Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 39

Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 39 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri ✝ Guðrún AuðurÓskarsdóttir fæddist í Reykjavík 24. desember 1946. Hún lést í Kaup- mannahöfn 1. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ósk- ar Höskuldur Finn- bogason, f. 13.9. 1913, d. 24.2. 1976, frá Skarfanesi í Landsveit, seinast prestur á Bíldudal, og Rakel Veturliða- dóttir frá Ísafirði, f. 30.10. 1918, d. 10.5. 1984. Bræður Auðar eru Finn- bogi, f. 30.8. 1943, og Veturliði Gunnar, f. 25.3. 1958. Hálfsystir Auðar, sammæðra, er Kristjana Valdimarsdóttir, f. 29.9. 1939. Auður giftist árið 1966 Preben Boye Nielsen, f. 16.7. 1944, mat- sveini, nú myndlistarmanni í Dan- mörku. Börn þeirra eru 1) Óskar Höskuldur Nielsen, trésmiður og fasteignasali, f. 19.10. 1966, maki Anita Nielsen, sjúkraliði, f. 30.7. 1970. Þau búa á Mön í Danmörku. Dætur þeirra eru Christina Søs, f. 9.6. 1988, Mia Sabr- ina, f. 18.6. 1990, og Louise Cecilie, f. 22.9. 1996. 2) Britta Mari Nielsen, nemi í viðskiptafræðum, f. 31.7. 1973, sambýlis- maður hennar er Thomas Jensen, fasteignasali, f. 20.3. 1973. Þau búa í Kaupmannahöfn. Auður og Preben bjuggu fyrst í Reykjavík en flutt- ust 1969 til Kaup- mannahafnar og bjuggu þar um hríð. Þau dvöldust svo fáein ár í Syðra-Straumsfirði á Grænlandi, en settust svo aftur að í Danmörku og bjuggu á Jót- landi og á Norður-Sjálandi. Þau skildu. Auður bjó síðustu ár sín á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Hún var menntuð þroskaþjálfi og starfaði við það fram á sumarið 2000. Útför Auðar fór fram í Kaup- mannahöfn 8. mars síðastliðinn og var hún jarðsett við Elmelunde- kirkju á Mön. Hinn 1. mars síðastliðinn kom að leiðarlokum í lífi systur minnar, Auðar Óskarsdóttur, eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm sem hún greindist með fyrir rúmu hálfu ári. Hún varð aðeins 54 ára gömul. Meira en helming lífs síns bjó hún utan Íslands, lengst af í Danmörku en um tíma á Grænlandi. Ég var barn að aldri þegar hún sigldi burt með Gullfossi og árum saman voru tengslin mín við hana um bréf og síma og strjálar heimsóknir hennar til Íslands eða okkar til Danmerk- ur. Fyrir fimmtán árum breyttist þetta, þegar ég fluttist til Kaup- mannahafnar og var nokkur ár nær henni. Það voru indælir tímar og ég og fjölskylda mín heimsóttum hana reglulega á Norður-Sjálandi, þar sem hún bjó við skógarjaðarinn, í fallegu húsi með stráþaki. Síðustu árin hafa ferðir okkar til Danmerk- ur verið tíðar og heimsóknin ætíð hafist hjá henni, hvert sem erindið annars hefur verið. Fyrir fáeinum árum fluttist Rakel Þóra, bróður- dóttir mín, til Danmerkur og urðu tengslin þá enn sterkari og meiri. En nú er Auja farin aftur burt frá okkur, og nú í lengri för en í hið fyrra sinnið. Það sakna hennar fleiri en ég því hún var vinamörg. Hún hafði þá stóru kosti sem allir vilja að góðir vinir hafi, jákvæðni og gott skap og hún kunni þá sjaldgæfu list að hlusta á aðra. Um Ísland spurði hún mikið, en fór þangað sjaldan og var alltaf furðu lostin á því hvað allt hafði breyst. Hún fór svo ung og var svo lengi í burtu að Ísland var einsog fjarlægur draumur. Ræturn- ar voru þar, en þó held ég að hún hafi ekki saknað þess mikið. Henni leið vel í Danmörku, börnin hennar og barnabörnin dönsk, vinirnir líka. Íslenskt samfélag var henni meira framandi en danskt. Þegar hún kom í heimsóknir til Íslands voru vita- skuld haldnar fjölskylduhátíðir og hús bróður mín fylltist af báðum ættunum, ógnarstórum. En borg æsku hennar var eins og hvert ann- að furðuverk þar sem allt hafði breyst nema Laugavegurinn og gamlir félagar flestir löngu farnir eitthvert annað. Henni þótti gaman að koma í heimsóknir, en svo sneri hún þangað sem líf hennar var, í Frederiksværk á Norður-Sjálandi, síðar í litlu húsi inni í skógi niðri við Arresø og loks í hjarta Kaupmanna- hafnar, rétt við Frederiksberg- garðinn. Hún naut lífsins meira en margt annað fólk og þurfi ekki annað til en lífið sjálft. Vissulega er það órétt- látt að hún skyldi ekki fá að lifa lengur og gleðjast áfram með börn- um sínum, barnabörnum, vinum, og yfir öllu því sem henni þótti gott og skemmtilegt. Vissulega er það óréttlátt að ástvinir hennar séu skildir eftir með minninguna eina. En sú minning er bæði skýr, sterk og hugnæm og af henni má fá ör- litla huggun. Fyrir okkur sem eftir lifum er þó heimurinn fátækari en áður. Þau skildu fyrir um tíu árum, Preben og hún. Hún var 16 ára og hann 18 þegar þau kynntust og líf þeirra var samtvinnað. Þau hófu sambúð á heimili foreldra hennar, bjuggu svo í Smáíbúðahverfi og á Fálkagötu áður en þau héldu utan. Þau voru svo sem engir flakkarar í eðli sínu, en samt lá það fyrir þeim að búa fyrst í Kaupmannahöfn, svo á Grænlandi, þá á Jótlandi og loks í Frederiksværk á Norður-Sjálandi. Þar bjuggu þau þegar þau tóku þá ákvörðun að halda hvort í sína átt- ina. Skilnaðurinn var sár fyrir þau bæði og fyrir börnin þeirra og vita- skuld var það skrýtið fyrir okkur hin að Preben skyldi ekki vera lengur jafnsjálfsagður og fyrr. En alltaf var hann þó einhvers staðar í nálægð, í veislum og afmælum, og tengsl þeirra Auðar og hans rofn- uðu ekki. Nú síðustu mánuðina var hann henni einstaklega góður, heimsótti hana mikið og létti henni lífið á margan hátt. Ég er honum þakklátur fyrir það. Börnin hennar voru búin undir brottförina. Til þess hafði hún séð með þeim styrk og því næmi sem hún átti svo mikið til af. Þau voru hjá henni daginn sem hún dó, og faðir þeirra líka. Og þau héldu henni verðuga kveðjuathöfn. Útför- in fór fram í Danmörku, um annað var ekki að ræða. Þar er nánasta fjölskylda hennar, foreldrarnir löngu dánir og vinir allir eru orðnir að minningu. Þeir sem báru hana til grafar voru Óskar sonur hennar, Thomas, tilvonandi tengdasonur, maðurinn hennar fyrrverandi, ná- inn vinur hennar síðustu ár, Svend Krogh, og svo við bræðurnir. Ekki hefði það komið neinum okkar til hugar fyrir einu ári að þetta myndi koma í okkar hlut. En ævi sína veit enginn fyrr en öll er. Auður hvílir í kirkjugarðinum við Elmelunde-kirkju á austanverðri Mön, sem stundum er sögð fegurst hinna dönsku eyja. Kirkjan stendur hátt og úr garðinum sést víða. Við sem eftir lifum getum notið þess að fara upp í kirkjugarðinn á góðum degi, leggja blóm á leiði hennar og minnast hennar með þeirri hlýju sem hún á skilið. Veturliði Óskarsson. Látin er mágkona mín Guðrún Auður Óskarsdóttir, aðeins 54 ára að aldri. Hún kvaddi á fallegum vordegi þann 1sta mars í Kaup- mannahöfn, með börn, tengdabörn og fyrrverandi maka sér við hlið. Hún átti ekki langt líf en gott líf og viðburðaríkt. Hún bjó mikinn hluta ævi sinnar í Danmörku, fyrir utan uppvaxtarár sín á Íslandi og fjögur ár sem hún eyddi á Grænlandi. Ég kynntist Auju þegar ég fór að búa með litla bróður hennar. Hún var glæsileg kona sem eftir var tekið. Hún heillaði mig strax með glað- værð sinni og greind og sterkum persónuleika. Og styrkur hennar kom sérlega vel í ljós núna síðustu mánuðina, þegar hún gerði okkur ljóst hvert stefndi og tók að búa börn sín og barnabörn undir það óhjákvæmilega. Auja fór ekki oft til Íslands, enda foreldrar hennar báðir látnir. Tengsl hennar við Ísland síðustu tvo áratugi voru einkum gegnum bræður hennar og okkur mágkon- urnar, ekki síst Hildigunni sem henni þótti sérlega vænt um. Þau heimsóttu hana yfirleitt tvisvar til þrisvar á ári. Síðasta sumar var Auja búin að kaupa farmiða til Ís- lands til að heimsækja þau og skoða dálítið af Íslandi í leiðinni, en úr því varð aldrei því upp kom sjúkdóm- urinn sem dró hana á skömmum tíma til dauða. Ég kynntist Auju ekki bara sem mágkonu heldur sem góðum vini þau fjögur ár sem við bjuggum í Danmörku. Eftir það höfum við hist árlega eða svo. Það verður tóma- rúm í næstu skipti sem við förum til Danmerkur, en við munum hitta börn hennar, barnabörn og annað skyldfólk sem þar býr, og vini henn- ar sem voru svo margir. Við munum minnast hennar. Með þessum orðum kveð ég kæra mágkonu mína og vin, með innilegu þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Hólmfríður Jóhannesdóttir. AUÐUR ÓSKARSDÓTTIR Elsku afi minn. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért horfinn burtu frá okkur. Ég hugsa til þín með miklum söknuði, en þó að þú sért farinn á ég hlýjar minningar sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Þú sagðir mér svo margt sem hefur komið sér vel í líf- inu, þú varst alltaf tilbúinn að svara spurningum um hitt og þetta. Það var alltaf jafn gaman þegar ég fékk að fara með ömmu að sækja þig nið- ur á bryggju. Oft þurftum við að bíða eftir því að mennirnir settu niður stiga svo að við gætum farið. Þá fékk ég að fara um borð í skipið til þín þar sem þú áttir alltaf fullt/ FINNBOGI FINNBOGASON ✝ Finnbogi Finn-bogason skip- stjóri fæddist í Reykjavík 11. sept- ember 1940. Hann lést um borð í skipi sínu, m/s Selfossi, aðfaranótt 27. mars, þar sem það lá við bryggju í Rotterdam og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 3. apríl. nóg af gosi og nammi í skápnum þínum. Oft varstu líka með pakka frá útlöndum, þá var nú gaman. Þú verður alltaf ofarlega í huga mínum. Ég kveð þig nú með söknuði og hlýju í hjarta mínu með ljóðinu sem ég spilaði svo oft fyrir þig og þér þótti svo fal- legt. Snert hörpu mína, him- inborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Hrafnhildur Karla. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Formáli minn- ingargreina                                            !" #  $   & ' $              !   "!                                              !"#  $      %  &"# '( # &!#!"#    !" #$ %  "   & #$ %  ' "( )$  "%! *! !"% +, )* &%!! *! -. /! ! #$ %  % ( 0   )* &%!! #$ %  -(  !% !# *! 1 (! , %  & #$ %   !% 0, 0 !/ *! 2 ! 2 ! * . 3%!% %! , ! 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.