Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÝSKIPAÐUR starfshópur land-
búnaðarráðherra sem fjalla á um
framleiðslu- og markaðsmál gróð-
urhúsaafurða og garðávaxta kom
saman til síns fyrsta fundar á mið-
vikudaginn var.
Guðmundur Sigþórsson, skrif-
stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt-
inu, formaður starfshópsins, sagði
að á fundinum hefði verið farið yfir
verklag og vinnubrögð. Ákveðið
hefði verið að ræða við Samkeppn-
isstofnun og hitta ráðgjafanefnd
um inn- og útflutning landbúnað-
arafurða, en hún hefði verið ráð-
gefandi um beitingu heimilda til
lækkunar á tollum frá því sem
kveðið væri á um í lögum. Ráð-
gjafanefndin er skipuð fulltrúum
fjármála-, viðskipta- og landbún-
aðarráðuneyta.
Guðmundur sagði aðspurður að í
erindisbréfi vegna skipunar starfs-
hópsins væru ekki sett ákveðin
tímamörk, en óskað væri eftir því
að starfinu yrði hraðað eins og
unnt væri og það yrði að sjálf-
sögðu gert. Á þessu stigi væri ekk-
ert hægt að segja um það hvenær
starfshópurinn gæti skilað af sér.
Það væri til dæmis háð því hvaða
upplýsingar væru fyrirliggjandi
hjá Samkeppnisstofnun og annars
staðar og hvað þyrfti að frum-
vinna.
Í starfshópnum eiga sæti, auk
Guðmundar Sigþórssonar, Ari Ed-
wald, framkvæmdastjóri, fulltrúi
Samtaka atvinnulífsins. Elín Björg
Jónsdóttir, formaður FOSS,
fulltrúi Bandalags starfsm. ríkis
og bæja. Kjartan Ólafsson, garð-
yrkjubóndi, fulltrúi Bændasam-
taka Íslands. Kristján Bragason,
framkvæmdastjóri, fulltrúi Al-
þýðusambands Íslands. Sigurgeir
Þorgeirsson, framkvæmdastjóri,
fulltrúi Bændasamtaka Íslands.
Ólafur Friðriksson, deildarstjóri,
fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins.
SVÞ vill í nefndina
SVÞ, Samtök verslunar og þjón-
ustu, hafa sent frá sér yfirlýsingu,
þar sem því er mótmælt að land-
búnaðarráðuneytið hafi gengið
fram hjá starfsgreinasamtökum
verslunarinnar við skipan nefnd-
arinnar. „SVÞ eru landssamtök
verslunar og þjónustu í landinu og
gæta m.a. hagsmuna allrar mat-
vöruverslunar í landinu, stórra og
smárra, auk vöruflutningafyrir-
tæja o.fl. Sjónarmið smásöluversl-
unarinnar og þekking sem er inn-
an SVÞ þarf að komast að í því
starfi sem umrædd nefnd á að
vinna til þess að segja megi með
sanni að fjallað sé um alla þætti
málsins. Það er ekki ásættanlegt
að þegar fjalla á um verðmyndun
grænmetis skuli verslunin víðs
fjarri,“ segir í ályktuninni.
Aðspurður um mótmæli Sam-
taka verslunar og þjónustu við því
að eiga ekki fulltrúa í starfshópn-
um benti Guðmundur á að Ari Ed-
wald, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, væri skipaður í
starfshópinn, og SVÞ tilheyrðu
Samtökum atvinnulífsins.
Grænmetisnefndin
fundar á þriðjudag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá fyrsta fundi starfshópsins á miðvikudaginn var.
SAMRÆMD próf 10. bekkjar hefjast
á mánudaginn, en prófað verður í ís-
lensku, dönsku, ensku og stærðfræði
og lýkur prófunum á fimmtudaginn.
Að sögn Finnboga Gunnarssonar,
deildarsérfræðings hjá Rannsóknar-
stofnun uppeldis- og menntamála,
munu tæplega 3.900 nemendur
þreyta prófin að þessu sinni.
Ný reglugerð um samræmd próf í
10. bekk tók gildi á þessu skólaári.
Finnbogi sagði að samkvæmt reglu-
gerðinni gætu nemendur valið um
það hvort eða hversu mörg samræmd
próf þeir tækju. Hann sagði að þrátt
fyrir þetta valfrelsi nemenda væri
þátttakan svipuð í samræmdu próf-
unum nú og síðustu ár.
Nemendur hafa valfrelsi
Valfrelsi nemenda fylgir ákveðin
ábyrgð. Inntökuskilyrði í framhalds-
skóla gera ákveðnar kröfur um
frammistöðu nemenda á samræmd-
um prófum. Reglugerðin leggur því í
reynd þá ábyrgð á herðar nemenda
að ákveða að taka þau samræmdu
próf sem krafist er sem inntökuskil-
yrði á þær brautir framhaldsskóla
sem hugur þeirra stendur til.
Samkvæmt reglugerðinni á að
fjölga samræmdum prófum úr fjórum
í sex á næsta skólaári. Finnbogi sagði
að prófi í náttúrufræði yrði bætt við
og einnig stæði til að bæta við prófi í
samfélagsfræði.
Finnbogi sagði að þegar nemendur
stæðu frammi fyrir því að þurfa að
taka sex próf mætti búast við því að
einhverjir myndu ekki taka þau öll.
Hann sagði að með samþykki foreldra
og skóla væri nemendum í 9. bekk
heimilt að taka samræmd próf í þeim
fögum sem þeir kysu. Þannig gætu
nemendur auðveldað sér 10. bekkinn
með því að ljúka ákveðnum prófum
einu ári fyrr.
Samræmd próf með
nýju sniði hefjast á
mánudaginn
Um 3.900
nemendur
þreyta
prófin
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra hefur skipað fjögurra
manna verkefnastjórn til að vinna að
mótun nýrrar byggðaáætlunar og
þrjá starfshópa til að fjalla um til-
tekin viðfangsefni. Páll Skúlason há-
skólarektor er formaður verkefna-
stjórnarinnar, hún mun skila
tillögum til ráðherra um stefnu-
mörkun nýrrar byggðaáætlunar
hinn 15. nóvember, en áætlunin sjálf
á að taka gildi hinn 1. janúar á næsta
ári.
Páll Magnússon, aðstoðarmaður
iðnaðarráðherra, sagði að sam-
kvæmt lögum um Byggðastofnun frá
1999 ætti iðnaðarráðherra að leggja
fyrir Alþingi tillögu til þingsályktun-
ar um stefnumótandi byggðaáætlun
fyrir fjögurra ára tímabil. Hann
sagði að áætlunin ætti að lýsa mark-
miðum og stefnu ríkisstjórnarinnar í
málinu, áætlun um aðgerðir og
tengsl byggðastefnu við almenna
stefnu í efnahags- og atvinnumálum.
Með stefnumörkuninni á að fylgja
tillaga um framkvæmd áætlunarinn-
ar, þar sem fram á að koma hver ber
ábyrgð á framkvæmd einstakra
verkefna, tímasetning og áætlunar-
kostnaður.
Fyrsti fundur verkefnastjórnar-
innar var haldinn á miðvikudaginn
en í stjórninni eiga sæti, auk Páls
Skúlasonar, þau Björg Ágústsdóttir,
sveitarstjóri í Grundarfirði, Finn-
bogi Jónsson, stjórnarformaður
Samherja, og Sigfús Jónsson, ráð-
gjafi hjá Nýsi.
Unnið í samráði
við Byggðastofnun
Eins og áður gat um munu þrír
starfshópar starfa að ákveðnum
verkefnum og verða fjórir til sex í
hverjum hópi. Ingi Björnsson, úti-
bússtjóri Íslandsbanka á Akureyri,
mun veita hópi um atvinnumál for-
stöðu. Elísabet Benediktsdóttir, sem
er að taka við framkvæmdastjóra-
stöðu þróunarstofu Austurlands,
verður formaður hóps um alþjóða-
samvinnu og Ingvar Kristinsson,
framkvæmdastjóri hjá GoPro-Land-
steinum, verður formaður hóps um
fjarskipta- og upplýsingatækni.
Páll Magnússon sagði að Byggða-
stofnun myndi fá tækifæri til að til-
nefna menn í hvern starfshóp fyrir
sig og verkefnið í heild yrði unnið í
nánu samstarfi við stofnunina.
Iðnaðarráðherra skipar verkefna-
stjórn um mótun byggðaáætlunar
Ný byggðastefna
tekur gildi
um áramótin
FÉLAGAR í Starfsmannafélagi
ríkisstofnana, SFR, samþykktu
kjarasamning við fjármálaráð-
herra með 70% greiddra atkvæða.
Á kjörskrá voru 4.878 félags-
menn og greiddu 2.484 eða 51%
félagsmanna atkvæði. Þar af sögðu
70% já og 28% nei, auð og ógild at-
kvæði voru 2%. Samkvæmt frétta-
tilkynningu frá félaginu standa
vonir til að greiðslur samkvæmt
nýsamþykktum samningi komi til
framkvæmda um næstu mánaða-
mót. Gildistími kjarasamningsins
er frá 1. mars sl. til 30. nóvember
2004. Í upphafi samningstímans
hækkar launataflan um 6,9% og
3% 1. janúar 2002, 2003 og 2004.
Þá felur samningurinn í sér tvær
10.000 kr. eingreiðslur, þá fyrri 1.
maí og seinni 1. júní.
Nefnd metur
launaþróun
Sérstök nefnd hefur verið skip-
uð til að fylgjast með hvort launa-
kerfið skili eðlilegri framþróun
launa og skulu nefndarmenn
leggja sameiginlegt mat á þró-
unina og gera tillögur um við-
brögð.
Með kjarasamningnum er aukin
áhersla lögð á starfsmenntunarmál
og framlag í Þróunar- og símennt-
unarsjóð hækkað úr 0,28 í 0,35% af
heildarlaunum. Samningurinn fel-
ur í sér hækkanir á vaktaálagi um
nætur og helgar en einnig verður
starfsmönnum heimilt að safna allt
að fimm frídögum á ári þar sem
yfirvinna kemur á móti fríi. Auk
þessa hefur verið samið um fram-
lag í styrktar- og sjúkrasjóð SFR
og 2% framlag atvinnurekenda til
séreignarsparnaðar.
Starfsmannafélag
ríkisstofnana
Kjara-
samning-
ar sam-
þykktir
HALLDÓR Blöndal, forseti Al-
þingis, opnaði á miðvikudag vef-
síðu Jónshúss í Kaupmannahöfn
og þar með einnig menning-
ardaga sem félögin í húsinu
standa að og standa fram í miðj-
an maí. Boðið verður upp á ýmsa
menningarviðburði, einkum tón-
list, á dögunum, sem fara að
mestu fram í Jónshúsi en þeir
eru haldnir í tilefni þrjátíu ára
félagsstarfsemi þar.
Alþingi á og rekur húsið og
starfsemina, sem hófst með
starfi eldri borgara í hópi Íslend-
inga í Kaupmannahöfn. Hún hef-
ur vaxið með árunum og breyst
en árið 1996 var veitingasölu í
húsinu hætt. Starfseminni var
breytt og ráðinn umsjón-
armaður, í fyrstu var það Kristín
Bonde en frá árinu 1999 hefur
Jón Runólfsson sinnt því starfi.
Halldór Blöndal minntist Jóns
Sigurðssonar við opnun vefsíð-
unnar. „Á meðan í okkur er róm-
antísk taug standa ekki aðrir
menn okkur nær, sem eru okkur
óskyldir,“ sagði hann um sjálf-
stæðisbaráttu Jóns. Halldór hef-
ur sýnt starfi Jónshúss mikinn
áhuga eftir að hann tók við sem
forseti Alþingis. Hann tók við
gjöf úr hendi Kristínar Bonde
fyrir hönd hússins, eintaki af
Nýjum félagsritum frá 1846,
með eiginhandaráritun Jóns, til
varðveislu í safninu.
Fjölbreytt
menningardagskrá
Menningardagarnir, sem félög
Íslendinga í Jónshúsi standa að,
hófust í raun á sumardaginn
fyrsta, á tónleikum Graduale-
kórs Langholtskirkju í Skt.
Pauls kirkju í Kaupmannahöfn,
og bókmenntakvöldi. Menning-
ardagarnir hefjast svo af fullum
krafti 4. maí með tónleikum
söngvaranna Hörpu Harð-
ardóttur og Smára Vífilssonar. Í
kjölfarið fylgja Megasartón-
leikar en hann hefur ekki haldið
tónleika í Kaupmannahöfn frá
1995, tónleikar Bubba Morthens
og hljómsveitarinnar Drep,
kynnisferð Guðlaugs Arasonar,
djasskvöld þar sem Haukur
Gröndal leikur og tónleikar trú-
badúrsins Halla Reynis, auk þess
sem boðið verður upp á íslensk-
an mat og sýnd kvikmyndin
Stikkfrí. Menningardög-
unumlýkur 19. maí.
Starf Jónshúss og menning-
ardagarnir eru kynntir á vefsíðu
hússins, www.jonshus.dk.
Þrjátíu
ára félags-
starf í
Jónshúsi
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/UG
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tekur við gjöf Kristínar Bonde til
Jónshúss; eintaki af Nýjum félagsritum frá árinu 1846.