Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Leikskólinn ætti að geta annað meiru námsefni með börnunum en nú er gert og finnst mér koma vel til álita að færa eitthvað af því námsefni, sem börnin læra í fyrstu bekkjum grunnskóla, yfir til leikskólanna.“ ÞRÁTT fyrir margvíslegarúrbætur í íslensku skóla-kerfi á undanförnum árum,verða þær raddir æ hávær- ari í þjóðfélaginu sem segja að ekki sé nóg að gert, viljum við standa nágrannaþjóðunum á sporði. Lík- legt má telja að flestar aðrar OECD-þjóðir séu að geysast fram úr Íslendingum í menntamálum ef marka má skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar frá 1998, en þar kemur fram að eftir átta ára skólagöngu séu íslensk börn að meðaltali heilum tveimur árum á eftir öðrum OECD-börnum og reyndist Ísland í neðsta sæti af þeim 25 þjóðum sem kannaðar voru. Þá blasir einnig við sú stað- reynd að um þriðjungur þeirra ís- lensku ungmenna, sem hefja fram- haldsskólanám, ljúka því ekki og aðeins um 55% af hverjum árgangi Íslendinga ljúka stúdentsprófi á meðan það hlutfall er 76% á hinum Norðurlöndunum. Þetta kom m.a. fram á nýliðnu viðskiptaþingi Verslunarráðs Ís- lands þar sem gætti talsverðrar gagnrýni á menntamál þjóðarinnar, en að mati framsögumanna, þeirra Kára Stefánssonar, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, Guðfinnu Bjarnadóttur, rektors Háskólans í Reykjavík, og Frosta Bergssonar, stjórnarformanns Opinna kerfa, verður að setja menntamálin í önd- vegi, ætlum við að halda velli í því harða samkeppnisstríði, sem nú er háð um gjörvallan heim. Að mati Verslunarráðsins þarf endurskoðun skólakerfisins að fara fram með opnum huga og án þess að rekstur skóla verði njörvaður niður í eitt- hvert eitt tiltekið fyrirkomulag. Þarfir markaðarins, nemenda og foreldra í þessu tilviki væru mis- jafnar og skólum yrði að veita tækifæri til að mæta þeim, hverj- um á sinn hátt. Fram kom það sjónarmið að ekki væri nægjanlega vel nýttur sá tími, sem færi í skóla- göngu á fyrstu árum grunnskóla. Undirstöðugreinum á borð við tungumál og stærðfræði væri ekki sinnt sem skyldi. Útskrifa ætti stúdenta 18 ára í stað 20 ára, eins og nú er gert, svo að íslensk ung- menni geti hafið háskólanám sam- stiga jafnöldrum annars staðar. Leikskólinn annar meiru Frá því að grunnskólinn var end- urskipulagður árið 1974 hafa við- horf manna til leikskóla tekið mikl- um breytingum. Á þeim tíma var litið á leikskólavistun sem úrræði er bæri að nota þegar enginn kost- ur var að gæta barns heima, en í dag þykir leikskólanám sjálfsagður réttur allra barna og hefur ásókn í heilsdagsvistun verið að færast í aukana, sérstaklega á undanförn- um sex árum. Almennt hafa leik- skólarnir tekið hlutverk sitt mjög alvarlega og reynt að sinna þroska barna í leik og námi, eins vel og kostur er. Af því leiðir m.a. að á síðasta ári í leikskóla kynnast flest börn þeim undirstöðuatriðum náms, svo sem tölu- og bókstöfum og jafnvel að draga til stafs, sem fæst börn áður fyrr kynntust markvisst fyrr en þau hófu reglu- bundið barnaskólanám. Með ný- legri sameiningu Fósturskóla Ís- lands og Kennaraháskólans má gera ráð fyrir að meira samræmis verði gætt á þessum tveimur skóla- stigum náms og að reynt verði að marka stefnu, sem miðar að því að börnin fái meira hvetjandi við- fangsefni á síðari árum leikskólans. Í kjölfar þings Verslunarráðs ákvað framkvæmdastjórn þess að skipa vinnuhóp til að skoða sér- staklega laga- og regluverk í kring- um leik- og grunnskóla með það að leiðarljósi að reyna að sjá á hverju strandar ef vilji manna beinist í þá átt að bjóða upp á meiri einka- framkvæmd í leikskólum og grunn- skólum en nú tíðkast. Að sögn Sig- ríðar Andersen lögfræðings, sem stýrir vinnuhópnum, er einkaaðil- um gert mjög erfitt fyrir, vilji þeir fara út á þennan markað. „Ekki hafa öll börn og allir foreldrar sömu þarfir og sömu hagsmuni og því finnst okkur rétt að skoða það ofan í kjölinn hvort rétt sé að hafa meira valfresli í skólakerfinu. Sá sveigjanleiki gæti skilað bæði meiri árangri og öðruvísi árangri. Við teljum að leikskólinn eigi að geta þjónað mun betur en hann gerir í dag. Það ætti t.d. ekkert að standa í veginum fyrir því að börnum á leikskólaaldri séu kennd tungumál og eflaust mætti hugsa sér að ein- hverjir hefðu áhuga á því að starf- rækja leikskóla, sem miðaði að tungumálanámi eða einhverju öðru sem foreldrar hefðu hug á að kaupa fyrir börnin sín,“ segir Sig- ríður Andersen. Unnur Stefánsdóttir, leikskóla- stjóri í Kópvogi, tekur undir það sjónarmið Sigríðar að leikskólinn, sem var gerður að fyrsta skólastig- inu fyrir fáeinum árum, ætti að geta afkastað mun meiru en hann gerir í dag þótt hún sé ekki á því að leikskólinn stæði endilega betur að vígi með einkavæðingu. „Við bú- um við mjög góðan aðbúnað á leik- skólunum hér og mikið þróunar- starf er í gangi víðast hvar þó segja megi að það vanti alltaf fleiri leikskólakennara. Hinsvegar vil ég persónulega gera meiri kröfur til námskrár leikskóla. Næmi barna á leikskólaaldri er geysilega mikið og því þurfum við að nýta okkur þessi mótunarár til hins ýtrasta. Ég er MENNTUNINA Í ÖNDVEGI Á UPPLÝSINGATÆKNIÖLD Morgunblaðið/Ásdís „Þjóðir í kringum okkur setja menntamál í forgrunn til að undirbúa nemendur fyrir framtíðaratvinnusköpun og mannlíf í flóknu alþjóðlegu umhverfi.“ Íslendingar vilja í vax- andi mæli skilgreina sig sem upplýsingatækni- samfélag. Þekkingin er þar með orðin grund- völlur að nútímaþjóð- félagskerfi þar sem menntastofnanir gegna lykilhlutverki og verða að geta brugðist hratt og örugglega við sí- breytilegum kröfum þeirra, sem nota þjón- ustu þeirra, sem aftur leiðir hugann að skipu- lagi menntamála al- mennt og þeirri al- mennu miðstýringu sem einkennir þetta svið. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við fólk um ýmsa þá gagnrýni, sem fram hefur komið á hið ís- lenska menntakerfi að undanförnu. ’ Spurning er hvortvið eigum að leyfa þeim foreldrum, sem eiga fé, að fjár- festa í menntun barna sinna eða hvort við eigum bara að leyfa þeim að kaupa bíla fyrir börnin sín. ‘ ’ Kerfi, sem vinnursvona illa úr tæki- færum, þarf að breyta. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.