Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 21
sannfærð um að leikskólinn ætti að geta annað meira námsefni með börnunum en nú er gert og finnst mér koma vel til álita að færa eitt- hvað af því námsefni, sem börnin læra í fyrstu bekkjum grunnskóla yfir til leikskólanna, en það verði kennt í gegnum leik. Það þarf sömuleiðis að auka samstarf milli skólastiganna tveggja, en oft hefur mér fundist grunnskólakennarar almennt ekki leggja sig eftir því að kynna sér hvaða nám barnið er bú- ið að fara í gegnum í leikskólanum þegar það kemur í grunnskólann.“ Unnur Stefánsdóttir segir það helst gagnrýnisvert við aðalnám- skrá leikskóla að þar er ekki að finna námsáætlun og ekkert kveðið á um hvaða færni eða þekkingu börnin þyrftu að hafa til að bera við útskrift úr leikskóla, líkt og kröfur eru um á öðrum skólastig- um. „Metnaður og áhugi einstakra leikskólastjóra og leikskólakennara virðist ráða mestu um hvar börnin eru á vegi stödd náms- og félags- lega þegar komið er að grunn- skólanámi. Grunnskólakennarar hafa sagt mér að börn, sem eru að koma í fyrsta bekk grunnskóla, komi mjög misvel undirbúin úr leikskólanáminu.“ Of stórar bekkjardeildir Hvað varðar grunnskólana, hef- ur sú gagnrýni verið ríkjandi að bekkjardeildir séu of stórar og erf- itt hafi reynst að fá stuðningskenn- ara inn í bekkina sem þýðir að kennari hefur haft lítinn tíma til að sinna hverju barni fyrir sig. Afleið- Morgunblaðið/Sverrir „Ef grunnskólinn yrði rekinn sem raunverulegur heilsdagsskóli, má e.t.v. hugsa sér að það mynduðust forsendur fyrir styttingu framhaldsskólans.“ Morgunblaðið/Jim Smart „Samfélagið hefur ekki axlað aukna ábyrgð samfara breyttum þjóð- félagsháttum og ennþá fá börnin of litla þjónustu í skólunum.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Ríkið þarf að losa um þá miðstýringu sem felst í aðalnámskrá grunn- skóla svo auka megi í reynd frelsi og sveigjanleika í skólastarfi.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 21 V ON um gagn-kvæman ávinn-ing af samstarfi atvinnulífs og skóla held ég að hafi aldrei verið jafnmikil og um þessar mundir. Nú er talað um hið nýja hag- kerfi og hvernig nýt- ing tækninnar skapar forsendur fyrir þrótt- miklu atvinnulífi. Lyk- illinn að öflugum fyr- irtækjum liggur í þekkingunni, ekki síst þeirri sem verður til í samstarfi atvinnulífs og skóla. Þess vegna er brýnt að halda áfram að predika mikilvægi samstarfs atvinnulífs og skóla. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins stofnuðu MENNT ásamt ASÍ, framhalds- skólum og háskólum. Þar er unnið að því að styrkja þetta samstarf á breiðum grunni. Við getum þrengt sjónarhornið og nefnt t.d. einstök nemendaverkefni, bæði hjá verk- fræðideild HÍ og Tækniskólanum, sem eru einstökum fyrirtækjum afar dýrmæt,“ segir Ingi Bogi Bogason, menntafulltrúi Samtaka iðnaðarins og formaður mennta- málahóps Samtaka atvinnulífsins. Gefur lagasetning um framhalds- skóla og háskóla færi á samstarfi atvinnulífs og skóla? „Lagasetning um framhalds- skóla frá 1996 var ótvírætt fram- faraspor. Atvinnulífinu var falinn aukinn réttur og ábyrgð til að móta inntak náms. Nýjar námskrár eru að líta dagsins ljós og fyrirtækin binda vonir við að kennsla sam- kvæmt þeim skili hæfari fagmönn- um. Það má vel hugsa sér að form- festa samstarf atvinnulífs og háskóla með svipuðum hætti og gert er í framhaldsskólalögunum. Háskólar landsins geyma mikla þekkingu sem nýta þarf til framþróunar í atvinnulífinu.“ Atvinnulífið gerir kröfur á hend- ur menntakerfinu, en veit atvinnu- lífið alltaf hvað það vill? „Atvinnulífið er flókið fyrirbæri og kröfur þess á hendur mennta- kerfinu því margbreytilegar. At- vinnulífið vill sjá skólana sem þjón- ustustofnanir sem sinna þörfum atvinnulífsins fyrir menntun. Skil- greining á þörfinni er ekki bara verkefni annars aðilans heldur beggja. Skólar eiga ekki að vera pöntunarfélög heldur verslanir með fjölbreytt framboð. Þú ferð inn til að kaupa mjólk en gengur út með mjólk, ávexti og brauð. Skólar eiga ekki að vera hlutlausir áhorf- endur á vanda og viðfangsefni at- vinnulífsins. Þeir eiga að vera virk- ir þátttakendur í því að finna lausnir við hæfi. Við megum ekki gleyma því að í skólum landsins, og þá ekki eingöngu háskólum, er vel menntað fólk sem er vant því að leysa flókin viðfangsefni.“ Geturðu nefnt dæmi um óskir at- vinnulífsins um nýjar eða breyttar áherslur í menntamálum? „Margar atvinnugreinar hafa mikla þörf fyrir fleira verk- og tæknimenntað fólk. Það má segja að skortur á verkfræðingum, tæknifræðingum, kerfisfræðingum og öðru raungreinamenntuðu fólki standi framþróun hér á landi fyrir þrifum. Fyrirtækin kalla eftir þessu fólki. Fólk með raungreina- menntun sinnir ekki eingöngu stöðluðum störfum í fyrirtækjunum heldur skapar það með menntun sinni og reynslu ný tækifæri, ný sóknarfæri og ný störf. Samtök iðnaðarins óska eftir fjölgun tækni- fræðinga en staðreyndin er sú að alltof fáir tæknifræð- ingar útskrifast hvert ár. Háskólar sem kenna raungreinar virðast eiga erfitt með að laða til sín ungt fólk þrátt fyrir að verk- og tæknimenntun sé allt í senn: skemmtileg, þroskandi og bjóði í flestum tilvikum góð laun. Kerfi, sem vinn- ur svona illa úr tæki- færum, þarf að breyta.“ Vill atvinnulífið sjá breyttan rekstur á skólakerfinu? „Tilhneiging stjórnvalda til þess að bjóða út byggingu og rekstur einstakra skóla er af hinu góða. Við eigum að vera óhrædd við að gera tilraunir með nýtt rekstrarform skóla. Umræða hefur átt sér stað innan Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins um nauðsyn á meiri sveigjanleika í kerfinu þann- ig að styttra sé á milli veitenda og neytenda menntunar. Skólastofn- anir eru íhaldssamar að eðli. Það er erfitt að sætta sig við það á tím- um þegar þekkingin, sem er vel að merkja stigvaxandi, er forsenda framfara og hagsældar. Skólarnir verða að vera sveigjanlegri. En ein- stakir skólar eiga erfitt með að breyta sér og þróast í því kerfi sem þeir eru í. Yfirvöld menntamála hafa komið á reiknilíkani fyrir rekstur skóla. Það er ótvírætt framfaraspor. Þetta kerfi þarf hinsvegar að þróa og m.a. þarf að gefa skólunum meira svigrúm til þróunarstarfs en gert er ráð fyrir í reiknilíkaninu.“ Ef ríkið gefur frá sér rekstur skóla, þýðir það ekki mismunun þegnanna til náms? „Stjórnvöld hafa þá skyldu að veita þegnunum jöfn tækifæri til menntunar á grunnskóla-, fram- haldsskóla- og háskólastigi. Menntamálaráðuneytið á að setja fram kröfur á hendur skólum og meta síðan árangur af störfum þeirra. Menntamálaráðuneytið á ekki að eyða dýrmætum tíma sín- um í að vera yfirrekstrarstjóri ein- stakra skóla og hafa áhyggjur af því að þeir fari fram úr fjárlögum. Þessari kvöð á að létta af ríkinu með því að bjóða út starfsemi skóla. Þeir sem telja sig geta náð menntamarkmiðum samfélagsins með árangursríkari hætti en nú- verandi skólar eiga að fá tækifæri til þess að standa við fullyrðing- arnar. Ríkið á hinsvegar að standa vörð um jafnan rétt þegnanna til að hljóta menntun að eigin ósk. Dýr- mæt sérfræðiþekking mennta- málaráðuneytisins verður hins- vegar best nýtt með því að standa vörð um mælanlegt inntak og markmið menntunar.“ Hvað með samstarf atvinnulífs og skóla á landsbyggðinni? „Menntun fyrir atvinnulífið og byggðaþróun haldast í hendur. Um það hafa t.d. bæði atvinnurekendur og háskólamenn fyrir norðan vitn- að. Undanfarin missiri hafa sí- menntamiðstöðvar eflst vítt og breitt um landið. Þær eru bakhjarl í samstarfi atvinnulífs og skóla í heimabyggð og hafa raunar skilað ágætum árangri. En menntun er ekki bara forsenda búsetu á lands- byggðinni heldur yfirleitt forsenda fyrir búsetu á Íslandi. Ungu fólki bjóðast möguleikar sem aldrei fyrr. Það fer þangað sem tækifærin bíða. Og ef það fær ekki tækifæri til að afla sér góðrar menntunar og framtíðarstarfa heima, þá liggur leið þess burt.“ Ingi Bogi Bogason, menntafulltrúi Samtaka iðnaðarins Ingi Bogi Bogason Rekstrarkvöð þarf að létta af ríkinu svo að auka megi sveigj- anleika skólanna ingin væri iðulega sú að þau börn, sem mestrar athygli krefjast, fái mesta athygli og sinnu, en þau sem hafa sig lítt í frammi, fái mun minni athygli. Börnin væru því ekki öll að stunda nám miðað við getu sem er einmitt eitt mikilvæg- asta markmið grunnskólalaganna. Hætta væri á að börnum, sem eiga við námsörðugleika eða félagslega erfiðleika að stríða sé mun betur sinnt en börnum sem hafa náms- hæfileika yfir meðallagi. Kenningar hafa verið uppi um að rekja megi einkenni, sem líkjast ofvirkni barna í skólum, til þess að nemendum ýmist leiðist í skóla eða finnist námið ekki nógu krefjandi. Sumir hafa viljað ganga svo langt að halda því fram að í stórum bekkj- ardeildum fái stúlkur minni athygli en drengir sem er verulegt áhyggjuefni þegar litið er til fram- tíðar. Sem fullorðnir einstaklingar láta því ungar konur minna að sér kveða en ungir karlar sem aftur hefur áhrif á frama þeirra í sam- félaginu. Þá heyrist sú gagnrýni að íslensk skólabörn læri ekki nógu öguð vinnubrögð og að mikið skorti á til að þau læri að skipuleggja sína vinnu nægjanlega vel. Tungumálanám hefst of seint Tungumálakennsla hefst mjög seint á Íslandi eða um og eftir tíu ára aldur. Almennt eru málvísinda- menn sammála um að máltöku- skeiði barna sé lokið á þeim aldri, en það er talið standa frá tveggja ára aldri til átta eða tíu ára aldurs. Íslendingar virðast almennt vera fremur óöruggir hvað varðar sess íslenskrar tungu og líta iðulega svo á að önnur tungumál, sem börnin kynnast á unga aldri, geti grafið undan þekkingu þeirra á móður- málinu eða þörfinni fyrir sterka ís- lenska málvitund. Þegar rætt er við Íslendinga, sem búið hafa með börnum sínum erlendis, koma gjarnan upp viðhorf, sem virðast vera í samræmi við þær kenningar, sem uppi eru um tungumála- kennslu erlendis og snýst um að þekking barna á erlendum málum veiti þeim þvert á móti svo góða innsýn í eðli tungumála yfirleitt að þekking þeirra á móðurmálinu bíði síður en svo skaða af. Miðað er við að íslenskukennslu sé sinnt sem skyldi og að barnið búi ekki við tungumálalega einangrun. Að sama skapi virðist það vera nokkuð ljóst að því fleiri tungumál sem ein- staklingur lærir, þeim mun auð- veldara reynist honum að bæta við sig, þar sem tungumál eiga það sameiginlegt að lúta ákveðnum lög- málum, þótt auðvitað séu sum tungumál skyldari en önnur. Í Lúxemborg, þar sem íbúar eru u.þ.b. 330.000 talsins eða litlu fleiri en á Íslandi, er að sjálfsögðu miðað við að börn læri móðurmálið heima auk þess sem kennsla í fyrstu tveimur bekkjum grunnskóla, fjög- urra til sex ára, fer fram á lúx- emborgísku. Við sex ára aldur er hafist handa við að kenna börnum að lesa á þýsku, sem þar með verð- ur fyrsta erlenda mál barnanna. Átta ára hefja þau svo frönskunám. Þýska er notuð við kennslu allt fram til 13 ára aldurs, en eftir það er allt námsefni á frönsku. Skóla- börn í Lúxemborg læra þar með öll helstu hugtök sem náminu tilheyra á þremur tungumálum sem þau tala jöfnum höndum auk þess að læra ensku, eins og börn hér á landi byrja á 10 ára gömul. Gera má ráð fyrir því að börn í Lúx- emborg búi að þessari miklu tungumálaþekkingu þegar til fram- tíðar er litið enda á hæfni í sam- skiptum við nágrannaþjóðirnar án efa eftir að vega þungt í framtíð- inni. Dulbúin leið til flokkunar Vandinn, sem við blasir í yngri bekkjum grunnskóla, kemur vel fram í eldri bekkjum, þar sem brugðist er við ýmist með því að gera minni kröfur til nemenda við undirbúning undir framhaldsskóla- nám eða með því að búa til svo- nefndar hraðbrautir sem eru í rauninni dulbúin leið til að flokka börn eftir getu og hæfni. Margir eru illa undir menntaskólanám búnir og í staðinn fyrir að hin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.