Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 80

Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 80
80 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SPURNINGAKEPPNI framhaldsskól- anna hefur aldrei verið jafn spenn- andi og í ár, þar sem lið Borgar- holtsskóla stóð uppi í hárinu á liði MR. Fyrirliðinn, Sæmundur Ari Hall- dórsson, segir: „Nei, ég er síður en svo svekktur að hafa tapað, en fyrst við vorum hálfpartinn með sig- urinn í höndunum hefðum við kannski geta klárað þetta.“ Borg- arholtsskóli tók sig til og bauð keppnisliðinu sínu á U2 tónleikana í Dublin í ágúst. Eftir það liggur leið Sæmundar Ara í Háskólann, en í hvað deild segir hann óvíst, enda er áhugasviðið umfangsmikið. Hvernig hefur þú það í dag? Ég var að koma heim úr skólanum og það er síðdegisþreyta í mér, en þetta stefnir allt í rétta átt. Hvað ertu með í vösunum í augna- blikinu? Ég er með Eurocard og miða. Ekkert meira. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Stærri, þroskaðri og fær í flestan sjó. Bítlarnir eða Rolling Stones? Ég ætla að segja Bítlarnir en þá verða samt sumir svolítið reiðir. Bítlarnir eru fjölhæfari listamenn, en upphaflega þegar Stones voru í blúsnum voru þeir mestu töffararn- ir. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Litli sótarinn eftir Benjamin Britten, að ég held. Ég man alltaf eftir því þar sem plakatið hékk uppi hjá ömmu og afa af því að frænka mín söng í verkinu. Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Plötusafninu mínu. Ekki spurning. Hver er þinn helsti veikleiki? Sjálfsgagnrýni. Hefurðu tárast í bíó? Nei aldrei. Ég er samt tilfinninga- næm týpa og hef tárast yfir mynd- um en ég geri það heima í laumi. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Fróðleiksfús, dálítið latur, en ef ég hef gaman af einhverju þá tek ég það föstum tökum, vonandi góður en svolítið stríðinn. Hvaða lag kveikir blossann? „Je t’aime“ með Serge Gainsbourg. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Eitt sinn þurfti mamma að leita að mér í klukkutíma uppi í sumarbú- stað af því ég neitaði að fara heim. Ég lá í felum og fylgdist með henni allan tímann. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Ég er svo venjulegur gaur að þegar ég fer til útlanda fer ég á MacDon- alds og steikhús, en ég hef lent í því að púsla einhverju furðulegu sam- an heima. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Go Hawaii með Casino vs. Japan. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Tom Cruise án efa. Ég skil ekki af hverju Stanley Kubrick var að nota greyið í Eyes Wide Shut. Hann er hræðilegur leikari í alla staði. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að falla í stærðfræði á fyrsta ári. Ég hef ekki beðið þess bætur. Trúir þú á líf eftir dauðann? Að sjálfsögðu. Hilli, vinur minn, er búinn að sannfæra mig um það með ótæmandi fyrirlestrum. Ég er ekki góður í trúarbragðafræðum en hef heyrt óteljandi rök fyrir því og get ekki trúað öðru eftir að hafa séð myndir einsog Der Himmel über Berlin. Bráðum fær í flestan sjó Morgunblaðið/Jim Smart SOS SPURT & SVARAÐ Sæmundur Ari Halldórsson NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 2 og 4. Vit nr. 210. Forrester fundinn Allir hafa hæfileika, þú verður bara að upp- götva þá.  Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Good Will Hunting Vinsælasta Stúlkan Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 217. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 213 Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Enskt tal. Vit nr. 214 Sprenghlægileg ævintýramynd Frábær mynd úr smiðju Disney þar sem nornin Isma rænir völdum og breytir Keisaranum í lamadýr. Nú þarf Keisarinn að breyta um stíl! Brjáluð Gam- anmynd Sandra Bullock þarf að hafa sig alla við til að geta brugðið sér í gervifegurðardrottningar og komast að því hver er að eyðileggja keppnina. Frábær grínmynd sem sló öll met í USA. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr. 201. Sýnd kl. 10. B. i. 14. Vit nr. 209 www.sambioin.is PROOF OF LIFE Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 207. Sýnd kl. 1.50 og 3.45. Vit nr. 203. Tvíhöfði Sýnd kl. 1.45. Enskt tal. Vit nr. 187. HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 3 og 5.45. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.16 ára. Sýnd kl. 10.15.  AI Mbl  Tvíhöfði Kvikmyndir.is FRAMBJÓÐANDINN Stundum getur þú tekið leiðtoga af lífián þess að skjóta einu einasta skoti Lalli Johns eftir Þorfinn Guðnason. Sýnd kl. 8 og 10.15. Vinsælasta Stúlkan Brjáluð Gamanmynd Sýnd kl. 4.30, 6.30 og 8.30.  HK DV Strik.is Ó.H.T Rás2 Yfir 2000 áhorfendur Ó.H.T Rás2 HL Mbl Kvikmyndir.com Sandra Bullock þarf að hafa sig alla við til að geta brugðið sér í gervi fegurðar- drottningar og komast að því hver er að eyðileggja keppnina. Frábær grínmynd sem sló öll met í USA. SV Mbl Frumsýning Frumsýning JULIA STILES • SEAN PATRICK THOMAS SAVE THE LAST DANCE Trufluð tónlist - Brjálaður dans! Önnur aðsóknarmesta myndin í USA á þessu ári með Júlíu Stiles (10 things I hate about you). ATH. Kaupið tónlistina úr myndinni í Japis og fáið frímiða fyrir 2 á myndina! kirikou og galdrakerlingin DV  Tvíhöfði Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Tónlistin úr myndinni fæst í Japis Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. UNNUSTA leikarans Keanu Reev- es lést í bílslysi á mánudaginn þeg- ar hún velti jeppabifreið sem hún ók eftir Hollywood Boulevard eftir að hafa ekið út af veginum og lent á þremur kyrrstæðum bílum. Jenni- fer Syme var 29 ára gömul og starf- aði hjá hljómplötufyrirtæki í Los Angeles en hafði einnig spreytt sig á kvikmyndaleik og fór með lítið hlutverk í Lost Highway eftir David Lynch. Talsmenn lögreglu segja að rannsókn standi nú yfir á banaslys- inu en ekki þykir útilokað að eit- urlyf hafi átt þar hlut að máli því við leit í bifreiðinni fundust lyf og peningaseðlar með leyfum af hvítu duftkenndu efni. Syme hafði þjáðst af þunglyndi síðan hún fæddi and- vana barn þeirra Reeves árið 1999 og var í lyfjameðferð sökum þess. Reeves hefur ekki gefið frá sér opinbera yfirlýsingu vegna andláts unnustu sinnar. Keanu Reeves verður fyrir miklu áfalli Reuters Keanu Reeves Unnustan lést í bílslysi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.