Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 64

Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL ÍSLENSKT umslag, sem talið er vera með falsaðri utanáskrift, er meðal uppboðsgripa á uppboði Thomas Høyland auktioner sem fram fer í Kaupmannahöfn síðar í mánuðinum. Utanáskriftin gerir það að verkum að svo virðist sem um- slagið hafi farið í póst en að sögn Magna Magnússonar frímerkja- kaupmanns er verðmæti póstsendra umslaga margfalt meira en umslaga sem aldrei hafa verið póstlögð. Umslagið sem um ræðir er með fimm frímerkjum á og er póststimpl- að í Reykjavík í nóvember 1897. Frí- merkin eru sérstök því upphaflega voru þau fimm aurar að verðgildi en var breytt í þriggja aura merki með yfirstimplun þegar öll þriggja aura frímerki voru uppurin hjá póstþjón- ustinni. Í grein sem Jón Aðalsteinn Jóns- son ritaði í tímarit Landssambands sænskra frímerkjasafnara í haust varaði hann við umslögum sem eru með þessum yfirstimpluðu frímerkj- um. Í greininni kemur fram að á sín- um tíma seldust umrædd frímerki upp á mettíma og spurðist fljótlega út að nær öll frímerkin höfðu farið til eins og sama manns, Ditlevs Thom- sens stórkaupmanns sem einnig verslaði með frímerki. Í greininni eru leiddar líkur að því að Thomsen hafi notað sambönd sín til að fá fjölda óáritaðra umslaga með frímerkjun- um stimplaðan af póstþjónustunni. Síðar hafi utanáskrift verið bætt á umslögin í því skyni að auka verð- mæti þeirra. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær það hafi verið gert en mynd af umslaginu er birt í sænskri frímerkjabók frá árinu 1957 en að sögn Magna er líklegt að utaná- skriftin sé mun eldri og að öllum lík- indum hafi útlendingur verið þar að verki. Jón Aðalsteinn bendir í grein sinni sérstaklega á umslagið sem nú á að fara á uppboð í Kaupmannahöfn og segir það bera mörg merki fölsunar. Í fyrsta lagi er utanáskriftin í meira lagi vafasöm en viðtakandi er „Herra Setselja Eliasdóttir, Bergstöðum“. Jón Aðalsteinn bendir á að Sesselja sé kvenmannsnafn og því hefði eng- inn Íslendingur sett orðið „herra“ framan við það. Eins er stafsetning nafnsins önnur en venjulega auk þess sem það sé óhugsandi að Ís- lendingur hefði sent bréf utan Reykjavíkur án þess að láta hrepp og sýslu viðkomandi bæjar fylgja með í utanáskriftinni. Þá er komu- stimpillinn á baksíðunni, Grenjaðar- staður 24/11, þekktur á öðrum um- slögum sem vitað er að voru stimpluð samkvæmt pöntun. Umslagið hefur oft verið boðið til sölu á uppboðum erlendis og er síð- ast vitað um það á uppboði í Dan- mörk í október árið 1999. Að þessu sinni er upphafsverð 12 þúsund danskar krónur eða um 135 þúsund íslenskar krónur og eru þá ótalin umboðslaun uppboðshaldara og virð- isaukaskattur. Umrætt uppboð á að fara fram dagana 23.–26. apríl í Kaupmannahöfn. Íslenskt umslag, sem er talið falsað, á uppboði í Danmörku Byrjunarverð um 135 þúsund krónur Síða úr vörulista uppboðsins þar sem meðal annars er mynd af umslaginu. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur fellt úr gildi ákvörðun lögreglu- stjórans í Reykjavík um að neita að krefjast nálgunarbanns yfir erlend- um karlmanni sem sakaður er um að hafa stungið mann fyrir utan skyndi- bitastað í Faxafeni í Reykjavík hinn 5. janúar sl. Árásarmaðurinn sætir nú farbanni sem hefur verið staðfest í Hæstarétti. Þegar gæsluvarðhald mannsins rann út krafðist réttargæslumaður mannsins, sem varð fyrir árásinni, þess að lögreglan færi fram á nálg- unarbann en þeirri beiðni var hafn- að, „að svo komnu máli“. Ríkissak- sóknari hafnaði því að endurskoða ákvörðun lögreglustjórans á þeim grundvelli að kæruleið væri ekki fyr- ir hendi. Í úrskurði dómsmálaráðuneytis- ins kemur fram að árásin hinn 5. janúar hafi verið afar hættuleg. Þá liggi fyrir viðurkenning árásar- mannsins að hann hafi áður veist að manninum og rannsóknargögn bendi eindregið til þess að hann hafi að undanförnu ásótt manninn með hótunum. Ráðuneytinu virðist því fyllilega réttmætt að gera kröfu um nálgunarbann við héraðsdóm á þeim forsendum að rökstudd ástæða sé til að ætla að hann muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði manns- ins. Dómstólar muni eiga lokaorðið um hvort þetta skilyrði sé uppfyllt. Lögreglan krefjist nálg- unarbanns FÁTT er betra lífi og heilsu manna en hressilegur göngutúr úti í frísk- legu útiloftinu. Nú þegar sól hækk- ar á lofti og snjórinn staldrar stutt við á jörðinni gefast fleiri tækifæri til að hressa sig og njóta útiver- unnar, líkt og þetta hressa fólk sem spásseraði um göngustíga borg- arinnar og ræddi um heima og geima. Morgunblaðið/Þorkell Að ganga sér til góðs MINNISVARÐI sr. Hallgríms Pét- urssonar við Dómkirkjuna í Reykja- vík er kominn aftur á sinn stað eftir gagngerar viðgerðir. Eiríkur Þor- láksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sagði viðgerðina hafa tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir enda hafi styttan verið farin að láta nokkuð á sjá og stöpullinn verið mjög illa farinn. Að sögn Eiríks var allt kapp lagt á að færa minn- isvarðann í upprunalegt horf og vel hafi tekist til um viðgerðinar. Styttan var reist fyrir tilstilli Gríms Thomsens skálds og bónda á Bessastöðum og var hún afhjúpuð 2. ágúst 1885. Stöpull minnismerkisins er úr íslensku grágrýti, gerður af Juliusi Schou steinsmið í Reykjavík. Harpan er úr steyptum málmi, er er- lend smíð og á að minna á list skálds- ins, „er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng,“ en svo orti Matthías Jochumsson. Á framhlið varðans er nafn Hall- gríms ásamt fæðingar- og dánarári letrað á ljósa marmaraplötu. Þar eru einnig letruð þessi orð úr Passíu- sálmunum: „Fyrir blóð lambsins blíða búinn er nú að stríða og sælan sigur vann.“ (Ps. 25. 12.) Árni Gíslason leturgrafari gróf áletr- unina en hún var orðin illa farin og ólæsileg og því nauðsynlegt að grafa nýja plötu. Leturgerðin sem Árni notaði tíðkast að sögn Eiríks ekki lengur og því hafi þurft að leita í handverksaðferðir liðinna tíma. Í bók Þóris Stephensen, Dóm- kirkjan í Reykjavík, er að finna mik- inn fróðleik um kirkjuna og umhverfi hennar, þ.m.t. minnisvarða sr. Hall- gríms. Þar segir að um 1500 til 2000 manns hafi verið viðstaddir afhjúpun styttunnar og hlýtt á ræðu Péturs Péturssonar biskups. Við athöfnina var sungið og hlýtt á leik lúðraflokks. Kominn í upp- runalegt horf Morgunblaðið/Jim Smart Á FÖSTUDAGSKVÖLD var lög- reglumaður á frívakt fluttur á Sjúkrahúsið á Ísafirði. Hann hafði hlotið höfuðhögg í skallaeinvígi við annan lögreglumann en þeir öttu kappi á öldungamóti lögreglu- manna sem haldið er í íþróttahús- inu á Torfnesi. Hjá lögreglunni á Ísafirði fengust þær upplýsingar í gær að maðurinn væri laus af spít- ala og sæti nú á varamannabekkn- um. Meiddist í skallaeinvígi Lögreglumaður fluttur á sjúkrahús ♦ ♦ ♦ ÞRJÁR litlar jarðskjálftahrinur urðu norður af Tröllaskaga í gær- morgun. Var stærsti skjálftinn 3,3 stig á Richterskvarða. Vigfús Eyjólfsson, jarðfræðingur á jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands, upplýsti að fyrsta skjálftahrinan hefði orðið kl. 9.53. Önnur hrina kl. 10.18 og sú þriðja 10.37. Upptökin eru um 30 km norður af Tröllaskaga sem Vigfús sagði þekkt óróasvæði svipað og á Suðurlandi. Taldi Vigfús ólíklegt að skjálftarnir hefðu fundist enda upptökin það langt frá landinu. Skjálfta- hrina út af Trölla- skaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.