Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ hefur komið fram að þeim út- völdu, sem ráða yfir kvótanum, geng- ur ekki sem best. Skuldir þeirra aukast með ævintýralegum hætti, þeir geta ekki samið um sjálfsögð réttindi og kjör við starfsmenn sína og svo má eflaust lengi telja. Þess vegna er kannski við hæfi að leyfa öðrum að spreyta sig. Getur ekki ver- ið að til séu menn sem geta rekið út- gerð með betri hætti en þeir sem það gera nú? Það er ekki eins og sjómenn séu að fara fram á eitthvað stórkostlegt og meira en aðrir hafa þegar fengið í sín- um kjarasamningum. Þar á ég við t.d. lífeyrismál og sér í lagi tryggingar. Það hefur marg gerst að sjómenn hafa stórslasast og hlotið langvarandi örorku. Þeir hafa ekki fengið viðun- andi bætur þar sem þeir eru dæmdir brotlegir með einhverjum hætti. Þeir hafa þurft að fara fyrir dómstóla ítrekað þar sem dómarar hafa sagt þá seka um orsakir slysa. Þá er sann- arlega ekkert mið tekið af vinnuað- stöðu, veltingi og öðru því sem fólk í landi þarf blessunarlega ekki að eiga við. Komið hefur fram að sjómennska er hættulegasta starf í veröldinni, meira að segja hættulegra en að vera hvít lögga í svörtustu hverfum stór- borganna. Til að losa um deilu sjómanna og útgerðarmanna er mögulegt að vísa málinu í kjaradóm – þá væri ágætt að þar væru sömu dómarar og hafa dæmt þingmönnum og dómurum stórkostlegar kjarabætur. Til að fá sem réttasta niðurstöðu væri ágætt að dómararnir færu svo sem eins og einn túr á togara – helst um vetur. Þá verður væntanlega einnig miðað við langar fjarvistir, einangrun, myrkur, illviðri og annað. Það er nefnilega staðreynd að sjómennska er ekki fyr- ir alla. Það hafa margir reynt og margir hafa aðeins farið einn túr. Eðlilega. Enn og aftur er deilt um fiskverð. Það er hægt að leysa það mál með því að hver sjái um sitt. Það er að áhöfnin taki sín 30% og sjái sjálf um að koma sínum hluta í verð og fallið verði frá því að útgerðin selji hluta áhafnarinn- ar til sjálfrar sín langt undir mark- aðsverði. Er ekki kominn tími til að breyta þeim óskapnaði sem kvótalögin eru? Það sjá allir sanngjarnir menn að þetta gengur ekki lengur. Það er verk allra að vinna að breytingum og það strax. Það er rétta leiðin til að friður verði meðal útgerðar og sjómanna, en til þess þarf allur fiskur að fara á markað og stoppa frjálst framsal. Ef það var ætlun Árna M. Mathie- sen að liðka fyrir samningum með lagasetningunni þá veit hann ekki hvað hann hefur gert. Það er engu lík- ara en útgerðamenn viti að sett verða önnur lög á kjaradeiluna. A.m.k. sýna þeir engan lit – þeir hafa ekki vilja til að semja. Ég sendi baráttukveðju til allra íslenskra sjómanna. BIRGIR HÓLM BJÖRGVINSSON, stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Þingheimur, nú er lag Frá Birgi Hólm Björgvinssyni: FYRIR nokkru skrifaði ég bréf til blaðsins um málspjöll og latmæli. Þar segi ég meðal annars orðrétt: Í skólum þarf að gera meira af því en gert er að kenna skýran framburð og að ekki sé talað of hratt. Ritmálið er ekki dautt, það er hið raunverulega rétta mál og það þarf að kenna börn- um og unglingum að tala nákvæm- lega eins og það er skrifað. Ef sum orð eru öðruvísi borin fram en þau eru skrifuð þá eru þau bara vitlaust borin fram og það þarf að leiðrétta. Svo svarar Jón Aðalsteinn Jónsson þessu bréfi mínu 27. mars og þar segir meðal annars orðrétt: Magnús lætur síðan gamminn geisa og kem- ur víða við en því miður ekki á stund- um af of mikilli þekkingu. Hann heldur því t.d. fram í fullri alvöru að ritmál okkar sé dautt og þess vegna verði að láta talmál hið lifandi mál koma í staðinn. Enda þótt ég hafi lengi fengist við íslenskt mál hef ég ekki fyrr heyrt þessa skoðun meðal landsmanna. Þarna snýr Jón málinu algerlega við og gerir mér upp skoð- anir sem ég segi annars staðar í greininni að sumir málfræðingar hafi, en slíkar skoðanir hef ég oft heyrt hjá ýmsum fræðimönnum. Ekki eru nema örfáir dagar síðan Ill- ugi Jökulsson var að tala um dautt ritmál í þætti á Skjá einum. Fyrr í vetur sagði Heimir Pálsson í útvarpi að íslenskan mætti ekki staðna, hún yrði að fá að taka breytingum og þróast, og það væri erfitt að rök- styðja það til hvers væri verið að halda í þessar flóknu beygingar í ís- lenskunni. Ég segi í bréfi mínu til blaðsins að það komi gömlum sveita- mönnum afkáralega fyrir sjónir þeg- ar útlend orð eru ekki beygð, en slíkt heyrist oft í útvarpi og sést í blöðum. Ég tek sem dæmi: Hann átti kær- ustu á Kúba, en svo segir í dægur- lagatexta eftir Kristján frá Djúpa- læk sem Haukur Mortens syngur. Þarna segir Jón að ég fari með rangt mál, slíkt hafi hann aldrei heyrt né séð. Ekki þarf Jón að fara langt til að sjá óbeygð útlend nöfn, en í DV eru útlend nöfn sjaldan eða aldrei beygð. Það er rétt hjá Jóni að Bræður Ormssynir er ekki gott, Bræðurnir Ormssynir væri betra. Þó væri Bræður Ormssynir stórum skárra heldur en Bræðurnir Ormsson, sem er málvilla þar sem Ormssynir er haft óbeygt, og auk þess dönsku- sletta. Það er engin afsökun þó svo að mörg fyrirtæki í Danmörku heiti sams konar nöfnum, eða þá einhver fyrirtæki hér á landi í gamla daga þegar dönskuslettur voru algengari heldur en nú gerist. Jón segir að slík nöfn falli vel að íslensku máli og eigi fullan þegnrétt í máli okkar. Með því að segja að Ormssynir óbeygt falli vel að íslensku máli og eigi fullan þegnrétt í máli okkar leggur Jón blessun sína yfir að níðast á beyg- ingum íslenskrar tungu. MAGNÚS ÞORSTEINSSON, Vatnsnesi, Grímsnesi. Bræðurnir Ormssynir Frá Magnúsi Þorsteinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.