Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 33 í gíslingu svo vikum og mánuðum skipti og Banda- ríkjamenn töldu niður dagana. Gíslatakan í Teher- an átti ekki minnstan þátt í því að Jimmy Carter hrökklaðist af forsetastóli eftir eitt kjörtímabil. Flokksbræður Bush segja hann sýna veik- leikamerki BUSH má búast við auknum þrýstingi þess arms repúblikana, sem vill taka hart á Kín- verjum og mannrétt- indamálum í Kína, sér- staklega ef málið dregst á langinn. Slík merki má reyndar þegar sjá. Hægra tímaritið Weekly Standard, sem á sér les- endur í röðum stuðningsmanna Bush, birtir í næsta tölublaði leiðara undir fyrirsögninni „Þjóð- in niðurlægð“. Höfundar leiðarans, Robert Kagan og William Kristol, segja þar að áhöfnin sé í gísl- ingu og bæta við að Bush hafi sýnt veikleika í nálg- un sinni í deilunni og það hafi meiri hættu í för með sér en sú stefna að taka á vandanum og hemja Kína. En Bush mun einnig verða fyrir þrýstingi úr hinni áttinni, frá þeim fyrirtækjum og einstakling- um, sem eiga viðskiptahagsmuna að gæta í Kína. Bandaríkjamenn hafa löngum stundað njósnir úr lofti, en ekki alltaf með góðum árangri. Senni- lega er þekktasta atvikið þegar Sovétmenn náðu flugmanninum Gary Powers á sitt vald og heilum leiðtogafundi var aflýst fyrir vikið. Árið 1956 hrap- aði njósnavél undan ströndum Kína í hafið með þeim afleiðingum að 16 manns létu lífið. Þá sagði Dwight Eisenhower Bandaríkjaforseti á leyni- fundi með yfirmanni bandaríska herráðsins að Bandaríkjamenn virtust vera að gera hluti, sem þeir hefðu ekki almennilega stjórn á. Hann bætti síðan við að sjálfir myndu Bandaríkjamenn senni- lega skjóta niður flugvélar, sem væru að fljúga nokkra tugi kílómetra undan strönd Bandaríkj- anna ef þær kæmu of nálægt, hvort sem það væri fyrir mistök flugmanns eða ekki. Núna vaknar aft- ur spurningin, sem Eisenhower setti fram um gagnsemi njósnaflugs Bandaríkjamanna. Þessar njósnir fara fram undir stjórn bandarísku þjóð- aröryggisstofnunarinnar, NSA, sem gegnir að vissu leyti umfangsmeira hlutverki en leyniþjón- ustan, CIA, en er hins vegar mun minna áberandi. Í höfuðstöðvum NSA er að finna minnisvarða, sem á eru letruð orðin „Þeir þjónuðu í þögn“. Á honum eru nöfn 152 bandarískra dulmálsfræðinga og sér- fræðinga, sem látið hafa lífið í hlerunarverkefnum um borð í skipum og flugvélum á borð við það, sem áhöfnin, sem nú er í Kína, var að sinna. Njósnaflug er mjög sýnileg aðferð til að afla upplýsinga og nú- verandi tækni gerir að verkum að hægt er að hlusta á samtöl nánast hvar sem er í heiminum í gegnum gervihnetti, auk þess sem miklar hler- unarstöðvar eru á jörðu niðri, til dæmis í Okinawa í Japan, þar sem Bandaríkjamenn beina þeim að Kína. Framan af kalda stríðinu voru reglulega flogin njósnaflug yfir Kína. Á sjöunda áratugnum voru nokkrar bandarískar njósnavélar af gerðinni U-2 með tævönskum flugmönnum skotnar niður yfir Kína og sumar þeirra voru hafðar til sýnis í Pek- ing. Flugmennirnir voru hins vegar ýmist tæv- anskir eða starfsmenn CIA. Þessu njósnaflugi var hætt 1974 þegar Richard Nixon kom á bættum samskiptum við Kína. Bandaríkjamenn hafa hins vegar haldið áfram njósnaflugi í útjaðri kínverskr- ar lofthelgi æ síðan, Kínverjum til mikillar skap- raunar. Segja kínverskir ráðmenn reyndar að þetta beri vitni umóvild Bandaríkjamanna í þeirra6 garð. Kínverjar hafa löngum sent orrustuþotur til að fylgjast með njósnavélunum, en Bandaríkjamenn segja að undanfarna mánuði hafi kínversku orr- ustuflugmennirnir verið mun ágengari en áður. Bandaríkjamenn og Kínverja deilir á um það hver beri sök á árekstri bandarísku vélarinnar og kín- versku orrustuþotunnar. Bandaríkjamenn segja að kínverski flugmaðurinn hafi verið of nálægt, en Kínverjar að flugmenn bandarísku vélarinnar hafi sveigt mjög skyndilega. Sérfræðingar benda á að bandaríska vélin, sem er af gerðinni EP-3E sé stór og þunglamaleg og undarlegt að flugmaður lítillar og lipurrar orrustuþotu geti ekki vikið sér undan. Einnig hafa menn velt vöngum yfir því hvers vegna flugmenn njósnavélarinnar skyldu ekki reyna að eyðileggja hana til að koma í veg fyrir að mikilvæg gögn kæmust í hendur Kínverja. Þessar vélar eru búnar mjög fullkomnum tækjum. Þar má nefna ratsjár, tæki til fjarskipta, hlerunar og greiningar, búnaður til að brengla hljóð, inn- rauða brenglara og mælitæki, sem greina tíðni samstundis. Í þessum vélum er sem sagt búnaður til að hlera merki frá ratsjám, útvarpi, talstöðvum, símum, tölvupóst og símbréfasendingar. Reyndar gæti verið að áhöfnin hafi eytt tölvugögnum og hugbúnaði í vélinni, en engu að síður geta Kínverj- ar nálgast ýmsar hernaðarlegar upplýsingar með því að taka þessa vél í sundur og skoða hvernig hún er smíðuð og saman sett. Kínverjar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn meðfram strandlengjunni og hafist handa um að setja upp sprengiflaugar til að ógna Tævan. Bandaríkjamenn eru nú að íhuga að selja Tævön- um fullkomin vopn. Kínverjar eru mjög andsnúnir því að af þeirri sölu verði. Colin Powell þykir hafa hrifs- að til sín frum- kvæðið TIL þess hefur verið tekið að Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur stjórnað því hvernig utan um þetta mál hef- ur verið haldið. The New York Times hafði í dag, laugardag, eftir hátt- settum embættismanni að Donald Rumsfeld varn- armálaráðherra hefði vísvitandi haldið sig til hlés þótt um hermenn væri að ræða til þess að deilan fengi ekki á sig of hernaðarlegan blæ og ráðamenn í kínverska hernum fengju ekki tilefni til að hafa sig í frammi. Sagt hefur verið að í stjórnartíð Clintons hafi vald færst frá utanríkisráðuneytinu til þjóðaröryggisráðsins, varnarmálaráðuneytis- ins og jafnvel viðskiptaráðuneytisins. Nú sé utan- ríkisráðuneytið að hrifsa frumkvæðið að nýju. Í The New York Times segir að forsetaembættið hafi fylgst með aðgerðum utanríkisráðuneytisins, en ekki haft nein afskipti af þeim. Ekki er ljóst hver afskipti Condoleezzu Rice þjóðaröryggisráð- gjafa hafa verið, en einhverjir ráku upp stór augu þegar hún sagði á fundi í vikunni að samskiptin við Kína yrðu að vera í föstum skorðum þrátt fyrir að áhöfnin væri í haldi og Kínverjar krefðust afsök- unnar. Hennar lærimeistari var Brent Scowcroft, sem gegndi stöðu þjóðaröryggisráðgjafa í stjórn George Bush eldra og leggur áherslu á gott sam- band við Kína. Ekki er enn ljóst hvernig þetta mál fer. Gefið hefur verið til kynna að miðað hefði í samningu sameiginlegs bréfs þar sem deilan yrði til lykta leidd, en yfirlýsing Qians Quichens, aðstoðarfor- sætisráðherra, um að orðalag þeirra yfirlýsinga, sem Bandaríkjamenn hefðu hingað til gefið frá sér, dygði ekki urðu til að slá á vonir manna. Þró- un þessarar deilu sýnir hins vegar að samskipti Kína og Bandaríkjanna eru ekki á þeim nótum að þar fari tveir samstarfsaðilar, heldur miklu frem- ur andstæðingar. Um leið kemur upp á yfirborðið hvar þungamiðjan er í valdatafli því, sem nú fer fram í Asíu, og það verður spennandi að fylgjast með atburðarás næstu daga. Morgunblaðið/RAX Beðið eftir vorinu við Eyjafjallajökul. Þróun þessarar deilu sýnir að sam- skipti Kína og Bandaríkjanna eru ekki á þeim nótum að þar fari tveir samstarfsaðilar, heldur miklu frem- ur andstæðingar. Um leið kemur upp á yfirborðið hvar þungamiðjan er í valdatafli því, sem nú fer fram í Asíu. Laugardagur 7. apríl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.