Morgunblaðið - 08.04.2001, Side 49

Morgunblaðið - 08.04.2001, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 49 Útsölustaðir: Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyfja Grindavík, Lyfja Húsavík, Lyfja Egilsstöðum, Lyfja Eskifirði, Lyf og heilsa Kringlunni, Lyf og heilsa Austurveri, Lyf og heilsa Glæsibæ, Lyf og heilsa Domus Medica, Lyf og heilsa Akranesi, Lyf og heilsa Hrísalundi, Akureyri, Nana Hólagarði, Fína Mosfellsbæ, Rima Apótek Grafarvogi, Apótek Vestmannaeyja, Borgarness Apótek, Snyrtihúsið, Selfossi. DÁNARFREGNIN kom í sjálfu sérekki á óvart. Nær níutíu ára gam-all maður er kominn á leiðarenda.Hann pabbi dó, saddur lífdaga, eins og svo margur aldraður förunauturinn. Þegar það gerðist og hér var komið sögu var þannig komið fyrir honum að hann mátti muna sinn fífil fegurri. Lífsneistinn var slokknaður og eftir sat veikburða öldungur, rúinn þeirri sjálfsvirðingu, þeirri reisn og lífskrafti, sem áður hafði einkennt þennan dugmikla mann. Þetta eru örlög fleiri og annarra, sem nú eru að týna tölunni af elstu kynslóðinni. Kynslóðinni sem fæddist upp úr aldamót- unum síðustu. Hún deyr með annars konar ásýnd en hún hafði. Hún villir á sér heim- ildir. Hún deyr löngu eftir að hafa glatað sjálfri sér og lifað sjálfa sig. Gamalt fólk deyr drottni sínum og við stöndum við kistu þess og minnumst þessa gamla fólks eins og við munum það sem gamalt fólk. Aldurhnigið, ósjálfbjarga, elli- hrumt. En sú var tíðin að gamla fólkið var ungt eins og við hin og þið hin og átti sér vonir og drauma og framtíð og hafði til að bera alla þá sömu hæfileika og þrár, sem nú- tímafólk tileinkar sér. En möguleikarnir voru ekki margireða fjölbreyttir í upphafi síðustualdar. Fábreytt atvinnulíf, takmark- aðir námsmöguleikar, einangrun landsins, gjaldeyrisskortur, bændasamfélag. Engir lífeyrissjóðir, engin vinnulöggjöf. Botnlaus forræðishyggja, stopular utanlandsferðir, fábrotið menningarlíf. Einokunin í grænmetissölu er leifar frá þessum tímum. Innflutningur á kartöflum var bannaður, með þeim afleiðingum að Ís- lendingum var boðið upp á svínafóður, þegar sú matvara var á boðstólum. Íslendingar máttu éta það sem úti fraus í bókstaflegum skilningi. Marktækur innflutningur hófst ekki fyrr en eftir stofnun lýðveldisins. Þeir sem lögðu stund á verslun og viðskipti voru háðir skömmtun og leyfum og heildsalar voru uppnefndir afætur og arðræningjar (pabbi var í þeim hópi) og þeg- ar eplin reyndust skemmd og appelsínurnar myglaðar upp úr skipunum þurfti að ganga hljótt um húsið, til að trufla ekki innflytjandann í örvinglan sinni. Trygg- ingar eru seinni tíma fyrirbæri. Þetta var samfélagið á sjötta og sjöunda áratugnum. Það er ekki lengra síðan. Ein- hæft þjóðlíf, einfaldar formúlur, einstigi troðinnar slóðar í heftu umhverfi. Þeir kom- ust helst áfram sem gengu í réttan stjórn- málaflokk, voru af réttum ættum og þekktu réttan mann og annan. Hvílíkur himinn og haf á milli þessaraafturhaldstíma og þeirrar aldarsem nú er gengin í garð. Sjáið þá veröld sem unga fólkið nú til dags býr við. Og hvað heimurinn hefur opnast. Asklokið er horfið. Björk er tilnefnd til Óskarsverð- launa. Eiður spilar með Chelsea, Hagkaup ætlar að kaupa verslunarkeðju í Bandaríkj- unum, Kristján syngur í Metropolitan, óþekktar popphljómsveitir leggjast í víking í útlöndum. Samherjafrændur fjárfesta í fisk- iðnaði í Þýskalandi, athafnakonur selja ís- lenskar snyrtivörur á heims- markaði og engin landamæri hefta ungt fólk í atvinnuleit. Þúsundir ungra Íslendinga leggja land undir fót og þeir sem heima sitja njóta sömuleiðis frelsis og útrásar, njóta ávaxtanna af þeirri baráttu sem háð var við allt önnur skilyrði; baráttu forvígismanna og forfeðra fyrir verslunar- frelsi, samgöngufrelsi, athafnafrelsi. Þeir ávextir eru ekki myglaðir og uppskeran eftir því. Frelsi til orðs og æðis, frelsi til að ferðast, efnast, mennta sig, spreyta sig. Frelsi til að vera til. Himinn og haf, það er munurinn, það er árangurinn, sem gamla fólkið skilur eftir sig. Þeir njóta ekki alltaf eldanna sem fyrstir kveikja þá. Ekki það að vorkenna þurfi þessufólki, fólkinu sem deyr um þessarmundir eftir langa ævi, slitið, bugað af elli kerlingu. Það lifði sínu lífi og átti sínar góðu stundir og naut þess líka að vera til. Og finna til. Það saknaði ekki þess, sem það vissi ekki um. Né heldur harmaði þau lífs- skilyrði sem það hafði engar væntingar um. En það gerði gott úr sínu og ruddi brautina, ól okkur upp og hefur að nokkru leyti fengið að fylgjast með þeim framförum sem orðið hafa. Það gleymist hins vegar stundum að þakka fyrir sig og meta að verðleikum þau lífsskilyrði og lífsgæði, sem nýrri kynslóð hafa verið sköpuð, eða hvers vegna skyldi helftin af barnabörnum föður míns eiga sér heimili, atvinnu og athvarf á erlendum vett- vangi, nema vegna þess að þjóðin hefur sprungið út, blómstrað og breyst út bænda- samfélagi í breiðvang? Sá breiðvangur býð- ur upp á tækifæri, hvatningu, áskorun og út- rás fyrir vel menntað og áræðið fólk, sem ekki þarf lengur að búa við þröngan kost í litlu landi; þarf ekki lengur að lúta pólitísku yfirvaldi; þarf ekki lengur að sætta sig við gjaldeyrisskömmtun og innflutningskvóta; þarf ekki lengur að hafa myglaðar appels- ínur og skemmdar kartöflur sér til matar; þarf ekki lengur að hafa asklok fyrir himin. Þetta frjálsræði og athafnafrelsi komekki af sjálfu sér. Gamla fólkið á elli-heimilunum, afar okkar og ömmur, sem nú tínist, eitt af öðru, í kirkjugarðana, voru sporgöngumenn og brautryðjendur, þraukuðu þorrann og góuna og allt það tíma- bil, sem nú er óðum að falla í gleymskunnar dá. Er til of mikils mælst, þótt við tökum ofan fyrir þessu fólki og þökkum fyrir okkur? Þökkum það frelsi, sem við eigum og njót- um; frelsi, sem ekki kom af sjálfu sér og ekki lifir af sjálfu sér og alls ekki er sjálfgefið? Fyrir því þurfti að hafa, í marga manns- aldra, í sveita síns andlits. Gamall maður sem kveður með hljóðlátum hætti tekur mikla sögu með sér í gröfina og heilmikið framlag, sem nú þykir sjálfsagður hlutur og gengur í arf til afkomenda, rétt eins og þetta hafi allt verið fyrirhafnarlaust. Gleymdur og grafinn. Hann bara deyr eins og aðrir og fennt er í sporin og gleymd eru verkin, sem eitt sinn voru lóð á vogarskálar þeirrar framtíðar sem beið okkar hinna. Og þeirra sem á eftir koma. Heimurinn þá og heimurinn nú Gamla fólkið á elliheimilunum, afar okkar og ömmur, sem nú tínist, eitt af öðru, í kirkjugarðana, voru spor- göngumenn og brautryðjendur, segir Ellert B. Schram og spyr hvort til of mikils sé mælst, þótt við tökum ofan fyrir þessu fólki og þökkum fyrir okkur. HUGSAÐ UPPHÁTT annan hvern miðvikudag Gól fe fn i á s t igahús Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.