Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld                               !"#$  % $&'  "$ !"#$ (!  "$ !"#$ )!"!  "$ !"#$      "$ !"#$*                                               !"     #                             !  "  "        # %"   &     '        (    ) *    +     ,       -" +(  ,      .  (,    * *  * * *                                              !    !"    #"    $     %    &  "'("   ) %'"    * $    +,   -   ,  . /                                                     !" # $ % % & '(  & " ()*+""  $& '+ *  , & " ()*+"" )  $ "** '+ " ()**   -" & ./!*+"" "% " ()**   -" $*+"" !%   *+"" + 0" +** ' 0   ** / $  *+""  %/! *01 &                                        !                 ! !  "  #  "#   #  $  %& ' (  ) #   %& ' *      +    , %& #  (-%#     ' $  . / %& #  0%  # ' 1  1/  ' 1  1  1/ ! Bjössi afi var alltaf með. Hann mætti fyrir ári í þrítugsafmælið mitt á Laugaveginum, gekk upp langan stiga- ganginn ákveðið, mættur til að sjá mig og heilsa upp á vini mína og kunningja, sem voru á fjórða tug í veislunni. Þá var hann heiðursgesturinn minn, svo fallega til fara í gömlu glæsilegu ullarjakka- fötunum sínum og ég vissi að hann myndi segja eitthvað sniðugt, sallarólegur með kaffi í bolla og léti fátt trufla sig. Ég vissi að hann myndi ekki segja margt en hann sat svo sannarlega ekki eftir heima né lét hann sitt eftir liggja að bauna að mér nokkrum vel völdum ummælum um kosti mína, gildi þess að vera þrí- tugur og svo auðvitað eitthvað smá um pólitík inn á milli og stríðni sem fengi okkur til að hlæja. Líklega minntist hann líka á „hundsrass“ og „íhaldsmús“ sem voru jólagjafir frá mér, kaffibolli og stytta, og hann geymdi á sérstökum stað í hillunum hjá sér. Afi minnti mig af og til á til- vist þessara nytsamlegu hluta sem hann hafði fengið frá mér og gefið sérstök nöfn. Stundum hlógum við að þessu öllu saman en stundum þóttumst við taka þetta alvarlega með að vera „íhaldsmús“ – það fór svona bara eftir veðri og vindum. Afi kunni að gera litla hluti stóra, þ.e. góðu og hversdagslegu hlutina, og hann lét okkur öll svo sannarlega njóta þess með sér. Líklega héldu þó flestir að Bjössi afi á Akureyri myndi missa lífsþróttinn þegar Bíbí amma dó fyrir um átta árum. Fáir sáu til- veru hans ganga upp með þau hjón aðskilin. Það var líkast því að einn maður ætti að syngja ástardúett og afi söng ekki einu sinni neitt að ráði. Hann orti hins vegar vísur um allt mögulegt, jafnvel síðustu dagana sína fárveikur. Að nokkrum tíma liðnum eftir fráfall ömmu sáum við þó að Bjössi afi var áfram heill og óbreyttur. Hann skyldi áfram og hann valdi lífið og okkur og hikaði ekki eftir það. Afi ákvað fyrir um fimm árum, öllum að óvörum, að flytja frá heimastöðvunum fyrir norðan. Hann lagði bílprófsskírtein- inu, fluttist suður til Hafnarfjarðar og settist við að binda inn bækur á sérinnréttuðu verkstæði í bílskúrn- um. Þá áttaði maður sig á því að afi bjó yfir óvenjulegum styrk manns BJÖRN BRYNJÓLFSSON ✝ Björn Brynjólfs-son fæddist á Steinsstöðum í Öxna- dal 9. maí 1920. Hann lést á líknar- deild Landspítalans 12. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 21. mars. sem kann að bíða í líf- inu og vera ekki ótta- sleginn þó að manns kærasta hafi verið tek- in frá manni og kjöl- festan rifin. Síðustu ár- in bjuggu þau í Hafnarfirðinum niðri hjá Möggu frænku, Bjössi afi og Júlía, norski skógarkötturinn hans. Það varð til þess að í kjallaranum á Hellisgötunni sagði fólk að Rómeó og Júlía væru í sambúð þar sem afi eldaði fyrir bæði. Bjössi afi var fyndinn, hreinskilinn og óþvældur maður, hvernig sem lit- ið var á málin. Ef enginn hafði t.a.m. haft samband um hríð sló hann á þráðinn og bauð í kaffi og ef ég var stödd uppi hjá Möggu og gleymdi að kíkja niður kom hann bara upp og var í hvert skipti eitt bros yfir hinni óvæntu heimsókn minni og bað um fréttir. Eina sem hann líklega skorti var dramatík og tilgerð og hann hefði líklega seint fundið sig á leik- palli. Lífið var einfalt og tryggt með afa og í reglulegu kaffispjalli niðri í borðstofu hjá honum eða í símanum lentum við oftast í einhvers konar keppni í húmor þar sem við reyndum að beita sem snjöllustu orðavali í lýs- ingum okkar á hinu og þessu sem gæti gert okkur gáfuleg. Líklega hefur það snúist mest um framsókn- armenn, Hafnarfjarðarpólitík og ketti. Vanalega fórum við þó fljót- lega að flissa og þögðum svo bara því við vissum að við þyrftum ekkert að vera gáfuðust, það skipti bara engu máli svona hjá okkur, og afa var al- veg sama um hégómlega hluti, sumt var bara fínt og annað ekki og fínast var að geta eldað sér mat, vera al- mennt vakandi, hugsa um fjölskyld- una sína og gleyma helst ekki að senda jólakort. Jólakortin í ár voru reyndar með frumlegasta móti þar sem afi missti sjónar á sífelldum flutningum sumra í fjölskyldunni. Utan á mínu korti stóð m.a. „Linda, heimilisfang: einhvers staðar í Reykjavík“ og á systur minnar: „Dóra og fjölskylda, heimilisfang óþekkt.“ Það var svipað með stemmningu síðustu dagana þegar afi var lagstur inn á spítala. Þá lásum við saman upp langt ljóð um átök prests við djöfulinn og eldgos, sem var svo vel ort og fyndið að við þurftum auka kaffibolla til að jafna okkur á eftir. Þá hló afi svo innilega að ég gleymi því aldrei. Með Bjössa afa er Eini- lundurinn á Akureyri endanlega sestur í fjarlæga minningu. Minning- arnar eru um yndislegan tíma okkar Dóru og Hrafnhildar á Akureyri á sumrin sem við biðum árlega eftir- væntingarfullar eftir að rynni upp. Slíkur eðaltími verður ekki endur- tekinn af neinu öðru fólki á neinn svipaðan hátt. Hluti af Bíbí ömmu varð auðvitað eftir hjá afa og þessa dagana verður hún þess vegna svo nærri og raunveruleg. Fyrir rúmri viku hurfu þau bæði saman á svo af- gerandi hátt að manni finnst eins og heimurinn sé bæði skakkur og vit- laus. Ég veit þó djúpt niðri að amma hefur beðið eftir afa, líkt og hann hefði beðið eftir henni. Í biðinni hef- ur hún líkast til farið á háu hælunum sínum og ljósu kápunni að tala við byggingameistara svo hægt yrði að byggja nýjan Einilund. Ég býst við að hann hafi verið tilbúinn og þess vegna þurfti afi að kveðja. Ég á eftir að sakna þín, kæri afi. Þín Linda, (einhvers staðar í Reykjavík.) Mig langar að segja nokkur orð í minningu afa míns. Allar æskuminn- ingar mínar af honum eru yndisleg- ar. Hann var alltaf rólegur og geð- góður og missti aldrei þolinmæðina við okkur barnabörnin sem ærslu- ðumst út um allt hús, allan garð og hreint út um alla Akureyri líka. Þetta eru bestu bernskuminningarn- ar sem ég á til. Ég man líka að sem barni fannst mér skrýtið að afi skyldi borða kartöflur með öllum mat, skyri líka. En svona var hann bara, gerði hlutina á sinn veg. Ég sá ekki mikið af afa í mörg ár, ég ekki á landinu og afi norður á Akureyri. En þegar hann svo flutti til Hafnarfjarðar kynntist ég honum uppá nýtt. Og þá sem fullorðin kynntist ég kímnigáf- unni og jákvæðinu sem fylgdi honum fram í endalokin. Ég fékk reglulega fréttir af honum frá Lindu systur síðustu vikurnar og alltaf fylgdi með hvaða fyndnu skot hann hefði látið frá sér fara í það skiptið. Mér finnst sorglegast að hafa ekki verið við síð- ustu vikurnar en það er huggun að ég á ekkert nema góðar minningar og átti góðar stundir með honum síð- ustu jólin hans. Nú er hann kominn á leiðarenda og er aftur hjá ömmu þar sem ég veit að honum líður vel. Bless, elsku afi, allar minningarnar lifa bjartar í hjarta okkar. Dóra og fjölskylda. Það var mánudaginn 12. mars að það rann upp fyrir mér ljós, barn- æska mín hefur verið sett í poka og hnútur bundinn fyrir, sem ekki verð- ur hægt að leysa. Hann afi minn, sem alla tíð hafði verið til staðar, var dá- inn. Þetta markaði mikil tímamót í mínu lífi, núna hafði verið klippt á naflastrenginn sem tengdi mig við Einilundinn, sem var svokölluð æv- intýraparadís okkar frændsystk- inanna. Þar bjuggu afi Bjössi og amma Bíbí og þar mátti maður allt. Ég er sko ekki gömul þegar ég man fyrst eftir mér hjá afa og ömmu, amma með suðusúkkulaðið sitt í kryddskápnum og afi sem var alltaf til í að spila við mig eða bara sitja og horfa á okkur ömmu byggja úr lego- kubbunum. Hjá þeim átti maður allt- af athvarf og ef mér var misboðið heima fyrir var bara að pakka tann- bursta í vasaklút, taka hvíta bangsa undir höndina og strjúka til afa og ömmu, og ævinlega var tekið vel á móti manni með böndu og maryland kexi. Afi var þó vanur að vera fljótur að tala mig til og yfirleitt var ég nú flutt heim aftur fyrir kvöldmat. Hann afi var ofsalega hæglátur mað- ur og ég man ekki eftir að hann skipti skapi í þau 22 ár sem að við vorum samferða, jafnvel þó að ým- islegt væri reynt til að æsa hann upp. Ég og litli sjóræninginn (Sigyn frænka) reyndum held ég allflest en ekkert dugði, það sama mátti svo segja um hana ömmu, hún var svo sannarlega ekki uppstökk að eðlis- fari. Það er einhvern veginn fyrst núna eftir að afi er farinn að ég sé hvað nærvera hans var sterk og ég segi eins og Magga frænka, að það er ótrúlegt að það geti verið svona tóm- legt eftir svona rólegan mann. Elsku Bjössi afi, ég syrgi þig sárt, en ég veit að núna líður þér vel og amma hlýtur að vera glöð að vera bú- in að fá þig heim. Takk fyrir allt sem við brölluðum. Rakel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.