Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 25 MMC Pajero Turbo Int. Nýskr. 5.1998, 2500cc diesel vél, 3 dyra, 5 gíra, rauður, ekinn 55 þús. ABS, 32“ dekk, viðarinnrétting o.m.fl. Verð 1.890 þ. MÖGULEGT er að ljúka samn- ingum um aðild Eistlands að Evr- ópusambandinu (ESB) fyrir lok ársins 2002. Þetta fullyrti Günter Verheugen, sem fer með stækk- unarmál ESB í framkvæmdastjórn þess, á blaðamannafundi í Tallinn í gær, við lok þriggja daga vinnu- heimsóknar sinnar til landsins. Um þessar mundir hefur and- staða meðal eistnesks almennings gegn ESB-aðild farið vaxandi en eistnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lagt mikla áherzlu á að fá inngöngu í sambandið sem fyrst. Með tilliti til þessarar þróunar al- menningsálitsins í Eistlandi sagði Verheugen að möguleikar landsins á efnahagsframförum væru stór- lega minni ef það veldi að standa utan ESB. Ver tillögur um aðlögunarfrest Varði Verheugen enn fremur þá tillögu framkvæmdastjórnarinnar að í væntanlegum aðildarsamning- um við Mið- og Austur-Evrópurík- in tíu, sem bíða inngöngu í ESB, verði samið um allt að sjö ára að- lögunarfrest á gildistöku ákvæða um frjálsa för vinnuafls innan alls EES-svæðisins. Ráðamenn sumra umsóknarríkj- anna hafa sagt þetta myndu gera borgara nýju aðildarríkjanna, þeg- ar þau hafa fengið inngöngu, að „annars flokks ESB-borgurum“. Vísaði Verheugen þessari gagn- rýni á bug; engar forsendur væru fyrir slíkum ályktunum. Samkvæmt gildandi reglum geta allir borgarar EES-aðildarríkis flutt hvert sem er innan EES- svæðisins og leitað sér að vinnu í öðru landi innan svæðisins. En framkvæmdastjórn ESB lagði til fyrir skemmstu að borgarar hinna væntanlegu nýju aðildarríkja fái ekki að njóta þessa réttar fyrr en fimm árum eftir inngöngu heima- lands þeirra, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Tók Verheugen fram, að einstök aðildarríki geti gert tvíhliða sam- komulag um að láta þennan aðlög- unarfrest falla niður. Verheugen á blaðamannafundi í Tallinn í Eistlandi Aðildarsamningum lokið fyrir 2003 Tallinn. AP. HUGSANLEGT er, að kúariðan hafi borist til Bretlands með sjúkum antilópum. Er það skoðun nýsjá- lensks vísindamanns og hann segist óttast, að sjúkdómurinn geti kom- ið upp í öðrum löndum þrátt fyrir þær ráðstaf- anir, sem víða hefur ver- ið gripið til. Roger Morris, pró- fessor í dýralækningum við Massey-háskólann í Palmerston North á Nýja-Sjálandi, segir, að sjúku antilópurnar hafi verið fluttar til Bret- lands um miðjan áttunda áratuginn og komið fyrir í svokölluðum safari- garði í Suðvestur-Eng- landi. Skrokkar þeirra hafi síðar verið malaðir í kjötmjöl, sem gefið var nautgripum, og skrokkar nautgripanna síðan malaðir í sama skyni. Sömu kúariðueinkennin Morris segir, að vitað hafi verið, að antilópurnar þjáðust af einhverj- um sjúkdómi og hefði hann lýst sér með sama hætti og kúariðan. Þar væri að finna upptök faraldursins en ekki í mjöli úr riðusjúku sauðfé eða í erfðafræðilegum stökkbreyt- ingum. Fyrstu tilfelli kúariðunnar í Bret- landi komu fram á níunda áratugnum en á þeim síðasta var gífurlegum fjölda nautgripa slátrað til að útrýma sjúk- dómnum. Þá er vitað til, að 90 manns í Bretlandi og tveir í Frakklandi hafa lát- ist úr nýju afbrigði af Creutzfeldt-Jak- ob-sjúkdómnum en það er rakið til kúa- riðunnar. Villt dýr flutt landa á milli Morris segir, að hætta sé á, að kúa- riða geti fyrirvaralaust skotið upp kollinum í öðrum löndum vegna þess, að mikið sé um, að villt dýr séu flutt landa á milli. Bendir hann á, að ljón, sem éti antilópur, geti fengið riðuafbrigði og raunar sannaðist það á ljóni, sem drapst í Newquay- dýragarðinum í Suðvestur-Eng- landi fyrr á þessu ári. Það reyndist riðusjúkt og er talið hafa sýkst af úrgangi úr riðuveikum nautgripum. Voru upptök kúariðunnar í sjúkum antilópum? London. Reuters. Afrísk skógar- antilópa. ALBANSKA lögreglan hefur að undanförnu rutt um koll og sprengt upp fjölda bygginga, sem byggðar hafa verið án leyfis í höfuðborginni, Tirana, og víðar í landinu. Oftast er um einhvers konar verslunarhúsnæði að ræða eins og til dæmis þetta hús, sem búið var reisa í helsta skemmti- garði eða útivistarsvæði höf- uðborgarinnar. Reuters Ólögleg hús sprengd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.