Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 56

Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nüremberg R é t t a r d r a m a  Leikstjórn Yves Simoneau. Aðal- hlutverk Alec Baldwin, Brian Cox, Christopher Plummer. (140 mín.) Bandaríkin 2000. Góðar stundir. Bönnuð innan 12 ára. ÁRIÐ 1961 gerði hinn nýlátni Stanley Kramer umdeilda og sögu- lega mynd um ekki síður umdeildan og sögulegan sam- tímaviður sem þá voru einungis 16 ár síðan átt hafði sér stað, réttarhöldin sem haldin voru í Nüremberg yfir helstu yfirmönnum þýskar hersins og Nasistaflokks Hitl- ers. Voru réttar- höld þessi sérlega söguleg fyrir þær sakir að aldrei áður hafði framganga manna í stríðsátökum verið lögð á vogarskálar dómara nútímaréttar- kerfis. Aldrei fyrr hafði verið litið á ódæðisverk sem unnin voru í nafni hernaðar sem hreina og klára glæpi, ólöglegt og refsivert athæfi. Því mun um ókomna tíð verða litið á þessi tímamótaréttarhöld sem fordæmis- gefandi. Á sínum tíma afgreiddi Kramer viðburð þennan af einskærri fagmennsku og tókst að skapa spennandi afþreyingu úr efni sem hæglega hefði getað orðið þunglama- legt. Ekki veit hvort hægt sé að tala um þessa sjónvarpsmynd sem endurút- gáfu á mynd Kramers þar sem báður byggja jú á sögunni sjálfri. Samt finnst mér einhvern veginn viðleitn- in, þótt virðingarverð sé og vel úr garði gerð í flesta staði, hálf til- gangslaus og bæta litlu við annars fantavel heppnað 40 ára gamalt rétt- ardrama. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Söguleg réttarhöld ÞEGAR ég gekk inn um dyrnar á nýju hljóðveri þeirra Sigur Rósar- manna var það ilmur af nýlagaðri grænmetissúpu sem tók á móti mér. En hvergi sá ég þá Kjartan og Jónsa sem ég hafði komið til þess að taka viðtal við. Þegar gengið er inn um aðalinn- ganginn blasir við manni stórt opið svæði og fljótlega áttar maður sig svo á því að maður er staddur á gömlum sundlaugarbarmi. Það er ekki tóm laugin því þar bíða hljóðfæri hljóm- sveitarmeðlima uppstillt og tilbúin eftir því að eigendur þeirra stingi sér út í til þess að leika. Þegar ég lít svo meðfram „sund- laugarbakkanum“ til vinstri sé ég stór- an glugga og innganginn í stjórnunar- klefann. Þar inni er einhver hreyfing. Ég geng inn í klefann og þar stendur Jónsi yfir lágu tréborði vopnaður vatnsbrúsa, úðandi á bonsai-trén, litlu vini sína sem þar búa. „Nei, blessaður,“ segir hann þegar hann áttar sig á því að hann er ekki lengur eina mannveran inni í klefan- um. „Það er alveg geðveik vinna að halda þessum plöntum á lífi.“ Seinna segir hann mér frá því þeir hafi fengið bonsai-sérfræðing til þess að sjá um plönturnar á meðan á tónleikaferða- lagi þeirra stendur, á enda borðsins liggur í kennslubók um hvernig eigi að láta þessum viðkvæmu lífverum líða sem best í heimahúsum. Það verður að viðurkennast að það sem ég hafði séð, lyktað af og heyrt á þessum fyrstu mínútum heimsóknar minnar var afskaplega í þeim náttúrubarna- anda sem sveimar yfir þeim Sigur Rósarmönnum. „Hei, má ég ekki bjóða þér upp á grænmetissúpu?“ spyr Jónsi og bros- ir til mín. Já, ég er greinilega staddur í heimahúsi Sigur Rósar. Þurfti að taka þakið af Eftir að Jónsi hafði leitt mig inn í eldhúsið þar sem Kjartan og Steindór Andersen kvæðakarl voru á spjalli, um leið og sá fyrrnefndi sá um upp- vaskið, settumst við þrír niður við eld- húsborðið en Steindór hafði sig afsak- aðan. Frá gamla plötuspilaranum í horninu ómaði Black Sabbath platan We Sold our Soul to Rock’n Roll með tilheyrandi partískruðningum um leið og Jónsi lagði á borð. Ég kveiki á upptökutækinu og reyni að koma frá mér spurningum á milli þess sem ég bragða á einni bestu grænmetissúpu sem ég hef á ævinni smakkað. Já, þeim er greinilega margt til listanna lagt. Nýja aðstaðan sveitarinnar er stór- glæsileg, líklegast draumur allra tón- listarmanna. Talið berst fyrst að tækjamálum og hvernig gangi að fá allt til að virka rétt. Kjartan: „Þetta gengur hægt en gengur samt.“ Jónsi: „Það voru smábyrjendaörð- ugleikar hjá okkur.“ Kjartan: „Svo var þetta líka sett upp á svo stuttum tíma, þannig að það var margt mjög skrýtið að hljóð- blöndunarborðinu.“ Jónsi: „Karlarnir sem voru ráðnir til þess að tengja þetta voru útlend- ingar, þeir þurftu svo að fara áður en þeir náðu að klára þetta. Við þurftum að redda okkur sjálfir síðustu metr- ana.“ Hljóðblöndunarborð á borð við það sem þeir félagar tala um er ekkert smátæki og því erfitt að flytja það á milli staða eins og þeir félagar þurftu að sannreyna. Tækið var keypt í Bretlandi og svo eftir hið langa ferða- lag yfir hafið komst það ekki inn um dyrnar vegna stærðarinnar. Kjartan: „Það var gert gat á þakið. Síðan kom risakrani og tækið var híft niður í gegn í tveimur pörtum.“ Engin gróðastarfsemi Hvenær kom þessi hugmynd, að kaupa ykkar eigið hljóðver? Kjartan: „Það hefur einhvernveg- inn alltaf verið markmiðið.“ Jónsi: „Í stað þess að borga ein- hverju hljóðveri gommu af peningum fannst okkur skynsamlegra að kaupa okkar eigið sem við getum átt til frambúðar. Við verðum alltaf að vera frekar lengi í stúdíóinu. Verðum að hafa okkar tíma og getum ekki unnið undir tímapressu, þannig að þetta gaf augaleið.“ Keyptuð þið hús hér í Mosfellsbæ til þess að vera á heimaslóðum? Jónsi: „Nei, bara til þess að komast út úr Reykjavík held ég. Við gætum verið hvar sem er. Hér komust við í smáfrið. Við vorum búnir að hafa augastað á þessu svæði – höfum alltaf verið svolítið skotnir í því. Hér er heldur enginn að kíkja inn því í aug- um annarra er Mosfellsbær „úti á landi“.“ Kjartan: „Það er rosalega langt í Mosfellsbæ frá Reykjavík en það er ekkert svo langt frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur.“ Hafið þið hugsað ykkur að leigja út stúdíóið þegar þið eruð ekki að nota það? Kjartan: „Vegna þess hve við erum og verðum ótrúlega mikið úti þá væri fáránlegt að hafa þetta stúdíó autt. Þá er markmiðið að gefa hljómsveitum sem okkur líst vel á tækifæri til þess að taka upp. Þetta verður engin gróðastarfsemi.“ Hafið þið áhyggjur af því að tapa ykkur í fullkomnunaráráttu, fyrst þið getið nú leyft ykkur það? Jónsi: „Við erum nú þekktir fyrir að vera með voðalega fullkomnunar- áráttu. Þessi smáskífa [sem Sigur Rós var að vinna með Steindóri And- ersen kvæðamanni] var tekin upp og mixuð á þremur dögum, sem er mjög ólíkt okkur. Við lærðum svolítið að sleppa og leyfa hlutunum bara að ger- ast.“ Umrædd smáskífa verður seld í takmörkuðu upplagi á tónleikaferða- lagi þeirra pilta um Evrópu. Kjartan: „Við vitum eiginlega oft- ast hvenær á að hætta. Það er svo oft sem maður heldur áfram og lendir á endanum í einhverri hringavitleysu. Ef tilfinningin er flott, þá er hún flott.“ Jónsi: „Margar hljómsveitir semja eitthvað um 50 lög og velja síðan 10 á plötuna. Við höfum aldrei unnið svo- leiðis og það er einugis eitt lag sem hefur verið hætt við að setja á plötu. Við höfum alltaf unnið að einhverju ákveðnu markmiði og svo klárað það. Aldrei gert margar hljóðblandanir af sama lagi eða eitthvað slíkt.“ Kjartan: „Hljómurinn skiptir alltaf máli en hann er ekkert úrslitadæmi. Ef það er persónuleiki í upptökunni þá er það mikilvægara. Ef þú ert að hlusta og kannt að meta það sem þú heyrir, þá er þetta komið.“ Jónsi: „Það er t.d. mjög gott að vinna með Ken Thomas. Hann er bara persónuleikamaður. Engar hljómburðarofsapælingar. Við gerum mjög mikið grín að svoleiðis þegar við erum að taka upp.“ Kjartan: „T.d. þegar Skotinn var að vinna með Svölu Björgvins í Sýr- landi, þá þurfti að færa hljóðblönd- unarborðið um tvær tommur til þess að hljómburðurinn yrði betri. Það er alveg fáranlegt.“ Finnst ykkur þá íslenskar hljóm- sveitir vera í of miklum svoleiðis pæl- ingum? „Ég held nú að íslenskar hljóm- sveitir hafi nú ekkert voðalega mikið efni á því að vera í svona hljómburð- arpælingum. Þær þurfa alltaf að taka upp á fullu til þess að nýta tímann.“ Hvað græðið þið mest á því að vera með ykkar eigið hljóðver? Jónsi: „Við erum með afbragðs að- stöðu, erum í friði. Við getum farið frá græjunum okkar tengdum og komið aftur eins að þeim næsta dag. Spilað inn allar hugmyndir. Einnig gefur þetta okkur rými fyrir öll framtíðar hliðarverkefni.“ Hvenær byrjið þið að vinna næstu plötu? Jónsi: „Við ætlum að reyna að byrja að taka hana upp þegar við komum heim úr tónleikaferðalaginu um miðjan maí. Við erum búnir að semja alveg fullt af lögum en ekkert meira en það.“ Og hvernig verður hún? Kjartan (í kaldhæðnislegum tón): „Við ætlum að reyna að gera alveg eins plötu og síðast, af því hún seldist svo vel.“ Hér var grænmetissúpan og spurningalistinn búinn. Ég þakkaði kærlega fyrir mig, óskaði strákunum góðs gengis á tónleikaförinni og hélt svo út í kuldann af stað í „hina löngu“ för til höfuðborgarinnar. Íslensk grænmetissúpa Sigur Rós hefur byggt sér glæsilegt hljóðver í Mosfellsbænum. Birgir Örn Steinarsson kíkti í heimsókn og spjallaði við þá Jónsa söngspíru og Kjartan hljómborðsleikara. Sigur Rós, uppi á þaki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Innlit og útlit. Það þurfti að taka þakið af húsinu til að koma þessu tæki inn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er ekki tómt í lauginni því þar bíða hljóðfæri hljómsveitarmeðlima uppstillt og tilbúin að eigendur þeirra stingi sér út í til þess að leika. Heimsókn í nýtt hljóðver Sigur Rósar biggi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.