Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 36

Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgd. Þetta er aðeins örstutt leið, ekki svipstund Milli dauðans og lífsins, En gjarnan hefði ég viljað fylgjast með þér þann spöl. (Þorgeir Sveinbjarnarson.) Elsku Gunnar Jón. Það eru ekki nema rúmir 10 mánuðir síðan við útskrifuðumst saman úr Grunn- skólanum í Þorlákshöfn, 29 krakk- ar sem flestir höfðu verið saman síðan í leikskóla. Þá datt okkur ekki í hug að eitt okkar ætti eftir að hverfa frá svo fljótt. Hvað þá að það yrðir þú, Gunn- ar, þessi lífsglaði strákur sem varst á fullu í íþróttum, lifðir heil- brigðu lífi og leit út fyrir að þú ættir eftir að eiga langt og farsælt líf. En svona getur dauðann borið brátt að og nú ertu farinn frá okk- ur en auðvitað munt þú alltaf eiga stað í hjarta okkar. Elsku Kim, Guðmundur, Magn- ús, Valdís og Guðmundur Karl, megi góður guð hugga og styrkja ykkur öll. Ása Berglind og Svanlaug Ósk. Þú skalt vera stjarna mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum GUNNAR JÓN GUÐMUNDSSON ✝ Gunnar Jón Guð-mundsson var fæddur 16. nóvem- ber 1984. Hann lést af slysförum hinn 1. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn 7. mars. og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum (Ragnh. Ófeigs- dóttir.) Langir dimmir dag- ar, þung skref, það ríkir vonleysi og sorg. Friðarljós á gangstétt- arbrúnum, skólasystk- ini koma saman, hald- ast í hendur og gráta. Ættingjar og vinir streyma í hús foreldra og systkina. Samhugurinn og sam- kenndin er ómetanleg. Glókollurinn okkar, hann Gunn- ar Jón, er ekki lengur á meðal okkar. Fullur af lífsgleði og lífs- þrótti sem við urðum svo sann- arlega vör við hvort sem það var í leik eða starfi. Eiginleikar Gunn- ars voru margir, góðmennska hans í garð annarra og væntumþykja var einstök. Hann var sannur vin- ur. Gunnar Jón var skarpur, dug- legur og fljótur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var góður í íþróttum og fótboltinn átti hug hans allan. Við erum þakklát fyrir að hafa haft hann í þessi ár en erum afar hrygg og sorgbitin að nú í blóma lífsins sé hann tekinn á brott. Veiðitúrarnir í Veiðivötn ásamt Örvari, pabba og Unnþóri verða ekki fleiri og ekki heldur sleða- ferðirnar. Skuggi mun hvíla yfir fermingardegi Örvars, það vantar Gunnar Jón sem var fullur til- hlökkunar eftir þessum degi og hans verður sárt saknað. Við verðum að halda áfram veg- inn. Lífið heldur áfram og það er ekki hægt að spóla til baka. Það er gott að eiga góða og trausta vini á lífsleiðinni þeir eru eitt það dýrmætasta sem við eig- um. Kim mín og Gummi, lífsins ganga er erfið. Við fjölskyldan munum reyna að hjálpa ykkur til að brosa í gegnum tárinn og takast á við lífið. Stjarna Drottins verði með ykk- ur og lýsi ykkur, elsku Magnús, Valdís og Guðmundur Karl. Kristín, Unnþór, Örvar og Ívar. Sú hörmungarfregn barst okkur 1. apríl sl. að náinn fjölskylduvin- ur, Gunnar Jón, hefði látist í voveiflegu umferðarslysi fyrr um daginn, aðeins sextán ára að aldri. Hann var í einni af sínum ótal- mörgu ferðum í varðandi fótbolt- ann, en sú íþrótt átti hug hans all- an. Þetta undirstrikar enn og aftur hversu hverfult og á stundum ósanngjarnt þetta stutta líf okkar er í þessum heimi. Það hvarflaði aldrei að okkur að við ættum eftir að setjast niður í þrúgandi sorg og skrifa minningarbrot um þennan velgerða heiðurspilt sem átti bjarta og hamingjuríka framtíð fyrir höndum. Góð og sérstök vin- átta tókst með okkur Gunnari Jóni þegar fjölskyldur okkar hófu bygg- ingu sumarhúsa á sama stað sum- arið 1989. Á þessum tíma var hann aðeins fimm ára strákhnokki, fjör- ugur með afbrigðum og skemmti- lega ræðinn. Alla tíð síðan hafa fjölskyldur okkar haft mikinn sam- gang, ekki síst börnin okkar sem bundust traustum og góðum vin- áttuböndum. Þessi vinskapur var ekki síst Gunnari Jóni að þakka, sem alltaf var mættur í leiki hvernig sem á stóð. Auk íþrótta hafði Gunnar Jón alla tíð mikið yndi af jeppa- og sleðaferðum inn á hálendi. Fórum við ófáar slíkar ferðir og var Gunnar Jón ávallt hrókur alls fagnaðar. Ógleymanleg er páskaferðin sem við fórum á liðnu ári, við feðgarnir og Gunnar Jón. Við fórum sem leið lá inn að Hlöðufelli, upp á Skjaldbreið og Langjökul í mikilli veðurblíðu. Gunnar Jón minntist oft á hversu skemmtileg þessi ferð hefði verið og ljómaði allur af tilhlökkun til næstu óbyggðaferða. Ekki eru liðnar nema tvær vikur síðan Gunnar Jón kom til mín þar sem ég var við smíðar í sumarbústað mínum. Þar skeggræddum við málefni líðandi stundar og komum inn á ýmislegt sem brýst um í höfði drengs á hans aldri þegar al- vara lífsins er um það bil að halda innreið sína. Gunnar Jón var afar vinsæll og átti stóran vinahóp. Hann var meinstríðinn fjörkálfur sem sá spaugilegu hliðina á lífinu Kær vinkona og merkiskona er kvödd með þessum fáu línum. Ósk tengdist bernskuheimili móður minnar, Soffíu Ingvarsdóttur. For- eldrar Óskar voru lengi vinnufólk hjá afa mínum og ömmu, þeim séra Ing- vari Nikulássyni og Júlíu Guðmunds- dóttur á Skeggjastöðum á Bakka- firði. Þar ólust upp þær systur Ósk og Sæfríður í nokkur ár. Þegar Sæfríður, systir Óskar, gekk í hjónaband árið 1922 með Hannesi Magnússyni frá Vopnafirði, f. 1900, d. 1936, fylgdi Ósk systur sinni, þá níu ára gömul. Hannes og Sæfríður bjuggu fyrst á Bjargi á Bakkafirði. Þau áttu saman tvær ÓSK SIGURÐARDÓTTIR ✝ Ósk Sigurðar-dóttir fæddist 22. nóvember 1913 á Þorvaldsstöðum á Bakkafirði en þar voru foreldrar henn- ar í vinnumennsku. Hún lést 20. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Jónsson frá Eskey, Austur- Skaftafellssýslu, f. 1866, d. 1917, og kona hans Ágústína Sigríður Eyjólfsdótt- ir frá Hamarsfirði, f. 1871, d. 1954. Systkini hennar eru öll látin. Þau voru: Sigríður, f. 1896, d. 1994, Sæfríður, f. 1901, d. 1979,og Marinó, f. 1904, d. 1987. Jarðarför hennar fór fram í kyrrþey hinn 28. mars. dætur, þær Magneu Elísabetu, f. 1926, og Ásdísi, f. 1928. Fjöl- skyldan fluttist síðar í Höfn en þar var Hann- es síðasti útibússtjóri danskrar verslunar á Bakkafirði. Systkini Óskar, þau Sigríður og Marinó, bjuggu á Bakkafirði allan sinn búskap, Sigríður á Bjargi en Marinó á Bakka. Ósk fór til náms í Eiðaskóla 1930–1932. Síðan lá leið hennar í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands í Reykjavík árið 1935. Þaðan lauk hún námi árið 1938. Á Reykjavíkurárun- um bjó hún um tíma hjá foreldrum mínum. Ég minnist þess í bernsku að það hvíldi nokkuð dularfullur blær yfir Ósk. Hún hafði komið aftur inn í okkar heim árið 1945 eftir að hafa eytt stríðsárunum í Danmörku. Þangað hafði hún farið til framhalds- náms í hjúkrun árið 1938, en ekki getað snúið heim fyrr vegna stríðs- ins. Þessi utanlandsdvöl í hernumdu landi gerði hana eitthvað sérstaka í augum barnsins. Ósk var mjög falleg kona og eins var hún barngóð. Hún hafði eins og aðrir í Danmörku á þessum árum átt þar erfiða daga en öllu mótlæti tók hún með stillingu, hún var þannig. Það voru nokkrar aðrar íslenskar hjúkrunarkonur sem lokuðust inni í Danmörku á þessum tíma. Þær héldu sambandi sín á milli öll árin og var það þeim mikil hjálp í einangrun stríðsáranna. Engar frétt- ir bárust heim til Íslands af Ósk með- an á hernámi Danmerkur stóð, nema einu sinni kom jólakveðja frá henni í útvarpinu. Það urðu að vonum fagn- aðarfundir með fjölskyldunni, þegar hún sneri heim heilu og höldnu. Ósk hóf störf á lyflækningadeild Landspítalans 1945 og á Landspít- alanum var hún mestallan sinn starfsaldur upp frá því. Frá árinu 1955 var hún yfirhjúkrunarkona á hjartadeild, þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Hún var mjög mikils- metin hjúkrunarkona bæði af sjúk- lingum og samstarfsfólki, sem töluðu um hana af virðingu og þakklæti. Vinnu sína tók hún alvarlega og helg- aði sig henni af lífi og sál. Það var í bernsku minni siður móður minnar að safna saman fjölskyldunni um jól- in, venjulega á aðfangadagskvöld. Afi bjó á heimili okkar og þannig héldust tengslin við Skeggjastaði enn frekar. Þá var haldin fjölskyldu- og gleðihátíð og mikið sungið enda samankomið margt af tónlistar- og söngfólki. Júlía systir mín spilaði undir sönginn á píanóið. Þær systur Sæfríður og Ósk komu og dætur Sæ- fríðar, Magnea og Ásdís. Sæfríður hafði flust í bæinn frá Bakkafirði, þá orðin ekkja. Einnig var með okkur önnur fjölskylda sem tengdist Skeggjastaðaheimilinu, Ólafur Stef- ánsson smiður og hans fjölskylda. Ólafur hafði alist upp hjá afa mínum og ömmu. Allt hafði þetta fólk mikla ánægju af tónlist. Ólafur hafði verið organisti í kirkjunni og Sæfríður sungið í kórnum. Náin tengsl héldust með öllu þessu fólki þó að leiðir skildu í áranna rás. Unga fólkið flutti að heiman, þeir eldri hurfu á brott. Tengdasynir og barnabörn bættust við. Og allir urðu vinir Óskar, sem ávallt eftir það kom til okkar á að-                                 !  "#   "$$#       !" # $ % # $ &'    # $ (  &" " #   !" &" " #  )(( * !" " *(+ )((  )(( ,                                       ! " #   ! "# $ % "# % & '  !  ! "  '  ( & ( % )$ ! "#  ( ) ! "# $ ( '   '   "* ! "# $  +  % )'  ,  !'   #  $%   #                                      ! "     "  #$   #   %" &  #$  '( ) #   "  #$   !&   *  " +  #    ,   , $ "(                              !      ! "    ##   #$%%              !"  # $#    %  &   ' (                                            ! "             "       "   # $%  # & '  "   (    &  )' & * (  +  ,'  "  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.