Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ megnað að móta Kyoto- bókunina sem eingöngu skuldbindur iðnríki til að draga úr losun í sínu landi án tillits til þess hvort ráðstafanir til þess draga jafnframt úr heildarlosun heimsins eða ekki. Þessi skortur á hnattrænni sýn til vandamáls sem allir eru sammála um að sé hnattrænt í eðli sínu er alvarlegasti ágalli bók- unarinnar og undirrót margra þeirra erfið- leika á framkvæmd hennar sem í ljós hafa komið. Hann er Íslandi sérstaklega óhagstæður. Áhrif af vinnslu og notkun áls á losun gróðurhúsa- lofttegunda Allri vinnslu á áli fylgir losun gróðurhúsalofttegunda, en mismik- il, aðallega eftir því hvort rafmagn- ið til hennar er framleitt með því að brenna eldsneyti eða ekki. Að því verður vikið rétt strax. Sum notkun áls hefur lítil sem engin áhrif á losun gróðurhúsaloftteg- unda. Til dæmis skiptir það ekki máli í því sambandi hvort ál eða önnur efni eru höfð í burðarvirki mannvirkja, glugga- og dyrakarma, þakklæðningar o.s.frv. eftir að mannvirkin eru einu sinni komin í gagnið, eða hvort rafmagnsleiðslur eru úr áli eða kopar eftir að leiðsl- urnar hafa verið lagðar. En vegna þess að eðlisþyngd áls er aðeins 30% af eðlisþyngd kopars og 35% af eðlisþyngd járns skiptir það um- talsverðu máli hvort ál eða þessir málmar eru notaðir í farartæki. Þau verða léttari ef álið er notað og þar með þarf minna eldsneyti til að knýja þau áfram, sem aftur leiðir til minni losunar gróðurhúsaloft- tegunda frá þessum farartækjum. Fyrir nokkrum áratugum var ál sáralítið notað í bílaframleiðslu. Nú er notkun þess þar í stað þyngri málma orðin umtalsverð og fer ört vaxandi. Reiknað hefur verið að hvert kg af áli sem notað er í stað þyngri málma í venjulegan fólksbíl spari andrúmsloftinu 20 kg af koltvísýringi yfir endingartíma bíls- ins. Notkun áls í járnbrautarvagna hefur sams konar áhrif. Í flugvélum leikur ál enn þá stærra hlutverk því að um 80% af þyngd tómrar farþegaþotu eru ál og álblöndur og þær eru um og yfir 90% af efninu í bol hennar og vængjum. Sjálfsagt gætu þessar þotur flogið þótt þær væru smíðaðar úr þyngri efnum en eldsneytisnotkun þeirra yrði þá snöggtum meiri – og þar með losun þeirra á koltvísýringi. Um 30% af því hrááli sem fram- leitt er í heiminum er notað í sam- göngutæki; bíla, járnbrautarvagna, skip og flugvélar. Notkunin í skip- um er þó fremur lítil. Ef við reikn- um með áðurnefndum 20 kg sem meðalsparnaði í losun gróðurhúsa- lofttegunda frá farartækjum yfir- leitt fyrir hvert kg af áli sem í þau er notað samsvarar það 6 kg sparn- aði á hvert kg af hrááli (0,3 x 20). Þá er sparnaðurinn fremur van- metinn en hitt vegna þess að í flug- samgöngum er hann miklu meiri en 20 kg. Í töflunni er losun gróðurhúsa- lofttegunda frá álvinnslu við mis- munandi framleiðsluaðferðir raf- magnsins til vinnslunnar borin saman við ofangreindan sparnað í losun vegna notkunar álsins í sam- göngutækjum. Núllkostur í vinnslu og notkun á áli Við mat á áhrifum af marghátt- uðum athöfnum mannsins á um- hverfið er mikið gert af því að bera áhrifin sem fylgja tiltekinni athöfn saman við áhrifin af svonefndum núllkosti, sem svo er nefndur, þ.e. áhrifin af því að framkvæma at- höfnina alls ekki. Núllkostur í vinnslu og notkun á áli er að sjálf- sögðu sá að hætta alveg að fram- leiða ál og þar með einnig að hætta að nota það. Væri andrúmsloft jarðar betur sett hvað varðar gróð- urhúsalofttegundir ef sá kostur væri tekinn? Núllkostinum fylgdi að sjálf- sögðu að losun gróðurhúsaloftteg- Inngangur Í nóvembermánuði sl. stóð í Haag í Hol- landi um tveggja vikna skeið 6. fundur aðildarríkja að Lofts- lagssáttmála Samein- uðu þjóðanna. Til- gangur hans var að þoka áfram um- ræðum um hvernig skyldi framkvæma svonefnda Kyoto- bókun við sáttmálann frá desember 1997 og helst komast að nið- urstöðu um það. Það tókst ekki. Ekki fékkst heldur nið- urstaða um hið svonefnda „íslenska ákvæði“ sem fulltrúar Íslands hafa reynt að fá í gegn undanfarin ár, að öðru leyti en því að það fékkst af- greitt með jákvæðum hætti úr vís- inda- og tækninefnd loftslagsráð- stefnunnar til fundar aðildarríkj- anna, þar sem það bíður pólitískrar ákvörðunar. Það var mikilvægur áfangi. Þetta ákvæði snertir mjög álvinnslu á Íslandi sem ýmis teikn eru á lofti um að vaxi mjög á fyrstu áratugum þessarar nýbyrjuðu ald- ar. Hér er ætlunin að ræða sam- hengi álvinnslu á Íslandi og Kyoto- bókunarinnar. Bent er á alvarlegan ágalla á bókuninni í núverandi mynd. Ágalla sem kemur Íslandi sérstaklega illa. Kyoto-bókunin Meginatriði Kyoto-bókunarinnar felast í skuldbindingum iðnríkjanna til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda í löndum hvers þeirra um sig um ákveðna hundraðshluta- tölu frá 1990 til 2008–2012. Þróun- arlöndin taka hins vegar engar slíkar skuldbindingar á sig. En gróðurhúsalofttegundir nefnast nokkrar lofttegundir í andrúmsloft- inu sem tálma útgeislun frá jörðu og geta þannig leitt til hærra hita- stigs á jörðinni. Mikilvægastur þeirra er koltvísýringur, CO2. Áhrifin af uppsöfnun gróður- húsalofttegunda í andrúmsloftinu eru nákvæmlega hin sömu um allan heim í hvaða landi sem losun þeirra fer fram. Það er heildarlosun heimsins ein sem skiptir máli fyrir þessi áhrif. Það er óumdeild stað- reynd. En af einhverjum ástæðum hefur sú óumdeilda staðreynd ekki Ísland er langsamleg- asta ríkasta land ver- aldar að efnahagslegri vatnsorku, segir Jakob Björnsson, reiknað á hvern íbúa. Jakob Björnsson ÁLVINNSLA Á ÍSLANDI OG KYOTO-BÓKUNIN Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Vor- og sumarvörunar komnar Jakkar frá kr. 3.900 Buxur frá kr. 1.690 Pils frá kr. 1.900 Mikið úrval af kjólum E r hægt að hugsa sér nöturlegri lífstíð- ardóm en fánýta og vonlausa vinnu? Starf sem ekki snertir neinn nema þann sem sinnir því, varðar á engan hátt hið stærra samhengi mannlífs- ins? Til svona starfs hafði Sísyfos verið dæmdur. Í grein- inni Goðsögnin um Sísyfos rifjaði alsírsk-franski heimspekingurinn Albert Camus upp grísku söguna um þennan konung sem guðirnir höfðu dæmt til að verja ævinni í að velta stóru grjóti upp fjalls- hlíð til þess eins að horfa á það velta niður aftur, fara niður á eftir því og byrja á ný að velta því upp hlíðina og svo framvegis og svo framvegis það sem eftir var lífsins. Í lok grein- arinnar komst Camus að þeirri nið- urstöðu að Sísyfos hlyti að vera ham- ingjusamur maður. Hvernig má það vera? Það skiptir í rauninni ekki máli fyrir hvað Sísyfos var refsað. (Hann hafði stolið leyndarmálum guðanna). Eins og Camus benti á, hlutskipti Sísyfosar „er það gjald sem greiða verður fyrir jarðneskar ástríður“. Camus hefur jafnan verið tal- inn meðal svonefndra existens- íalista, eða tilvistarspekinga. Segja má að kjarninn í tilvist- arspekinni – að minnsta kosti eins og Camus túlkaði hana – sé fáránleiki tilverunnar og sú skoð- un að lífið hafi engan tilgang í sjálfu sér og maður neyðist til þess að glæða það sjálfur til- gangi. Þannig segir Camus um Sísyfos að hann sé „hin fáránlega hetja“, og fáránleikinn í hetju- skap hans hlýtur að vera fólginn í fánýtinu og því fyrirframgefna markleysi sem einkennir starf hans – að velta grjóti upp á fjall vitandi að það rúllar strax niður aftur og að hann verður að byrja sama verkið á ný. Það verður ekki séð að þetta manngrey nái nokkurn tíma neinu sem kalla mætti raunveru- legan árangur. Og þannig er ein- mitt mannlífið, virðist Camus vera að segja. Þetta er þó alls ekki kjarninn í grein hans um Sísyfos. Meginatriðið er miklu fremur sú spurning hvort Sísyfos – bæði sjálfur og sem tákn fyrir hlutskipti mannsins – geti orðið hamingjusamur. Er hægt að finna hamingjuna þegar maður er fastur í þessu fánýta starfi? Eins og fyr segir var svar Cam- usar við þessari spurningu já- kvætt, og það er kannski einmitt þess vegna sem greinin hans um goðsögnina heldur áfram að vera heillandi þótt hún hafi verið skrifuð fyrir rúmlega hálfri öld og í allt öðru heimsástandi en nú er. Samt er hugmyndin um fáránleika lífsins alls ekki fram- andi núna. Þvert á móti hefur henni kannski vaxið fiskur um hrygg. Það er hægt að bregðast við fáránleika tilverunnar með tvennum hætti. Það er hægt að hæðast að þessari fáránlegu til- veru (sem er kannski algengustu viðbrögðin) eða það er hægt að taka hana alvarlega. Sísyfos tek- ur hana alvarlega. Forsenda þess að Sísyfos hlýt- ur að vera hamingjusamur er að hann bregst ekki við fáránleika hlutskiptis síns með háði. Háð leiðir ekki til hamingju. En fáránleikinn og hamingjan eru af sama meiði. Ekki svo að skilja að hamingjan spretti af fáránleik- anum eða öfugt. Camus á fremur við, að líta megi á fáránleikann sem einhverskonar vísbendingu um hamingju. Þar sem fáránleik- ann er að finna þar er hamingj- una að líkindum einnig að finna. Camus segir: „Hinn fáránlegi maður segir já, og upp frá því er viðleitni hans endalaus.“ Hvað felur þetta í sér? Að það er í við- leitninni sjálfri sem maður kem- ur til sjálfs sín, en ekki í ein- hverju æðra markmiði viðleitninnar. Með þessu tekur fáránlegi maðurinn örlög sín frá guðunum. (Var þetta kannski leyndarmálið sem Sísyfos stal?) Það er að segja, hann hættir að rembast við að finna eitthvað sem raun- verulega skiptir máli burtséð frá hans eigin lífsskoðun. „Þegar hinn fáránlegi maður hugleiðir kvöl sína þaggar hann niður í öll- um átrúnaðargoðunum.“ Hann snýr sér að grjótinu – sem hon- um finnst vera flott – og mjakar því af stað. Goðsögnin um Sísyfos á hljóm- grunn nú á dögum, sem sjá má og heyra á því hvernig áhugi fólks á pólitík og hinu stærra samhengi virðist fara minnkandi. Menn kjósa að setja öxlina í sitt grjót, eins og Sísyfos, og eru önnum kafnir við að ýta. En það hefur orðið ein grund- vallarbreyting á. Camus leit á hlutskipti Sísyfosar sem harm- rænt – eða sorglegt. En engu að síður hamingjuríkt, þegar nánar var að gáð. Það er, Camus sá sorgina ekki sem beina andstæðu hamingjuríks lífs. Harmur Sísyfosar er sprottinn af því að hann er sér meðvitandi um hlut- skipti sitt (Hann fattar það þeg- ar honum gefst færi til hugleið- inga á leiðinni niður að sækja grjótið). En það er einmitt þessi sorg- legi þáttur sem virðist vera horf- inn úr lífi Sísyfosa nútímans. Í umfjöllun bandarísks rithöfundar um lífsviðhorf ungs fólks þar í landi nýlega kom fram að þetta fólk er svo upptekið við að þræla upp sínu grjóti að það má ekki vera að því að lesa dagblöðin eða spá í hin stærri málefni. Maður hlýtur þó að ímynda sér þetta fólk hamingjusamt. Það bregst ekki við fáránleika tilver- unnar með háði. Það tekur lífið alvarlega. En sú tilfinning sem Camus hafði fyrir því að þessari hamingju fylgdi einhver sorgleg- ur missir virðist ekki hvarfla að krökkunum í Bandaríkjunum. Haft er eftir prófessor við Princeton-háskóla að þetta sé slæm þróun. Það væri betra ef krökkunum yrði kennt að „á vissan hátt er lífið táradalur“. En þessi prófessor þarf senni- lega ekki að örvænta. Um leið og maður fer í fyrsta sinn niður aft- ur að sækja grjótið kemur tára- dalurinn í ljós. Hamingja í grjóti „Hvert atóm í þessu grjóti, hver einasta steinflaga þessa náttfyllta fjalls, er í sjálfri sér heill heimur. Maður hlýtur að ímynda sér Sísyfos hamingjusaman.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kristjan@- yorku.ca Albert Camus: Goðsögnin um Sísyfos.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.