „Mér finnst gaman að koma fram og auðvitað finnst okkur við yngjast upp við það.En við erum ekki eins og hinar stjörnurnar, við erum ekki með neina stæla.“ Söngvari og skóburstari Líf Ibrahims Ferrers hefur tekið miklum stakkaskiptum. Með ein- lægni sinni og viðkvæmnislegri röddinni hefur hann eignast gríðar- stóran aðdáandahóp. Hann gerir áheyrendum sínum til geðs, gefur meira að segja upp heimilisfang sitt, ef hann er beðinn um það. Hann hefur sungið með hljóm- sveitum frá 1945, unnið með Benny Moré og í 35 ár söng hann með hljómsveitinni Los Bocucos á Kúbu. Hann söng aðalrödd, en var aldrei eini söngvarinn. „Ég var svartsýnn og þreyttur, mér fannst ég vanmet- inn,“ segir hann um síðustu árin, áð- ur en hann settist í helgan stein árið 1994. Til að drýgja eftirlaunin vann hann m.a. sem skóburstari. Árið 1996 fann Juan de Marcos Gonzalez hann, eftir mikla leit og þeir tóku upp hina hægu „boleros“, sem Fer- rer hafði alltaf langað til að syngja. „Það sem helst hefur breyst hjá mér er að hafa frelsi til að syngja það sem mig langar til og njóta viðurkenn- ingar,“ segir hann. Ferrer var í byrj- un svo hlédrægur á tónleikum Buena Vista að það varð að ýta honum út úr felustað hans bak við bongótromm- urnar og fram á sviðið. Nú situr hann fremst og syngur eins og ekkert sé. Við sitjum í framherberginu í nýju fjögra herbergja íbúðinni hans, sem hann keypti fyrir ágóðann af Buena Vista-ævintýrinu. Þar skreyta vegg- ina allar gull- og platínuplöturnar sem þeim hafa hlotnast. Hann og seinni kona hans, Cachin, hress og lífsglöð kona, eiga samtals níu upp- komin börn úr fyrri hjónaböndum. Þau hittust fyrir 28 árum, þegar Ibrahim var orðinn ekkill. Börnin eru öll flutt að heiman nema barna- barnið Keltman, sem þau ættleiddu. Ferrer tekur öllu af stóískri ró, en fer ekki í tónleikaferðir nema Cachin sé með. Hann er feimnari en maður gæti haldið eftir kvikmyndinni að dæma, og dálítið utan við sig. Hann er sérvitur og vanafastur, hann skil- ur aldrei við sig derhúfuna, eða lukkugripinn úr fílabeininu, sem hann erfði eftir móður sína. Þessa þráhyggju má ef til vill rekja til þess að hann missti föður sinn aðeins níu ára að aldri og svo móður sína þegar hann var 12 ára. Hann varð að hætta í skóla og fara að vinna fyrir sér sem götusali. Ferrer er veikur fyrir fötum og fer í hverja glæsiskyrtuna á fætur ann- arri fyrir ljósmyndarann. Hann er hrifinn af keðjum og hringum og búningar hans verða skrautlegri eft- ir því sem velgengni eykst. Hann er myndarlegur maður, andlitsdrætt- irnir blandaðir svörtum, spænskum og kínverskum dráttum. Hann þakk- ar almættinu fyrir velgengnina og segir: „Ég er hinn sami og áður: Ibrahim Ferrer. Fólk breytist bara vegna þess að það vill breytast,“ seg- ir hann og með alvörusvip. Næsta morgun þegar við hittumst aftur, lifnar Ferrer við þegar hann sér Portoundo. Það fer ekki fram hjá neinum að hún dáir hann. „Við höf- um verið vinir í mörg, mörg ár,“ seg- ir hún. Ibrahim segir henni af áhyggjum sínum og ég heyri hana skamma hann fyrir að hafa borgað einhverjum tónlistarmönnum, sem spiluðu með honum á tónlistarhátíð 200 dollara fyrir viðvikið. „Það var búið að borga þeim þá þegar. Hvers vegna í ósköpunum varst þú að þessu? Hann setur upp aulasvip: „Ég vorkenndi þeim.“ Ferrer segir mér frá því, að þegar hann var lítill strákur, hafi hann ekki hugsað um annað en steppdans og Fred Astaire. Hann dýrkar Sinatra og hann er stórhrifinn af því að vera kallaður hinn kúbanski Nat King Cole. Eina skiptið sem hann fór til útlanda var með Los Bocucos þegar þeir heimsóttu Sovétríkin árið 1962. Þau Omara eru sammála um, að þeim, sem listamönnum, sé lífsnauð- syn að dvelja í föðurlandinu. Hann játar það að ferðalögin og stöðugt álag geti verið þreytandi. „Þegar ég byrjaði var ég óður í að tala en það er slítandi því ég er spurður spurninga sem ekki er hægt að svara.“ Hann á við spurningar um stjórnmál, pen- inga, eða aðallega um það hversu flókið það er að komast af. Það má vera að hann sé blíður og barnsleg- ur, en hann er vitur, hugsandi mað- ur, sem eins og Omara, man tímana tvenna, en þau barma sér ekki. Ferrer á erfitt með að muna nöfn hinna frægu, sem sungið hafa með þeim á sviði eða utan þess (Macy Gray, Gloria Estefan, Ruben Bla- des). Ferrer hugsar stíft. „Ó, ég man þó eftir bandaríska kvikmyndaleik- aranum, hvað heitir hann aftur?“ „Bruce Willis,“ segir eiginkonan. „Við horfum á myndbönd með hon- um, ég dái hann,“ segir Ferrer og brosir breitt. Ekkert eftir nema músíkin Ferrer langar til að kíkja inn hjá aldavini sínum, Ruben Gonzalez, pí- anóleikaranum sem þegar er orðinn goðsögn, og Ry Cooder segir að sé sambland af Theloniousi Monk og Felix the Cat. Daginn áður, þegar ég fór til hans, veitti hann mér varla at- hygli. Minnið er lélegt og eftirtektin breytist dag frá degi. Hann og seinni eiginkona hans, Eneida, fluttu í einbýlishús frá sjötta áratugnum, í hinu snyrtilega Playa- hverfi í Havana fyrir ári. Þótt verið væri að vinna í húsinu, veitti hann engum athygli nema litlu barna- barnabarni sínu og hinum mjög svo unga básúnuleikara í Buena Vista, Jesus Aguaje Ramos, sem er e.k. til- sjónarmaður píanóleikarans. Gonza- lez grúfði sig yfir blað með lagatitl- um og síðan fór hann að litlu píanói í bakgarðinum. Velgengnin hefur gert honum það kleift að eiga nú tvö lang- þráð píanó. Aguaje, sem æfir með Gonzalez daglega, sagði: „Hann er einn af heimsins bestu spunamönnum, hann er maestro.“ Niður barst inn frá göt- unni, Gonzalez sló töfrandi hljóma, spilaði af fingrum fram og hvarf svo aftur til lagsins af því áreynslulausa næmi sem honum einum er lagið – og hvergi heyrðust merki um gigtina hans. Minni hans hvað tónlist varðar er fullkomið. Daginn eftir, þegar Gonzalez sér Ferrer, birtir yfir hon- um og hann verður ofsaglaður. „Hvernig gengur?“ spyr hann. Fer- rer syngur með honum og þeir verða ungir aftur. Gonzalez hlær stöðugt – hann hefur alltaf verið brandara- karlinn í hópnum. „Þú hefur fitnað,“ segir hann við Cachin, sem skellir upp úr. „Við skulum gæta að okkur. Við erum á leiðinni upp,“ segir hann við Ferrer og hermir eftir flugvél. „Við gætum hrapað,“ og hann hlær illkvitnislega. Félagarnir tveir stilla sér upp fyrir myndatökur. – „Hversu lengi hafið þið þekkst,“ spyr ég. „Í 35 ár,“ segir Ferrer. „Líf tónlistarmannsins er erfitt,“ segir Aguaje, „ferðalög, æfingar, ferðalög, æfingar.“ „...konur og fleiri konur,“ bætir Eneida inn í og ranghvolfir augunum. Aguaje rifjar upp þegar hann hitti Gonzalez fyrir 25 árum. „Hann var kallaður El Bonitillo (hinn fagri). Konur voru vitlausar í hann.“ Ég spyr Eneidu hve mörg börn og barnabörn þau eigi, hún byrjar að telja, hættir svo og veifar hendinni í uppgjöf. Aguaje segir mér að Gonzalez hafi búið til „mörg börn“. Ungur eyðsluseggur Ef til vill er það vegna þess hve miklu yngri Aguaje er að hann veitir sér meira en þeir eldri. Hann á nýjan bíl og hefur gaman af að eyða pen- ingum. „Ég hef unnið eins og þræll á daginn til þess að geta spilað tónlist- ina mína á kvöldin og ég hætti aldrei að spila.“ Eftir þessa fjögurra daga heim- sókn hjá Buena Vista Social Club, stendur ein minning upp úr; þegar Omara kvaddi okkur. ,,Þú ert eins og drottning,“ segir ljósmyndarinn, fullur aðdáunar. ,,Finnst þér það?“ segir Omara, um leið og hún sest virðulega inn í gamla Lödu. Bylting kúbversku öldunganna Þau voru auralitlir og óþekktir ellilífeyrisþegar, en núna eru þau þekkt um allan heim. Maria Alvarez heimsótti meðlimi Buena Vista Social Club, en meðalaldur hljómsveitarinnar er 75 ár. Lífsglaðir listamenn: Ruben Gonzales, Omara Portuondo og Ibrahim Ferrer. Tónlistarhópurinn Buena Vista Social Club heldur tvenna tónleika hérlendis Þýð: Ingveldur Róbertsdótt ir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.