Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í ÍRAK eru enn ekki neinir Írakar heldur hópar einstaklinga sem hafa enga föð- urlandsást til að bera. Þess í stað eru þeir uppfullir af trúarkreddum og öðr- um löstum og ekkert tengir þá innbyrð- is.“ Þessi orð mælti Faysal I, þáverandi kon- ungur Íraks, árið 1932 þegar um tíu ár voru liðin frá stofnun þess ríkis. Pólitísk óeining hefur ein- kennt Írak frá því það var stofnað árið 1921. Faysal var greinilega að tala í óeiginlegri merk- ingu um að Írakar væru ekki til. En nú er svo komið að orð Faysals eru orðin bókstafleg. Þjóð- in sem byggir þetta land, en landsvæði þess (Mesópótamía) eru gjarnan nefnd vagga sið- menningar, er að hruni komin. Ástandið er skelfilegt, sérstaklega meðal barna og aldraðra. Varlegar áætlanir Sameinuðu þjóðanna benda til þess að yfir milljón manns hafi látið lífið sök- um viðskiptabannsins sem var sett á Írak 1991. Nú er ungbarnadauði í Írak einna mestur í heiminum og meira en fjórðungur af öllum börn- um þar lifir undir sultarmörkum. Þessi átak- anlega staða er afleiðing þess að á síðustu tutt- ugu árum hafa Írakar þurft að þola hina óvenjulegu, pólitísku grimmd og stórmennsku- brjálæði Saddams Husseins og einnig strangar, efnahagslegar þvinganir síðan 1991. En það sem gerir þessa sorglegu stöðu enn grimmilegri er að þeir, sem viðskiptabanninu var beint að, hafa fremur styrkst af því en hitt. Staða Saddams Husseins og fjölskyldu hans hefur sjaldan eða aldrei verið sterkari en einmitt nú og þau græða á tá og fingri á kostnað hins almenna borgara. Viðskiptabannið á Írak hefur ekki náð tilætl- uðum árangri. Þessi stefna er gjaldþrota. Ein- ungis þráhyggja Bandaríkjanna og Breta veldur því að hún er enn við lýði. Spurningin er því hvort upplýstari þjóðir eins og Íslendingar geti sýnt áræði og sæmandi mannúð og beitt sér fyr- ir afnámi viðskiptabannsins. Við getum lítið gert til að breyta Saddam Hussein. En við getum sýnt samúð með þjóðinni sem er soltin, veik og sundurbarin. Röksemdir fyrir afnámi bannsins verða enn skýrari þegar saga Íraks á tuttugustu öldinni er skoðuð. Breskar efnahagsforsendur Írak var stofnsett árið 1921. Það er frekar kaldhæðnislegt að eitt ríkjanna, sem beita sér einna mest í dag fyrir eyðileggingu þess, Bret- land, bar ábyrgð á stofnun þess. Eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk, skiptu Bretar upp Mið- austurlöndum í náinni samvinnu við Frakka. Það svæði sem við þekkjum nú sem Írak féll í skaut Breta. Á árunum 1921–1932 lögðu Bretar sig töluvert fram og eyddu til þess umtalsverðri orku og fjármunum að skapa nútíma stofnanir í þessu nýja ríki. Það voru fyrst og fremst hagkvæmnis- og efnahagslegar forsendur, sem ollu því að Bretar ákváðu að draga landamæri utan um ákveðið svæði og nefna það Írak. Fyrir þann tíma var Írak ekki pólitískt hugtak meðal araba heldur landfræðilegt. Írak, en það merkir bakki eða straumur, var fyrst og fremst tilvísun til núverandi suðurhluta Íraks (svæðisins á milli Baghdad og Basra). Þetta nýja ríki sem Bretar stofnsettu og kölluðu Írak var byggt fólki sem talaði fjöldamörg tungumál svo sem arabísku, kúrdísku, persnesku og tyrknesku, og tilheyrði ólíkum trúardeildum. Arabískir sjíitar mynduðu (og mynda enn) meirihluta og súnní-múslímar (bæði arabar og Kúrdar) voru einnig fjölmennur hópur. Þá var fjöldi fjölbreytilegra, kristinna safnaða (um 3%) og gyðingar mynduðu um 2% þjóðarinnar. Þjóðin var semsé eins og flókin mósaíkmynd. Þó að allir þessir hópar hefðu búið á svipuðum slóðum áttu þeir ekki mikla reynslu í pólitískri og efnahagslegri samvinnu. Áður höfðu Tyrkir stjórnað þessu svæði en þeir skiptu landinu í þrjár stjórnunareiningar sem höfðu lítil samskipti hver við aðra sökum um- hverfis- og menningarlega þátta. En Bretar ákváðu, aðallega fyrir tilstuðlan hinnar merku konu Gertrude Bell, að það væri þægilegast og hagkvæmast að hafa eina stjórnunareiningu á þessu svæði því það tryggði best öryggi Ind- lands, sem Bretum var mjög umhugað um. En hver ætti að stýra þessu landi? Hér komu Bret- ar með mjög frumlega lausn. Í stað þess að velja einhvern frá Írak og þá sérstaklega frá sjííta- meirihlutahópnum ákváðu þeir að leita utan landsteina Íraks. Fyrir valinu varð Faysal, sem fyrr hefur verið nefndur, hashimíti, sem var son- ur Sharifs Husseins, sem Bretar höfðu lofað en síðan svikið um konungdæmi að loknu stríðinu. Faysal (sem var leikinn af Alec Guiness í stór- myndinni Arabíu-Lárens), var fluttur inn í þetta nýja land og krýndur konungur. Bretar sáu til þess að það voru fyrst og fremst súnní-múslimar frá Baghdad sem færu með stjórn landsins á kostnað annarra hópa í landinu. Meirihluti þjóð- arinnar leit þess vegna strax í byrjun tortryggn- um augum til ríkisstjórnarinnar. Og ríkisstjórn- in fann að hún átti litla samleið með þjóðinni. Lítil breyting hefur átt sér stað í þessum efnum. Fram til dagsins í dag hefur því vantraust ein- kennt samskipti borgaranna við æðstu stjórn landsins. Óstöðug og ofbeldisfull stjórnmál Fyrstu tíu ár Íraks einkenndust af hægfara uppbyggingu landsins. Írakar voru neyddir til að samþykkja mjög óhagstæðan samning við Breta um olíuframleiðslu í landinu. Árið 1932 yf- irgáfu Bretar að mestu Írak og Írakar fengu formlegt sjálfstæði. Þetta sjálfstæði var þó tak- markað því Bretar sáu enn um framleiðslu olíunnar og fengu stóran hluta hagnaðarins. En eftir að Bretar yfirgáfu Írak komu hinir við- kvæmu brestir í þjóðinni í ljós. Margir hópar, svo sem Assyríumenn (sem eru kristnir) og Kúrdar, gerðu uppreisn og vildu stofna sjálf- stæð ríki. Við þessa óeiningu í landinu lék herinn mikilvægt hlutverk við að koma reglu á í land- inu. Síðan 1933 hefur það þess vegna verið her- inn sem hefur verið mikilvægasta stofnun lands- ins og ekki hikað við að skipta sér af stjórnmálum. Þessi staðreynd hefur leitt til þess að stjórnmál í Írak hafa verið óstöðug og ofbeld- isfull. Stjórnmálamenn hafa álitið að markmið stjórnmálastarfsins væri að auka fjárhagslega velferð eigin fjölskyldu. Þegar Saddam Hussein komst endanlega til valda 1979 varð lítil breyt- ing þar á. Hann vildi tryggja sess sinn með því að kæfa alla stjórnarandstöðu og tryggja ein- ingu í landinu með því að stýra því með járn- hendi. Einnig vildi hann auka eigin tekjur með því að auka olíuframleiðslu í landinu. Þannig gerði hann tilkall til olíulinda í Íran og svo síðar í Kúveit á mjög afgerandi hátt eins og frægt er. Eftir að Persaflóastríðinu lauk hafa Sameinuðu þjóðirnar viljað refsa fyrir þetta athæfi með því að halda uppi mjög ströngu viðskiptabanni. En eftir tæpan áratug er sannarlega kominn tími til að spyrja hvort við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg. Staðreyndirnar eru skýrar. Írak er að brenna meðan Saddam og hans menn spila á fiðlu. Og þjóðir Vesturlanda taka undir þetta fiðluspil með því að halda uppi banninu. Staðan er einnig flókin vegna þess að mörg ríki græða á því að halda Írak niðri. Það eru fyrst og fremst olíuframleiðsluríkin við Persaflóa sem hafa stór- aukið hagnað sinn vegna þess að framleiðsla Íraka hefur verið takmörkuð. Íranir eru mjög ánægðir með stöðu mála enda stafar þeim nú ekki ógn frá Írak. Sömuleiðis sjá Ísraelar, sem enn eru minnugir árása Scud-eldflauganna frá Írak á tímum Persaflóastríðsins, mikinn hag í því að bægja þessari hættu frá og þeir telja að öryggi þeirra sé best borgið ef Írak er veikburða ríki. Og Tyrkir eru ánægðir með Saddam því þeir eiga sameiginlegan óvin, sem er sjálfstæð- isbarátta Kúrda. Á meðan Saddam situr við stjórnvölinn er frekar ólíklegt að Kúrdum í norðurhluta Íraks geti vaxið svo fiskur um hrygg að þeir megni að fylgja eftir kröfum sín- um um sjálfstætt ríki. Auk þess græða fjölmarg- ir áhrifamiklir Tyrkir á svartamarkaðsbraski og smygli yfir landamæri Íraks, ekki síst með olíu. Þó að margir almennir borgarar, ekki síst í arabaríkjum eins og Egyptalandi og Jórdaníu, sýni mikla samúð með ástandi fólks í Írak, er ekki enn nægjanlegur, pólitískur vilji í Miðaust- urlöndum til að breyta ástandi mála. Nauðsyn- legt er að afnema viðskiptabannið til að koma í veg fyrir frekari mannskaða meðal saklausra borgara Íraks. Staða Saddams hefur styrkst Staða Saddams innan Íraks er sterkari en hún var fyrir 10 árum. Viðskiptabannið hefur sogið allan lífskraft úr íbúum landsins. Þar af leiðandi er engin pólitísk starfsemi sem gæti veitt Írökum aðra pólitíska sýn. Bandaríkja- menn hafa eytt töluverðum fjármunum í að byggja upp stjórnarandstöðu meðal Íraka sem eru búsettir erlendis. Því eru það ansi margir hópar sem telja sig vera helsta stjórnarand- stöðuaflið við Hussein nú. En þessi stjórnarand- staða á það eitt sameiginlegt að vilja bola Sadd- am Hussein frá en er ekki með sameiginlega framtíðarsýn og einkennist af innbyrðis tor- tryggni. Vissulega má skella skuldinni á leiðtoga þessa ríkis og þá fyrst og fremst á Saddam Hussein. En ábyrgðin liggur einnig hjá stjórn- völdum Vesturlanda, ekki síst hjá Bretum og Bandaríkjamönnum sem hafa haldið uppi við- skiptabanninu fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hægt er að benda á að efnahagsþvinganir hafi komið einhverju til leiðar í öðrum löndum svo sem í Júgóslavíu og Suður-Afríku en sá samanburður er ekki gildur. Félagslegar, pólitískar og efna- hagslegar forsendur eru með allt öðrum hætti og eðli þvingananna sömuleiðis. Til dæmis var meirihluti íbúa Suður-Afríku fylgjandi við- skiptabanni á sitt eigið land. Þó að fátækt hafi verið mikil, og sé enn, í Suður-Afríku komst hún varla í hálfkvisti við örvæntinguna sem nú ríkir í Írak. Hafa ber einnig í huga að viðskiptabannið var sett á Írak eftir að þjóðin hafði lifað langt og blóðugt stríð við Íran (1980–1988) og annað stutt og eyðileggjandi, ekki síst umhverfislega, Persaflóastríðið (1990–91). Almenningur að þrotum kominn Almenningur í Írak hefur því þurft að þola óeðlilegt ástand í tvo áratugi og er þess vegna að þrotum kominn. Það er vissulega rétt að Sadd- am Hussein er ekki maður sem hefur velferð borgara sinna að markmiði. Hann er fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Venjulegar mælistikur eiga ekki við hann. Ef komið væri á eðlilegum samskiptum við Írak og viðskipta- banninu aflétt myndi Saddam Hussein vissulega græða. Saddam græðir í hvaða stöðu sem er. Spurningin á ekki vera hvort hann græðir eður ei. Heldur er spurningin hvort hinn almenni borgari geti loksins fengið aðgang að nægjan- legum mat og lyfjum. Afnám viðskiptabannsins myndi fela í sér að hinn almenni borgari í Írak eignaðist loksins einhverja von um betri tíð eftir 20 ára þrautagöngu. Þetta svæði sem var vagga siðmenningarinnar er nú eins og opin gröf. Í stað þess að einblína á Saddam Hussein ætti stefna Vesturlanda gagnvart Írak að miðast að því að ráða bót á ófremdarástandinu og þeim hörmungum, sem eiga sér stað í landinu. Reuters Styttur og myndir af Saddam Hussein blasa við hvert sem litið er og þá að sjálfsögðu á Saddam-flugvellinum í Bagdad. Reuters Sari Sattar, fjögurra ára íraskur drengur í fangi móður sínnar. Hann þjáist af krabbameini en það virðist óeðlilega algengt í landinu, einkum í suðurhluta þess. Telja sumir, að það megi rekja til skerts úrans í byssukúlum, sem notaðar voru í Persa- flóastríðinu. Saddam Hussein, forseti Íraks, og fjölskylda hans græða á tá og fingri á eymdinni í landinu, segir Magnús Þ. Bernharðs- son, og mun vafalaust gera það áfram verði viðskiptabanninu aflétt. Mestu skiptir hins vegar, að með afnámi þess myndi íraskur almenningur eygja nýja von um mannsæmandi líf. SADDAM GRÆÐIR Á TÁ OG FINGRI Í ÍRAK FRÁ VÖGGU SIÐMENNINGAR TIL GRAFAR Dr. Magnús Þ. Bernharðsson er aðstoðar- prófessor í Miðausturlandafræðum við Hofstra-háskólann í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.