Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Daily Vits FRÁ Apótekin Stanslaus orka með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla Stólpi fyrir Windows Viðskiptahugbúnaður Fákafen 11 • Sími 568 8055 • Fax 568 9031 Netfang: kerfisthroun@kerfisthroun.is Stólpi fyrir Windows er upplýsingakerfi sem byggir á nýjustu tækni. Kerfið hentar öllum gerðum fyrirtækja því það er auð- velt að aðlaga það óskum hvers og eins. Á meðal staðalbúnaðar má nefna beintengingu við banka þannig að reikninga má prenta í einriti með áföstum greiðsluseðli ef óskað er. Innborganir eru lesnar inn á viðskiptareikninga og kerfið sér um bók- un vaxta og kostnaðar á sjálfvirkan hátt. Aðföng eru bókuð við móttöku og greiðslukerfi fylgir þar sem velja má reikninga til greiðslu og senda í bankalínu til millifærslu. Það sama gildir um útborgun launa og skilagreinar. Með aukinni sjálfvirkni fækkar villum og afköst aukast til muna. Stólpi fyrir Windows er hannaður í Access 2000 og er því Office 2000 kerfi og fylgir öllum stöðlum Microsoft. Segja má að hinn vinsæli Excel töflureiknir og Word ritvinnslan séu innbyggð í Stólpa þannig að öll skjöl, s.s. tilboð og reikningsyfirlit má senda beint í tölvupósti. Til frekari þæginda er uppfletting í þjóðskrá innbyggð. Kerfisþróun ehf. byggir á fimmtán ára reynslu við gerð viðskiptahugbúnaðar og þjónar um 1500 viðskiptavinum á öllum sviðum atvinnulífsins. Á annað hundrað fyrirtæki hafa nú þegar tekið Stólpa fyrir Windows í notkun. Helstu bókhaldskerfin frá Kerfisþróun: Fjárhagsbókhald, Skuldunautabókhald, Lánardrottnabókhald, Sölukerfi, Inn- heimtukerfi banka, Birgðakerfi, Framleiðslukerfi, Verkbókhald, Launakerfi, Mælingakerfi, Ferðareikningar, Stimpil- klukkukerfi, Tilboðskerfi, Bifreiðakerfi, Pantanakerfi, Tollkerfi og Útflutningskerfi með SMT samskiptum. Hægt er að skoða kerfin á heimasíðu Kerfisþróunar: http://www.kerfisthroun.is Skoðið nýtt afburða gott launakerfi sem hentar hvaða stærð af fyrirtæki sem er. F YRIR aðgerðina tókst mér með talsverðum erfiðismunum að sinna helstu þörfum okkar feðg- anna. Eftir aðgerðina er allt orðið léttara og alveg frábært að geta loksins sofið aftur heila nótt. Hreyfigetan er orðin öll önnur og aukahreyfingarnar nánast alveg horfnar. Auðvitað segir sína sögu að eft- ir aðgerðina háir mér helst lítilsháttar jafn- vægisleysi og talerfiðleikar,“ segir Héðinn Waage, 39 ára parkinsons-sjúklingur í Kefla- vík, þegar hann ber saman líðan sína fyrir og eftir hnitastunguaðgerð í Vínarborg árið 1998. Fyrstu einkennin 23 ára Héðinn segist hafa fundið fyrir fyrstu ein- kennum parkinsons-sjúkdómsins um 23 ára aldur. „Ég byrjaði á að finna fyrir skjálfta í hægri hendinni undir álagi. Fyrstu viðbrögðin voru að skjálftinn hlyti að hverfa og allt yrði í stakasta lagi. Annað kom á daginn því að skjálftinn ágerðist og olli því að ég ákvað að leita til heimilislæknisins míns hérna í Kefla- vík. Hann sendi mig til sérfræðings í Reykja- vík og á endanum komst ég til Torfa Magn- ússonar taugalæknis. Hann greindi mig með parkinsons-sjúkdóminn.“ Héðinn var greindur með parkinsons- sjúkdóminn aðeins 25 ára gamall. „Mér hefur verið sagt að ég sé meðal yngstu manna í heiminum til að vera greindur með park- insons-sjúkdóminn. Aftur á móti hef ég aldrei heyrt um neinn yngri,“ segir hann og við- urkennir að greiningin hafi verið honum tals- vert áfall. „Ég reyndi allt til þess að halda áfram að lifa eðlilegu lífi fyrst í stað. Engu að síður varð mér ljóst að mátturinn í hægri hendinni var að þverra. Í vinnunni fór ég að venja mig á að hafa hana í vasanum og nota frekar vinstri höndina. Þegar ég loksins hætti að vinna var ég nánast orðinn örvhentur.“ Sonurinn styrk stoð Erfiðir tímar fóru í hönd eftir að Héðinn hætti í vinnunni. „Rétt áður ákvað ég að nota tímann vel og vinna alveg eins og brjálæð- ingur alveg fram á síðustu stundu. Eftir að ég síðan hætti að vinna hrundi ég alveg niður lík- amlega og andlega. Álagið var enn meira af því að ég stóð í skilnaði á sama tíma. Lífið varð mér nánast óbærilegt á ákveðnu tímabili eða þangað til ég ákvað að hrista af mér slenið,“ segir hann og viðurkennir að við ramman reip hafi verið að draga. „Ég er auðvitað eins og aðrir Íslendingar alinn upp af víkingum og átti erfitt með að sætta mig við að verða öryrki. Ekki bætti úr skák að samkvæmt almanna- róminum eru öryrkjar bara að svindla á kerf- inu.“ Héðinn segir að móður sín og sonur, Baldur, sem nú er 16 ára, hafi veitt sér ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum. „Eftir skilnaðinn fórum við að búa saman feðgarnir. Sonur minn hefur alla tíð verið ótrúlega sterkur og ekki skammað sín fyrir „karlinn“ pabba sinn. Ekki einu sinni þegar við vorum að ganga saman og sjúkdómseinkennin urðu þess valdandi að ég gekk meira og minna út og suður,“ segir hann og bætir við að einn liður í að ná sér aftur upp hafi einmitt verið að hætta að fara í felur með sjúkdóminn. „Ég átti orðið rosalega erfitt með að ganga um göturnar af því að ég þoldi ekki hvað fólk var alltaf að vorkenna mér hérna í Keflavík. Satt best að segja fannst mér miklu þægilegra að ganga Laugaveginn inni í Reykjavík og hafa á tilfinningunni að fólk héldi að ég gengi svona skringilega af því að ég væri drukkinn eða uppdópaður.“ Þrátt fyrir parkinsons-einkennin segist Héðinn hafa getað keyrt bíl. „Mér tókst ein- hvern veginn að halda einbeitingu við akst- urinn þótt ég væri á fleygiferð inni í sjálfum bílnum. Fólki varð auðvitað starsýnt á mig og æ og sí var verið að benda lögreglunni á að ég keyrði ölvaður. Á endanum var ég orðinn svo þreyttur á að þurfa að útskýra fyrir lögregl- unni að ég gæti vel keyrt og hefði ekki brotið neinar umferðarreglur að ég bar mig upp við lækninn minn. Hann skrifaði fyrir mig stað- festingu á að ég væri vel ökufær og sendi til allra lögreglustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu og í Keflavík. Staðfestingin var ákaflega vel orðuð og skýrt tekið fram að hvers kyns álag gæti haft afar neikvæð áhrif fyrir sjúkdóm- inn,“ segir hann, brosir og bætir við að trúlega hafi sú staðhæfing átt mestan þátt í að hann þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af af- skiptum lögreglunnar. Enginn sársauki Héðinn segist sífellt hafa verið að spyrja Torfa um hvort hann gæti farið í svokallaða brennsluaðgerð. „Torfi dró úr mér í hvert sinn. „Bíddu, bíddu,“ sagði hann. „Hver veit nema ég geti bent þér á aðra betri leið innan skamms.“ Ég varð auðvitað dálítið pirraður og óþolinmóður. Núna er ég náttúrulega dauðfeg- inn því að hafa ekki látið til skarar skríða og farið í brennsluaðgerð,“ segir hann og neitar því að hafa verið kvíðinn fyrir hnitastunguna. „Ég hafði nákvæmlega engu að tapa. Brennsluaðgerðir eru óafturkræfar því að ekki er hægt að fjarlægja sjálfa brennsluna. Allt öðru máli gegnir um hnitastunguna því að auðvelt er að fjarlægja rafskautin ef árang- urinn reynist ekki viðunandi eða betri aðferðir finnast til að slá á einkennin í framtíðinni.“ Héðinn segir að aðgerðin hafi verið fram- kvæmd af lækni nokkrum að nafni Alech á einkasjúkrahúsi í Vínarborg árið 1998. „Alech er dálítið sérstakur karl og vinnur eins og ís- lenskur skorpukarl,“ segir hann. „Hann vinn- ur á ríkissjúkrahúsinu í Vínarborg og fram- kvæmir aðgerðirnar í skorpum á litlu einkasjúkrahúsi tvær helgar í röð áður en hann tekur sér hlé. Hver aðgerð tekur á bilinu 10 til 12 tíma og því nær hann svona 6 sjúk- lingum í hverri törn.“ Tímamótaaðgerð Aðgerðin á Héðni var tímamótaaðgerð að því leyti að ekki hafði áður verið komið fyrir aðeins einum gangráði fyrir báða líkamshelm- inga parkinsons-sjúklings. „Aðgerðin var ekk- ert svakalega erfið. Hjúkrunarfræðingarnir héldu á tímabili að ég væri sofnaður. Ég var bara í minni innhverfu íhugun og eiginlega er ekki hægt að segja að ég hafi fundið fyrir sárs- auka. Einu óþægindin voru þegar læknirinn boraði í gegnum hauskúpuna – svolítið eins og þegar tannlæknir borar í staðdeyfða tönn,“ segir hann og rifjar upp að læknirinn hafi tek- ið fram eftir aðgerðina að hann hafi ekki alltaf verið að líta á klukkuna eins og hinir sjúkling- arnir. „Aðgerðin var ekki alveg eins gerð og hérna. Aðgerðartíminn var lengri af því að verið var að taka myndir með röntgentækinu allan tímann. Þegar rafskautunum hafði verið komið fyrir fann ég greinilega fyrir mun hægra og vinstra megin en þó meira hægra megin í líkamanum. Núna er hægri hliðin mín betri hlið.“ Héðni leið mjög vel fyrst eftir að- gerðina. „Síðan kom alvarlegt bakslag og satt best að segja var ég farinn að örvænta í ann- arri vikunni. Ég lá á borðinu hjá lækninum og gat varla hreyft hausinn til hliðar þegar hann fiktaði eitthvað í tölvunni og sagði svo við mig: „Jæja, stattu upp og gakktu.“ Og ég bara sett- ist upp á bekknum, stóð upp og gekk af stað – rétt eins og Kristur hefði sagt mér að rísa upp. Munurinn var hreint og beint ótrúlegur.“ Hippar í handbremsu Héðinn hefur farið nokkrum sinnum til Vín- arborgar í eftirlit og skoðun eftir aðgerðina. „Í að mig minnir þriðju ferðinni prófaði Alech að taka tækjabúnaðinn úr sambandi. Eftir tíu mínútur var ég farinn að stífna upp. Eftir aðr- ar tíu mínútur var líkaminn orðinn gjör- samlega stífur. Rétt eins og hann hafði verið án lyfja fyrir aðgerðina. Alech varð alveg hreint hoppandi kátur og hrópaði til mín hvort ég gæti verið svona í tíu til tuttugu mínútur í viðbót. Ég játti því skelfingu lostinn og hann þaut út til að ná í fullt af öðrum prófessorum til að skoða mig í þessu ástandi. Allir voru mjög undrandi á að sjá hvernig ég var orðinn,“ segir Héðinn og viðurkennir að hafa verið ákaflega feginn að fá gangráðinn aftur í gang skömmu síðar. „Tækjabúnaðurinn virkaði nánast óþægilega hratt – næstum því eins og högg. En eftir fimm mínútur var ég alveg bú- inn að jafna mig og farinn að hreyfa mig aftur út um allt.“ Héðinn segir að aðgerðin hafi breytt ótrú- lega miklu fyrir sig, t.d. hafi hann loksins farið að geta sofið heila nótt. Fyrir aðgerðina hafi hann verið á alltof mikilli hreyfingu til að geta sofið meira en tvo til þrjá tíma í senn. Án lyfja hefði hann verið alltof stífur til að geta sofið nokkuð. „Mér líður blátt áfram miklu betur, t.d. félagslega. Ég get nefnt að áður fór ég aldrei á böll enda gæti ég með allar aukahreyf- ingarnar óvart hafa sópað öllu leirtaui af heilu borðunum. Núna fer ég á böll eins og ekkert sé og hið sama er að segja um aðrar sam- komur,“ segir hann glaður í bragði. Hann er því næst spurður út í bassagítar í stofunni. „Já, annað helsta áhugamál mitt fyrir utan að setja saman ýmiss konar tækifærisvísur er að spila í hljómsveit. Við erum fimm vinir og komum saman svona einu sinni í viku okkur til skemmtunar. Nafnið, já. Hippar í hand- bremsu,“ segir Héðinn ljómandi af lífsgleði. Morgunblaðið/Rax Héðinn leikur á bassagítar með rokkhljómsveitinni Hippar í handbremsu. Fyrir aftan hann stendur sonur hans Baldur, 16 ára. Dóttir Héðins heitir Elsa María og er 9 ára. Ótrúlegur munur Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.