Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 27

Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 27
hliðin hefur valdið því að ekki varð beint framhald á aðgerðunum. Tækjabúnaður fyrir einn sjúkling kostar á bilinu 800.000 kr. til eina og hálfa milljón. Þegar rafhlöðurn- ar eyðast þarf síðan að endurnýja allan tækjabúnaðinn. Trygginga- stofnun stóð straum af fyrstu þremur aðgerðunum. Nú í vikunni varð ljóst að heilbrigðisráðuneytið og Tryggingastofnun myndu tryggja að hægt yrði að halda að- gerðunum áfram,“ segir Garðar og vekur athygli á því að þrír sjúkling- ar hafi farið í samsvarandi aðgerð á hinum Norðurlöndunum og í Aust- urríki. „Að senda sjúklinga út er náttúrulega alltaf möguleiki. Hins vegar er ljóst að þekkingin verður að vera fyrir hendi hérna heima til að þjónusta sjúklingana og hafa ber í huga að hver aðgerð er um millj- ón krónum dýrari úti en á Íslandi.“ Finnbogi var spurður að því hvað hann héldi að aðgerðin gæti hjálpaðSjúklingurinn kominn upp á skurðarborðið. Sjúklingi rennt inn í sneiðmyndatæki fyrir aðgerð. stórum hluta parkinsons-sjúklinga á Íslandi. „Á Íslandi eru tæplega 400 parkinsons-sjúklingar og að- gerð myndi væntanlega vera íhug- uð hjá fjórðungnum einhvern tíma á ævinni. Frekari greining myndi síðan leiða í ljós hvort aðgerð væri álitlegur kostur. Eftir aðgerðirnar þrjár hafa um 10 manns til viðbótar farið í gegnum greiningu á deild- inni. Helmingurinn fer væntanlega í aðgerð. Hlutfallið getur verið dá- lítið rokkandi. Eins og áður hefur komið fram er heldur ekki hægt að tryggja að allir finni fyrir afgerandi þverrandi einkennum,“ segir hann og tekur fram að engin aldursmörk séu á aðgerðinni hér á landi. „Víða erlendis hefur verið miðað við að framkvæma aðgerðina ekki á elsta aldurshópnum, t.d. eldri en 70 ára. Hér eru engin aldurstakmörk. Þó myndum við kannski frekar íhuga brennsluaðgerð fyrir þá allra elstu.“ skautin séu örugglega á réttum stað. Sjúklingurinn getur í þeim til- vikum fundið fyrir smá dofa. Ann- ars er hann vakandi og getur vel verið með á nótunum fram að síð- asta stigi aðgerðarinnar. Aðgerðin tekur um tvo klukkutíma og und- irbúningurinn um klukkutíma um morguninn.“ 70–80% árangur Sjúklingurinn er svæfður á loka- stigi aðgerðarinnar. „Sjúklingurinn er sofandi á meðan gangráði í tengslum við rafskautin er komið fyrir í brjósti hans og gengið frá sárinu. Hann er síðan útskrifaður á 2. til 3. degi. Engu að síður verður hann að hafa hægt um sig á meðan sárið er að gróa, þ.e. á bilinu 7 til 10 daga,“ segir Finnbogi og tekur fram að næsta skrefið felist í því að hleypa á straumi. „Ég byrja á mjög lágum straumi. Smám saman er straumurinn síðan hækkaður. Ann- ars reyni ég að komast af með eins lágan straum og hægt er til að mynda ákjósanlegt jafnvægi á milli viðunandi lífsgæða og aukaverkana. Eftir að fundist hefur ásættanleg niðurstaða er straumurinn ýmist stilltur varanlega með tölvu eða sjúklingnum fengin fjarstýring til að stilla strauminn af sjálfur. Sjúk- lingurinn getur því hæglega sparað rafhlöðurnar með því að slökkva á gangráðinum á nóttunni. Rafhlöð- urnar endast að jafnaði í 3 til 5 ár.“ Finnbogi er spurður að því hve- nær komi til greina að sjúkling- urinn geti sjálfur haft áhrif á strauminn með fjarstýringu. „Fyrst og fremst er tekið mið af tvennu, þ.e. svöruninni frá gangráðnum og skilningi sjúklingsins. Ég get nefnt að eftir að sjúklingar eru orðnir fullorðnir minnka líkurnar á því að fjarstýring þyki koma til greina.“ Garðar segir að Íslendingar séu að tileinka sér tækni sem sé orðin viðtekin á flestum háskólasjúkra- húsum í nágrannalöndunum. „Eins og ég sagði áðan var áður notuð svokölluð brennsluaðferði til að stemma stigu við ofvirkni kjarn- anna í heilanum. Brennsluaðferðin hefur ýmsa galla, t.d. er hættulegt að brenna kjarna báðum megin í heilanum. Aðgerðin er heldur ekki afturkræf eins og hnitastungan. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að fjarlægja rafskautin,“ segir hann og Finnbogi bætir við að aðferðin hafi gefið góða raun í nágranna- löndunum síðustu 4 til 5 árin. „Ár- angurinn hefur gefið til kynna að 70 til 80% sjúklinga finni fyrir verulegum þverrandi einkennum eftir aðgerðina, þ.e. minni skjálfta, yfirhreyfingum og stífleika fyrir ut- an bætta göngugetu. Um 10% sjúk- linganna hafa fundið fyrir tíma- bundnum aukaverkunum og er óráð algengast. Almennir fylgikvill- ar koma aðeins fram í um 1% til- vika og er einkum um blæðingar í tengslum við stunguna að ræða.“ Dýrara erlendis Þrjátíu sjúklingar eru á biðlista eftir að komast í aðgerð hér á landi. Garðar segir að breskur sér- fræðingur hafi ásamt þeim Finn- boga framkvæmt þrjár aðgerðir hér á landi í apríl í fyrra. Góður ár- angur náðist með tveimur aðgerð- anna. Aukaverkanir hamla því að enn að hægt sé að segja hið sama um þriðju aðgerðina. „Kostnaðar- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.