Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Er þetta ekki bara Hafnarfjarðarbrandari? Megum við ekki einu sinni súla
okkur á ljósastaurum og flaggstöngum?
Rit um litlu ísöld
Borgarís
í þoku
ÚT ER komin bókinIceberg in theMist: Northern
research in pursuit of a
little ice age. Ritstjórar
hennar eru Astrid E.J.
Ogilvie og Trausti Jóns-
son og Kluwer Academic
Publishers gefa út.
Trausti var spurður hvers
konar rit þarna væri á
ferðinni.
„Þetta er heiðarleg til-
raun til þess að skjóta
hina svokölluðu litlu ísöld
niður, þótt það takist
reyndar ekki.“
– Með hvaða rökum
reynið þið að „skjóta nið-
ur“ litlu ísöldina?
„Málið er eiginlega
þannig að menn sjá litlu
ísöldina allir en ef þeir
ætla að ná tökum á henni í smáat-
riðum þá rennur hún dálítið á
milli fingra manns, ef svo má
segja. Þannig er tilkominn titill-
inn á bókinni. Íslenski titillinn er:
Borgarísjaki í þoku. Norrænar
rannsóknir leita að lítilli ísöld.
Þokan vísar til þess að það vita
allir af þessum borgarísjaka en
hann fer sem sagt undan í flæm-
ingi.“
– Hvað merkir hugtakið „litla
ísöld“?
„Menn hafa haft tvær megin-
skilgreiningar á hugtakinu. Ann-
ars vegar er það tímabil aukn-
ingar á jöklum eða framgangi
jökla á síðmiðöldum og síðar og
þá sérstaklega framgangi jökla á
tímabilinu 1600 til 1900 og hins
vegar er þetta hugtak notað yfir
tímabil sem virðist hafa verið ívið
kaldara heldur en tíminn fyrir og
eftir það.“
– Hvora skilgreininguna að-
hyllist þú?
„Ég aðhyllist hvoruga í raun.
Það er hins vegar ekki deilt um
hina fyrri enda er hún hin æski-
lega en það er ekki sú skilgrein-
ing sem almennt er notuð – því
miður. Tilhneigingin hefur verið
sú að tengja allar veðurfarsbreyt-
ingar sem orðið hafa síðustu þús-
und árin við litlu ísöldina, hún er
farin að verða „sjálfstaðfestandi“,
eins og það er stundum kallað.
Það er sama hvað menn finna,
það er alltaf tengt litlu ísöldinni.“
– Um hvað ræðið þið í þessu
riti?
„Þar er fjallað aðeins um hug-
myndir um litlu ísöldina og þá
sérstaklega hér við norðanvert
Atlantshaf. Fjallað er um sögu
umræðna um veðurfarsbreyting-
ar, bæði hér á landi og á Norð-
urlöndum. Þá eru í ritinu nokkrar
greinar sem ýmsir hafa samið.
Þar er grein um upphaf litlu ís-
aldar við norðanvert Atlantshaf á
13. og 14. öld, fjallað er um túlkun
á setkjarna sem tekinn var út á
Faxaflóa fyrir nokkrum árum,
það er fjallað um litlu ísöldina í
borkjörnum á Grænlandsjökli. Þá
er grein þar sem spurt er hvort
breytingar hafi orðið á skordýra-
lífi á litlu ísöld og önnur þar sem
er spurt hvort hægt sé
að nota skófir til að
meta útbreiðslu jökla.
Svarið við því er frem-
ur neitandi. Síðan er
fjallað um upphaf veð-
urathugana á Íslandi
með mælitækjum. Rit-
að er um samband
hitafars og uppskeru kornteg-
unda í Noregi og á Eistlandi.
Einnig er grein um hungur á Ís-
landi, sem ekki er talið að hafi
verið viðloðandi, heldur hafi fólk
fremur látist úr vosbúð og pest-
um á 18. og 19. öld. Loks er grein
um samband hita í Evrópu og al-
mennrar hringrásar lofthjúpsins
við norðanvert Atlantshaf síðustu
200 árin.“
– Hafa farið fram miklar rann-
sóknir á litlu ísöldinni?
„Já, mjög miklar rannsóknir,
mest erlendis en einnig hér á
landi. Mjög mikið er af heimilda-
tilvísunum í bókinni þar sem
menn geta rakið sig áfram til
hinna ýmsu rannsókna. Reyndar
má segja að sú skoðun sem ég
sjálfur og Astrid fylgjum sé sú
sem kom fram í upphaflegri skil-
greiningu á litlu ísöld og er yfir
60 ára gömul, hún er þannig að
litla ísöld hafi í raun hafist fyrir
4.000 árum, þegar jöklar fóru aft-
ur að ganga fram á norðurhveli
eftir mikið hlýindaskeið sem var
áður.“
– Hverjum er þetta rit einkum
ætlað?
„Það er ætlað einkum þeim
sérfræðingum sem fjalla um litlu
ísöld og veðurfarsbreytingar al-
mennt og sumum áhugamönnum
um hnattrænar umhverfisbreyt-
ingar.“
– Er Kluwe-forlagið mikil-
virkt?
„Já, mjög svo, ég hef ekki tölu
á öllum þeim vísindatímaritum og
bókum sem það hefur gefið út og
er sífellt að gefa út.“
– Er mikið um veðurfarsrann-
sóknir af þessu tagi hér á landi?
„Það eru vaxandi rannsóknir af
þessu tagi hér. Í bókinni eru fjór-
ir íslenskir höfundar sem koma
við sögu, Jórunn Harðardóttir
jarðfræðingur sem ásamt Ingi-
björgu Jónsdóttur
landfræðingi og fleir-
um ritar um rannsókn-
ir á setkjarna úr Faxa-
flóa og svo skrifa ég og
Hilmar Garðarsson
sagnfræðingur grein
um íslenskar veðurat-
huganir á Íslandi fyrir
1870. Við Astrid E.J. Ogilvie
skrifum svo saman greinina um
litlu ísaldarrannsóknirnar frá ís-
lenskum sjónarhóli. Þess má geta
að ritið er tileinkað þremur nor-
rænum veðurfarsvísindamönn-
um, Knud Frydendahl, Erik
Wishman og Páli Bergþórssyni.“
Trausti Jónsson
Trausti Jónsson fæddist í
Borgarnesi 5. júní 1951. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1970 og
embættisprófi í veðurfræði frá
háskólanum í Bergen 1978. Hann
hefur starfað á Veðurstofu Ís-
lands frá námslokum, fyrst við
veðurspár en síðan við úrvinnslu
og rannsóknir. Hann hefur lengi
verið viðloðandi veðurspár í
Sjónvarpinu. Trausti hefur lengi
sinnt félagsmálum af ýmsu tagi
fyrir Félag íslenskra nátt-
úrufræðinga.
Við Astrid
teljum að litla
ísöld hafi í
raun hafist
fyrir 4.000
árum